Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 15
væri reynandi að gera bílfært um þetta mikla gljúfur og tæru á. Parna er nærri krakkavætt. Rútumar með alla þessa ferðamenn taka stjórann frá Geysi og að Hveravöllum. Þar fyrir sunnan er land að stórum hluta í eigu húnvetnskra bænda. Nú - svo er það Afangafell og útsýnisskífan skoðuð. Nesti er gjaman tekið með enda ekki beint um hótel að ræða á hálendinu. Reyndar er hægt að kaupa kaffi og vöfflur með rjóma tvo mánuði ársins í Áfanga. Gist er í tjöldum og oft á Akureyri. Hver er eftirtekjan eftir erlenda og innlenda ferða- menn? T.d. þá er ferðast er um Kjalveg. Bless- að fólkið greiðir farið sitt til landsins og heim en með fylgir svokallaður „pakki“. Rútufarþegar em þekktir fyrir að kaupa ekki svo mikið sem sítrón á þessum ferðum. Ráðsett fólk sem lagt hefur til hliðar sparifé sitt. Á Evindastaðaheiði em komnar nýjar reið- götur. Hinar fyrri em undir vatni. Þann reið- veg taldi Pálmi Hannesson rektor bestan á ís- landi. Enginn efar að vatn upp á 57 ferkílómetra geri ekki einhverjar breytingar á umhverfi. En fallegt er lónið. Þar gætir flóðs og fjöru. Ekki að tunglið sé að verki heldur forðabúrið og þar með vatnshæðin. Hólmarnir í lóninu em litlir og sumir fara undir í fullri vatnshæð. Þeir hefðu mátt vera dálítið stærri og þá hefði verið hægt að setja niður trjáplöntur þar. Skólabækurnar sögðu að allt hið mikla vatn í fallvötnum íslands rynni óbeislað til sjávar. Svo er nú ekki en niðri í iðmm jarðar var bomð 27 km löng renna að sjálfri virkjuninni. Aflvélar eru á um 370 m dýpi. Hraðskreiðasta lyfta á íslandi er tvær og hálfa mínútu að komast niður og þó em þar tvær hæðir neðar en lyftan fer. Þar em hreyflarnir. Einnig er hægt að fara á bíl niður, meira að segja rútur geta komist þang- að. Virkjun á láglaunasvæði er líkust nýlendu- svæði. Orkan fer Suður og fólkið flytur Suður. Landflótti frá svo mikilli orku sem Blanda veitir er nánast öfugmæli og sannar að eitt- hvað er rotið í okkar lýðveldi. Landsvirkjun lagði skálana á borð með sér, Áfanga - Galtará - Ströngukvíslar, að ógleymdum girðingum og áburðargjöf. Ferðalangurinn á hestinum sínum sleikir rjómann og nýtur gistinga í hótelskálum frá Landsvirkjun, girðingar hinar bestu og hey- sala. Staðarhaldarar halda uppi reglusemi og er gott til þeirra að leita. Nokkuð er það að þessir skálar beggja vegna lónsins taka langt fram aðbúnaði á Hveravöllum og móttökum. Auðvitað hefur héraðið og hinir réttu eigendur lands nokkrar tekjur af aðstöðugjöldum og skattpeningum starfsmanna ef búsettir em á réttum stöðum. Af ferð okkar, ferðahópsins, undir ömggri fararstjóm Sigríðar Sörensdóttur eru eftir- tekjumar varla það miklar að byggðin fitni af þeim. Á móti kemur umsjá skála og annar kostnaður. Bæklingar hafa verið gefnir út af öðmm. Allir fjalla um aðstöðu ferðamanna. Þannig er að hinn merki maður dr. Gunnlaug- ur Þórðarson sem var nokkur sumur leiðsögu- maður útlendinga um landið gerði það mat að fólkið skiptist í tvo hópa ef ekki þrjá. Doktor- inn frá Svartaskóla var auðvitað frönskum ferðamönnum til aðstoðar. Einn hlutinn þoldi ekki auðn og skógarleysið. Öðmm fannst ferð- in borga sig með því að sjá slík