Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Side 5
höfð aðeins lengri en á hliðunum. Mikið valt á því að varpið væri vel gert, réð það úrslitum hvernig skórinn færi á fæti. Þegar búið var að verpa, voru endarnir ekki faldir fyrr en búið var að máta skóinn og laga hann eftir fætinum, sem átti að bera hann. Þá voru skórnir bryddir. Fallegust var bryddingin úr eltiskinni, en notaðir voru þunnir nárar í bryddingu. Bryddingin var köstuð þétt ofan við varpið, rétta móti réttu. Gæta þurfti þess að lagið á skónum aflagaðist ekki, þegar bryddingin var saumuð við. Þegar búið var að kasta bryddinguna við var lagt niður við hana með þéttum fallegum sporum. Byrjað var að brydda innanfótar á báðum skónum og brydd- ingin lögð á misvíxl þegar endað var. Þegar lagt var niður við bryddinguna voru endarnir á varpþræðinum faldir vandlega svo ekki rynni til á varpinu. A þykka leðurskó var erfitt að koma við bryddingum og var varpið oft látið duga og voru þeir þá verptir með þveng eða seymi. Seymi voru þunnar sinahimnur sem skomar voru ofan af hrygg stórgripa, þegar slátrað var. Þær voru skornar hæfilega breiðar, skafnar : 1 vandlega og teygðar til, dregnar upp á snúru Sparisokkar karlmanna. Sumir voru steintitaðir með hvítri fit. var þvengurinn alltaf tekinn úr til þess að nota í nýja skó. Endar hans voru hafðir svo langir að hægt væri að binda þá um mjóalegginn til þess að skórinn losnaði ekki af fætinum. Roðskór eru hálir í þurru grasi og á svelli en stamari í blautu grasi. Sumsstaðar þekktist það, að nota grásleppu- hvelju (hrognkelsisroð) í skó sjómanna, en kört- urnar gera það að verkum að skórnir verða ekki hálir. Innaní alla skó voru hafðir leppar af ýmsu tagi. Þeir voru eins í laginu, en mismunandi mikið í þá lagt. Algengastir hversdagsleppar voru garðaleppar. Þeir eru prjónaðir með garðaprjóni og nýttir allir bandafgangar til þess. Oftast var miðstykkið prjónað fyrst, síðan teknar upp lykkjur til endanna og prjónað þvert á hið fyrra og með úrtökum. Stundum var fitjað upp á hliðinni og prjónað þvert yfir, var þá fyrst aukið út til beggja enda, þar til verkið var hálfn- að, þá var tekið út á seinni helming. Þessir lepp- ar urðu langröndóttir. Leppar eiga fleiri nöfn og væri vissulega verðugt að taka saman hvaða orð hafi verið notuð, sem trúlega skiptist mest eftir landshlutum. Barðar er eitt af algengari nöfnum og er garðaprjón líka stundum kallað barðaprjón, sem bendir líka til þess, að þeir voru prjónaðir með garðaprjóni. Fínn voru rósaleppar, þar var áttablaðarós algengust, en notuð voru líka önnur munstur. Sumsstaðai' voru gerðir slyngdir leppar og þóttu þeir mjög fínir. Slyngjan var fótofin. Mun þetta aðallega hafa verið gert á Austurlandi, á Héraði. Sagt hefur verið frá snjósokkum og skinn- sokkum, sem notaðir voru útivið. En venjulegir karlmannssokkar voru algengastir mórauðir eða sauðsvartir. Þó voru til sparisokkar, sem oft voi-u dökkbláir með hvítu efst og hvítum hæl og tá eða þeir voru hafðir dökkrauðir með hvítu. Kvensokkar voru dökkrauðir, dökkbláir eða dökkgrænir og stundum svartir. Bæði karl- og kvensokkum var haldið uppi með sokkabönd- um, sem bundin voru fyrir neðan hné. Sokka- böndin voru ýmist spjaldofin eða fótofin. Börn vora gjarnan látin tína hagalagða og þeim var kennt að vinna ullina. Oft var byrjað á því að láta þau vinna þessa samantíndu ull, sem kallaðist groddi og úr þessu grodda-bandi vora gerðir hlífðarsokkar ogvettlingar, sem oftast vora hafðir utan yfir, þegar kalt var. Elsti vettlingur sem fundist hefur hér á Landi er talinn vera frá 10. öld. Það er vöttur, saumaður með nálbragði (vattai-saumi). Þetta er vinnuaðferð sem talin er vera mun eldri en prjón. Vöttur þessi fannst á Fljótsdalshéraði. Einnig hafa fundist