Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Qupperneq 2
Morgunblaðið/Jim Smart
Kristín Geirsdóttir vió eitt af verkum sínum. Ása notar gotneskt letur í myndvefnað sinn.
HINN SAMEIGIN-
LEGI ÞRÁÐUR
Þrjú af verkum Kristínar.
Ása Ólafsdóttir undirbýr sýningu sína.
I Listasafni ASÍ opna tvær
myndlistarkonur sýningar
í dag. Það eru þær Asa
Olafsdóttir, sem sýnir
myndvefnað, og Kristín
Geirsdóttir, sem sýnir ol-
íumólverk. Blaðamaður
Morgunblaðsins fór ó
stúfana og hitti listamenn-
ina við undirbúning sýn-
inganna.
✓
SA og Kristín eru báðar með vinnu-
stofu að Korpúlfsstöðum og hafa ver-
ið þar síðastliðin þrjú ár. Ákváðu þær
að sýna saman? „Nei, það var tilvilj-
un, en skemmtileg tilviljun,“ svarar Ása. „Við
sóttum um hvor í sínu lagi, en urðum mjög glað-
ar þegar við komumst að því að við myndum
sýna á sama tíma,“ segir Kristín. Myndverk
þeirra eru unnin á ólikan hátt, Ása vefur en Kri-
stín málar. Samt segja þær að sameiginlegur
þráður sé í verkum þeirra. Hver er þessi þráð-
ur? „Hinn sameiginlegi þráður okkar er eigin-
lega þráðurinn sjálfur. Málverk Kristínar
minna að vissu leyti á vefnað,“ svarar Ása. „Svo
má líka segja að við eigum nokkuð sameiginlegt
hvað varðar liti og form, en við notum til dæmis
báðar þríhyming mjög mikið í verkunum á
þessari sýningu." Kristín segir að þær hafi frá
fyrstu tíð fundið eitthvað sameiginlegt hjá hvor
annarri, en án þess að geta skilgreint nákvæm-
lega hvað. „Þó að við vinnum með ólík efni, eig-
um við til dæmis mjög auðvelt með að gagnrýna
og skoða hjá hvor annarri."
Ása
Myndvefnaður Ásu er í tveimur herbergjum
á neðri hæð hússins við Freyjugötu. Þar sýnir
hún myndaröð sem nefnist Lyklar ásamt
tveimur stærri myndum, þar sem unnið er með
gotnesktletur fomhandritanna. „Lyklamir era
eiginlega tilraun mín til að skapa lykla að þeim
skrám sem ég vil opna,“ útskýrir Ása. „Ég velti
mikið fyrir mér fomum hlutum og fyrri lífum
og hvort ég komist í þær upplýsingar. Stundum
finnst mér eins og þær séu á lager og komi
fram, svona upplýsingar sem maður áttar sig
ekki á hvaðan koma.“
En eru þetta abstrakt pælingar um lykla eða
eru þetta myndir af lyklum í raun og vera?
„Þetta era abstrakt pælingar, þetta era eig-
inlega tilfinningar sem ég upplifi að séu lyklar.
Myndimar bera allar tilfinningaleg nöfn, auk
lyklanafnsins. Til dæmis heitir ein myndin
Veiðin, hefur eitthvað með sjómennsku að gera.
Mér finnst endilega að ég hafi einhvem tíma
verið á sjó og sá lykill fjallar um þá tilfinningu.“
Hvemig tengjast lyklamyndirnar stóra
myndunum með gotneska letrinu?
„Þær tengjast auðvitað í efnisnotkun. Svo er
ég alltaf að leita í eitthvað sem er gamalt, eitt-
hvað sem er að baki og má nýta og gera nýtt
úr.“
Kristín
Stórir strigar Kristínar prýða Ásmundarsal
á efri hæð safnsins. Sýning Kristínar nefnist
Rastir. „Nafnið er vísun í þessar rákir og þræði,
þetta streymi í myndunum og hvemig ég vinn
þær,“ segir Kristín. „Ég vinn með skammvinn
fyrirbæri í náttúranni og nafn sýningarinnar
skírskotar líka til þess. Innri og ytri náttúra er
það sem myndimar fjalla um.“ Kristín segist
leita til náttúrannar í leit að viðfangsefnum, en
hún máli ekki hlutbundnar myndir. „Þær eru á
mörkunum. Oft er um að ræða augnabliks upp-
plifanir." Myndir Kristínar era unnar þannig
að rákir af oh'ulit, sem gefa myndunum ákveðna
áferð eða efniskennd, renna í þríhyrninga í
mörgum, þunnum lögum. „Ég vinn með form
og lit. Undanfarið hef ég verið upptekin af þrí-
hyraingnum sem formi, og svo tíglum og kross-
um sem verða til í myndunum. Ég er alls ekki
búin með þetta viðfangsefni,“ segir Kristín
brosandi.
