Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Síða 2
ÉG ÆTLA AÐ SJÁ HVERT SÖNGURINN BERMIG Brezkir gggnrýnendur hafg keppzt við að hrósa Huldu Björk Garðarsdóttur íyrir glæsilegan og fágað- an söng og leik í hlutverki Súsönnu í Brúðkaupi Fígar- ós, sem hún syngur nú hjá Garsington-sumaróper- unni. Hvílíkur happafengur! segir gagnrýnandi The Independent. FREYSTEINN JÓHANNSSON átti far- símamót við Huldu Björk á listrænu kaffihúsi í Oxford. HVER er hún þessi „yndis- lega sópransöngkona" - þessi íslenzka rós í hnappa- gati enskrar sumaróperu? „Ég er að norðan, fædd á Akureyri, en fluttist með foreldrum mínum að Syðra- Laugalandi. Ég lærði íyrir norðan í nokkur ár, en kom svo suður og klár- aði Söngskólann 1996. Eftir það var ég við söngnám í Berlín einn vetur, en fór þaðan til London, þar sem ég lauk námi við Royal Aca- demy of Music 1998. Ég fór heim eftir námið, en var þá nýbúin að kynnast umboðsmanni, sem vildi aðstoða mig við að fá tækifæri erlendis. Ég var varasöngv- ari hjá Garsington-óperunni í fyrrasumar og í haust bauðst mér að koma núna og syngja Sú- sönnu.“ í millitíðinni hefur hún haldið tónleika heima á íslandi og í apríl sl. söng hún í tveimur sýn- ingum á Cosi van Tutti á tónlistarhátíð í útjaðri London. í Garsington syngur hún í kapp við þrestina. Þessi sumarópera er skammt frá Oxford og sviðið er úti í Guðs grænni náttúrunni. Þar er stutt í fuglasönginn, en uppsetning óperunnar Ljósmynd/Keith Saunders Hulda Björk Garðarsdóttir í hlutverki sínu í Brúðkaupi Fígarós. er einföld og hnitmiðuð með fallegum búning- um. Og þama eru góðir og reyndir söngvarar og nýliðar eins og ég. Sýningar á brúðkaupinu verða sjö talsins og standa fram í byrjun júlí.“ Hvað tekur svo við? „Ég ætla heim. Ég ætla að gera út frá ís- landi, þótt það krefjist meiri fyrirhafnar, en ef ég væri búsett ytra. í haust verð ég með skandinavíska tónleika með sænskri söngkonu og norskum píanóleikara og við ætlum að syngja í löndunum okkar þremur. I haust syng ég á Spáni hlutverk Servilia í La Clemenza Di Tito eftir Mozart og í marz syng ég Michaelu í Carmenuppfærslu Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Laugardalshöll. Þai’ verður Rico Saccani við stjómvölinn og það er búið að ráða í aðalhlutverkin; Carmen syngur Sylvie Bmn- et, Mario Malagnini verður Don Jose og Gino Quilto syngur hlutverk Escamillo." Hvernig líður henni að lesa dóma brezku gagnrýnendanna? „Það var skrítin tilfinning að lesa svona um sjálfa sig. En nú er ég ánægð og mér líður vel. Það er náttúrlega ofsalega hvetjandi og góð hjálp að fá svona umsagnir." Hvernig kom söngurinn til hennar? „Tónlistin hefur alltaf verið sjálfsagður hlut- ur af mínu lífi. Ég spilaði á selló í tíu ár. Svo heyrði mamma mig vera eitthvað að fíflast við að herma eftir ópemsöngkonum og hún gaf mér söngtíma hjá Þuríði Baldursdóttur á Ak- ureyri. Eg varð auðvitað að prafa og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Og nú er söngurinn orðinn þitt líf. „Veiztu, ég hef verið voðalega feimin við að kveða upp úr um það að ég ætli að verða söng- kona. Ég segi ekki að ég hafi ætlað að snúa við en ég hef einhvern veginn ekki þorað að gera mér miklar vonir. Ég hef meira látið hverjum degi nægja sína þjáningu. En það kom náttúr- lega að því að ég varð að spyrja sjálfa mig hvort ég vildi leggja sönginn fyrir mig, eða ekki. Og nú get ég sagt að ég er ákveðin í að sjá hvert söngurinn ber mig og ég vona að það verði bæði langt og farsælt ferðalag." Reuters Metvero fyrir Degas BRONSSKÚLPTÚRINN á myndinni, „Petite Danseuse de quatorze ans“, sem má útleggja sem „14 ára dansari", eftir franska 19. aldar- listamanninn Edgar Degas seldist fyrir met- verð á uppboði hjá Sotheby’s nú í vikunni. Kaupverð verksins, sem er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir skúlptúr í Evrópu, var 7,7 milljónir punda eða hátt í 900 milljónir króna. Dansarinn er meðal þekktari verka Degas og sýnir unga stúlku í balletkjól með borða í hárinu. Ekki er vitað hver kaupandinn var en verkið kom almenningi fyrst fyrir sjónir á sjöttu listsýningu