Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Brendansbáturinn. Við Breiðafjörð hafa menn án efa þekkt sögur frá írlandi um siglingar heilags Brendans vestur yfir úthafið þar sem hann og fleiri írskir sægarpar fundu ævintýralönd, gnægta- lönd þar sem írar sáu fyrir sér fagrar konur, ómælt vín, stórlaxa í ám og eilífa sælu. f þessum sög- um áttu menn ekki afturkvæmt til jarðnesks lífs. Frásagnir Landnámu af því að Ari Másson og fleiri Breiðfirðingar hafi komizt til Hvítramannalands eru hugsanlega angi af þessari sagnalist og kannski hafa slíkar sögur örvað menn til landaleitar og siglinga í vesturátt. Þegar Eiríkur rauði fór að byggja Grænland er getið um að kristinn maður frá Suðureyjum hafi verið með í för og má vera að hann hafi sagt þessar sögur. Eftir að fólk frá íslandi og Grænlandi komst alla leið til meginlands Norður-Ameríku þar sem gróður og loftslag voru með svipuðu sniði og lýst er í írsku ævintýrunum gæti þessu tvennu hafa slegið saman í frásögnum þannig að menn hafi talið sig hafa siglt til þeirra landa sem þeir höfðu áður aðeins heyrt sögur af. „ Morgunbiaðið/Gisli Sigurðsson Hér má sjá vog og þrælahlekki frá Dyflinni á Irlandi þar sem norrænir menn stunduðu blómlega þrælaverzlun um það leyti sem ísland byggðist. Margir þrælanna voru fluttir til íslands og hefur kaupverð þeirra líklega verið vegið á þeirri vog sem hér er sýnd, en hún var notuð til að vega mynt og silfur í viðskiptum á víkingaöld. Grænlandi hvarf á dularfullan hátt skömmu eftir 1400. Þetta er sagan um okkur sjálf og rætur okk- ar. Hvort sem við erum Herúlar samkvæmt kenningu Barða Guðmundssonar eða af öðrum uppruna er ljóst að einhver hluti þess fólks sem byggði Danmörku, Noreg og Svíþjóð fyrir landnám ísiands hefur verið með talsverðan óróa í blóðinu og haldinn útþrá eins og ef til vill einkennir okkur enn. Menn sigldu á vit hins ókunna austur eftir fljótum Rússlands og suð- ur til Miklagarðs. Þeir gerðust bæði landkönn- uðir og ræningjar við strendur Englands og Norður-Evrópu, sigldu yfir úthafið til Islands og léttu ekki fyrr en þeir höfðu séð grænlenzka firði og mismunandi búsældarleg lönd enn vestar, sem þeir nefndu Helluland, Markland og Vínland. A elzta Vínlandskortinu, sem Sig- urður Stefánsson skólameistari í Skálholti, d. 1595, teiknaði af Norður-Atlantshafi má sjá að landið sunnan Marklands er nefnt Skrælingja- land. Líklega er það rétt sem bent hefur verið á að i nafngiftinni á hinum innfæddu felast kyn- þáttafordómar og lítilsvirðing norrænna rnanna á hinum innfæddu Ameríkumönnum. Jafnframt urðu hér þau umskipti í sögunni, segir í sýningarskránni, að framrás víkinga var í fyrsta sinn stöðvuð, svo hinar norrænu hetjur hefðu ef til vill átt að velja skrælingjum virðulegra nafn. Víkingaöld var að vísu ekki að fullu lokið á tíma Vínlandsferðanna, en Þor- finnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardóttir hljóta þó fremur að teljast landkönnuðir en víkingar og Leifur var beinlínis sendur út af örkinni til að gerast trúboði. Gesturinn á sýningunni í Þjóðmenningar- húsinu kemur fyrst að kynningu á heimsmynd víkingaaldar. Þar er Jörðin og himinhvolfið, leiksvið goðsagna og yfir gnæfir Vetrarbraut- in, sem gæti verið tré lífsins, Askur Yggdras- ils. Þessi heimskringla