Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Page 3
LESBÓK MOIH .l MSI ADSINS - MENNING LISTDt 26. TÖLUBLAÐ - 75 ÁRGANGUR EFNI Ingeborg Karloseveny Snorri, sonur Karlsefnis og Guðríðar Þorbjamar- dóttur, er talinn fyrsta hvíta barnið fætt í Amer- íku og öll er sú saga vel kunn hér. Minna kunn- ugt er að til er fólk í Hollandi sem rekur ættir sínar til Ingibjargar, dóttur hans, sem hefur verið ókunn okkur til þessa. Hún gift- ist út til Fríslands og hét þar Ingeborg Karloseveny van Glaumbjcu Snorrydocht- er. Um þessa ættartölu af Fríslandi skrifar Bjami Karlsson. Sundraðir föllum vér er yfirskrift þýddrar greinar um samvinnu meðal ljóna. Menn hafa varið löngum tíma til þess að rannsaka hegðun og daglegt líf ljóna sem mynda kjarna þar sem þó era aldrei fleiri en átta karldýr. Yfirráðasvæði em miskunnarlaust varin en annars er karldýrið væmkært og lætur ljónynjur um uppeldi ungviðisins og öflun fæðu. Kartöflu- kofar í æðra veldi er heiti á grein eftir Pétur H. Ármannsson, forstöðumann byggingarlistar- deildar á Kjarvals- stöðum, og Ágústu Kristófersdóttur. Grein- in fjallar um sýningu nokkurra heimsfrægra arkitekta á garðhúsum á Kjarvalsstöðum en þetta em hús sem hafa engan beinan tilgang nema hvað þar er gott að vera með sjálfum sér og hugsa. Sumartónleikar i Skálholtskirkju eiga 25 ára afmæli í sum- ar. Af því tilefni verður efnt til hátíðar- dagskrár í kirkjunni um helgina í samvinnu við Collegium Musicum, samtök um tónlist- arstarf í Skálholti. Opnuð verður sýning á íslenskum tónlistarhandritum, Voces Thul- es og Söngkvartettinn Gríma syngja, flutt verður söngverk eftir Bám Grímsdóttur staðartónskáld og margt fleira. FREDERICO GARCIA LORCA UÓÐ UM DRENGINN DÁNA BERGUND GUNNARSDÓTTIR ÞÝDDI Á hverju kvöldi í Granada á hverju kvöldi deyrlítið barn. Á hverju kvöldi hvílist vatnið oghjalar við vini sína. Dauðir hafa vængi gerða úr mosa. Skýjagusturinn ogandvarinn hreini eru tveh' fasanar sem ilögra yfír turnunum og dagurinn er særður drengur. * I lofti spann lævirkinn engan þráð þegar við hittumst í vínkjallaranum. Ajörðu sást ekki hnoðri úr skýi þegarþú drukknaðir í ánni. Tröll vatnsins hrundi niður fjöllin ogdalminn fylltist afhundum ogliljum. FORSÍÐUMYNDIN er af þeim hluta Sultartangavirkjunar sem við blasir af brú yfir frárennslis- skurðinn. Listaverkið sem um er f jallað í blaðinu er efst á steinsteypta veggn- um yfir stöðvarhúsinu. Ljósmynd: Gísli Sigurðsson Frederico Garcia Lorca, 1898-1936, er höfuðskáld Spánverja á 20. öld. Hann var myrtur í borgarastyrjöldinni á Spáni. IÞROTTA- DEKRIÐ RABB Höfundur þessa Eabbs er hóflega áhugasamur um íþróttir, en viðurkennir vissulega gildi þeirra til aukinnar heilbrigði og af- þreyingar. Æ oftar þykir honum þó sem íþrótta- dekur fjölmiðla keyri úr hófi. I dagblöðunum er þetta svo sem í lagi. Enginn er skyldugur að kaupa þau og svo er líka fljótlegt að fletta framhjá íþróttasíð- unum. Það gegnir hinsvegar öðru máli um Rík- issjónvarpið. Þjónustu þess verða lands- menn að kaupa hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þrisvar sinnum minnist ég þess á líklega jafnmörgum mánuðum á liðnu ári að Ríkis- sjónvarp allra landsmanna lét sig hafa það að ýta aðalfréttatíma kvöldsins til hliðar vegna íþróttaefnis. Skiptin kunna þó að hafa verið fleiri. í eitt skipti var um að ræða beina útsendmgu frá Laugardalsvelli þar sem áttust við Islendingar og Ukraínu- menn. í hin tvö skiptin var um að ræða golfkeppni í útlöndum og viðureign er- lendra knattspymuliða. En nú á miðju sumri er mælirinn fullur - og skekinn - og því eru þessar línur á blað settar. Suðurlandsskjálftinn á þjóðhátíðardag- inn er með meiriháttar náttúruhamförum hér á landi á þessari öld. Guðsmildi að ekki varð manntjón. Verr hefði farið hefði jörð skolfið um miðja nótt. Ekki er að undra þótt ugg hafi sett að fólki. Þegar hið fasta íand - „terra firma“ - er ekki lengur fast undir fótum - hverju er þá að treysta? Sá sem þetta skrifar var í bíl kippkorn frá Hestfjalli er stærsti skjálftinn reið yfir og varð einskis var. Allsnarpur kippur reið yf- ir um klukkustundu síðar en þá var fjöl- skyldan komin í sumarbústað í Hestslandi - timburhús sem svo sannarlega lék á reiði- skjálfi, tveimur sex ára bamabörnum til mikillar ánægju, en okkur hjónum til minni gleði. Kemur meira, var spurt? Húsið slapp án merkjanlegra skemmda í það skiptið. Þegar komið var til Reykjavíkur síðdegis á sunnudag var opnað fyrir Ríkissjónvarp- ið, ef þar kynni að vera eitthvað fréttnæmt á skjánum. Nei. Þá var kappakstur, sem sjónvarpsmenn hafa mjög í hávegum, á dagskrá, en stutt í aðalfréttatíma. En viti menn. í fréttatíma Ríkissjónvarpsins - sjónvarps allra landsmanna, eins og þar á bæ er stundum sagt - var sýndur fótbolta- leikur og ekki orð um einar mestu náttúru- hamfarir aldarinnar daginn áður - mesta jarðskjálfta á íslandi allar götur síðan 1912. Þetta er hreint með ólíkindum. Hvar var fréttastofan? Týnd og tröllum sýnd? Iþróttadeildin hafði enn einu sinni borið fréttastofuna ofurliði. Boltaliðið hafði „sigr- að leikinn“ eins og íþróttafréttamenn kom- ast stundum svo snilldarlega að orði. Þeir örfáu reyndu fréttamenn sem enn íyrir- finnast á fréttastofu Ríkissjónvarpsins eiga samúð mína óskipta. Nauðungaráskrift að Ríkissjónvarpinu á sér sögulegar forsendur. Hún er réttlætt með því, að Ríkisútvarpið gegni sérstöku öryggis- og þjónustuhlutverki. I ensku- mælandi löndum er gjaman talað um „public service broadcasting" sem á að skipa ríkisreknum stöðvum í æðri flokk en þeim sem reknar eru af hlutafélögum í einkaeign vegna þess að þær gegna sér- stökum skyldum. Þær sinna menningunni og annast. þjónustu sem aðrir ekki hirða um og geta þess vegna ekki dansað í takt við duttlunga dægursveiflna. Þær hafa al- varlegra hlutverki að gegna. Hjá Ríkissjónvarpinu er þessu þjónustu- hlutverki ekki lengur fyrir að fara. íþrótta- dekrið hefur tekið völdin og forráðamenn stofnunarinnar virðast slegnir blindu. Það er algjör óþarfi að tala um að stofna sér- staka sjónvarpsrás fyrir íþróttaefni. Hún