Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Síða 7
Morgunblaðið/Margrét Sv. Nákvæmni, æfing og tilfinning fyrir efninu eru lykilatriði þegar menn kljást við massívar silfur- plötur eins og þá sem Pétur Tryggvi sést hér ráðast til atlögu við á verkstæði sínu. smiðirnir Else Nicolaj Hansen, Lasse Bæhr- ing, Leon Kastberg og Peter Vedel Táning. Vítamínsprauta fyrir silfursmíðina Sýningin í Herning var eiginlega upptaktur- inn að stóru sýningunni sem við héldum í Kold- inghus í sumar,“ segir Pétur en drjúgur hluti sýningarinnar í Koldinghus byggðist á nýjum verkum sem aldrei höfðu verið sýnd áður og nokkrum sem urðu til á verkstæðissýningunni fyrr á árinu. Sýningin var á þremur hæðum safnsins Koldinghus og í kirkjusalnum. Pétur segir sýninguna hafa verið á við vítamín- sprautu fyrir silfursmíðina. Af alls um 300 verkum voru nærri 100 ný. „Maður er gagntek- inn af hrifningu,“ skrifaði gagnrýnandi Politik- en, Jonna Dwinger, um verk Péturs Tryggva í gagnrýni sinni um sýninguna á Koldinghus. „Þetta var mjög spennandi og mér sýndist fólk vera alveg undrandi á því hvað væri ennþá hægt að gera. Allir þessir nýju hlutir voru eig- inlega skemmtilegasti hlutinn af sýningunni - og staðfestu að handverkið er ekki alveg dautt,“ segir hann. „Þú sérð það - ég gat ekki stillt mig um að kaupa mér nýja plötu,“ bætir hann svo við með glettnisblik í auga. „Langaði bara til að sjá hana" Efnið freistar - og því til enn frekari stað- festingar segir Pétur frá könnu sem hann smíðaði 1996. „Ég var búinn að ganga með hana í höfðinu lengi og skissa hana upp. Svo byrjaði ég loksins - mig langaði bara til að sjá hana! Þetta er silfurkanna með hanka úr mass- ívu 18 karata gulli. Ég vildi stíga skrefið til fulls, sama hvað það kostaði, þó að ég hefði engan veginn efni á því. En ef ég gerði bara það sem ég hefði efni á, þá myndi það nú eklci verða mikið!“ Það var því mikið ánægjuefni fyrir Pét- ur þegar safnið í Kolding keypti könnuna í sumar. Þegar hann er beðinn að lýsa sköpunar- og smíðaferlinu frá hugmynd gegnum silfurplötu að fullgerðum hlut segist hann alltaf smíða hlutina í form - og á þá við að hann geri yfirleitt aldrei nákvæmar vinnuteikningar, einungis grófar skissur sem hann teikni svo áfram í efn- ið sjálft. „Ég hef skissuna á borðinu íyi'ir fram- an mig, skoða speglanirnar í efninu og finn hvernig það hagar sér. Maður verður að leyfa sér að teikna hlutinn í sjálft efnið - það er þar sem mín hreinteikning kemur fram. Ef ég geri teikningu í fullri stærð og held mig fast við hana allan tímann, þá á hluturinn á hættu að deyja. Maður þarf að tala svolítið við silfrið á meðan maður er að meðhöndla það. Stundum er það þannig með þessar stói-u silfurplötur að þær vilja taka af manni völdin. Þá er að finna út úr því hvar ég get unnið yfir plötunni og slegið á hana þannig að hún hagi sér nákvæmlega eins og ég vil. Það kostar mikla æfingu - því þetta getur verið valdabarátta," segir hann. „Svo koma skemmtileg augnablik" Pétur segir að vissulega væri auðveldast að gera eins og svo margir aðrii-, sem láta fram- leiða fyrir sig, láta steypa grunninn eða þrykkja upp silfurplötuna að mestu leyti - „en ég hef bara alltaf viljað gera þetta alveg frá byrjun. Og maður verður vist aldrei ríkur á því, einfaldlega vegna þess að maður getur aldrei smíðað það mikið. En svo koma líka skemmti- leg augnablik - eins og þegar safnið í Kolding tekur könnuna og þegar maður fær verkefni eins og fyrir kirkjurnar á íslandi," segir hann og bætir við: „Ég vil heldur hlæja út um lítinn glugga en gráta út um stóran.