Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Síða 9
ÆTTARTALA AF FRISLANDI
AFKOMENDUR
SNORRA ÞOR-
FINNSSONAR
I HOLLANDI
EFTIR BJARNA KARLSSON
Fyrsti Ameríkaninn af evrópskum
uppruna í mannkynssögunni
hefur væntanlega verið Snorri
Þorfinnsson bóndi í Glaumbæ í
Skagafirði. Hann er talinn fædd-
ur um 1008 á austurströnd Am-
eríku, rétt norðan við landamæri
Kanada og Bandaríkjanna. Þessi
saga verður okkur íslendingum allhugleikin
nú þegar 1000 ár eru liðin frá landafundum Is-
lendinga í Vesturheimi. Það er því skemmtileg
viðbót við það sem íslensk sagnfræði hefur
haft af fróðleik um Snorra að suður í Hollandi
er til fólk sem rekur ættir sínar til dóttur hans
Ingibjargar sem ekki hefur fram til þessa ver-
ið vitað um heima á Fróni.
Snorri átti samkvæmt íslenskum heimildum
börnin Hallfríði, sem var móðir Þorláks bisk-
ups helga, og Þorgeir, afa Brands hólabiskups.
Nú bætist Ingibjörg við en vel gæti gifting
suður á Frísland tengst suðurgöngu þeirrar
merku konu Guðrúnar Þorbjarnardóttur.
Ingeborg Karolseveny
I ættartölu sem skráð er fremst í hollenska
fjölskyldubiblíu frá árinu 1657 er skráð að
Fríslendingurinn Sicco Acksfehtan hafi um
1103 gengið að eiga Ingeborg Karolseveny
van Glaumbjeu Snorrydochter. Ekki virðist af
þessu mikill vafi að átt er við dóttur Snorra
Þorfinnssonar karlsefnis. Evert Leendert
Ackslan van Vriesland í Lakewood í Colorado
er 23. maður frá Ingibjörgu þessari og geymir
enn ættarbiblíuna á heimili sínu.
Öll saga þessarar hollensku ættarbiblíu og
vitneskja Islendinga um hana er mjög með ól-
íkindum og skal henni nú gerð lausleg skil.
Evert og faðir hans Leendert de Vries hófu á
sjöunda áratugnum athugun á ættaruppruna
sínum með það í farteskinu að þá grunaði að
rekja mætti ættina aftur til aðalsmanna í Hol-
landi.
H.L. Kruimel ættfræðing-
ur við Hollensku ættfræði-
stofnunina í Haag komst að
því að ætt þeirra væri með
elstu höfðingjaættum í Hol-
landi og væri ættfaðirinn
Uppi jarl hinn frísneski.
Nokkru síðar hafði maður að
nafni Gerhard Halwasse sam-
band við þá feðga og sagðist
hafa í vörslu sinni fjöl-
skyldubiblíu sem tiiheyrði ætt
þeirra en Gerhard þessi sem
titlaði sig skrásetjara hjá Vil-
helmínu drottningu hafði bi-
blíusöfnun sem sitt helsta
áhugamál. Fjölskyldubiblíur
sem þessi voru algengar hjá
vel stæðu fólki í Hollandi og
voru fremst í Biblíum þessum
auð blöð þar sem ættin skráði
ættarsögu sína og gekk hún
mann fram af manni, ævin-
lega frá föður til elsta sonar.
Riddaratitill f ram á 18.
öld - eftir það bara Vries
í fjölskyldubiblíunni sem
Gerhard Halwasse afhenti
þeim Vries feðgum kom fram
að ættin hafði borið aðals- eða
riddaratitil allt fram til 1713
þegar trúarbragðaofsóknir
urðu þáverandi ættföður, og
flestu af hans fólki, að aldur-
tila. Sveinninn Jan Workse
bjargaðist einn úr þeim hild-
arleik, ársgamall, og var alinn
upp hjá munkinum Jean Les-
landes sem ákvað um leið að
breyta fjölskyldunafni drengsins úr Ackslan
van Vriesland í de Vries sem er reyndar eitt
algengasta ættarnafn Hollendinga. Með þessu
bjargaði munkurinn unga drengnum frá því að
lenda í vandræðum vegna uppruna síns en
jafnframt skráði hann þessa breytingu í fjöl-
skyldubiblíuna.