ásatrúarmanna er út af fyrir sig eftirminnilegt listaverk. Útfærsla og uppsetning á vopnum og verkfærum víkinga- aldarmanna er afbragð og írsku þrælahlekk- imir minna á blómlega þrælaverzlun um likt leyti og ísland byggðist. Stórar teikningar í stíl refilsins íræga, sem kenndur er við Bayeux, segir frá atburðum sem urðu í Vínlandsferðum á einfaldan og auðskilinn hátt og ætti eins og margt annað á þessari sýningu að hugnast sýn- ingargestum, ekki sízt þeim fjölda ungra skólanemenda sem sjá munu sýninguna á næsta vetri. Ekki er ætlunin að telja upp hér hvaðeina sem auganu mætir á lofti Þjóðmenningarhúss- ins, heldur skal vísað til myndanna sem hér fylgja með og textanna undir þeim. Nafna mín- um í Amastofnun er þökkuð aðstoð við gerð myndatextanna. Holtastaðakirkja í Langadal. Ljósmynd/Páll Stefánsson ÁHRIF KRISTNl Á ÍSLENSKT MÁLII KRISTIN ÁHRIF Á ÍSLENSKAN ORÐA- FORÐA - EINSTÖK ORÐ EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON KRISTIN trú hafði margs konar áhrif á ís- lenskt mál en áhrifanna gætir þó langmest á orðaforðann. í íslensku er að finna þúsundir orðatiltækja, fastra orðasambanda, máls- hátta og einstakra orða sem eiga rætur sínai- beint eða óbeint að rekja til kristinnar hug- myndafræði. í þessum pistli verða nefnd örfá dæmi um orð af þessum toga. Hugtakið nýyrði vísar í víðasta skilningi til nýrra orða í íslensku og nýyrði geta orðið til án erlendra áhrifa, t.d. hver og hraun. Al- gengast er þó að nýyrði verði til fyrir erlend áhrif og með tilkomu kristninnar og ritlistar í kjölfar hennar var nauðsynlegt að finna fjöl- mörgum nýjum hlutum og hugmyndum heiti. Elstu heimildir sýna að þessi vandi var í stór- um dráttum leystur með sömu aðferðum og enn tíðkast, með myndun nýyrða. I flestum tilvikum voru slfk nýyrði mynduð fyrir erlend áhrif og má því kalla þau einu nafni tökuyrði en þau eru nokkuð sundurleit að uppruna og gerð. Til einföldunar má gera ráð fyrir þrenns konar tökuyrðum: (1) tökuorðum, (2) tökumerkingum og (3) tökuþýðingum. Með tökuorðum er átt við að erlend orð eru tekin upp í íslensku og aðlöguð beyginga- kerftnu. Með kristni bárust fjölmörg orð af þessum toga inn í íslensku, t.d. þau er tengj- ast trúnni sérstaklega: biskup, djöfull, engill, kirkja, klerkur, kristinn, messa, munkur, nunna, páfí, pistill, prestur o.fl., en einnig önnur, t.d.: skóli, bréf og skrifa. Með tökumerkingum er átt við að innlent orð fær aðra merkingu og notkun fyrir erlend áhrif. Dæmi um þetta er t.d. sögnin blóta sem í elsta máli stýrði þolfalii (blóta e-n) og merkti „færa (goði) fóm“ en siðar breyttist notkunin þannig að sögnin stýrði þágufalli (blóta e-m) og merkingin varð „bölva“ trúlega vegna þess að orðasambandið blóta goð fær nei- kvæða merkingu í kristnu samfélagi. Svipuðu máli gegnir um sögnina skíra sem upphaflega merkir „hreinsa" en fær síðan merkinguna „gefa nafn við sérstaka athöfn, kristna" og mörg fleiri orð, t.d.: guð, drottinn, freista, freistni og sæll. Þess má einnig geta að hinn fomi fjandi, djöfullinn (< lat. diabolus), fær einnig mörg rammíslensk heiti, t.d. andskoti, óvinur, fjandi og kölski. Með tökuþýðingum er átt við það þegar erlent orð er þýtt lið fyrir lið, t.d.: bókstafur, guðspjall („góð tíðindi"), hátíð, syndaflóð ogstafróf. Oftar en ekki fymist