ósköp. Hinn þriðji fékk ólæknandi íslandsdellu. Nokkuð sljákkaði í farþegum er hann upplýsti að allir Islendingar væru komnir af Jóni Árasyni hin- um kaþólska biskupi. Lónið er öllum sýnilegt en hitt er þó merki- legra að ferðamenn geta gaumgæft hverflana þrjá langt undir þeim stað sem ferðamaðurinn fer um og rollurnar bíta grasið. Menntaskóla- neminn á eðlisfræðibraut steig upp frá tölvun- um og bóklestri og bauð upp á ferð niður með lyftunni hraðskreiðu. Á veggjunum eru mynd- ir og texti þar sem virkjuninni er líkt við eilífð- ai-vélina - Maskina Mobile. Slík vél er raunar ekki enn uppfundin og erfitt að fá patentið. Ending hverflanna þriggja er áætluð um eða yfir 40 ár. Aðspurður um legur og slíkt sagði þessi ungi skarpi maður að olían hefði þau áhrif að málmur snerti ekki málm. Til sýnis var fjórði hverfillinn smíðaður í USA en jafn- vægisstilltur í Japan. Hann bað mig að snerta ekki hlutinn því húðfitan gæti skemmt alla stillingu. Þessi varagripur mun kosta kr. 100 milljónir. - Það er nú það. Umhverfi mannvirkja Blönduvirkjunar gæti verið skárra. Eins og mennirnir væru komnir í þrot með allan áburðinn. Þetta er hálft um hálft ferðasaga þó svo efnið eigi að vera mat ferðalangs á Blöndulóni. Allt gekk að óskum en dálítill skuggi var yf- ir hálfnaðri ferðinni að einn leiðangursmann þurfti að flytja með þyrlu frá Ströngukvíslar- skálanum vegna skyndilegra veikinda. Sigríður skilaði hinum heilum í höfn á níunda degi að Syðri-Reykjum í Tungum. Hringferð á hálendi Islands var lokið. Höfundurinn er í lögreglunni í Reykjavík. ANNA KARINJÚLÍUSSEN LEIKIÐÁ SÁTTA- RYKFALLINN SEMJARINN GÍTAR Hann hallaðist uppað vegg gamall þreyttur rykfallinn - en innst inni einsognýr. Sú fagra - augun þreytt pilsið síða gekk framhjá honum margoft það kvöld. Pilsið straukst lauflétt við strengi hans í hverri ferð hinnar fögru. Á miðnætti gljáðu strengirnir ogpilsið geymdi hljómkviðu íhverju falli. Pabbi hefur lagt að með mikinn makríl mamma sendir mig niðureftir að sækja pabba svo hann fari ekki að drekka meðhinum körlunum. Pabbi sendir mig uppeftir með hitabrúsann svo hann geti drukkið með körlunum. Á leiðinni dett ég hitabrúsinn brotnar og olnboginn ferísundur. Tvö handklæði vot afblóði mamma sér um mig pabbi um bátinn. Saman siglum við til læknisins á næstu eyju. Höfundurinn er félagsróðgjafi í Garðabæ. ANNA BIRNA ÓLAFSDÓTTIR SUMARIÐ 2046 Það verðurgott að verða gömul og fá að ganga aftur í barndóm. Velta mér nakin uppúr dögginni og láta mér á sama standa hvað hinir segja hvað þeir sjá. Labba um með kápuna á röngunni án þess að kippa mér upp við það. Draga minn elskaða, elliæran með mér út á nýslegið túnið og velta okkur uppúr heyinu sem festist í hárinu. Sofna vært á kvöldin áhyggjulaus með tennurnar á náttborðinu. Höfundurinn er sjúkraþjólfari og slökunarkennari í Noregi. ERL END AR/BÆKUR / NORNIR OG RETTARMORÐ Hexen und Hexenprozesse in Deutschland. Herausgegeben von Wolfgang Behringer. 4. iiberarbeitete und aktualisierte Auflage. Deutsche Taschenbuch Verlag 2000. Friedrich von Spee: Cautio Criminalis. Rechtliches Bedenken wegen der Hexen- prozesse. 