Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Kristínn Einar Jóhannesson á æfingu með Peter Máté og Gunnari Kvaran . ✓ / TRIO OG KLARINETT í HAFNARBORG TÓNLEIKARÖÐ Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar hefst annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20. Þetta verður afmælisár tónleika- raðarinnar því tíu ár eru liðin frá því hún hóf göngu sína. Á tónleikunum verða flutt þrjú verk fyrir klarinett, selló og píanó. Það eru tríó eftir Beethoven, Þorkel Sigurbjörnsson og Brahms. Gestur tríósins að þessu sinni verð- ur Einar Jóhannesson klarinettuleikari. Hann hefur hlotið mörg verðlaun á ferli sín- um og leikið inn á margar hljómplötur. Ein- ar hefur komið fram víða um heim. Tríó Reykjavíkur skipa þau Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Peter Máté píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Miðasala og sala áskriftarkorta er í Hafn- arborg í síma 555-0080. Einnig er hægt að kaupa áskriftarkort og aðgöngumiða við innganginn. MENNING- ARMINJA- DAGUR . UMNÆSTU HELGI MENNINGARMINJADAGUR Evrópu verð- ur haldinn á íslandi um næstu helgi; 30. sept- ember-1. október nk. Þjóðminjasafn Islands stendur íyrir opin- berri dagskrá á Menninganninjadegi Evrópu í öllum landsfjórðungum í samvinnu við heima- menn á hverjum stað. Slíkur dagur er haldinn áriega í öllum aðildarfélögum Evrópuráðsins*. og Evi'ópusambandsins, og að þessu sinni er yfii'skriftin ákveðin: Merkir fornleifastaðir á Islandi. Dagskráin tengist þjóðargjöfinni sem samþykkt var á Alþingi á Þingvöllum 2. ágúst sl. og er henni ætlað að styrkja fornleifarann- sóknir á merkustu minjastöðum í landinu. í tO- efni af því er efnt til skoðunarferða á helstu staðina. Eitt minjasvæði í hverjum iandsf jórðungi Valdir hafa verið fjórir staðir, einn í hverjum landsfjórðungi eða minjasvæði, til skoðunar og umræðu á þessum menningarminjadegi. Stað- irnir eru Reykholt í Borgarfirði, Hólar í Hjaltadal , Skriðuklaustur á Héraði og Þing- vellir, og munu minjaverðir og fræðimenn frá Þjóðminjasafninu ásamt heimamönnum og staðarhöldurum á hverjum stað miðla af þekk- ingu og ræða framtíðarrannsóknir. m Morgunblaðið/Golli Söngkonurnar Hulda Björk Garðarsdóttir og Sigríður Aðalsteinsdóttir ósamt píanóleikaranum Jónasi Ingimundarsyni. Tíbrártónleikar í Salnum HULDA BJÖRK OG SIGRÍÐUR SYNGJ- ASTÁ DÚETTAR verða í fyrirrúmi á söngtón- leikum Tíbrár, Við slaghörpuna, í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs, annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Það eru tvær ungar söngkonur, sem nú þegar hafa vakið athygli erlendis, þær Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Sig- ríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran, sem í fylgd slaghörpuleikarans Jónasar Ingi- mundarsonar hefja upp raust sína og flytja sönglög, ljóð og aríur eftir Purcell, Brahms, Schumann, Rossini, Fauré og Saint-Sáens, en einnig blaða þau í söng- bókinni sígildu Ljóðakorn eftir Atla Heimi Sveinsson. Sigvaldi Kaldalóns fær einnig sinn sess; Þú eina hjartans yndið mitt, Betlikerlingin, Ég lít í anda liðna tíð o.fl. Suðurnesjamenn eiga þess einnig kost að heyra í þeim á tónleikum í Ytri-Njarðvík- urkirkju í dag kl. 17. Dúettaformið skemmtileg tilbreyting Að sögn Huldu Bjarkar byggist efnis- skráin að stærstum hluta upp á dúettum. Einsöngslög Kaldalóns munu þær Sigríður þó syngja hvor í sínu lagi og í Ljóðakorn- um Atla Heimis syngjast þær á. Þær stöll- ur hafa áður komið fram saman á ein- söngstónleikum en Hulda segir dúettaformið vera skemmtilega tilbreyt- ingu. Framundan lxjá Huldu Björk er norræna tónleikaferð um ísland, Svfþjóð og Noreg í október. Þá mun hún syngja hlutverk Evridísar í