ofnir vettlingar, sem voru saumaðir saman. Þeir eru taldir vera frá land- Hnámsöld. Elstu prjónaðir vettlingar, sem fundust ásamt fleira prjónlesi era taldir vera frá 16. öld. Algengastir íslenskir vettlingar voru tví- þumla belgvettlingar. Þeir vora langalgengast- ir úr mórauðu ullarbandi og voru hafðir með tveim þumlum, svo hægt væri að snúa þeim við og nota þá beggja megin. Sjóvettlingar vora oftast tvíbanda. Islensku sjóvettlingarnir voru eftirsóttir af erlendum sjómönnum. Mest hefur verið sagt frá frönskum sjómönnum, sem gjam- an vildu fá vettlinga og borga með kexi. Á Vestfjörðum voru notaðir vettlingar, sem vora kallaðir sprökuvettlingar. Spraka er fiskur af flyðruætt, allstór lúða (yfir 50 kg). Þessir vettlingar höfðu sérstakt lag og voru notaðir við lúðuveiðarnar. Sparivettlingar vora skrautlegri og oftast út- prjónaðir. Einstöku áttu fingravettlinga og þótti það sérlega fínt. HEIMILDIR: Stuðst hefur verið við heimildir úr bókum og tírna- ritum. T.d. um roðskó og sauðskinnsskó eftir Huldu Á. Stefánsdótturog Jóhönnu Kristjánsdóttur. Roðskórog sprökuvettlingar eftir Egil Ólafsson, Hnjóti. Bækur: Hundrað ár í Þjóðminjasafni, Gersemar og þarfaþing, Ferðabók Eggerts Ólafssonar. Einnig viðtöl við Snæbjörgu Ólafsdóttur, sem saumar roðskó í Árbæjarsafni og Geir Guðmundsson, Bolung- arvík, sem sér um Ósvör. Höfundur er gullsmiður. Illeppar Vettlingar eða mjótt prik og þurrkaðar. Seymið var geymt á þurrum stað þar sem gripið var til þess, þegar á þurfti að halda. Allar afklippur af skinnum vora geymdar á vissum stað og notaðar í bætur. Best þótti roð af stóram steinbít til skógerð- ar. Gerður var greinarmunur á steinbít eftir stærð ogútliti, t.d. Dílasteinbítur, Hárasteinbít- ur, Úlfsteinbítur og Messudagasteinbítur, svo nokkur nöfn séu nefnd á steinbít, er var daglega á vörum sjómannanna og húsmæðranna, er matreiddu og notuðu til heimilisiðnaðar þessa nytsömu fisktegund. Best þótti roð af Úlfasteinbít, en svo kallast mjög stór steinbítur. Hann var eftirsóttur af vermönnum og mun þar hafa mest um ráðið, að af þessum steinbít fékkst skæði í tvenna skó. Fremri hlutinn í fullstóra, aftari hlutinn í minni skó, þá venjulega á krakka og unglinga. Þessir vora kallaðir „dilluskór“, vegna þess að aftari hlutinn á roðinu var kölluð dilla. Roðið var þvegið og skafið lauslega, síðan breytt á fjöl, himnan látin snúa niður. Roðið þornaði á einum til tveim dögum og var þá hægt að geyma það á þurram stað í marga mánuði. Þegar skór voru gerðir var roðið fyrst sniðið. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson. Efnið var haft það langt, að það náði upp á hæl- inn, það er að segja að enginn hælsaumur er hafður á roðskóm. Þar af leiðandi er mikið fljót- legra að sauma roðskó en sauðskinnsskó, enda þurfti að gera það mun oftar því þeir entust ekki lengi. Það þótti gott, ef þeir entust yfir daginn innanhúss. Endingin var nokkuð misjöfn, fór það eftir gangfæri og göngulagi, einnig var roðið mis- munandi endingargott. Roð af hertum steinbít þótti endingarbetra en hert roð. Það þótti nauð- synlegt að vita, hvað roðskór entust vissar vegalengdir, því skólaus maður er vegalaus. Þetta mun vera ástæðan fyrir því, að vega- lengdir vora mældar í roðskóaleiðum. Talað var um tveggja, þriggja, fjögurra, fimm og sex roð- skóaleiðir. Var þá átt við þá leið sem var farin íram og til baka. Roðið var bleytt upp og byijað á að sauma tá- sauminn, síðan var skórinn varpaður með leður- þveng eða ullartogi, sem spunnið er úr ysta hári ullarinnar. Það var einnig notað til að sauma tá- sauminn. Roðskór vora þvengjaðir með þveng úr roði. Skórinn var látinn þoma á fæti þess, sem átti að nota hann. Þegar skór voru ónýtir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.