“ Pétur er þekktur fyrir að blanda saman ólík- um efnum, ekki einungis gulli og silfri, heldur eiga efni eins og steinsteypa og ryðgað járn til að birtast í verkum hans í bland við eðalmálma og demanta. „Ég var búinn að hugsa lengi um ýmiskonar samsetningar mismunandi efna og ákvað svo að prófa að setja saman það allra lægsta sem til er, steinsteypuna, og þau efni sem eru dýrmætust allra, gull og demanta," segir hann. „Ef maður nær jafnvægi milli efn- anna þá er alveg sama hvað þau heita,“ segir Pétur og bendir til skýringar á forláta kaleik þar sem þrjú ólík efni mætast; sjálfur bikai’inn er úr silfri, stilkurinn úr 18 karata gulli og fót- urinn sagaður út úr gamalli rennusteinsrist. Var ráðið frá því að fara til Japans - en fór samt Eins og áður sagði eru rætur Péturs í gull- smíðinni og þar er hann enn með annan fótinn. Eftir að hann lauk námi, fyrst hjá föður sínum heima á íslandi og síðar í Kaupmannahöfn, stofnaði hann eigin gullsmíðaverslun við Skóla- vörðustíginn í Reykjavík og rak hana um þriggja ára skeið eða 1985-1988 en þá flutti hann búferium til Kaupmannahafnar ásamt ijölskyldu sinni. Þá var hann farinn að selja til Þýskalands og Japans, þar sem hann hefur tekið þátt í nokkrum sýningum við góðan orð- stír, og á síðustu árum má segja að hann hafi haft sínar föstu tekjur af því að smíða skart- gripi fyrir Japansmai’kað, þó að nú sé það aftur orðið meira blandað og hann smíði jöfnum höndum stærri hluti og skartgripi. Aðspurður hvernig hafi staðið á því að hann fór til Japans segir hann að hann hafi bara ákveðið að fara þangað jafnvel þó að honum hefði heldur verið ráðið frá því. „Mér var sagt að ef ég ætlaði að komast inn á markaðinn í Japan þá þyrfti ég að vera með nokkrar millj- ónir í vasanum. En nú er ég búinn að vera það oft á réttum tíma á vitlausum stað og á vitlaus- um tíma á réttum stað að þarna kom að þvi að ég kynntist manni sem vildi taka að sér að vera umboðsmaður minn,“ segir Pétur. „Ég hef mjög gaman af því, vegna þess að ég fæ að gera það sem ég vil og nota eins mikinn tíma í það og ég vil. Og þá er verðið náttúrulega eftir því. Japanarnir vilja ekki hvaða efni sem er - þeir vilja mest platínu og 18 karata gull. Þó hafa þeir keypt nokkrar gullnælur með steinsteypu. Þeir eru mjög nákvæmir, enda með þúsund ára kúltúr í handverkinu. Það hentar mér alveg ljómandi vel, vegna þess að hjá mér er heldur engin málamiðlun með handverkið.“ Byrjaði með oblátubuðk í Reynivallakirkju Þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi siglt til Hafnar eftir að hann var kominn í eigin rekstur í Reykjavík segir hann að hann hafi á þeim tíma verið byrjaður að selja svolítið til Þýskalands og hafi þurft að vera mikið á ferðinni erlendis til þess að skoða steina og sýna gripina. í Danmörku sé hann mun nær markaðnum. Svo var það kannski ágætt fyrir mig að fara út og fá raunhæfa mynd af því hvar ég stóð. Silfursmíðin heima er mjög takmörkuð - hún snýst í raun eingöngu um að smíða silf- urskartgripi en ekki stænn hluti. Þegar maður fær sveinsbréf á Islandi heitir maður gull- og silfursmiður, þó að það hafi mjög lítið með silf- ursmíði að gera. Á síðustu áium hefur Pétur gert dálítið af því að smíða kirkjusilfur fyiir kirkjur á íslandi, m.a. fyrir Áskirkju og Vídalínskirkju. Hann hafði aldrei komið nálægt slíku þegar prests- hjónin á Reynivöllum í Kjós, séra Gunnar Kristjánsson og Anna Margrét Höskuldsdóttir báðu hann að gera tillögu að oblátubuðk. „Það var árið 1984 og þetta var fyrsta kirkjusilfrið sem ég gerði. Ég hafði ekkert vit á kirkjusilfri og hafði aldrei lesið bækur um það. Eina skipt- ið sem ég hafði séð kaleik var þegar ég fermd- ist.