impressjónistanna sem haldin var árið 1881. Alan James í Straumi Samruni sam- ofinna forma ENSKI listmálarinn Aian James opnar sýn- ingu á málverkum sínum í dag kl. 14 í sýning- arsal Listamiðstöðvarinnar í Straumi v/Reykjanesbraut. Alan James hefur undanfarna mánuði unnið að verkum sínum í gestavinnustofu Straums. Listamaðurinn hefur reyndar unnið mest- megnis á Islandi s.l. sjö ár. Segja má að verk James séu eins konar samrani samofinna forma sem líkja má við torrætt myndmál er nær að mynda eina heild á þéttofnu yfirborð- inu. Verkin eru byggð í lögum upp á við og ala á hinu óræða en rafmagnaða rými milli veggjar og striga. Sýningin mun verða opin daglega frá kl.16- 21 virka daga og 14-19 um helgar. Verk eftir Alan James. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar, í húsinu Lækjargötu 4. Sýningin er unnin í samvinnu við Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000. Ámastofnun, Ámagarði: Hátíðarsýn- ing handrita við árþúsundamót. Heim- ildir um siglingar íslendinga og Græn- lendinga til Vínlands og kristnitöku á Alþingi við Öxará fyrir þúsund árum. Til 1. okt. Ásmundarsafn: Verk í eigu safnsins. Til 1. nóv. Byggðasafn Árnesinga, Húsinu Eyrar- bakka: Kirkjugripir og kirkjustaðir í Árnesþingi. Til 9. júlí. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Þeir settu svip á söguna. Sýningin samanstendur af vaxmyndum úr eigu Þjóðminjasafns íslands auk fjölda muna og ljósmynda úr eigu Byggðasafns Hafnarfjarðar. Til 30. sep. Galleri@hlenunur.is: Ragnar Gests- son. Til 16. júlí. Gallerí Reykjavík: Stuttsýning Höllu Har.. Til 2. júlí. Gallerí Sævars Karls: Ema G. Sigurð- ardóttir. Til 20. júlí. Garður, Ártún 3, Selfossi: Kaj Nyborg, Drive-In. GUK - exhibition placeer sýn- ingarstaður fyrir myndlist sem opnaði í maí á síðasta ári. Úm er að ræða sýn- ingarstað í þremur löndum; í húsgarði á Selfossi, í garðhúsi í Lejre í Danmörku og í eldhúsi í Hannover í Þýskalandi. Gerðarsafn: Árátta. Safn Péturs Ara- sonar og Rögnu Róbertsdóttur er Til 8. ágúst Hallgrímskirkja: Ný verk Karólínu Lárasdóttur. Til 1. september Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Listasafn Akureyrar: Dyggðirnar sjö. Til 27. ágúst Listasafn ASÍ: Magdalena Margrét Kjartansdóttir og M.E.Prigge. Til 27. ágúst Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg: Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Valgai-ð GunnarssonTil 3. júlí. Mokkakaffi: Kristín Pálmadóttir. Sýn- inguna nefnir listamaðurinn Til 10. júlí. Norska húsið, Stykkishólmi: Erna Guðmarsdóttir.. Til 2. júlí. Perlan: Magnús Th. Magnússon. Til 31. júlí. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Ragnar Bjamason, Haraldur Sigurðsson, Vald- imar Bjarnfreðsson, Svava Skúladóttir, Egill Ólafur Guðmundsson og Guðjón R. Sigurðss. Til 29. ág. Sjóminjasafn fslands, Vesturgötu 8, Hafnarf.: Málverkasýning Jóns Gunn- arssonar. Til 1. september Slunkarfki, ísafirði: Harpa Árnadóttir. Til 2. júlí. Snegla listhús, Klapparstíg: Arnfríður Lára Guðnadóttir. Til 4. júlí. Stöðlakot: Soffía Sæmundsdóttir. Til 17. ágúst Þjóðarbókhlaða: Ástu Sigurðardóttur minnst með sýningu á verkum hennar. Til 31. ágúst Upplýsingamiðstöð myndlistar: Lista yfir fyrirhugaðar og yfirstandandi myndlistarsýningar í öllum helstu sýn- ingarsölum má finna á slóðinni www.umm.is undir Fréttir. TONLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Karstein Askeland. Hádegistónleikar í tenglsum við orgel- tónleikaröðina Sumarkvöld við orgelið 2000. Karstein Askeland, organisti frá Bergen í Noregi leikur á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Kl. 12. Þriðjudagur Listasafn Siguijóns Ólafssonar: Christopher Czaja Sager píanóleikari. Flutt eru verk úr Die Klavierabung: Partíta I í B dúr, BWV 825, Partíta II í c-moll. BWV 826 og Partíta III í a-moll, BWV827. Kl. 20:30. Miðvikudagur Norræna húsið: Franski píanóleikarinn Fern Nevjinsky. Kl. 12:15. LEIKLIST Iðnó: Björninn, fim. 6. júlí. Ilafnarfjarðarleikhúsið: The Hammer of Thor, sun. 2. júlí, fös. 7. júlí, fim. 6. jú- lí. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.