Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Page 20
.LEIKIÐAORÐ OG STEIN í tilefni af áttræðisafmæli listamannsins Gests Þorgrímssonar heldur Listasafn Reykjavíkur- Hafnarhúsi sýningu á listaverkum hans. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR fékk að hnýsast inn í hugarheim steinskáldsins. Gestur Þorgrímsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Ef þú spyrd steininn þarftu aö svara honum sjálfur. Og svar þitt veröur eins og Ijóðiö, óhrætt og satt. Svarta blómið, 1992, við Ijóð Gests. Leiðin frá innsta kjama til ystu marka formsins gar- lægðin milli draums ogveruleika tími Ijóðsins og mynd- arinnar. annig lýsir Gestur Þorgrímsson ferð sinni á vit steinsins, leitinni að kjama hans og tjáningu. Ferð sem birtist okk- ur sem áreynslulaust form eftir að lista- maðurinn hefur farið um hann höndum og huga sem er eitilharðari í baráttu sinni en nokkum stein getur órað fyrir. í dag verður opnuð sýning á höggmyndum jí. Gests í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Þar gefur að líta hans miklu steinverk, önnur en umhverfisverkin sem eiga sinn fasta sam- astað víðs vegar um höfuðborgarsvæðið - og víðar. Sýningin er í tengslum við áttræðisafmæli Gests sem segja má að sé þekktur fyrir svo margt að ætla mætti að hann væri til í mörgum afritum. Hann er leirlistamaður, rithöfundur, kennari, útvarpsmaður, skemmtikraftur, Ijóð- skáld og myndhöggvari. Það er að sjálfsögðu myndhöggvarinn sem birtist okkur í verkunum í Hafnarhúsinu. Eitt viðfangsefni - tvö hljóðfæri Flest verkin á sýningunni era unnin á ár- unum frá 1985 en um það leyti tók sköpunar- kraftur Gests nýja stefnu. Það.var þegar hann hitti grjótið. Og á leið sinni í gegnum harðan steininn notaði hann mýkt ljóðsins til að vísa sér veginn. Þegar hann er spurður hvers vegna hann stilli ávallt saman steinverki og ljóði svar- ar hann: „List er alltaf list, sama í hvaða formi hún er tjáð. Þótt ég stilli þessum tveimur for- mum saman þurfa þau ekkert að stela hvort frá öðra. Þetta er tilfinningaspil; sama viðfangs- efnið, tvö hljóðfæri." í tilefni af áttræðisafmæl- inu hafa börn Gests, Þorgrímur og Ragnheið- ur, ráðist í að skrifa bók um líf og starf föður síns, sérlega fallega bók, ríkulega mynd- skreytta, þar sem gefur að líta fjölbreytiíeik- ann sem einkennt hefur líf hans. „En verkin á 4» sýningunni era ekki valin í sambandi við bók- ina,“ segir hann, „ég hafði ekkert með valið á þeim að gera, en þau spanna langt tímabil, þó mest frá 1985 til 1996. Þó er eitt verk frá 1947.“ Ávit steinsins Það var rétt um miðjan 9. áratuginn sem Gestur tók sér frí frá kennslu í Kennaraháskól- anum og fór til Finnlands til að dvelja í Svea- borg í fimm til sex mánuði. „Þar þurfti ég ekk- ert annað að gera en að horfa á grjótið í kringum mig og fara niður í fjöra að ná mér í steina til að höggva. Eftir þá dvöl sagði ég upp kennarastöðunni og ákvað að snúa mér alfarið að list steinsins. Ég var kominn með svo góða aðstöðu til þess hérna fyrir utan húsið. Ég hef alltaf höggvið úti vegna þess að þessu fylgir svo mikið ryk.“ Þótt Gestur hafi verið einstaklega afkastamikill listamaður, kennari, skemmtikraftur, útvarps- maður og ýmislegt fleira má segja að hann hafi alltaf verið að berjast við örlögin. Hann fékk berkla þegar hann var barn og eyddi mörgum árum á sjúkrahúsum. Það sem hann segir helst plaga sig núna er að hann er að missa sjónina. „Ég sit löngum stundum fyrir framan bóka- skápinn sem hefur að geyma þúsundir orða, en ég get ekki lesið þær svo ég get sjálfur ráðið hvað stendur í þeim. Síðan les Rúna, konan mín, fyrir mig á kvöldin svo kannski hef ég ekki misst svo mikið.