Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Síða 12
GUÐMUNDUR
BERGSSON
'v/.
Ljósm/nd/Gísli Sigurðsson
Miðsandur á HvalQaróarströnd. Minjar um herstöó og heillegasta braggahverfi sem eftir er á landinu. Þyrill og Botnsúlur í baksýn.
MEÐ ÚTIVIST í
HVALFIRÐI
Ljósmynd /Gísli Sigurðsson
Innri hluti Hvalfjaróar. Útsýni yfir Hvammsvík, Botnsúlur í baksýn.
EFTIRÖNNU SOFFÍU
ÓSKARSDÓTTUR
Hvalfjörður er eitt af þeim
svæðum í nágrenni þéttbýl-
isins við Faxaflóa sem gefa
nánast ótæmandi tækifæri
til að njóta náttúrunnar
með hollri og góðri útivist
fyrir alla fjölskylduna.
Hvalfjörður heitir eftir
illhveli nokkru öllum grimmara sem grandaði
m.a. tveim prestssonum frá Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd. Presturinn sem var orðinn
gamall og blindur
ieiddi hvalinn upp
Botnsá upp í Hval-
vatn og þar segir sag-
an að lengi hafi verið
hægt að sjá hvalbein
rekin undir Hvalfell-
inu.
Fjörðurinn var
frægur áður fyrir
fiskigengd og fuglalíf og má þar nefna „Síldar-
hlaupið mikla“ - 1947-48 -þegar fjörðurinn
var fullur af síld sem nánast mátti ausa upp
með háfi. Þrátt fyrir að íslendingar hafi um
aldir ekki notað síld til annars en beitu bendir
margt til þess að ennþá fyrr hafi sfldin verið
talin ágætis matur, ekki síður en á uppruna-
slóðum okkar á Norðurlöndunum. Ornefnið
Sfldarmannagötur upp frá Botni í Hvalfirði
yfir í Skorradal bendir til þess að þangað hafi
oftar verið sótt sfld þótt ekki séu til um það
beinar sagnir.
Auðveld og skemmtileg ganga er um Síldar-
mannagötumar. Þægilegast er að hefja göng-
una við gamalt malamám þar sem vegurinn
beygir út fjörðinn að norðanverðu. Þá er fljót-
lega komið á nokkuð glögga götu sem liggur í
sneiðingum upp brattann. Þegar upp kemur
liggur gatan skýr eftir Botnsheiðinni og er
auðvelt að fylgja henni yfir á brún Skorradals.
Sjálfsagt er að huga að ömefnum sem við
blasa og þeim sögum sem með fylgja. Hvalfell-
ið er til austurs en þar lá úti Arnes Pálsson
sem seinna var með Fjalla-Eyvindi. Norðar
má sjá Kvígindisfell þar sem þeir áttust við
Glúmur Ragabróðir og Þjóstólfur fóstri Hall-
gerðar langbrókar, svo sem segir frá í Njálu.
Einnig sér á fjallið Veggi þar sem kerling
nokkur varð úti eftir að hafa neitað
karlmannshjálp yfir læk. Seinna héldu til á
þessum slóðum varðmenn sem koma áttu í veg
fyrir að sauðfé gengi milli landshluta og flytti
með sér skaðræðissjúkdóminn fjárkláða.
Menn með sfldarbyrði á baki gengu bein-
ustu og torfæruminnstu leið milli staða enda
náttúruskoðun að nauðsynjalausu ónytjastarf
að mati forfeðranna. Nútímaferðalangurinn
vill aftur á móti skoða land og njóta náttúru,
því göngum við vestur brúnina á Þyrlinum þar
til komið er fram á hamarinn yfir Litlasandi.
Hér er við hæfi að staldra við og njóta út-
sýnisins og ekki er úr vegi að rifja upp söguna
af Herði Grímkelssyni, hinum lánlitla foringja
ribbaldaflokksins í Geirshólma og Helgu
Jarlsdóttur konu hans. Hér getum við litið nið-
ur eftir Helguskarði en upp þessa þröngu og
bröttu klettaskoru fór hún með syni sína tvo í
rigningu og haustmyrkri eftir að hafa synt
með þá frá hólmanum til lands.
Af klettasnösunum framan í Þyrlinum er
skemmtileg og þægileg ganga inn eftir brún-
unum og inn á Sfldarmannagöturnar á nýjan
leik eða áfram beint að Indriðastöðum hafi
sagan fengið að leika sér áfram í hugskoti
göngumanna.
Fyrir þá sem ekki hafa tök á að ganga alla
leið í Skorradal er skemmtileg leið niður á Lit-
lasand úr kverkinni innan við Þyrilinn. Þá þarf
að stikla Bláskeggsána ofan við brekkubrún-
ina og er það oftast auðvelt. Á leið ofan brekk-
una og niður með ánni getur verið þess virði
að staldra við og skoða steina við fætur sér.
Munið bara að fallegur steinn er oftast falleg-
astur þar sem hann fannst. Þar safnar hann
ekki ryki og verður sporgöngumönnum okkar
jafn mikið augnayndi og okkur.
Gamla brúin yfir Bláskeggsána er minnis-
varði frá fyrstu árum bflaaldar og ekki er úr
vegi að ganga fram á klettinn ofan við hval-
stöðina og hugleiða hvaða hlutverki náttúru-
vernd og náttúrunytjar gegna í nútímaþjóðfé-
lagi. Ekki er síður að mörgu að hyggja á
göngu inn Hvalfjarðarströndina þar sem far-
kosturinn bíður.
únvisT
ril fialta í 25 ih
Á ÞÚFU-
BJARGI
Peir eru illskeyttir undir Jökli
og ekki skortir þá þrótt
þeir kveða, Kölska í kútinn
um kolsvarta vetrarnótt.
í suðvestan svarra veðri
sátu þeir brúninni hjá
náttlangt Kolbeinn og Kölski
ogkváðust a 11 rösklega á.
Brimið við bergið stynur
við brúnina vindurinn hvín
máninn ískýjunum mókir
og milli éljanna skín.
Það léttir aðeins í lofti
lítið við Kolbeinn hlær
kastar stöku á Kölska
sem hvergi botnað fær.
Kölski erhvergi smeykur
keikur á brúninni stóð
smástund á hægri hófnum
á halanum logaði glóð.
Afbrúninni brá hann sér niður
í brimsins iðuköst
Kolbeinn sá hann þar synda
ísjónum varglóandi röst.
Á nóttina langt var liðið
því lengi dvaldi þeim tveim
Kolbeinn skjálfandi ogskelfdur
skjögraði áleiðis heim.
JÓHANN GUÐNI
REYNISSON
HVAÐ
SÉRÐU SÓL?
Hvað sérðu, sól, erhnígur þú
ísæ?
Sestu þá og vekur barn af
blundi?
Strýkur væran hvarm íhvítri
kyrrð
á hvílubeði í tærum drauma-
lundi?
Eða sérðu blóð, er berjast
manna börn,
biturð, eymd og vonleysi í
stríði?
Er það Guð sem helgar
hörmung þá,
himnafaðir vorí svörtu híði?
Og sérðu hvernig lýsir manns-
ins ljós
á lævísinnar ámátlegu syndir?
Og sérðu það, sem hentarað
hafa byrgt,
svo hverfi illa þvegnar manna-
myndir.
Höfundurinn er (orstöðumaður upp-
lýsinga- og kynningarmóla hjó Hafnar-
fjarðarbæ.
1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 2000