Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 12
Sólsetur við Reykjavíkurhöfn snemma á öldinni. strokin sem sannaði orð hans. Að lokinni þess- ari frásögn setti mikinn grát að annarri stúlk- unni og kom þá í ljós að bílstjórinn, eins og honum var lýst af sögumanni, hefði nokkrum árum fyrr verið unnusti hennar en ekið fram af bryggju niðri á höfn og drukknað.031 IV Að síðustu er að nefna gamla og eftirtektar- verða sögu sem á rætur í baráttu landsmanna gegn erlendri verslunaránauð fyrr á öldum. Á okkar tímum hefur saga verslunarmála marg- oft verið rakin frá sagnfræðilegum sjónarhóli en hér er um að ræða hið þjóðfræði- eða þjóð- sagnalega sjónarhom, það er eins konar tákn- ræna sögu sem í þrengri merkingu er svo sannarlega einnig táknsaga um tilurð Reykja- víkur. - Sagan hefst á því að einhverju sinni í ógurlegum harðindum hafí presturinn í Reykjavík tekið að sér lítinn dreng af verg- angi. Er aðeins getið um að hann hafí heitið Jón. Hjá prestinum fékk pilturinn gott atlæti og varð hann allra manna gjörvilegastur þeg- ar hann óx úr grasi. Eitt vor kom óvenjulega glæsilegt skip frá útlöndum með söluvarning á Reykjavíkur- höfn. Skipstjórinn var heljarmenni og taldi sannarlega engan sér jafningja meðal heima- manna. Lyfti hann mikilli koratunnu til að sýna yfirburði sína og kvaðst greiða þeim vel í gulli er léki eftir slíka aflraun. Þannig fór að það var Jón prestsfóstri sem vann til verð- launanna og voru þau eins og augljóst er greidd með þungum heiftarhug. Áður en skip- stjóri lét í haf hafði hann á orði að á næstu vor- dögum yrði enn verri og torveldari þraut lögð fyrir hinn unga mann. Enn gekk svo næstu ár að Jón yfirvann bæði grimmasta hund og ógurlegan blámann, sem skipstjórinn hafði meðferðis hingað til lands, og í hvert skipti vann hann til sífellt hærri upphæðar. Eftir síðasta ósigur skipstjórans tók hann prest og Jón með sér niður í káetu þar sem hann brá torkennilegu blaði fyrir augu piltsins og skipaði honum að færa sér þá bók að ári sem blaðið væri úr. Þótti þá vandast enn frek- ar þetta mál því prestur sá af skyggni sinni að þetta væri blað úr handbók sjálfs Kölska. Honum varð þó ekki ráðafátt enda vitandi lengra nefi sínu. Sendi hann Jón nú upp að Esjurótum með hnykil í vasanum sem hann skyldi varpa frá sér og fylgja síðan hvert sem rektist úr þræðinum. Áður en varði rann hnoðinn inn í klettaskoru og reyndist þar vera hellisop inn í fjallið. þegar þangað kom opnað- ist annar heimur, allsendis eins og fyrir utan nema hvaðeina var búsældarlegra, iðgrænir vellir og háreist bæjarhús. Settist Jón að hjá presti fjallsbúa og gjafvaxta dóttur sem enn var í föðurgarði. Dvaldist hann þar vetrar- langt við gott atlæti. Um vorið, skömmu fyrir skipakomur, var honum fengin bók sem hann skyldi færa fóstra sínum þegar heim kæmi. Fylgdi hann nú hnoðanum út úr fjallinu og hélt rakleiðis til Reykjavíkur. Fáum dögum síðar sigldi kaupskipið stóra inn á hafnarleg- una. Hröðuðu þeir prestur og Jón sér strax srruATiONS kart BYEN REIKEVIG IWi! (lMlllt>tC(MI(ll> UoyiM’. (mw' liKA'iimiMlliHMvi- ilíel •Ufiskttmt ilí'iJíljMtSit rittoMi »(imititittnt Hl'ttitti kttttt llHUhVlt WwVvwowí. Wvvvvw Reykjavík. Uppdráttur frá 1801, þar sem sjá má Hlídarhús og Skálholtskot, hvort sínum megin vid Tjörnina. Reykjavík frá því skömmu fyrir 1790. Hér má sjá gömlu kirkjuna, sem stód þar sem nú er stytta af Skúla Magnússyni landfógeta, á horni Adalstrætis