Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2000, Side 6
FJÓRTÁN USTAMENN SÝNA VERK SÍN UM DYGGÐIRNAR DYGGÐIRNAR í HRIKALEGUM SÝNINGARSAL STEKKJARGJÁR Hamraveggir Stekkjargjár á Þingvöllum munu næstu vil cur | þjóna hlutverki sýningarveggja á sýningunni Dyggðirnar sjö að fornu og nýju sem einnig fer fram s 1 Listasafninu á Akureyri. F jórtán listamenn voru fengnir til að túlka höfuðdyggðirnar úr kristni og sjö nútímadyggðir sem ákvarðaðar voru með könnun á vegum Gallup. Þetta er eina málverkið á sýningunni í Stekkjargjá. Það er eftir Helga Þorgiis Friðjónsson. Úðinn frá Öxarárfoss gengur yfir málverkið, að minnsta kosti þegar vindur stendur á það. FÁIR hafa lofsungið Þingvelli meira en íslenskir myndlistar- menn. Mér fannst tími til kominn að þeir fengju að sýna á Þingvöll- um en ekld bara mála þá. Hvað er þá betra en að fá að nýta sér gjárnar og hamrabeltin sem veggi.“ Þetta segir Hannes Sig- urðsson listfræðingur sem er höfundur og um- sjónarmaður með sýningunni Dyggðimar sjö að fomu og nýju í Stekkjargjá á Þingvöllum sem hófst á föstudag. Fjórtán listaverk eftir, sjö karla og sjö konur, standa nú í gjánni og nær sýningarsvæðið allt frá Öxarárfossi að klaufinni í Stekkjargjá. A sýningunni er teflt saman höfuðdyggðun- um sjö og nútímadyggðunum sjö sem skoðana- könnun Gallup leiddi í ljós. A föstudaginn var einnig opnuð sýning í Listasafninu á Akureyri þar sem er að finna til- brigði við verkin á Þingvöllum. í Listasafninu á Akureyri verða ennfremur til sýnis ýmsir mun- ir frá Þjóðminjasafni íslands sem tengjast höf- uðdyggðunum sjö og nefnist sú sýning Ein kristileg undirvísan ognytsamleg. Dyggðirnar sjö og andstæður þeirra, dauða- syndimar sjö, voru eins og rauður þráður í gegnum bókmenntir og listir fram undir lok síðustu aldar. Því er viðfangsefni listamann- anna sem sýna á Þingvöllum sannarlega ekki nýtt af nálinni. Þegar horft er til skoðanakönn- unarinnar og greinarskrifana í Tímarit Máls og menningar er verkefnið hins vegar óvanalegt fyrir þær sakir að tengdir eru saman ólíkir vinnuhættir s.s. raunvísinda, lista og sagnfræði. Bæði mjög jarðneskt og himneskt líka Fyrir sýningu valdi hver listamaður sér dyggð til að vinna með, en Hannes segist hafa leitast við að hafa hópinn sem breiðastan. Höf- uðdyggðimar em viska, hugrekki, hófstilling, réttlæti, trú, von og kærleikur en hinar nýju dyggðir samanstanda af heiðarleika, hrein- skilni, jákvæði, trausti, dugnaði, fjölskyldu- og vináttutengslum og heilsu. Verkin á sýningunni era af ýmsum toga. Að- eins eitt málverk er á sýningunni og er það eftir Helga Þorgiis Friðjónsson en hann vinnur með höfuðdyggðina trú. Málverkið hans er í fjóram hlutum og samanlagt fjórir metrar á hæð og annað eins á breidd. „Hugmyndin er upphaf- lega sótt í himinhvolf kirknanna frá barokk- tímabilinu. Þetta himinhvolf er sem sagt fært niður í bergið og er eins og gat í það, eða hlið inn í eilífa sælu, sem áhorfandinn á að geta gengið í gegnum.“ Helgi kveður verkið hafa marvíslegar skírskotanir og þar á meðal í ís- lenska þjóðtrú. „Það er því bæði mjög jarð- neskt og himneskt líka.“ Verkið þolir veður og vind og þegar vindur stendur á það gengur úð- inn frá Öxarárfossi yfir málverkið. I fossinum sjálfum er verk unnið út frá dyggðinni heilsa eftir Guðjón Bjarnason. Þar liggur 7 metra jámkross sem var soðinn saman á veginum við gjána og fluttur með þyrlu á flúð- irnar. „Fossinn er hápunktur svæðsins," segir listamaðurinn. „Krossinn virkjar fossinn sem listrænt fýrirbrigði, því fossinn verður í senn hluti og áframhald af verkinu. Samtímis mynd- ar krossinn endapunkt gjárinnar, þegar horft er til suðurs,“ segir hann. Málverk og hljóðfæri í senn Dyggðin