“ Gestur getur þó ennþá unnið við steininn - eða eins og hann segir sjálfur: „Ég get unnið við allt sem ég get þreifað á.“ Gestur og Rúna - eitt naf n, tvö hljóðfæri Og ort Ijóð... „Já, en það er dálítið slæmt að yrkja þegar maður getur ekki skrifað og lesið. Ég fæ hins vegar aðstoð við það eins og annað. Þegar ég hef komið þessu saman fer ég með það fyrir Rúnu og síðan ræðum við ljóðin." Gestur og Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) hafa verið gift frá árinu 1946. Þau hafa lengstum unnið saman, einkum öll þau ár sem þau ráku saman keramikverkstæði - auk þess sem þau hafa sameiginlega tekið að sér stærri verkefni; skreytingar innanhúss og utan. Þar fyrir utan var Gestur einn með sitt grjót og Rúna ein með sín málverk. Samvinna þeirra hefur verið svo náin að venjulega er talað um þau sem Gest og Rúnu eins og eina manneskju. „Það má segja að listalega höfum við alist upp saman," segir Gestur, „það gerist meira að segja þegar fólk er að tala um eitthvað sem annað okkar hefur gert, að það segir „þið“.“ Þegar Gestur er spurður hvemig þau hafi farið að því að vera saman öllum stundum segir hann: „Ætli við séum ekki bara dálítið gæflynt fólk. Hvað varðar samvinnu okkar í listinni held ég að það hafi verið gott að við skyldum vera hvort á sínu sviðinu, ég í steininum, Rúna í málverkinu. Þegar við vorum í leimum sá ég um formið og Rúna skreytti. Við höfðum alltaf verkskiptingu.“ Og bæt- ir svo við, eins og honum er einum lagið: „Og þegar ég var úti að ralla, þá var hún heima að hugsa um börnin.“ Bjartsýnn og þrjóskur Keramikverkstæðið sem Gestur og Rúna vora þekktust fyrir lengi átti sér eiginlega tvö líf. Þegar þau komu heim frá námi í Danmörku í lok 5. áratugarins ákváðu þau að opna verkstæðið. Þau segj- ast ekkert hafa kunnað í keramik, aldrei einu sinni hafa komið inn á keramikverk- stæði. „Það var svo mikið til af fallegu keramiki í Danmörku en ekkert hér, svo okkur fannst upplagt að ráðast í þetta.“ Auðvitað var hér hvorki til renniskífa né brennsluofn og ekki var leirinn fluttur til landsins. Gestur, maðurinn sem hafði aldrei komið inn á keramikverkstæði, ákvað að smíða bæði renniskífu og brennsluofn. Síðan fór hann um landið að leita að réttum leir og bjó síðan sjálfur til sinn glerang. Þegar hann er spurður hvernig honum hafi dottið þetta i hug seg- ir hann: „Ég hef alltaf verið bjartsýnn og þrjóskur. Eg er líka ákaflega forvitinn. Þess vegna datt mér aldrei í hug að kaupa glerang. Það var eins með leirinn. Ég sá enga ástæðu til að flytja inn drallu þegar nóg var til af henni hér - en játa að það var auðvitað erfitt að finna góðan leir.“ Leyndardómar steinsins Svo var það steinninn. Hvernig stendur á því að hann greip þig slíkum heljartökum? „Steinninn höfðaði fyrst og fremst til mín sem efni. Mér finnst hann svo leyndardóms- fullur, kannski vegna þess hversu erfitt er að komast til botns í honum. Það er sérlega gam- an að vinna útilistaverk úr honum vegna þess að hann tekur á sig svo breytilegar myndir þegar hann stendur úti í náttúranni.“ Dæmi um eitt slíkt verk eftir Gest er „Votaberg“, sem stendur fyrir framan barnaskólann í Hafnar- firði. Á sýningunni í Hafnarhúsinu verður sýnt myndbandsverk um Votabergið og þær ólíku myndir sem það tekur á sig eftir árstíðum. „Mér datt í hug að það væri alveg hægt að gera myndlistarband eins og þessi hljóðbönd sem er alltaf verið að drepa mann með.