og Kirkjustrætis. Frummyndin er eftir Sæmund Magnússon Hólm. um borð með bókina og varð skipstjóri enn að borga Jóni stóra fjárfúlgu eins og hann hafði heitið árið áður. Þeir prestur voru á hinn bóg- inn ekki fyrr komnir í land en mikil ókyrrð kom á sjóinn og hvarf skipið í öldurótið og sást aldrei síðan. Hafði fjandinn þar vitjað hlutar síns. Nú var Jóni borgið og var hann orðinn auðugur maður. Hann kvæntist síðan stúlk- unni sem hann hafði kynnst inni í Esjunni og eignuðust þau mörg börn sem bjuggu í Reykjavík eða þar í nágrenninu.(14) Eins og fyrr segir má þessi saga í vissum skilningi kallast dæmisaga. Hér er um að ræða minnið um hið íslenska karlmenni - tákn Islendingsins - sem kemst í kast við erlendan kaupmann - fulltrúa kúgunarvaldsins - sem reynir með öllum ráðum að gera sér hann und- irgefinn. Þegar mannlegan mátt þrýtur grípur kaupmaðurinn til hvers kyns galdrabragða en þá kemur í ljós að einnig eru til þeir íslenskir menn sem kunna ýmislegt fyrir sér og láta krók koma á móti bragði gegn myrkraöflun- um. Vel fer á því að annað svið þeirra atburða, sem frá er sagt í þessari sögu, sé Reykjavíkur- höfn enda á borgin engu fremur að þakka upp- haf sitt og viðgang en hinum einstöku hafnar- skilyrðum frá hendi náttúrunnar. Þá er hitt svið sögunnar, Esjan, sem nefnd hefur verið prýði Reykjavíkursvæðisins en inni í því mikla fjalli er sem sé að finna hulduheima þar sem búa góðar vættir sem eru reiðubúnar að rétta þeim hjálparhönd er berjast gegn illum öflum hér í heimi. Munu fá eða engin dæmi í þjóð- trúnni um annan eins bakhjarl í baráttu góðs og ills og þetta fjall okkar Reykvíkinga. TILVITNANIR 1. íslendingabók, Landnámabók, Jakob Benediktsson bjó til prentunar, Reykjavík 1968, bls. 5 og45. 2. Sama heimild og næst á undan, bls. 46. 3. Þorsteinn Björnsson á Setbergi, Noctes Setbergen- ses, sbr. Einar Olafur Sveinsson, Um íslenzkar þjóð- sögur, Reykjavík 1940, bls. 86-89 og Peter Springborg, Nætter p& Island, Latin og nationalsprog i Norden eft- er reformationen, Kpbenhavn 1991, bls 157-76. 4. Sjá t.d. Ögmundur Helgason, Upphaf að söfnun ís- lenzkra þjóðfræða fyrir áhrif frá Grimmsbræðrum, Ár- bók Landsbókasafns 1989, Reykjavík 1991, bls. 112-24. 5. íslenzkar þjóðsögur og ævintýri III, Safnað hefur Jón Árnason, Ámi Böðvarsson og Bjami Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna, Ileykjavík 1958, bls. 485-86. 6. Sama heimild og næst á undan, bls. 208. 7. íslenzkar þjóðsögur og æfintýri II, Safnað hefur Jón Arnason, Leipzig 1864, bls. 660. 8. íslenzkar þjóðsögur II, Safnað hefur Ólafur Davíðs- son, Búið hafa til prentunar Jónas J. Rafnar og Þor- steinn M. Jónsson, Akureyri 1945, bls. 421. 9. Valtýr Stefánsson, Úr sögu Reykjavíkur Apoteks, Menn og minningar, Ueykjavík 1959, bls. 26-26. 10. Islenzkar þjóðsögur II, Safnað hefur Ólafur Dav- íðsson, Búið hafa til prentunar Jónas J. Rafnar og Þor- steinn M. Jónsson, Akureyri 1945, bls. bls. 279-80. 11. Sama heimild og næst á undan, bls. 279. 12. Pálmi Hannesson, Hverf er haustgríma, Mann- raunir, íicykiavík 1959, bls. 116-18. 13. Gríma hin nýja IV, þorsteinn M. Jónsson gaf út, Reykjavík 1965, bls. 235-40. 14. Jón Árnason, íslenzkar þjóðsögur og ævintýri III, Árni Böðvarsson og Bjami Vilhjálmsson önnuðust út- gáfuna, Reykjavík 1959, bls. 313-19. Höfundurinn er forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafnsins. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.