Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 5
Imperial WarMuseum. Ljósmyndari óþekktur. Myndin sýnir heræfingu í Blesugróf á stríösárunum, en hún sýnir líka umhverfi í neðsta hluta Elliðaárdals sem er næstum óþekkjanlegt miðað við það sem nú er. Ljósmynd: Daniel Bruun. 25.1 Vlð EUiðaárnar Reykjavík. Fólk á léttakerru á leið yfir vestari Elliðaárbrú um síðustu aldamót. Bæði brúargólfið og hand- riðið voru úr tré. nesingavað, en vaðið á eystri álnum Ártúnsvað. En hvar lá gatan þama á rniilí? Hér kemur upp- dráttur Sigurðar Guðmundssonar til skjalanna. Hún sýnir þessa götu af mildlli nákvæmni. Ég fór nú á Borgarskjalasafnið og fékk þar Ijósrit af uppdrætti Sigurðar. Með það í höndum þræddi ég svo einn góðviðrisdag götuna á hest- baki alveg eins og uppdrátturinn sýndi, en ná- kvæmlega hvar þessi gata lá hefur lengi vafist íyrir mönnum að sýna fram á. A einni dagstund gerði ég það að gamni mínu að leysa þessa ráð- gátu. Því er þannig farið að af hestbaki sést allvel hvernig landið liggur. Þaðan er annað sjónar- horn en hjá gangandi manni. Ég merkti nú göt- una með gosdósum og pappableðlum, sem ég týndi upp á leið minni. Þetta taldi ég ágætt dagsverk og steðjaði upp á Árbæjarsafn að segja frá afreki mínu. Ég hafði einn míns liðs fundið ævafoma þjóðleið, hluta af Via Appia Iteykjavíkur. Áf hvatvísi hins áhugasama sagnfræðings fór Helgi undir eins með mér og tók Ijósmyndir af hinni ógreinilegu slóð. Hvað mig varðaði taldi ég málinu lokið og fór að sinna öðm. Síðan fóm að koma upp ýmis álitamál. Leiðin sem ég hafði bent á lá t.d. rakleitt í gegnum þóf- aramylluna, sem Skúli fógeti hafði látið reisa skömmu eftir 1751. Menn fóm að efast. Sagn- fræðingar era ekki tiltakanlega trúgjamir. Menntun þeirra og upplag hm'gur meira í þá átt að vefengja. Það sem ég hafði talið klappað og klárt var bara alls ekki á hreinu. Ég hafði tekið nokkuð stórt upp í mig og verið fullyrðingasam- ur. Þessar fúllyrðingar yrði ég auðvitað að rök- styðja. Ut í hvað var ég eiginlega kominn? Hugsunin um þetta sótti æ fastar á mig. Og hvar var t.d. Álftnesingavað? Var það raunvemlega rétt fyrir ofan Búrfoss eins og ég hafði talið? Óljóst hug- boð sagði mér, að kannsld hefði það verið ofar. Þetta byggði ég á því úr hvaða átt Álftnesingar komu, nefnilega yfir Kópavogslæk og íyrir aust- an bæinn Digranes og síðan í Blesugróf. Ég trúði Helga fyrir þessum gmn mínum, en dró það svo til baka. Ég var ekki viss. Nú hófst þrautaganga. Ég fór í Þjóðarbók- hlöðuna að leita gagna og í Örnefnastofnun. Ég fór í Landmælingar Islands að skoða gömul her- foringjaráðskort og loftmyndir. Ég leitaði til Vegagerðar ríkisins ef ske kynni, að þar væri einhverjar upplýsingar að fá og Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Reykjavíkur. Gögn hrúguðust upp hjá mér, gamlar teikningar, ör- nefnalýsingar, gömul landabréf, heimildir úr Stjómartíðindum frá því fyrir aldamót, ljósrit af myndum í vörslu Ljósmyndasafns Reykjavíkur og upplýsingar úr landamerkjabókum. Heima hjá mér sköpuðust þrengsli og ég neyddist til að henda gömlu drasli til að fá pláss fyrir þessi nýju gögn. Árin sem ég hafði verið að ríða út þarna í Elliðaárdalnum í villuværð notalegrar fáfræði vora að baki. Ég var dottinn í grúsk. Upplýsingar stönguðust á. Einn sagði þetta annar hitt. Guðlaugur R. Guðmundsson, vand- virkur ömefnamaður, taldi Álftnesingavað vera þar sem ég hafði lengi haldið