er þegar fyrir hendi. Það mun sannast áþreifanlega þegar Olympíuleikarnir hefj- ast í Sydney. Ríkissjónvarpið sinnti ekki þjónustu- hlutverki sínu við þá sem kosta rekstur þess - okkur sem greiðum afnotagjöldin - laugardagskvöldið 17. júní og ekki heldur sunnudagskvöldið 18. júní. Það kaus að þjóna hagsmunum þess háværa hóps sem aldrei virðist fá nóg af boltaleikjum. Stöð tvö tók að sér þjónustuhlutverkið við al- menning þessi kvöld og skilaði því með ágætum og á þakkir skildar fyrir vikið. Undirritaður leyfir sér í framhaldi af þessu að halda því fram í allri einlægni að forsendan fyrir nauðungaráskrift að Ríkis- sjónvarpinu sé nú endanlega brostin. Enn um sinn má réttlæta það að greiða rekstur hljóðvarpsins með skylduáskrift eða beint úr sameiginlegum sjóðum sem örugglega er hagkvæmara. Löngu er tímabært að leggja niður rándýrt og óskilvirkt inn- heimtukerfi stofnunarinnar. Innheimtu- kerfið er nátttröll sem dagað hefur uppi. Hljóðvarpið sannaði hinsvegar enn einu sinni ágæti sitt aðfaranótt 22. júní eftir sól- stöðuskjálftann sem varð þá skömmu eftir miðnætti. Þar stóð fréttastofan sig með mikilli prýði. En aðeins meira um íþróttadekrið. Dag hvern tíunda íþróttafréttamenn í smáatriðum gjörðir íslenskra knattspyrnu- manna, sem gengið hafa á mála hjá erlend- um félögum. Knattspyrna í Noregi, sem ekki þótti sérstökum tíðindum sæta hér á landi fyrir fáeinum áram, er nú í hverjum fréttatíma eða því sem næst og er raunar svo að skilja að knattspyma í Noregi væri ekki upp á marga fiska ef ekki nyti ís- lenskra liðsmanna við. Já, hvar væra frændur vorir Norðmenn staddir hefði þeim ekki borist liðsauki frá okkur? Liðin eru líka jafnan kennd við íslendinga. Aðrir skipta ekki máli: „Lið Jóns Jónssonar og félaga.“ Nú skal ekki efað, að vinir og ætt- ingjar þeirra ágætu manna, sem leika knattspymu með útlendum félögum, séu forvitnir að frétta af þeim, en það er mikið efunarefni að þjóðin standi á öndinni og bíði frétta af norskum fótbolta. En margt er líkt með skyldum. Norskir íþróttafrétta- menn láta eins með Norðmenn, sem leika knattspymu í útlöndum. Þeir hafa að auki tileinkað sér þann sið að tiltaka nákvæm- lega hversu margar mínútur tiltekinn Norðmaður fékk að vera inni á vellinum og auðvitað skiptir það höfuðmáli hvort mínút- urnar vora tíu eða tólf sem viðkomandi fékk að elta knöttinn. Þessari ábendingu er hér með komið á framfæri við íslenska íþróttafréttamenn, sem þannig geta enn bætt þjónustuna við vini og vandamenn þeirra sem leika knattspymu erlendis. Sá sem þetta ritar átti ánægjulega sam- leið með Ríkissjónvarpinu frá upphafi þess og um ellefu ára skeið og hefur þess vegna haft góðar taugar til stofnunarinnar. Þær hafa haft töluvert þanþol. Það er nú brost- ið. Undirritaður hefur ekki sagt skilið við Ríkissjónvarpið. Það hefur hinsvegar sagt skilið við mig - og örugglega marga fleiri. Svo einfalt er það. EIÐUR GUÐNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 8. JÚLÍ 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.