viska féll í skaut Gabríelu Friðriks- dóttur. „Eg var nógu heimsk til að taka visk- una,“ segir Gabríela í gríni. „Ég er búin að komast að ýmsu við gerð þessa verks. Viskan er mjög flókin og það að vera vitur er að gera það sem réttast þykir hér og nú. Hún er eitthvað sem kemur nákvæmlega frá hjartanu og hefur ekkert með lærdóm að gera,“ útskýrir hún. „Ég gerði bara það sem mig langaði að gera. Mig hefur alltaf langað til að hafa húsgögn í gjánni. Mér fannst þetta svo upplagður staður fyrir fólk að henda gömlum húsgögnum sem það er hætt að nota.“ Verkið samanstendur af 21 hlut sem hver um sig myndar ás með formum á báðum endum sem Gabríela líkir við hjól sitthvoramegin á öxli. „Þessi hjól era eins misjöfn og þau era mörg. Á hveijum degi ákvað ég hvemig vitur- legt væri að vinna hvert hjól. Það bættist hægt og sígandi við verkið sem í rauninni er orðið að málverki og hljóðfæri í senn.“ Verkin á sýningunni þola flest þau veður- afbrigði sem Islendingar hafavanist. Eitt verk- anna er þó undanskilið þeirri reglu en það er túlkun Ólafar Nordal á nútímadyggðinni traust. „Traust er dýrmæti sem tekur tíma og natni að byggja upp, en að sama skapi getur það tapast í einu vetfangi ef ekki er rétt með það farið.“ Ólöf mótaði haus úr leir og kveður hann táknmynd úr sögu lýðræðisins sem minn- ir okkur á að það traust sem við gefum ríkinu er ekki sjálfgefið. Verkið heitir Leirmundur. „Skúlptúrinn er um 40-50 cm hár og gerður úr blautum leir. Það er mannshöfuð og mun verkið að líkindum taka breytingum á sýning- artímanum. Eðli umbreytingarinnar fer eftir utanaðkomandi áhrifum, áhorfendum og al- mættinu.“ Dúkhafið nægilegt til að von kvikni Viðfangsefni Sigurðar Áma Sigurðssonar er vonin. Verk hans er dúkur sem strekktur er með stögum milli gilbarma í 4-5 metra hæð frá jörð. Um 20 göt era dreifð um dúkinn. „Þegar sól er á lofti myndast ljóspunktar í skuggafleti undir dúknum, eins konar óáþreifanlegir sól- stafir eða geislar sem áhorfandi getur gengið inn í,“ segir Sigurður um verkið. „Þegar sólar nýtur ekki við á dúkhafið að vera nægilegt til að von kvikni þegar litið er í götin og horft til him- ins.“ Annað verk sem ber við himin er túlkun Bjama Sigurbjömssonar á hugrekkinu. Um er að ræða stiga sem rís upp í um það bil tuttugu metra hæð við Gálgaklett. Engin þrep eða rim- ar era sjáanleg í stiganum en bilin milli þrepa eru myndbirtingar, þ.e. gefa í skyn það sem þarf til að komast milli þrepa. Höfundurinn kveður verkið hafa margar vísanir. „Staðsetn- ing verksins við Gálgaklett gefur ýmislegt í skyn um titilinn, hvort tveggja er, að hugsan- lega má sjá hugrekki hjá þeim mönnum, sem lögðu í það að stela sér til matar og rísa upp gegn samfélagsgildum og því ástandi sem kúg- aði fátækan lýðinn en ekki síður hjá yfirvaldinu sem lagði í að taka meðbræður sína af lífi... Staðsetningin vekur einnig upp spurningar um mannlegar takmarkanir." I hugleiðingu sinni um verkið ræðir Bjarni um traust og trú sem þurfi til að Guð fái að vera veruleiki í lífi manna „Og fyrir það traust þarf hugrekki. Sams konar hugrekki og Kirkegaard talaði um þegar hann sagði að trúin væri eins og að hlaupa fram af hamrinum með hyldýpið undir fótum sér.“ Ef vid hugsum okkur að kletturinn sé kirkja... Ef litið er upp úr Stekkjargjá skáhallt á móts við Öxarárfoss gefur að líta op sem ber við him- in. Ofan af gjábakkanum sést opið einnig en þaðan er það síður áberandi. Halldór Ásgeirs- son hefur fyllt það með mismunandi stórum glerkúlum sem innihalda vatn í misjafnlega sterkum litatónum. Þannig vinnut hann með kærleikann. „Opið er tengiliður birtunnar að Hreinskilnin í gerð Huldu Hákon.