“ Hvað finnst þér hafa verið skemmtilegast þegar þú lítur yf- ir þín áttatíu ár? „Lífið,“ segir Gestur og bætir við eftir andartaks umhugsun: „Mér hefur aldrei leiðst. Ég hef heldur aldrei orðið fyrir neinu virkilegu áfalli. Það var að vísu áfall fyrir mig þegar sjóninni fór að hraka - en ég er enn- þá dálítið góður að skrifa nafnið mitt inn í ramma og það er kominn rammi á næstum öll opinber skjöl. Þess vegna fattar enginn neitt þótt ég sjái ekki baun.“ En ekkert er svo með öllu illt að því fylgi ekki eitthvað gott. „Það hef- ur heldur enginn neitt við það að athuga þótt ég líti mjög nálægt fallegu kvenfólki." * STEINSNAR - Gestur Þorgrímsson myndhöggvari, er heitið á bók sem kemur út i dag í tilefni af áttræðis- afmæli Gests. Bókin, sem er unnin af tveimur af börnum Gests, þeim Þorgrími og Ragnheiði, hefur að geyma ljósmyndir af verkum listamannsins, æviágrip hans og innskotstexta frá yngri listamönnum sem segja hann hafa verið sinn lærimeistara og velgjörðarmann. „Upphaflega átti bókin að vera um þau verk sem era á sýningunni sem verður opn- uð í Hafnarhúsinu í dag vegna þess að það hefur lengi staðið til að halda sýningu á þessu ári,“ segir Þorgrímur. „Við vorum líka með fleiri en eina bók í huga,“ segir Ragnheiður, „en svo sáum við að það gæti verið skemmtilegra að setja líf hans og starf í eina bók.“ Fyrsti hluti bókar- innar fjallar um höggmyndir og ljóðin sem Gestur kallar sjálfur Steinljóð. „Flest af verkunum sem við birtum myndir af þar, völdum við vegna þess að þau eiga við ljóðin hans - auk þess sem steinninn er ein- kennandi fyrir föður okkar síðustu starfsár- in. Hins vegar var af nógu að taka vegna þess að það er ekki hægt að eyða langri starfsævi í að höggva stein á íslandi,“ segja þau Þorgrímur og Ragnheiður. Annar hlutinn heitir „Samkomulag við stein“ og þar ritar Auður Ólafsdóttir, list- fræðingur og forstöðumaður Listasafns há- skóla Islands, um steinverk Gests. í þriðja hlutanum er æviágrip sem Þorgrímur hefur Morgunblaðið/Þorkel! Gestsbörn: Þorgrímur og Ragnheiöur. skrifað, auk þess sem þar er birtur fjöldinn allur af myndum úr ævi listamannsins. Sá hluti hefur einnig að geyma bréf frá konu hans, Rúnu, kafla úr skáldsögunni „Maður lifandi,“ sem Gestur skrifaði um 1960, auk þess sem börnin hans skrifa minn- ingabrot þar. „Maður lifandi var byggð á æsku- og uppvaxtarárum föður okkar,“ seg- ir Þorgrímur „og við byrjum ævisöguka- flann í Steinsnari þar sem sú saga endar.“ En það hafa kannski ekki allir lesið Maður lifandi og því fróðlegt að fá að vita hvað það var sem mótaði listamanninn Gest Þor- grímsson. „Hann varð veikur af berklum þegar hann var strákur og það breytti auðvitað öllum hans framtíðarhorfum. Hann dvaldi öll ungl- ingsárin á sjúkrastofnunum þar sem hann komst í kynni við skáld og róttæklinga og umgekkst aðallega fullorðið fólk. Það mótaði lífssýn hans að verulegu leyti og hann hefur alla tíð verið óhræddur við að fara óhefð- bundnar leiðir, finna út úr hlutunum sjálfur og verið mjög svo fordómalaus og opinn fyr- ir öllum nýjungum. Kannski vegna þess að hann fór svo lítið í skóla. Skólinn fékk aldrei tækifæri til að berja úr honum frumkvæðið og hugmyndaflugið. Eins og vera ber með unga menn sem fengu berkla á þessum árum, ætlaði Gestur að verða skáld og það má segja að þeir fram- tíðardraumar hafi ræst á fleiri en einn veg.“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.