Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Síða 8
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Á þessari mynd skín sólin og þá birtist skuggaspilið neðan við stálplöturnar sautján og myndar þráðbeina línu.
SÓLALDA Á SULTAR-
TANGAVIRKJUN
Sultartangavirkjun er mikilfeng-
legt mannvirki. Frárennslis-
skurðurinn er í rauninni gljúfur
sem skorið er í gegnum ótal
hraun- og öskulög og vísast hér
á forsíðumyndina. Frá brúnni
yfír þetta manngerða gljúfur
ber inntaksvegg virkjunarinnar
við himin. Sjálft stöðvarhúsið er undir háum
steinsteypuvegg og lætur lítið yfir sér en efst á
veggnum sér vegfarandi á leið yfir brúna eitt-
hvað ókennilegt; línu sem virðist ekki vera
bein. Hægt er að ganga úr skugga um þetta
með því að aka upp að stöðvarhúsinu þegar
komið er austur yfir brúna og þá koma í ljós
sautján misstórar stálplötur sem standa út úr
veggnum og myndar röð þeirra ölduform eða
„orkubylgju".
Pað hefur verið stefna Landsvirkjunar að fá
myndlistarmenn til þess að vinna listaverk á
stöðvarhús virkjananna. Elzt þeirra er „Ejós-
gjafinn", lágmynd sem Ásmundur Sveinsson
myndhöggvari gerði á vegg Ljósafossvirkjunar
árið 1937. Þar er myndefnið þekking mannsins
sem skapar birtu og yl með því að beizla náttúr-
una. A stöðvarhúsi BúrfeÚsvirkjunar er lág-
mynd Siguijóns Ólafssonar myndhöggvara en
höfundur „Sólöldu" á inntaksvegg Sultartanga-
virkjunar er Sigurður Ami Sigurðsson, mynd-
listarmaður frá Akureyri. Hann hefur frá því
að hann lauk námi verið búsettur í Evrópu.
Við upphaf framkvæmda við Sultartanga-
virkjun árið 1997 var efnt til samkeppni um
listaverk utan á inntaksvegginn. Farið var eftir
samkeppnisreglum Sambands íslenskra mynd-
listarmanna og haft samráð við SÍM um fram-
kvæmd keppninnar. Dómnefnd var skipuð
Halldóri Jónatanssyni, þáverandi forstjóra, Jó-
hannesi Geir Sigurgeirssyni stjómarformanni
og Hróbjarti Hróbjartssyni, arkitekti Sultar-
tangavirkjunar, en með þeim voru í dómnefnd-
inni listamennimir Anna Eyjólfsdóttir og Jón
Axel Bjömsson, bæði skipuð af stjóm SÍM. Til
aðstoðar við dómnefndina og sem trúnaðar-
maður starfaði Ólafur Jónsson.
Auglýst var eftir þátttakendum í samkeppn-
ina og tæplega 40 listamenn sendu inn umsókn-
ir þar sem fram komu upplýsingar um menntun
þeirra og reynslu auk mynda af verkum þeirra.
Dómnefndin valdi þau Finnboga Pétursson,
Magnús Tómasson, Ólöfu Nordal, Sigurð Áma
Sigurðsson og Steinunni Þórarinsdóttur til
þess að leggja fram eina eða tvær hugmyndir
hvert að listaverki svo og að skila líkani af til-
lögunum og íyrir þetta greiddi Landsvirkjun
listamönnunum. Fram komu sjö tillögur og eft-
ir að dómnefnd lauk störfum var haldin sýning
á þeim í Listasafni ASÍ í árslok 1997.
Sigurður Ami Sigurðsson varð hlutskarpast-
ur og nú er verk hans komið upp. Hann hóf feril
sinn sem málari en hefur þróast í átt til þrívíðra
tjáningarforma enda er málverki og högg-
myndalist ekki lengur markaður jafn ákveðinn
og afmarkaður bás eins og áður tíðkaðist og
hafa nýmæli eins og hugmyndalist átt sinn þátt
íþví.
í „Sólöldu vinnur Sigurður Ámi með hug-
mynd í þá veru að við hæstu sólarstöðu hvers
dags falliaskuggarnir af sautján útstæðum
stálplötum lóðrétt á inntaksvegginn, það er að
segja ef sólin skín. Um Jónsmessubil, þegar sól
er hæst í suðri, varpar hún lengstum lóðréttum
skuggum sem saman mynda lárétta línu á móti
bylgjuformi stálplatnanna og göt á enda hverr-
ar plötu varpa kringlóttum ljóspunkti í hvem
skugga.
Lesbókin var á ferðinni við Sultartangavirkj-
un aðeins tveimur dögum eftir Jónsmessu og
þá vildi svo til að sólin skein öðm hveiju og
hugmynd listamannsins naut sín vel. Áherzlan í
verki Sigurðar Árna er samspil manns og nátt-
úm; gangur sólar er á bak við eilífðarvélina
sem knýr hringrás vatnsins og orkuframleiðsl-
an byggist á.
GÍSLISIGURÐSSON
Efst á inntaksvegg Sultartangavirkjunar er „Sólalda", verk Sigurðar Árna myndlistarmanns.
Þannig lítur verkið út þegar ekki er sólskin og þá verður heldur ekki það skuggapil sem lista-
maðurinn gerir ráð fyrir og er hluti verksins.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 2000