Jan Werkse bjó síðan í Dordrecht en afkom-
endur hans í Vlissingen en báðir þessir staðir
eru í sunnanverðu Hollandi. Þeir hafa borið
hið látlausa ættarnafn de Vries allt þar til fyrir
fáeinum árum að Evert fékk leyfi til að taka
upp hið gamla nafn fjölskyldunnar, Ackslan
van Vriesland. Það er á Dordrecht árum fjöl-
skyldunnar sem biblían og ættin verða viðskila
hvort við annað og reyndar var það svo að þeg-
ar þeir feðgar Evert og Leendert höfðu haft
upp á þessu ættgöfgi sínu beið þeirra talsvert
safn fornmuna í Dordrecht sem fjölskyldan
taldist réttur eigandi að, bæði málverk, vopn
og húsmunir. Allt hafði þetta verið í vörslu
kirkjunnar um aldir og var reyndar flest í því
ástandi að það taldist of kostnaðarsamt að
bjarga því frá glötun. Það var því látið nægja
að taka ljósmyndir af þessum munum en þeim
var sjálfum fargað.
íslenskur uppruni
Um 1970 komst Evert Leendert de Vries í
kynni við íslenskan stúdent sem var í Amster-
dam, Pál Skúlason lögfræðing frá Bræðra-
tungu í Biskupstungum. Hann bar ættartöl-
una undir Pál sem kannaðist þegar við nafn
Snorra Þorfinnssonar og þótti ættrakning
þessi athyglisverð án þess að gera nokkuð með
hana frekar. Það var svo ekki fyrr en 1997 sem
þessu máli var hreyft aftur heima á íslandi að
forystu sr. Kolbeins Þorleifssonar sem hefur
meðal annars ritað ættfræðistofnuninni í Ha-
ag til þess að grennslast fyrir um áreiðanleika
þessarar ættrakningar. Enn þá hefur ekkert
komið út úr þeim fyrirspurnum og hér verður
ekki tekin nein afstaða til sannleiksgildi þess-
ara fræða.
Páll gat lauslega um þetta í tímariti sínu,
Konan á myndinni er Hanny M. Hanswijk Pennink. Hún er hér
ásamt manni sínum (til hægri), Johannesi syni sínum og Tiern-
ey sonarsyni sínum, sem eru væntanlega yngstu afkomendur
Snorra Þorfinnssonar bónda í Glaumbæ í Skagaflrði. Tierney litli
er líklega 26. lidur frá Snorra.
Biblíukápa frá 1730 með nokkurn hluta af
upprunalegri skreytingu varðveittan. í miðju
er skjaldarmerki Ackslan van Vriesland-fjöl-
skyldunnar, sem virðist hafa verið sett í stað
katólskrar krossfestingarmyndar, því að orðin
„In hoc signo vincil" (með þessu merki skaltu
sigra) var fyrr á öldum tákn katólsku kirkjunn-
ar í andstöðu við endurbættan kristindóm (re-
formertan) sem réð í Hollandi.
Forsíða á Statenbiblíu, þ.e. hinni opinberu rík-
isbiblíu frá 1730, sem er endurprentun á út-
gáfu frá 1652.
*-»
„<y , 07 >"■ .
• .• c,cc
qX.
r. . v. »»* «i
«íí •í-Ví,,v,/v^
tctc
■><n
C'nt Q)
»,'? ,tiV
Upphafið á ættartölu Ackslan van Driesland-ættarinnar.
Norska Ijónið, með öxi, ásamt skildi með frísneska erninum
og rauðum hálfskildi. Þarna er Ubbi Frísajari kallaður Ack-
fehlan sem merkir „bardagamaður með exi“. í áttunda lið
stendur í íslenskri þýðingu: „Siggi sem átti Ingibjörgu Karls-
efnis frá Glaumbæ 1102“.
Skildi, fyrir fáum misserum og
eftir það var áhugi Kolbeins vak-
inn. í samtali við blaðamann
sögðu þeir Kolbeinn og Páll að
líklegt megi telja að þessi hjú-
skapur Ingibjargar Snorradóttur
tengist suðurferð ömmu hennar,
Guðrúnar Þorbjarnardóttur.
Reyndar koma fleiri Islending-
ar fyrir í ættartölunni því um
1360 gekk Willem Ackslan van
Vrieschland að eiga Ingibjörgu
Hauksdóttur Erlendssonar, sem
tímans vegna gæti verið dóttir
Hauks lögmanns Erlendssonar
sem byrjaði siftn embættisferil ó
íslandi sem lögmaður sunnan og
austan með aðsetur á Strönd í
Selvogi en bjó frá 1302 í Björgvin,
sát í ríkisráði og gengdi embætti
lögmanns í Gulaþingi.