„Manneskjan mín í vatninu er bláeygð. Allt sem rennur inn í höfuð hennar gusast út um munninn." Morgunblaðið/Sverrir Hér sjást nokkur verkanna í Stekkjargjá. ofan og áhorfandans að neðan. Birtan leitar inn í opið þar sem glerkúlurnar taka við henni og umbreyta,“ útskýrir listamaðurinn. „Ef við hugsum okkur að kletturinn sé kirkja og glugg- inn í honum varpi ljósi til manna - getum við þá talað um Ijós kærleikans? Hvernig birtist kær- leikur og í hvaða mynd?“ Við heiðarleikann fæst Finna Birna Steins- dóttir, verkið hennar kallast Féþúfur og er samsett úr þrettán þúfum í Stekkjargjá. Rými þess er um 25 fermetrar. „Heiðarleikinn er ná- tengdur þjóðsagnaminnum sem snerta drauma um auðsæld og gæfu. Verkið tengist viðhorfum og gildum á líðandi stund, dyggðum og ham- ingju, sambýli mannsins við sjálfan sig, samfé- lag og náttúra.“ Allt sem rennur inn í höfuðið gusast út um munninn Magnús Tómasson fæst við dyggðina rétt- læti. Hans verk er gert úr Cortenstáli og er þriggja metra langt og vegur 200 kíló. Það er hengt upp í víra sem strengdir era upp í gjábarmana, fyrir neðan verkið er tréstokkur með áletran. „I gamla daga þegar menn vora gerðir höfðinu styttri, var venja að menn lægju á grúfu, en nú býð ég mönnum að liggja á bak- inu og horfa á tákn réttlætisins sem vofir yfir,“ segir listamaðurinn. Hulda Hákon fæst við dyggðina hreinskilni. Um verkið sitt hefur Hulda þetta að segja: „Manneskjan mín í vatninu er bláeyg. Allt sem rennur inn í höfuðið hennar gusast út um munninn." I Stekkjargjá er verk eftir Ósk Vilhjálms- dóttur um fjölskyldu- og vináttubönd. Það sam- anstendur af fjölmörgum ljósmyndum af ís- lenskum fjölsyldum. „Ég fékk til liðs við mig ólíkt fólk, bæði að stétt og upprana, sem þó á það sameiginlegt að búa á Islandi. Þetta fólk valdi mynd úr fjölskyldusafninu sínu sem því finnst að innihaldi dyggðina fjölskyldu- og vin- áttubönd,“ segir hún. Ljósmyndirnar voru stækkar í A3 og síðan límdar á álplötur ásamt texta. Dyggðin dugnaður er viðfangsefni Hannesar Lárassonar. „Dugnaður birtist ekki lengur sem eintaklingsframtak heldur sem hópefli. Ein- staklingar eru spyrtir saman undir gunnfánum og slagorðum. (Vöra)merkið virkir krafta ein- staklingsins líkt og á miðöldum og kveikir í þeim meirir eldmóð en þeir vissu sjálfir að þeir byggju yfir.“ Þetta er hluti af hugleiðingu Hannesar um dyggðina. Hann hvolfir 630 lítra fiskkeri og notar sem þakeiningu á rimlabygg- ingu. Á því er snotur gluggi og einnig hefur hann fræst á það einkennismerki stærstu íyrir- tækja á íslandi. Meðalhófið er ekki sjálfgefið „Hugmyndin að verkinu tengist feldi Þor- geirs Ljósvetningagoða og þeim atburðum sem áttu sér stað fyrir 1.000 áram þegar íslending- ar játuðu kristna trú.“ Þetta kemur fram í hug- leiðingu Ragnhildar Stefánsdóttur en hún vinn- ur verk í tengslum við nútímadyggðina jákvæði. „Verkið er gert úr hálfgegnsæju efni og myndar foss sem lagar sig að líkama. Það hefur huglæga skírskotun í þann ósýnilega feld sem umlykur mannslíkamann - áruna.“ Síðasta dyggðin sem hér er talin upp er hófstillingin. Ut frá henni vann Rúrí verk sitt. „Eingöngu meðalhóf eiginleikans telst dyggð. Meðalhófið er ekki sjálfgefið og reynist mörg- um léttara að hallast að öfgunum, öðram hvor- um megin.“ Þessu samkvæmt er verkið langur og grannur ás sem leikur í jafnvægi um miðju sína og getur því hallast á hvora hliðina sem er. „Jafnvægi þess mun vera vakurt og minnsta vindhviða mun setja ásinn á hreyfingu en vegna staðfestunnar mun hreyfíngin verða mjúk, líkt og svífandi." Sýningin í Stekkjargjá stendur til 1. septem- ber en henni lýkur 27. ágúst í Listasafninu á Akureyri. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR I. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.