“ „SKIL EKKI HVERNIG ÞETTAER HÆGT" Joseph Allard er prófessor í bókmenntum við hóskólann í Essex í Englandi. Ljóðaþýðingar hans af íslensku yfir ó ensku hafa vakið verðskuldaða athygli. HÁVAR SIGURJÓNSSON hitti Allard að móli en hann var staddur hér ó landi í vikunni. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins STÖÐUGT berast fréttir af velgengni íslenskra bók- mennta á erlendri grund. Á nýafstað- inni bókmenntahá- tíð birtist fjölmenn sveit fulltrúa er- lendra útgefenda og fylgdist vel með öllu, ekki ólíkt útsendurum knattspyrnuliða sem njósna um efnilega nýliða í liðum annarra þjóða. Hlutverk þýðandans Augljós forsenda þess að íslensk- ar bækur verði gefnar út erlendis er þýðing þeirra á tungumál við- komandi þjóða og hlutverk þýð- andans er því mikilvægt ef ekki mikilvægast þegar öðrum skilyrð- um um útgáfu hefur verið fullnægt. Þeim erlendum mönnum sem hafa slík tök á ís- lensku máli að geta þýtt bókmenntir okkar á eigin tungu fer stöðugt fjölgandi. Þeir eru þó eðli málsins samkvæmt giska fáir, enn eru telj- andi á fingrum annarrar handar þeir sem stunda nám í íslensku við háskóla erlendis. Aukinn fjöldi útlendinga sem stunda nám í ís- lensku við Háskóla íslands lofar þó góðu um framtíð þýðinga íslenskra bókmennta. Gildi þess að þýðendur okkar hafi tækifæri til að dvelja á Islandi um lengri eða skemmri tíma er augljóst; enginn nær fullkomnum tökum á blæbrigðum máls eða sérvisku einstakra höf- unda án þess að hafa hljómfall tungumálsins fyrir eyrum sér og því er nauðsynlegt að gefa þessari framvarðasveit kost á reglulegum heimsóknum til íslands. Halda að hér búi 3 milljónir Joseph Allard frá Englandi er einn þeirra sem hafa helgað sig þýðingum íslenskra bók- mennta um 15 ára skeið en sitt aðalstarf hefur hann sem prófessor í bókmenntum við Ess- exháskóla í Colchester. Þar kennir hann m.a. eitt námskeið í íslenskum bókmenntum og seg- ist árlega hafa um 10 nemendur. „Námskeið- inu er skipt þannig að þrír fjórðu hlutar þess fjalla um íslenskar fombókmenntir og einn fjórði um íslenskar samtímabókmenntir. Það er gaman að segja frá því að ég byrja yfirleitt námskeiðið á því að veita nemendunum ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um menningarmál á íslandi, s.s. bókaútgáfu, lestur, leikhúsaðsókn, tónlistarlíf og fleira, og síðan spyr ég þá hvað þeir haldi að margir búi á íslandi. Algengast er að þeir svari að þar hljóti að búa um 3 milljónir. Það tekur yfirleitt nokkra stund að sannfæra þá um réttu töluna. Þetta nefni ég sem dæmi um það sem hreif mig mest þegar ég kynntist íslandi fyrir 15 árum. Sköpunarkrafturinn og sköpunargleðin sem hér rikir er ótrúleg, allir yrkja, skrifa, mála, syngja og leika. Eg skil ekki enn hvernig þetta er hægt en staðreyndir tala sínu máli.