Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Page 14
Konungur dýranna er ekki beint árennilegur þar sem hann liggur fram á lappir sínar og gefur Ijós-
myndaranum óhýrt auga. Þetta er karldýr og þau mynda bandalög, en aldrei fleiri en átta karldýr
saman og þá úr sömu fjölskyldu.
Vísindalegt gabb. Hlutverk karldýranna er að verja yfirráðasvæöið. Hér er karldýr úr hjörðinni
platað með því að tekin voru upp Ijónsöskur annarsstaðar og spiluð hjá uppstoppuðu Ijóni, sem
fékk óblíðar viðtökur.
SUNDRAÐIR
FÖLLUM VÉR
SAMVINNA MEÐAL UONA
EFTIR CRAIG PACKER
OG ANNE E. PUSEY
þau ekki saman nema [ )au sjái sér 1 ■*ag í (: >ví. Karlljón
ganga í ævilangt bandalag við átta önnur k :arll jón.
Þar ræður þó enginn bróðurkærleikur ferð, heldur
möguleikarnir á að fjölga sér. Oftast eru félagarnir
úr hópi bræðra eða frænda sem hafa alist upp í
sama hvolpahópnum.
egar menn ímynda sér ljón á veið-
um sjá þeir gjama fyrir sér hóp
af kattardýrum sem læðast
áfram með þokkafullum hreyf-
ingum þegar rökkva tekur og
stökkva svo út úr skugganum og
umkringja grunlausa bráð sína
eins og þrautþjálfaðir launmorð-
ingjar. Ljónin virðast dæmigerðar félagsverur
sem láta ekki smásmugulega sundurþykkju
aftra sér frá því að vinna saman að sameigin-
legu markmiði sem er í þessu tilviki næsta mál-
tíð. Eftir að hafa fylgst árum saman með hegð-
un þeirra í sínu eðlilega umhverfi fer þó nokkuð
að falla á þessa hrífandi mynd.
1966 hóf George B. Schaller frá Alþjóða-
náttúruvemdarstofnun Dýrafræðifélagsins í
New York að rannsaka hegðum Ijóna í Ser-
engeti-þjóðgarðinum í Tanzaníu. Við því verld
tókum við 1978. Við vonuðumst til að komast að
því hvers vegna ljón vinna saman að veiðum og
uppeldi hvolpa sinna og sameinast um að fæla
keppinauta í burtu með því að öskra í kór. í
ljósi þróunar virðist lítið vit í slíkri samheldni.
Ef mælikvarðinn á farsæla hegðun dýra er
fjöldi þeirra afkvæma sem þau láta eftir sig er
ekki endilega víst að slfk samvinna borgi sig. Sé
dýrið of örlátt hagnast félagamir á kostnað
þess. Hvers vegna virtust þróunarreglurnar
um meðfædda síngimi ekki gilda um ljón?
Við vomm svo bjartsýn að ætla að það mál
gætum við leyst á tveimur til þremur áram. En
ljón era hreinustu snillingar í iðjuleysi. Við
þurftum að beita ýmsum aðferðum við að finna
vísbendingar um hegðun þeirra. Við rannsök-
uðum mjólkina úr þeim, blóðið og erfðaefnið.
Við skemmtum þeim með hljóðböndum og upp-
stoppuðum tálbeitum. Við sum þeirra festum
við ólar sem gáfu frá sér rafmerki. En þar sem
meðalaldur villtra Ijóna er um 18 ár er það fyrst
núna sem við höfum fengið skýr svör við spum-
ingum okkar. Og við höfum komist að raun um
að þróunargrandvöllurinn fyrir félagshyggju
ljóna er mun flóknari en okkur nokkurn tíma
granaði.