yfir upprana orða og þau verða ógagnsæ. Þannig er því háttað með fjölmörg algeng orð í nútímamáli að þau bera ekki með sér af hvaða rótum þau eru runnin. Orðið forystusauður merkir nú „foringi“ en það vísaði upphaflega til þess er fór fyrir „hjörð Krists" og sögnin að leiðrétta sem nú merkir „lagfæra, færa til betri vegar“ visaði til þess er þeim var snúið á rétta leið er villst hafði af götu eða vegi kristninnar enda er í fomum heimildum talað um leiðréttingu heiðinna þjóða og enn fremur: hann [guð] mun [mennina] enn á leið rétta „snúa til rétts vegar/lífemis“. Lýsingarorðið framliðinn vísaði uppranalega til þess er „leið/fór af þessa heims lífi“ og vísar því til lífs eftir þetta líf. Orðin fyrirrennari og sporgöngumaður era einnig af kristilegum upprana því að Jó- hannes skírari er kallaður fyrirrennari drott- ins og þeir sem fylgja vilja kenningum og verkum Jesú era sporgöngumenn hans. Framantalin orð má telja hálfgagnsæ þar sem ekki þarf langrar athugunar við til að ganga úr skugga um upprunalega merkingu þeirra. En í öðrum tilvikum er málið flóknara. Lýsingarorðið harðsvíraður vísar nú til þess sem einskis svífst, þannig er í nútíma máli tal- að um harðsvíraða glæpamenn. Uppranalega vísar það til þess sem ekki vill beygja háls (svíra) sinn fyrir boðskap kristninnar. Svip- uðu máli gegnir um lo. forstokkaður sem merkir í nútímamáli „óforbetranlegur". Upp- runalega merkir það eiginlega „trénaður“ í beinni merkingu og „ósveigjanlegur" í yfir- færðri merkingu og þvi vísar það til þess sem ekki vill beygja sig fyrir e-u líkt og lo. harðs- víraður. I báðum tilvikum má segja að merk- ingarbreytingar síðari tíma valdi því að upp- raninn liggur ekld lengur í augum uppi. Af svipuðum toga eru eftirfarandi orð og orða- sambönd: e-ð er himinhrópandi [ranglæti] (1. Mós 4,10), bemskuglöp (Sálm 25,7), tára- dalur (Sálm 84, 7), þreifandi myrkur (2. Mós 10,21), í stríðum straumum (Amos 5,24), við- urstyggð eyðileggingarinnar (Dan 9, 27) og svefhinn langi (Jer 51,39). Af framantöldum dæmum má ráða að ekki er allt sem sýnist um upprana og notkun orða, sum orð og orðasambönd leyna á sér ef svo má að orði komast. Að lokum skal minnst á eitt slíkt enn. í nútímamáli er oft komst svo að orði að e-ð sé undir e-u komið í merking- unni „e-ð veltur á e-u“. Ég hygg að dæmi úr fornu máli sýni uppranann svo að ekki verður um villst, t.d.: eiga allt traust undir Guði og hafa traust undir Guði en bæði dæmin era fengin úr íslensku hómilíubókinni sem talin er hafa verið rituð fyrir 1200 og vísa þau til Davíðssálma. Upprunaleg vísun er skýr: menn á jörðu niðri eiga allt sitt (traust, skjól) undir Guði á himnum uppi. í elstu dæmum er meridngin bein („vera á lægri stað e-n ...“) en óbein merking („vera háður“) er einnig göm- ul, sbr. dæmi frá 16. öld: e-ð er komið undir náð Guðs og e-ð er komið undir verkum mannanna. I nútímamáli era ýmis orðasam- bönd af þessum meiði algeng, t.d.: eiga e-ð/ aUt undir e-m og e-ð/allt er undir því komið en tengslin við hinn kristilega upprana má telja rofin. Höfundur er prófessor við Hóskóla (slands. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 24. JÚNÍ 2000 m I CCií. ilLil .kv MlúSíf'W.v'óii. ■ cHcCSAldí'ÍLÖjiJM'AfÆSd

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.