“ Eftir Njálu varð ekki aftur snúið Joe Allard hefui’ þýtt Ijóð Matthíasar Johannessen og Kristjáns Karlssonar á ensku. Hann kveðst nú vera að þýða ljóð Einars Más Guðmundssonar og séu þau væntanleg á ensk- an bókamarkað á næsta ári. Allard hefur unnið fyrir bókaútgáfurnar Mare’s Nest og Festival Books sem gefið hafa út talsvert af fagurbók- menntum eftir íslenska höfunda á undanfórn- um árum. „Bernard Scudder hefur verið dug- legur að þýða íslenskar bækur á ensku og t.a.m. hefur hann þýtt tvær af skáldsögum Einars Más Guðmundssonar." Allard segir að þegai’ hann hafi fyrst komið til Islands fyrir 15 árum hafi hann ekkert þekkt til íslenskra bókmennta en kynnst þeim á sérstakan hátt. „Ég kynntist bflstjóra að nafni Högni Kristjánsson sem bauð mér að slást í för með Bandaríkjamönnum af Vellinum í ferðalag um Suðurlandið. Á leiðinni henti Högni í mig þvældu eintaki af Njálu í útgáfu Penguin á þýðingu Hermanns Pálssonar. Ég Eftir lestur Njálu vard ekki aftur snúið,“ segir Joseph Allard. byrjaði að lesa og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Svipur Allards ljómar þegar ég spyr hann um Njálu og segir hana stórfenglega bók. Hann segist hafa þá hugmynd um Njálu að höfundur hennar hafi skipt henni upp í 18 þætti og í hverjum þætti séu 8-10 kaflar. „Það er augljóst að sagan hefur borist á milli kyn- slóða í munnlegri frásögn þai’ til hún var skrif- uð og höfundurinn hefur sett sitt mark á sög- una með ýmsum hætti. Ég ætla þó ekki að blanda mér þá umræðu hvort það var Sturla Þórðarson sem skrifaði Njálu og Snorri Sturluson Egilssögu en kenningarnar eru báð- ar góðar.“ Um þýðingar íslendingasagna á ensku segir Allard að þær hafi verið með ýmsum hætti og misgóðar eins og gengur. „Þýðingar Her- manns Pálssonar og Magnúsar Magnússonai’ voru mjög góðar en það má þó deila um hvort sú ákvörðun Hermanns að setja ættartengslin neðanmáls í stað þess að halda þeim í megin- máli hafi verið rétt. Nýja heildarútgáfa ensku þýðinga íslendingasagnanna er þrekvirki og gullnáma öllum þeim sem unna þessum bók- menntum,“ segir Allard. Hann hefur haft það hlutverk með höndum að fjalla um þýðingarn- ar fyrir engilsaxnesk bókmenntatímarit bæði austan hafs og vestan og segist mjög ánægður með útgáfuna og þýðingarnar í heild. „Erfið- leikar þýðendanna eru fyrst og fremst fólgnir i ljóðaþýðingum, því ljóð er hreinlega ekki hægt að þýða. Besta lausnin hefur mér sýnst vera sú að þýða þau efnislega en gera ekki tilraun til að yfirfæra þau í þýðingu með öðrum hætti.“ Björk, Sykurmolar og Njála Allard segir að áhugi fyrir íslandi sé tals- verður í Englandi en þó verði að viðurkenna ai' þekking hins almenna manns á Islandi og ís- lensku samfélagi sé næsta takmörkuð. „Unga kynslóðin í dag þekkir auðvitað Björk og þeir sem eru 10-15 árum eldri þekkja Björk og Sykurmolana. Þeii’ af minni kynslóð sem hafa hlotið háskólamenntun hafa kannski svolitla nasasjón af fomsögunum íslensku en litla sem enga þekkingu á nútíma Islandi. Það sem kem- ur mér mest á óvart er hversu gríðariega tæknivæddir Islendingar eru. Hér eru allir með iarsíma og aðgang að Netinu, allir eiga bíl og þar fram eftir götunum. Þetta er miklu al- mennara en í Englandi. Um leið hafið þið þetta geysiöfluga menningarlíf og hin órofna bók- menntasaga ykkar til þúsund ára er heillandi. Tungumálið hefur ekki breyst meira en svo að ef Islendingur er á annað borð sæmilega læs getur hann lesið fornsögurnar ekki síður en Morgunblaðið. Til að finna sambærilegan mun á ensku þarf ekki að fara nema 150 ár aftur í tímann. Bækur Dickens og Austen. Textar miðalda eru engan veginn aðgengilegir Eng- lendingum nútímans," segir þýðandinn Joseph Allard sem segir heimsókn til Þingvalla í haustsólinni sl. mánudag hafa verið eins konar pílagrímsför fyrir sig. ,Atburðir Njálu stóðu mér Ijóslifandi fjTÍr hugskotssjónum," segb’ hann. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.