Tilkall til yfirráðasvæðis
Karlljón ganga í ævilangt bandalag við allt
að átta önnur karljón. Þar ræður þó enginn
bróðurkærleikur ferð, heldur möguleikamir á
að fjölga sér. Oftast era félagarnir úr hópi
bræðra eða frænda sem hafa alist upp í sama
hvolpahópnum. Einnig geta óskyld karlljón,
sem flakkað hafa um ein um tíma, myndað
bandalag. Þegar bandalagið er tryggt taka fé-
lagamir við forustu yfir ljónynjuhópum og geta
öll afkvæmi sem fæðast í hjörðinni næstu tvö til
þrjú árin. Eftir það má búast við að önnur
bandalög keppi við þá um svæðið og flæmi þá í
burtu. Þannig era möguleikar karlljóns til
tímgunar beinlínis háðir því hversu vel banda-
lagi þess tekst að standast innrásartilraunir
annarra hópa karlljóna.
Aldrei era karlljón samvinnuþýðari en þegar
þau þurfa að bola utanaðkomandi karlljónum í
burtu. Enda er þar um sameiginlega hagsmuni
að ræða. Um nætur vakta karlljónin yfirráða-
svæði sitt og sýna vald sitt með háum öskrum.
Þegar við spiluðum hljóðupptökur af öskrum
ókunnugra karlljóna á yfirráðasvæði þeirra,
stóð ekki á viðbrögðum. Þau leituðu uppi hátal-
arann og réðust jafnvel á uppstoppað ljón sem
við settum stundum við hlið hans. Eftir tugi
slíkra tilrauna kom í ljós að þar unnu óskyld
ljón saman sem bræður og jafnvel þótt þau
væra bara tvö og hefðu félagana ekki að bak-
hjarli hikuðu þau ekki við að nálgast hátalar-
ann. Eiginlega má likja viðbrögðum karlljón-
anna við sjálfsmorðsárás því þau víluðu ekki
fyrir sér að nálgast hátalarann þótt Ijónin í
hjjóðupptökunni væra þrisvar sinnum fleiri.
Yfirleitt drottna fjölmennari hópar yfir fá-
mennari hópum. í fjölmennari bandalögum era
karlljónin yngri þegar þau eru tekin inn í
hjörðina. Valdatími þeirra er þess vegna lengri
og þau hafa yfir fleiri ljónynjum að ráða. Hvað
tímgunarmöguleika varðar eru kostimir við
samvinnu svo miklir að sé karlljón eitt gengur
það til liðs við aðra einfara. Séu ljónin óskyld
era þau þó aldrei fleiri en þrjú sem bindast
slíkum samtökum. Ef fjögur til níu Ijón mynda
með sér bandalag er þar alltaf um nána ætt-
ingja að ræða. Hvers vegna fá einfaramir ekki
fleiri Ijón til fylgis við sig svo hópurinn geti orð-
ið sem öflugastur? Enn einu sinni má rekja
ástæðuna til meðfæddrar sjálfsbjargarvið-
leitni. Þar verður einkum að vega og meta
hvort innganga í hjörð eykur líkurnar á því að
eignast afkvæmi.
Þótt fleiri hvolpar fæðist í fjölmennum
bandalögum er ekki þar með sagt að þeir skipt-
ist jafnt á félagana. Svo langt nær samvinnan
ekki í Serengeti. Fyrsta karlljónið sem rekst á
Ijónynju á fengitíma gætir hennar af árvekni.
Næstu fjóra dagana hefur það tíð mök við hana
og ræðst á hvert það karlljón sem reynir að
nálgast hana. Erfðarannsóknir sem gerðar
vora á hundraðum sýna sem við tókum úr ljón-
unum sýndu að venjulega áttu samgotungar
einn og sama föðurinn. Það var bara í samtök-
um þar sem aðeins var um tvö karlljón að ræða
sem þau skiptu tímguninni jafnt með sér. I fjöl-
mennari bandalögum vora nokkur karlljón-
anna feður allra hvolpanna. Frá erfðafræðilegu
sjónarmiði er hægt að sætta sig við að eiga
enga afkomendur ef sá félaganna sem stendur
sig betur í þeim sökum er bróðir eða frændi.
