Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Qupperneq 19

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Qupperneq 19
á verkum steinskúlptúristans Keizo Ushio frá Japan. Hann er þekktur fyrir stærðfræðileg - lífræn skúlptúr- form sem hann vinnur aðallega í ýmsar granítteg- undir. Þá mun fólki gefast kostur á að sjá listamanninn við vinnu sína fyrir utan vinnustofu Ljósaklifs í Hafnar- firði dagana 9. til 23. júlí, en þ ar hyggst hann skapa HJÁLAAARSSON fór til fundar við Keizo og innti hann nánar um heimsókn hans hingað til lands og hug- myndalegt inntak skúlptúrverkanna. umhverfisverk úr íslenskum grásteini. ÞORVARÐUR * IHAFNARBORG er verið að opna sýningu sem vel má lýsa sem veislu fyrir áhugafólk um höggmyndalist og kynduga kraftmikla steina frá hinum ýmsu heimshomum. Sá sem ber veisluna á borð fyrir okkur heitir Keizo Ushio. Keizo þykir einn fremsti steinskúlptúr- isti samtímans í Japan og í fremstu röð á heim- svísu og honum hafa hlotnast fjölmörg alþjóð- leg verðlaun fyrir verk sín. Höggmyndum hans er ekki auðvelt að lýsa í stuttu máli, og má með sanni segja að sjón sé sögu ríkari hvað það varðar, en verkin byggir Keizo að eigin sögn á stærðfræði þýska nítjándualdar stærðfræð- ingsins Mebeus Band. Hann byrjar á að vinna með eina steinblökk og klýfur hana niður þang- að til kjamanum er náð, þá skiptir hann blökk- inni í tvennt. Erfiðasti hluti vinnuferlisins segir hann vera að fínna samræmi og miðlínu steins- ins sem verkið kemur til með að myndast útfrá. Vinnubrögðin verða að vera mjög nákvæm og það má engu skeika til að verkið verði ekki unn- ið fyrir gýg. Útkoman er oftar en ekki skúlptúr í tveimur hlutum sem em þó tengdir innbyrðis óijúfanlegum böndum og mynda saman eitt verk. Um Keizo Ushio sjálfan er það helst að segja að hann fæddist árið 1951 í Hyogo í Japan og útskrifaðist frá Kyoto City University of Arts árið 1976. Verk hans gefur að líta víða um heim í höggmyndagörðum og söfnum hér og þar. Hann segir að áhugi sinn beinist æ meir að því í seinni tíð að vinna stærðfræðileg lífræn form úr hinum ýmsu steintegundum og opin- bera í leiðinni þær lífæðar sem leynast í stein- Heimurinn með augum „Barna Maríu" LISTAVERKIÐ á myndinni er þessa dagana til sýnis í Capitol Hill, þinghúsi Banda- ríkjamanna í Washington. Myndin er í hópi annarra listaverka sem tilheyra verkeftiinu Börn Maríu en það er eins konar endur- hæfingarverkefni þar sem börnum gefst tækifæri á að tjá sig með myndlist. Börn Maríu, sem staðsett er í Moskvu, hef- ur hjálpað rúmlega 800 munaðarleysingjum í þau átta ár sem verkefnið hefur verið í gangi og verður hluti þess afraksturs til sýn- is víða í Bandaríkjunum nú í sumar. unum frá upphafi vega. Keizo gerir það ekki endasleppt við okkur í heimsókn sinni hingað til lands að þessu sinni, því að á morgun mun hann hefjast handa ásamt aðstoðarmanni sínum fyrir utan vinnustofu Ljósaklifs í útjaðri Hafnar- fjarðar. Þar mun hann skapa skúlptúr úr ís- lenskum grásteini og hánn fagnar gestum sem komnir eru tii að fylgjast með honum við vinnu sína enda segir hann verk sín sprottin úr því umhverfí sem hann vinni í hveiju sinni. Ljósa- klif stendur á vemduðu hraunsvæði við sjóinn vestast í Hafnarfirði. Þar hafa listamenn vinnu- stofur og sýningarrými í tengslum við tilkom- umikið og margbrotið umhverfi. Aðkoma að Ljósaklifi er frá Herjólfsbraut. Aðspurður um tilgang alls þessa svarar hinn viðkunnanlegi Keizo Ushio glaður í bragði: „Ég er að benda á að í heiminum ríkir fullkomin ein- ing. Þetta er í raun og veru sami hluturinn en ég bara nálgast hann frá tveimur ólíkum hlið- um. Þú getur horft á hann frá tveimur gjörólík- um sjónarhomum eins og á sól og mána sem gera greinarmun á degi og nóttu en eru þó, að minnsta kosti hjá okkur í Japan, einungis tvær hliðar sama veruleika. Tré er stærðfræðilegt form Sýning Keizo Ushio í Hafnarborg og koma hans hingað til lands er hluti af verkefninu „ Japanskir listamenn og listviðburðir“ á vegum Ljósaklifs