tónleikauppfærslu Kammerkórs Kópavogs á óperunni Orfeus og Evridís í Salnum í nóveinber nk. í vetur mun hún syngja hlutverk Serviliu í La Clemenza di Tito eftir W.A. Mozart í Malaga á Spáni, og hlutverk Michaelu í Carmen eftir Bizct í tónleikauppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Islands. Sigríður hefur verið ráðin að Þjóðar- óperunni í Vín á næsta Icikári og syngur þar m.a. hlutverk Mercedes í Carmen og Fjodor í Boris Goudonov. Jónas Ingimundarson pianólcikari hefur listræna umsjón með Tíbrár-tónleikunum í Salnum. BEETHOVEN LEIKINNI STYKKISHÓLMSKIRKJU SÖNGTÓNLEIKAR Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI Sigurður Bragason Ólafur Elíasson DANÍEL Þorsteinsson píanóleikari og Sig- urður Halldórsson sellóleikari halda tónleika í Stykkishólmskirkju í dag, laugardag, kl. 17. Á efnisskránni eru 3 sónötur fyrir píanó og selló eftir Beethoven: í g moll op 5 nr. 2, í A dúr op. 69 og í D dúr op. 102 nr. 2. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð þeirra félaga, en þeir eru nýkomnir frá Fær- eyjum þar sem þeir fluttu allar 5 sónötur Beethovens á einum tónleikum í Norður- landahúsinu í Þórshöfn og Kaupmannahöfn þar sem þeir léku þrjár af sónötunum í Sí- vala turninum. Þar á undan léku þeir í Skrið- uklaustri í Fljótsdal og í Neskaupstað. Laugardaginn 30. september munu þeir ljúka tónleikaferðinni með því að flytja allar 5 sónöturnar á Tíbrártónleikum í Salnum í Kópavogi kl. 15. Samstarf þeirra Sigurðar Halldórssonar og Daníels Þorsteinssonar hófst á Myrkum músíkdögum 1983, þar sem þeir, ásamt Hildigunni Halldórsdóttur fiðluleikara, tóku þátt í flutningi á píanótríói eftir John Speight. Næstu 5 árin störfuðu þeir saman í spunahljómsveitinni Vprmönnum íslands, sem síðar hét Loftfélag íslands. Hlutu bóðir starfslaun í janúar 1988 héldu þeir sína fyrstu hefð- bundnu dúett tónleika. Þeir hafa síðan leikið víða um land, en einnig bæði austan hafs og vestan, annað hvort tveir Saman eða með Caput-hópnum, sem þeir hafa þáðir starfað með frá upphafi. Þeir hafa staðið fyrir tveim- ui' tónlistarháiíðum, tileinkuðum annars veg- ar Hindemith og Fauré árið 1995 og hins vegar Schubert og Brahms árið 1997. Árið 1995 kom út geisladiskur þar sem þeir leika íslensk og erlend tónverk frá 20. öld og árið 1997 fluttu þeir öll verk Beethovens fyrir píanó og selló á tvennum tónleikum á vegum Gerðubergs. Þeir hafa einnig heimsótt grunnskóla og haldið tónleika á vegum Tón- listar fyrir alla. Á þessu ári hlutu þeir báðir starfslaun listamanna, hvor í sínu bæjarfélagi. Daníel á Akureyri og Sigurður í Reykjavík. SIGURÐUR Bragason baríton og Ólafur Elíasson píanóleikari halda tónleika í fé- lagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni eru íslensk og erlend sönglög. Þeir Sigurður og Ólafur eru nýkomnir úr tónleikaferð til Englands og eru á leið til Bandaríkjanna í október þar sem þeir flytja þessa sömu efnisskrál éinleikssal Carnegie Hall í New York. Sigurður Bragason hefur hlotið af- bragðsdóma gagnrýnenda jafnt heima sem erlendis fyrir túlkun sína á sönglög- um og ljóðaflokkum eftir Mussorgsky, Liszt, Chopin, Rachmaninoff og Tschai- kowsky. Hann hefur sungið inn á hljómp- lötur og geisladiska og var nýjasti geisla- diskur hans, Mozart forleikir og aríur þar sem hann syngur ásamt Baltnesku filharm- óníunni undir stjórn Guðmundar Emilsson- ar, tilnefndur til íslensku tónlistai-verðlaun- anna árið 2000. Ólal'ur Elíasson hefur haldið tónleika hér heima og í Bretlandi. Hann hefur leikið inn á geisladiska bæði einleiksverk og svo einnig píanókonserta eftir Mozart með London Chamber Group sem fengu afbragðsdóma gagnrýnenda. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.