Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 4
Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Haustfegurð í Elliðaárdal, en hann hefur líklega aldrei verið fegurri en nú og gæti þó orðið enn fegurri ef meira vatn rynní að nýju i eystri kvíslinni. Myndin er tekin við brún Kermóafoss, sem hvarf svo að segja þegar virkjað var. GAMLAR GÖTUR yiÐ ELLIÐAAR EFTIR ÖRN H. BJARNASON Þetta er eiginlega sagan af því hvernig á því stóð að höfundurinn „lagðist í grúí ik". Á útreiðum í Elliðaárdal fór hann að íhuga gömul örnefni, nöfn á vöðum og stígum og það vatt síðan upp á sig eins og hér er lýst. LEST alvarleg skakkaföll í lífí fólks byrja í hreinu sakleysi og svo var einnig um mig og mína hrösun. Nánast fyrir tilviljun villtist ég inn á refiLstigu ömefnagrúsks. Síðan hef ég varla litið glaðan dag. Þetta atvikaðist þannig, að fyrir rúmum þremur árum álpaðist ég upp í Arbæjarsafn. Þar hitti ég að máli Helga M. Sigurðsson sagn- fræðing, en hann hefur í samvinnu við Áma Hjartarson og Reyni Vilhjálmsson skrifað bók um Elliðaárdalinn. Þessi bók var gefin út af Máli og mynd árið 1998 undir ritstjóm Helga. Hún heitir Elliðaárdalur: land og saga. Þama á Árbæjarsafninu sýndi Helgi mér uppdrátt af Elliðaánum teiknaður af Sigurði Guðmundssyni málara eftir mælingum H. Guð* mundssonar. Þessi uppdráttur er frá árinu 1869 og gerður út af deilu, sem reis vegna veiðirétt- inda í ánum og laxakistum. Á þennan uppdrátt eru m.a. teiknaðar gamlar götur, sem lágu nán- ast í beinu framhaldi af því, sem nú er Bústaða- vegurinn, fyrst yfir vestari álinn á Elliðaánum og síðan áfram yfir eystri álinn á Ártúnsvaði. Þaðan fyrir simnan'Ártún og í Reiðskarð, en það er fyrir austan Ártún og liggur þar nú stígur upp. I allmörg ár hef ég verið að ríða út á þessum Árbæjarsafn. Ljósmyndari óþekklur. Við Elliðaár í byrjun aldar. Laxveiðimenn fá sér brjóstbirtu úr ferðapelanum. slóðum án þess að hugsa út í, að rétt við nefið á mér lá gamla þjóðleiðin til og frá Reykjavík og útáÁlftanes. Þama hefur Ketilbjöm gamli landnámsmað- ur farið, en frá honum segir í Landnámu og mun Elliðaárdalurinn heita eftir skipi hans Elliða. Eiríkur frá Brúnum fór þarna þegar hann bjó í Ártúni frá 1879-1881, en lífshlaup þessa kot- bónda austan undan Eyjafjöllum var harla óvenjulegt. Frá því segir nánar í bókinni um Elliðaárdalinn. Jónas Hallgrímsson fór þarna árið 1823, þeg- ar hann kvaddi æskustöðvar sínar í Öxnadal og hélt í Bessastaðaskóla. Síðan aftur árið 1828 á leið norður í fylgd með hinni 16 ára gömlu prestsdóttur frá Laufási er þau urðu samferða yfir öræfin. Þarna fóru þeir líka Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson, en þeir dvöldu í Viðey hjá Skúla fógeta og unnu þar að ferðabók sinni. Sömuleið- is Sveinn Pálsson læknir í Vík í Mýrdal, sá gagn- merki náttúruskoðari, en hann fór sínar rann- sóknarferðir á árunum 1791-1797. Að ógleymdum Skúla Magnússyni fógeta, sem var írumkvöðull að stofnun Innréttinganna árið 1751, en í tengslum við þær var þófaramyllan og Litunarhúsið reist við eystri ál Elliðaánna rétt hjá Ártúnsvaði. Eg hafði verið staddur á sagna- slóð. Vitað er að Hannes Hafstein var staddur í Ár- túni árið 1884 og þáði þar „mjólkur-toddý.“ Margir erlendir landkönnuðir höfðu farið þama um: Henry Holland árið 1810. William Morris árið 1871. Kristian Kálund á seinni hluta nítjándu aldar og fleiri. Og svo Bjöm Gunn- laugsson, spekingurinn með bamshjartað, ein- hvern tímann í kringum 1840, þegar hann fór að mæla landið, en kort byggt á þeim mælingum kom út árið 1844. Seinna riðu þeir þama Jón Þorláksson, bæj- arverkfræðingur í Reylcjavík og síðar forsætis- ráðherra, og Guðmundur Bjömsson landlæknir, þegar þeir vora að huga að vatnsveitu ofan úr Gvendarbrunnum upp úr síðustu aldamótum. Lengi hafði ég talið að vaðið rétt íyrir ofan Búrfoss, þ.e. á vestari ál Elliðaánna, héti ÁJft- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.