það vera. En hvað með þetta blessaða hugboð, sem hafði svo oft leitt mig á rétta braut, þegar skyn- semi þraut? Hvers vegna skyldi t.d. vað, sem var sameiginlegt fyrir Reykvíkinga, Seltirninga og Álftnesinga heita Álftnesingavað? Hvers vegna hét það ekki alveg eins Seltirningavað eða Reykviídngavað? Nei, Álftnesingavað hlaut að vera sjálfstætt vað, sem var fyrst og fremst notað af þeim sem komu sunnan af Alftanesi eða úr þeirri átt. Én eitt er hugboð og annað að finna því stað í veraleikanum. Það var þrautin þyngri. Fyrir til- viljun rakst ég svo á landamerkjalýsingu bæjar- ins Breiðholts úti í Ömefnastofnun. Hún er írá árinu 1890. í henni segir að landamerki hafi ver- ið: „Úr Blesugróf við Álptnesingavað í þúfu á melnum þar fyrir ofan o.s.frv.“ Þama stóð það svart á hvítu. Álftnesingavað var hjá Blesugróf. Eins var mér sýnd teikning hjá Vatnsveitu Reykjavíkur með nákvæmum hæðarlínum. Á henni sést greinilega hvar Blesugróf var. Þessi teikning er frá árinu 1947 og sýnir hæðarlínur þarna áður en jarðrask átti sér stað. I bókinni Landið þitt ísland er nafnið Blesu- gróf hins vegar notað um byggð, sem myndaðist nálægt vestari bakka Elliðaánna á móts við Elliðaárstöðina eftir lok seinni heimsstyrjaldar- innar. Þama er því um yfirfærða merkingu að ræða. Á uppdrætti Sigurðar Guðmundssonar frá 1869 er Blesugróf teiknuð inn á. Þar er Blesu- gróf á skýrt afmörkuðum stað, en gróf mun þýða gil. Þetta gil er hægt að staðsetja alveg ná- kvæmlega. Samkvæmt landamerkjalýsingunni yfir Breiðholt frá 1890 er Álftnesingavað sagt skammt frá þessu gili. Álftnesingar höfðu með öðrum orðum komið niður hjá „Blesugili“ eða Blesugróf og farið þar yfir vestari álinn, en síðan skáhallt yfir á Ártúnsvað eða kannski Kúavað, sem er aðeins ofar og þaðan upp í Reiðskarð. Árið 1662 sóra íslendingar Friðriki 3. Dana- konungi einveldi á meðan vopnaðir hermenn stóðu yfir þeim. Þetta gerðist á Kópavogsþingi. Margir sem þetta þing sóttu hafa sjálfsagt farið yfir Elliðaárnar fyrst á Ártúnsvaði og síðan á Álftnesingavaði og þaðan upp hjá Blesugróf og svo áfram fyrir austan Digranes og meðfram Kópavogslæknum á þingstað. Éitt hef ég lært af þessu brambolti mínu og það er að vera ögn varkárari, spara fullyrðing- arnar. Ég ætla því hér að slá vamagla. Álftnes- ingavað er að mínu áliti á vestari ál Elliðaánna, sennilega nálægt þar sem gilið Blesugróf var. Nákvasmlega hvar treysti ég mér ekki til að segja. I því efni varpa ég boltanum yfir til fræði- manna og annarra sem kunna að búa yfir vitn- eslgu um þetta, Eldd væri t.d. ónýtt ef til væra gamlar ljósmyndir teknar á þessum slóðum. Hvað varðar gömlu götuna, sem lá yfir á Ár- túnsvað þá er hún þarna. Hún liggur lítið eitt til vinstri handar ef farið er yfir vaðið fyrir ofan Búrfoss og svo sveigú- hún til hægri og liggur að Ártúnsvaði. Ég tel mig sjá götuna eins og Sigui-ður Guð- mundsson teikn'aði hana árið 1869. í því felst engin mótsögn að segja, að gatan hafi árið 1869 legið þar sem þófaramyllan stóð kannski eitt- hvað fram yfir aldamótin 1800, en Innrétting- amar lögðust niður árið 1800. Þessar götur sem era þama í beinu framhaldi af Bústaðaveginum era öragglega ævafomar, enda hefur þófaramyllan á sínum tíma verið reist um þjóðbraut þvera svo að auðvelt væri að komast til og frá henni. Fleiri gamlar götur tel ég mig hafa séð á þess- um slóðum, m.a. í Reiðskarðinu og brekku- rótinni í Ártúnsbrekku. Erfitt