Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 2
BLÁI HNÖTTUR- INN VERÐLAUN- AÐUR í PÓLLANDI SAGANafbláa hnettínum eftír Andra Snæ Magna- son hlýtur hin virtu Janusz Korczak bamabókaverð- laun í ár. Verðlaunin veitir Póllandsdeild IBBY samtakanna og eru þau kennd við pólskan lækni, rithöfund og barnavin sem lést í útrýmingarbúðum 'iasista í heimstyrj- öldinni síðari ásamt tvö hundmð nuriaðarlausum börnum sem hann hafði stofnað heimili fyrir. Dómnefndin kvað upp úrskurð sinn í vik- unni en sjálf verðlaunin verða veitt þann 21. nóvember næstkomandi. I greinargerð dómnefndar segir að Sagan af bláa hnettin- um sé áhugaverð bókmenntaleg dæmisaga sem stilli upp fyrir börnum valinu milli þess að eiga og að vera. Á næstu dögum kemur Sagan af bláa hnettinum út í Danmörku og Færeyjum og gengið hefur verið frá samningi við út- gefendur í Noregi og Eistlandi um útgáfu á bókinni. Andri Snær Magnason „BEINAFLUTNINGAAAALIÐ" í NÝJUSTU SKÁLDSÖGU MILANS KUNDERAS NÝJASTA skáldsaga Milans Kundera, Fáfræðin, kemur út hjá Máli og rnenningu í næstu viku. Bókin tengist Islandi að hluta því einn kaflinn í henni fjallar um „beinaflutningamálið“ svokallaða, deilumál sem upphófst skömmu eftir stofnun ís- lenska lýðveldisins þegar líkamsleifar „listaskáldsins góða“, Jónasar Hallgríms- sonar, voru fluttar til Islands og var eftir nokkurt þóf komið fyrir í þjóðargrafreitn- um á Þingvöllum. Þetta sama mál gerði Halldór Laxness, sem kunnugt er, að við- fangsefni sínu í Atómstöðinni. Utgáfa Fáfræðinnar hér á landi er önn- ur útgáfan á bókinni í heiminum og önnur tveggja sem koma út á þessu ári. Hún kom út í Barcelona í vor og hlaut lofsamlega dóma, að sögn Friðriks Rafnssonar, þýð- anda íslensku útgáfunnar. Næstu lönd í röðinni eru Japan og Þýskaland, væntanlega í febrúar 2001. Gert er ráð fyrir að bókin verði gefin út í um fjörutíu löndum, meðal annars í Frakklandi þar sem Kundera býr nú um stundir. Aðalpersónur sögunnar, Tékkarnir Jósef og írena, hittast af tilviljun á flugvelli á leið til heimalands síns eftir að hafa búið erlendis í tuttugu ár. Þeim hafði litist vel hvoru á annað Jónas Hallgrímsson Milan Kundera þegar þau voru ung en geta þau nú tekið upp þráðinn að nýju? „í þessari skáldsögu segir Kundera sögu fólks sem snýr heim eftir langa fjai'vist, líkt og Ódysseifur forðum. Inn í hana spinnur hann síðan skondnar og spakar hugleiðingar um ástina, kynlífið, Evrópusöguna og fleira af þeirri list sem hann er þekktur fyrir,“ segir Friðrik. Jón Axel við verk sín á sýningunni. Morgunblaðið/Kristinn Jón Axel Björnsson sýnir skúlptúra JÓN Axcl Björnsson opnar sýningu á nýjum verkum sinum í Lista- safni ASÍ - Ásmundarsal við Freyjugötu í dag kl. 16. Jón Axel á að baki fjölda einka- og samsýninga frá árinu 1980. Hann hefur að mestu unnið málverk fram til þessa en skúlptúr meðfram frá upphafi. Að þessu sinni er þó meginuppistaða sýn- ingarinnar unnin í skúlptúr. Sýningin stendur til 12. nóvember og er opin daglega nema mánudaga kl. 14-18. NÖKKVI ELÍASSON VEKUR ATHYGLI í BANDARÍKJUNUM MÁLÞING UM MYNDLIST SJÓNLISTARFÉLAGIÐ efnir til mál- þings í Þjóðleikhúskjallaranum á mánu- dagskvöld kl. 20.30, húsið verður opnað kl. 19.30. Yfirskriftin er: Myndlist, almenningur, markaðurinn. Frummælendur eru: Anna Líndal myndlistarmaður, Þorvar Haf- steinsson kynningarfulltrúi Marels og Vil- hjálmur Bjarnason frá Þjóðhagsstofnun. Fundarstjóri verður Þorgeir Ólafsson listfræðingur. Þetta er annað starfsár Sjónlistarfélags- ins. Félaginu er ætlað að vera félagsmönn- um til fræðslu og skemmtunar og jafn- framt stuðla að eflingu sjónlista í landinu með fjölbreyttri starfsemí, kynningu og fræðslu. Félagsmenn eru á sjötta tug áhuga- manna um myndlist og aðrar sjónlistir. Stjórnina skipa: Ármann Reynisson for- maður, Þórður C. Þórðarson gjaldkeri og Bryndís Gunnarsdóttir meðstjórnandi. Aðgangseyrir kr. 600 en ókeypis fyrir fé- lagsmenn. Á NETSÍÐU bandaríska dagblaðsins New York Times var nú í vikunni vakin athygli á netsýningu íslenska ljósmyndarans Nökkva Elíassonar. Sagði blaðið að á netslóð Nökkva, www.is- landia/—pagel.htm, mætti finna tugi svart- hvítra Ijósmynda af íslenskum eyðibýlum, sem og manna-, dýra- og landslagsmynda. „Þar til fyrir einum 15 árum var landbúnað- ur arðbær atvinnuvegur," sagði Nökkvi í við- tali við New York Times. „I dag flytur fólk hins vegar frekar til byggða og skilur býli sín eftir.“ MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Árnastofnun: Handritas. til lö.maí. Café Mflanó: Hólmfríður Dóra Sigurð- ardóttir. Til 31. okt. Gallerí Fold: Lu Hong. Til 12. nóv. Gallerí Reykjavík: Sigmar Vilhelms- son. Til 12. nóv. Gallerí Smíðar og skart: Sigurrós Stefánsdóttir. Til 3. nóv. Gallerí Sævars Karls: Ilmur María Stefánsdóttir. Til 9. nóv. Garður, Selfossi: Kaj Nyborg, Drive- In. Gerðarsafn: Jenný Guðm. Valgerður Hauks. ívar Valgarðsson. Til 29. okt. Gerðuberg: „Thor“. Til 29. okt. Hafnarborg: Margrét Guðmundsdótt- ir. Ur listaverkasafni Búnaðarbanka íslands. Ljósmyndasýning til heiðurs Eyþóri Þorlákssyni sjötugum. Ljós- myndir Nönnu Bisp Buchert við ljóð Kristínar Ómarsdóttur. Til 6. nóv. Hallgrímskirkja: Erla Þórarinsdóttir. Til 27. nóv. i_8: Jyrki Parantainen. Til 26. nóv. íslensk grafík: Erla Stef. Til 5. nóv. Langholtskirkja: Kaleikar og krossar - tvær listsýningar. Til 19. nóv. Listasafn ASI-Ásmundarsalur: Jón Axel Björnsson. Til 12. nóv. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Sigurður Guðmundsson. Verk Þórarins B. Þor- lákssonar. Til 26. nóv. Listasafn Reykjavíkur - Ásmundar- safn: Verk Ásmundar Sveinssonar. Til 1. nóv. Verk í eigu safnsins. Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: cafe9.net. Til 29. okt. Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstað- ir: MÓT-hönnun á íslandi. Til 12. nóv. Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. MAN: Eyjólfur Einarsson. Til 29. okt. Meistari Jakob: íslendingasögurnar á kínversku. Til 6. nóv. Norræna h: J. Parantainen. Til 17. des. Nýlistasafnið: Róska. Til 19. nóv. Skálholtskirkja: Teikningar Katrínar Briem. Til 30. nóv. TÓNLIST Laugardagur Dómkirkjan: Setning tónlistardaga. Kl. 17. Langholtskirlya: Kórtónleikar og listsýningar. Kl. 16. Sunnudagur Langholtskirkja: Kórtónleikar og listsýningar. Kl. 16. Salurinn: Þóra Einarsdóttir sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó. Kl. 20. Reykholts- kirkja: Út í vorið og Signý Sæmunds- dóttir óperusöngkona. Kl. 16. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Kirsuberjagarðurinn, mið. 1., fim. 2., fös. 3. nóv. Draumur á Jónsmessunótt., lau. 28. okt. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 29. okt., kl. 14 og 17. Litla sviðið: Horfðu reiður um öxl, sun. 29. okt., mið. 1., fös. 3. nóv. Borgarleikhúsið: Lér konungur, laug. 28. okt., fös. 3. nóv. Sex í sveit, sun. 29. okt. Abigail heldur partí, fim. 2., fös.,3. nóv. Trans Dance Europe 2000: ís- lenski dansflokkurinn, Þri. 31. okt. Bohemia Family Project, mið., 1. nóv. Cie Monica Francia (ITA), fim. 2. nóv. Kaffileikhúsið: Háaloft, laug. 28., þri. 31. okt., fös. 3. nóv. Kvenna hvað.l. , fim. 2. nóv.Stormur og Ormur, laug. 28., sun. 29. okt. Hratt og bítandi, sun. 29. okt. Loftkastalinn: Sjeikspír..., fim. 2. nóv. Á sama tíma að ári, lau. 28. okt. Bangsimon, lau., 28., sun. 29. okt. Iðnó: Trúðleikur, sun. 29. okt. kl. 14 og 20. Sýnd veiði, fím. 2., fös. 3. nóv. Islenska óperan: Hellisbúinn, laug. 28. okt. Stúlkan í vitanum, sun. 29. okt. Möguleikhúsið: Lóma, sun. 29. okt., fim. 2. nóv. Langafi prakkari, mið. 1. nóv. Snuðra og Tuðra, sun. 29. okt. Tjarnarbíó: Með fullri reisn, laug. 28. okt., mið. 1. nóv. Góðar hægðir, sun. 29. okt., fim. 2., fös. 3. nóv. Prinsessan í hörpunni: lau. 28., sun. 29. okt. Nemendaleikhúsið: Ofviðrið, sun. 29. okt., mið. 1., fim. 2., fös. 3. nóv. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysing- arnir, lau. 28. okt., fim. 2., fös., 3. nóv. Leikfélag Akureyrar: Gleðigjafarnir, lau. 28. okt. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.