Hann er þá eins konar fulltrúi ættarinnar sem
sér til þess að fylla heiminn af frændum og
frænkum sem bera áfram erfðavísinn. Þess
vegna borgar sig ekki fyrir stakt karlljón að
ganga til liðs við fleiri en eitt eða tvö óskyld
karlljón.
Veiðar
Venjan var að ætla að ljónynjur væra saman
í hópum þar sem það borgaði sig að vinna sam-
an að veiðunum (fjónynjumar era iðnari við
veiðar en karlljónin í hópnum). Við nánari at-
hugun komumst við að raun um að Ijón sem
veiða saman í hópum eru ekkert duglegri við að
draga björg í bú en ljónynja sem veiðir ein. Þar
lenda stórir hópar oft í mestu vandræðum
vegna þess að þegar að því kemur að hremma
bráðina er úti um samvinnuna.
Þegar ljónynja hefur lagt drög að veiðunum
er undir hælinn lagt hvort félagamir ganga til
liðs við hana eða ekki. Sé bráðin nógu stór til
matar handa allri hjörðinni, sem er reyndar
venjan, komast félagarnir í bobba. Samvinna
við veiðamar er líklegri til árangurs. En viðbót-
Ung kvendýr eru oft sex eda tíu saman í hóp.
Þau sýna hvert öðru blíðu og láta yfirleitt gott
heita þó adrir ungar en þeirra eigin leiti eftir
því að fá sér að sjúga.
arljónin verða þá líka að leggja sig öll fram og
hætta á meiðsli. Takist ljónynjunni þetta einni
græða félagar hennar í hjörðinni ókeypis mál-
tíð. Kostirnir við samvinnu era þá undir því
komnir að hve miklu gagni hjálpin kemur og
það er aftur á móti undir veiðihæfni félagans
komið. Ef Ijóst er að dýrið er fullfært um að
ljúka verkinu af svarar ekki kostnaði að hjálpa
því. Sé það vanhæft er utanaðkomandi hjálp
kannski of dýra verði keypt.
Rannsóknir á ýmsum tegundum fugla, skor-
dýra og spendýra benda þó til þess að einlægr-
ar samvinnu sé helst að vænta þegar dýr sem
er eitt við veiðar þarfnast hjálpar. Virðist dýrið
hins vegar eiga í fullu tré við bráðina era félag-
amir tregir til samvinnu. í samræmi við það
vinna líka ljónin í Serengeti oftast saman þegar
um erfiða bráð er að ræða eins og t.d. buffla eða
sebradýr. Sé bráðin aftur á móti auðveld viður-
eignar, eins og t.d. gnýr eða vörtusvín, er ljón-
ynjan oft látin ein um veiðamar á meðan félag-
arnir fylgjast með henni úr fjarlægð.
Aðstæður era þó með ýmsu móti í heiminum.
I Etosha-þjóðgarðinum í Namibíu hafa ljónin
sérhæft sig í að góma stökkhirti, sem era fót-
fráastir allra antílópna, á opnu flatlendi. Það
tækist einu ljóni aldrei, svo þar vinna ljónin í
Etosha náið saman.
Veiðiaðferðum þeirra hefur verið líkt við
leikskipulag ruðningsliðs, þar sem útherjar og
miðheijar taka sig saman og slá hring um
knöttinn eða bráðina. Þessi háþróaða samvinna
er í algjörri mótsögn við óskipulegar veiðiað-
ferðir ljónanna í Serengeti.
Ljónynjur, sama hvort þær era í Serengeti
eða annars staðar, vinna nánast undantekning-
arlaust saman að því að koma hvolpunum á
legg. Þegar kemur að goti draga þær sig í hlé
og fela hvolpana í árfarvegum sem þornað hafa
upp eða klettaskorum í a.m.k. mánuð, eða á
meðan þeir era ógangfærir og öðram rándýr-
1 4 LESBÓk MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 200Ó