getur reynst að sýna fram á, hvort þar era leifar af vegi eftir Bretana eða hvort það era eldri götur. Árið 1883 vora smíðaðar tvær brýr yfir Elliðaámar. Þá strax var lagður vegur að brún- um að vestanverðu, en ekki frá þeim fyrr en 1895 eða 1896 og þá uppi á brúninni á Ártúns- brekku. Fram að því held ég að hafi verið farið í brekkurótinni og svo upp Reiðskarðið. Raunar held ég að þar séu fomar götur. Ég sé það þannig fyrir mér, að einmitt þessar götur hafi Ólöf ríka Loftsdóttir farið árið 1464 en í bréfi er sagt frá því, að þá hafi hún verið stödd í Árbæ í fylgd ábótans í Viðey. Kannski hafa þau tekið land við Köllunarklett hjá Viðeyj- arsundi og síðan farið ríðandi svonefndar Bisk- upsgötur meðfram Elliðavogi. Svo hafa þau far- ið yfir Elliðaárnar á neðstu vöðum og þaðan áfram neðarlega í Ártúnsbrekku og upp Reið- skarðið og úr Reiðskarðinu að Árbæ. I þessu bréfi er Árbæjar raunar fyrst getið í heimildum. í munnmælum er þess getið að Hallgerður lang- brók hafi eytt ævikvöldi sínu í Laugarnesi sam- anber örnefnið Hallgerðarleiði. Hafi svo verið hefur hún sennilega farið um Reiðskarð þegar hún kom austan úr Fljótshlíð. Eins og segir í Söknuði Jóhanns Jónssonar: „Gildir ei einu um hið liðna hvort grófu það ár eða aldir?“ Sumum finnst það, öðrum ekki. Vita- skuld verðum við að lifa lífinu fram á við og við eigum að nota jarðýturnar til að ryðja komandi kynslóðum braut, en við megum ekki fara með þær yfir merkar minjar, þar með taldar gamlar götur. Þaðan hvísla ógreinileg hófför hálf gleymdar sögur í eyra okkar ef við aðeins dok- um við og hlustum. Sá dagur kemur vonandi seint, að við gleym- um Hallgerði langbrók og götunni sem hún fór út í Laugames eftir að hafa lifað þrjú niður- rifshjónabönd. Kannski skvetti lax sér fyrir neð- an Sjávarfoss þegar hún reið hjá, en skyldu sporðaköstin hafa náð að kæta hennar stríðu lund? Og skammt frá gömlu leiðinni yfir á Ártúns- vað er Skötufoss og þar fyrir ofan Drekkjarhyl- ur. Þar var árið 1696 drekkt ógæfusamri konu ofan úr Brynjudal í Kjós fyrir að bera út bamið sitt í þeirri örvilnan sem umkomuleysi getur haft í för með sér. Og hjá Skötufossi lamdi Sig- urður Arason, 26 ára gamall frá Árbæ, Sæmund Þórarinsson, sem bjó á móts við hann að Árbæ og var 41 árs gamall, í hausinn og hratt honum síðan fram í hylinn. Frá þessu segir nánar í bók- inni um Elliðaárdalinn. Ég ætla ekki að orðlengja þetta frekar, en vil benda á það sem raunar er alkunna að Elliðaár- dalurinn er ein af perlum Reykjavíkur. Sá sem þangað leitar hvort heldur er á vetri eða sumri verður ekki fyrir vonbrigðum og ekki spillir að fara þar um undir handleiðslu þeirra þremenn- inganna. Þeim hefur tekist að semja athyglis- verða bók. Ég er ekki ritdómari en vil fullyrða, að enginn versnar við að lesa þessa bók. Það er auðséð að á bak við hana liggur mikil vinna. Eftir lesturinn var eins og dalurinn lifnaði allur fyrir hugskots- sjónum mínum. Mannlífið á þessu stórbrotna sviði hefur verið ótrúlega fjölbreytt í gegnum al- dirnar. Það er svo með sérhvem leik, að eftir því sem við kunnum betur skil á honum þeim mun skemmtilegri verður hann. Svo er einnig um t.d. gönguferðir. Þeim mun meira sem við vitum um það svæði sem við foram um, því ánægjulegri verður gangan. Höfundurinn býr í Hveragerði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. OKTÓBER 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.