Sýningamar standa til 30. júlí.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur.
Árnastofnun, Árnagarði: Handrit við
árþúsundamót. Sumartími: Opið alla
daga kl. 13-17. Til 31. ág.
Ásmundarsafn: Verk í eigu safnsins.
Sýning á verkum Ásmundar Sveins-
sonar. Til 1. nóv.
Byggðasafn Árnesinga: Kirkna-
myndir Jóns Helgasonar biskups. Til
9. júlí.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Vax-
myndasýning. Til 30. sept.
Galleri@hleinmur.is: Ragnar Gests-
son. Til 16. júlí.
Gallerí Reykjavík: Pétur Behrens.
Til 18. júlí.
Gallerí Sævars Karls: Erna G. Sig-
urðardóttir. Til 20. júlí.
Gerðarsafn: Safn Péturs Arasonar og
Rögnu Róbertsdóttur. Til 8. ág.
Hafnarborg: Keizo Ushio. Til 28. júlí.
Island með augum Fransmanna. Til
7. ág.
Hallgrímskirkja: Karólína Lárusdótt-
ir. Til 1. sep.
i8, Ingólfsstræti 8: Ljósmyndaverk
Elinu Brotheras. Til 7. ág.
Kjarvalsstaðir: Austursalur: Jóhann-
es S. Kjarval. Myndir úr Kjarvals-
safni. Garðhhúsabærinn. Til 23. júlí.
Listasafn Akureyrar: Dyggðirnar
sjö. Til 27. ág.
Listasafn ASÍ: Kristín Geirsdóttir og
Ása Ólafsdóttir. Til 30. ág.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla
daga, nema mánudga, kl. 14-17.
Höggmyndagarðurinn opinn alla
daga.
Listasafn íslands: Sumarsýning úr
eigu safnsins. Til 27. ág.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús-
inu: Gestur Þorgrímsson og Rax
Rinnekangas. Til 27. ág.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Val-
in verk eftir Sigurjón Ólafsson.
Listasalurinn Man, Skólavörðustíg:
Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Valgarð
Gunnarsson. Til 16. júlí.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg:
Ragna. Til 20. júlí.
Ljósaklif, Hafnarf.: Keizo Ushio. Til
23. júlí.
Mokkakaffi: Kristín Pálmadóttir. Til
10. júlí.
Norska húsið, Stykkishólmi: Hlíf Ás-
grímsdóttir. Til 1. ág.
Norræna húsið: Flakk. Til 13. ág.
Safnahús Reykjavíkur: Ljósmynda-
sýning Marisu Navarrou Arason og
Roberto Legnani. Til 31. júlí.
Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Sex
listamenn. Til 29. ág.
Sjóminjasafn fslands, Vesturgötu 8,
Hafnarf.: Jón Gunnarsson. Til 1. sep.
Slunkaríki, ísafirði: Hallgrímur
Helgason. Til 23. júlí.
Straumur, Hafnarfirði: Alan James.
Til 15. júlí.
Stöðlakot: Grímur Marinó Gunnars-
son. Til 23. júlí. Bubbi. Til 17. ág.
Þjóðarbókhlaða: Verk Ástu Sigurðar-
dóttur. Til 31. ág.
Þjóðminjasafn Islands: Island með
augum Fransmanna. Til 7. ágúst.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TONLIST
Sunnudagur
Akureyrarkirkja: Gradualekór Lang-
holtskirkju. Kl. 20.
Hallgrímskirkja: Hákan Wikman
orgelleikari. Kl. 20.
Hásalir, Hafnarfirði: Marina Nadir-
adze píanóleikari. Kl. 20.
Þriðjudagur
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Lise
Lotte Riisager mezzósópran og Mort-
en Spanggaard gítarleikari. Kl. 20.30.
Fimmtudagur
Norræna húsið: Mika Orava píanó og
Mika Ryhtá klarinett. Kl. 22.
LEIKLIST
Iðnó: Björninn, lau. 8., fim. 13. júlí.
Loftkastalinn: Thriller, fös. 14. júlí.
Hafnarfjarðarleikhúsið: The Hamm-
er of Thor, fös. 14. júlí.
Upplýsingar um listviðburði sem ósk-
að er eftir að birtar verði í þessum
dálki verða að hafa borist bréflega
eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðviku-
dögum merktar: Morgunblaðið,
menning/listir, Kringlunni 1, 103
Rvik. Myndsendir: 5691222. Net-
fang: menning@mbl.is.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 2000