í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og Reykjavík menningarborg árið 2000. Forsvars- menn Ljósaklifs em myndlistarmennimir Sus- Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinskúlptúristinn Keizo Ushio frá Japan. anne Christensen og Einar Már Guðvarðarson. Susanne segist hafa kynnst Keizo þegar bæði tóku þátt í myndlistarstefnu í Þýskalandi árið 1997 og hafi þau kynni verið ævintýri líkust og opnað henni nýja heima. Hún vildi í framhaldi af þessum kynnum endilega fá Keizo til íslands og nú hefur sá draumur orðið að veruleika. Um- hverfi og vinnuferli verka Keizos em mikilvæg- ir þættir í tilurð verkanna og útkomu. Skúlp- túrarnir á sýningunni í Hafnarborg era allt fmmmyndir m.a. úr afríkönsku graníti, marm- ara og fleiri steintegundum. Verkin sem hann sýnir hér vom flutt hingað til lands frá Japan. Eg spurði Keizo nánar um hvað hann ætti við með stærðfræðilegum - lífrænum skúltúrform- um? „Verk mín hafa þróast frá því að vera unn- in út frá þessum stærðfræðilegu formum sem ég nefndi áðan yfir í það að vera lífræn um- hverfisverk," segir Keizo Ushio. „Stærðfræðin er svo tengd heilanum en náttúran okkur sjálf- um og hugsuninni. Ég vinn núna mun meira út- frá lífrænum hugsunum en áður. Þegar allt kemur til alls þá er náttúran sjálf hrein stærð- fræði og það er ekki hægt að skilja þetta tvennt að, stærðfræðina og náttúmna. En til þess að skilja þetta betur er gott að aðskilja þetta um stund og skoða í góðu tómi báðar hliðarnar." I framhaldi af þessum orðum segist Keizo strax hafa orðið spenntur fyi-ir því að koma til íslands og fá tækifæri til að vinna skúlptúr úr íslensku grjóti. Hinar björtu hásumarnætur hrífa hann einnig. Hann segir á sinn glaðlega hátt að birt- an hér sé mjög björt og heldur áfram: „Ég vil líka leggja mitt að mörkum til aukinna sam- skipta milli þjóða okkar á menningarsviðinu. Fólkið á íslandi og fólkið sem byggir Japan á margt sameiginlegt þó annað kunni ef til vill að virðast við fyrstu sýn. Ég vona að margir muni *• leggja leið sína til mín þegar ég fer að höggva grásteininn í Ljósaklifi. Leiðin til að ólíkar þjóðir kynnist liggur í gegnum menningu þjóð- anna. Það sem fólkið er að fást við í lífi sínu og list. Allir hafa einhverju að miðla og í sérhverj- um steini býr líka mikið kraftaverk þegar nán- ar er skoðað. Steinninn í Ljósaklifi verður, eftir að ég hef farið höndum um hann, tveir lausir hringir sem hanga saman. Enn ein áminningin um einingu nátúmnnar." En ef einingin er sú sama í náttúmnni og í stærðfræðinni, em þá allir hlutir ef til vill upp- haflega úr sama efni? „Hlutirnir em ekki bara svartir og hvítir. Stundum verður maður að nálgast hlutina frá einni hlið tU að skUja hina hliðina,“ svarar Keizo. „Við, mannkynið, ég og þú, höfum um aldir verið lokuð inni í ákveðnum hugarheimi. Það er fyrst núna sem við emm í w raun og vem að nálgast jörðina og upplifa það að við verðum að tengja hlutina saman og sjá þá í skýru Ijósi. Alheimurinn er lifandi vera. TVé er stærðfræðilegt form. í okkur manneskjunum em heilinn og hjartað tengd saman og við get- um ekki skilið þau að ef ekki á iUa að fara. En þetta höfum við þó gert í umgengni okkar við náttúmna. Án Ijóss er ekkert myrkur. Ekkert myrkur án Ijóss. Dagur fylgir nóttunni. Nóttin tekur við af deginum. Allt hangir saman á einni spýtu í náttúmnni líkt og í stærðfræðinni. Þetta er í rauninni mjög einfalt! Sennilega of einfalt tU þess að við sjáum það. Þess vegna hefur okk- ur líklega reynst það svona erfitt að finna sam- - hljóm með náttúmnni. Verkin mín em einfóld ' að sjá en þau em mjög flókin að allri gerð þrátt fyrir einfaldleikann á ytra borði. Ég reyni að sýna hveming hlutimir heyra raunverulega saman. En kannski einmitt vegna þess hversu einfalt þetta allt er, hefur það reynst okkur mannfólldnu svona flókið að skilja hvemig líf okkar og tilvera hangir í raun og vem saman.“ TVÆR H LIÐ- ARSAMA VERULEIKA í dag verður opnuð í Hafnarborg í Hafnarfirði sýning LESBÓKMORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.