Ættartala frá Uppa fríska
Ættfræðingurinn H.L. Kruim-
el setti síðan saman ættartölu
fjölskyldunnar sem hann byggði
jöfnum höndum á ættarbiblíunni
og opinberum skjölum. Þar er
ættin rakin frá Jarl Ubbo Acks-
fehtan sem talinn er sá sami og
sagt er frá í Sögubroti af forn-
konungum og heitir þar Ubbi
fríski og var ein fremsta hetja
Haraldar hilditannar í Brávalla-
bardaga. I ættartölunni er þessi
saga rifjuð lítillega upp og þó ekki
beri Hollendingum þar alveg
saman við Fornaldarsögur Norð-
urlanda þá eru hvorutveggja all-
skemmtilegar hetju- og ýkjusög-
ur. Ubbi þessi fellir hverja
hetjuna af annarri fyrir Svíakon-
ungi og það eins þó við marga sé
að eiga í senn en að lokum verða
það hinir óvirðulegu Þilir af Þelamörk sem
fella hann með örvaskotum sínum. Tvennum
sögum fer af örvafjölda en annaðhvort eru það
2x12 eða 12x12 örvar sem lenda í senn í brjósti
Ubba og er hann þar með allur.
En áður en þetta gerist hafði hann, ef
marka má hina frísnesku ættartölu, átt Her-
lindu dóttur Haraldar hilditannar (Stridtands-
dochter) og þau getið af sér soninn Eric Acks-
fehtan og talið er að ættin hafi búið þar sem
heitir Warga og Wolvega á Fríslandi.
Sicco Acksfehtan sem nefndur er í upphafi
greinarinnar er talinn hafa átt Ingeborgu
Karolseveny árið 1103 sem er reyndar nokkuð
seint miðað við þá kenningu Páls Bergþórs-
sonar að Snorri Þorfinnsson hafi verið fæddui-
1008 en samt ekki útilokað. Hitt er þó miklu
sennilegra að ártöl séu í þessari ættartölu óná-
kvæm enda ekki við neinar kirkjubækur frá
þessum tíma að styðjast.
Deyjandi ætt
„Bróðir minn fékk leyfi til að taka gamla
ættarnafnið upp og heitir þess vegna í dag
Evert L Ackslan van Vriesland,“ segir Hanny
viðmælandi okkar þar sem við sitjum heima í
stofunni hennar í smábænum Massluis
skammt frá Rotterdam. „En hann verður líka
sá síðasti til að bera þetta ættarnafn og þegai-
hann fellur frá verður ættin ekki til lengur.“
Hér kemur til hin evrópska ættfræðihefð að
„ættin“ er karlleggurinn. Hanny, sem er fædd
de Vries, ber í dag ættarnafn manns síns,
Hanswjjk Pennink og börn hennar tilheyra
ekki Vries ættinni. Evert er barnlaus og þar
sem systkinahópurinn er ekki stæm, bara
Evert og Hanny, eru líkur á að þessi ætt deyi
út, fjölskyldunafnið hverfi. Aftur á móti verða
áfram til Hollendingar sem geta rakið ættir
sínar til Ingeborgar því Hanny á tvö börn og
barnabarn eins og myndin hér á síðunni sýnir.
Leendert de Vries (1908 - 1992) hóf að
rannsaka ættarsögu sína og komst að því að
forfeður hans báru ættarnafnið Ackslan van
Vriesland. Samkvæmt ættartölu þeirrar ættar
giftist íslensk kona inn í fjölskylduna um 1100,
Ingibjörg Snorradóttir frá Glaumbæ, dóttir
Snorra Þorfinnssonar karlsefnis. Leendert
lést fyrir sex árum.
Evert Leendert tók að nýju upp ættarnafn
fjölskyldunnar eftir 300 ára hlé. Hann heitir
nú Evert L. Ackslan van Vriesland. I hans fór-
um í Colorado í Bandaríkjunum er 400 ára
gömul ættartala þar sem ættin er rakin aftur
til Snorra Þorfinnssonar, Hauks lögmanns á
Strönd og Ubba fríska kappa í Brávallabar-
daga.
Höfundur er ritstjóri Sunnlenska fréltablaðsins ó
Selfossi.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 2000 9