6. erweiderte Auflage. Mit acht Kupferstichen aus der „Bilder Catio“ Aus dem Lateinischen tibertragen und eingeleitet von Joachim-Friedrich Ritter. Deutscher Taschenbuch Verlag 2000. GALDRAFÁRIÐ hófst síðar í Þýskalandi en í Suður- og Vestur- Evrópu, en varð magnaðra þar. Sumir höfundar telja að þar hafi ofsóknirnar verið meiri og brennudómar fleiri en í öðrum kristnum löndum saman- lagt. I „Hexen u. Hexenprozesse“ er saga ofsóknanna rakin og gerð grein fyrir for- sendum þeirra. Heimsmyndin gerði ráð fyr- ir stöðugri baráttu góðs og ills og á síðari hluta miðalda eykst óttinn við djöfulinn og erindreka hans, galdrakindina, nornina. Fyrsti kafli ritsins fjallar um þessa heim- synd. Forsendur hennar má rekja til ýmis- konar hjátrúar í heiðni, kuklsins. Með kristnitökunni verða heiðnar venjur og magía viðbjóðslegar í augum kristinna manna og unnið var að því að uppræta þess- ar heiðnu leifar. - Aukið trúarlegt aðhald kirkjuyfirvalda og eftirlit skerpti þá mynd sem kirkjuyfirvöld þóttust marka í hjátrú hinna nýkristnu þjóðflokka og þjóða á Þýskalandi. Fyrstu galdraofsóknirnar hefj- ast og færast í aukana með útgáfu „Nornar- hamarsins" seint á 15. öld. Á 16. öld hefjast ofsóknir svo um munar og hápunkti nær galdrafárið frá ca 1585-1630. Höfundarnir rekja þessa óhugnanlegu sögu samkvæmt heimildum. Lýst er aðferðum rannsækjenda og dómara, pyntingum og ógnunum, allt var notað til þess að þvinga fram játningu hinna grunuðu. Viðhorf þorra manna var að djöf- ullinn hefði þjónustufólk á sínum snærum, sem ynni að því að eyðileggja kristindóminn og kristið samfélag, því væri sjálfsagt að beita öllum ráðum til að uppræta þessa starfsemi. Því fór þó fjarri að mótmælum væri ekki hreyft og í augum manna eins og Erasmusar frá Rotterdam og ýmissa lærðra manna úr hópi klerka, var megn andúð og hryllingur ríkjandi yfir aðförunum. Meðal kunnustu andmælenda var höfund- ur „Cautio Criminalis", Friedrich von Lang- enfeld, nefndur Friedrich von Spee - 1591- 1635 - hann gerðist reglubróðir í Jesúíta- reglunni 1610. Hann stundaði kennslu í skólum og háskólum og varð síðar sálusorg- ari í Bamberg og Wiirzburg. Sem sálusorg- ari varð hann á tveggja ára tímabili að fylgja 200 einstaklingum á bálköstinn, sem allir voru saklausir. Þessi ömurlega reynsla varð til þess að hann skrifaði eina harkaleg- ustu ádeilu á þessi „réttarmorð" sem út var gefin 1631 á latínu og á þýsku í aukinni út- gáfu árið eftir 1632. Von Spee taldi að „svarti galdur“ væri eitt meðal vopna djöfulsins, notað til að eyðileggja kristið samfélag. Hann og aðrir höfundar sem deildu á galdrafárið voru mót- aðir af kristinni heimsmynd tímanna, en von Spee taldi ásamt fleirum að pyntingar not- aðar til að knýja fram játningar ákærðu væru uppfynding djöfulsins og Spee taldi að hörðustu ofsækjendur norna og galdra- manna á Þýskalandi væru handbendi og þjónar djöfulsins, settir til þess að vernda „raunverulega galdramenn og nornir" með því að grípa saklaust fólk og beita það við- bjóðslegustu pyntingum til þess að neyða það til að játa á sig glæpi. Dómarar og aðrir rannsakendur galdramála voru því „emb- ættismenn djöfulsins" og framfylgdu hans skipunum þegar þeir dæmdu saklausar kon- ur og karla á bálið þúsundum saman, en þeir sem höfðu framið „glæpinn" sluppu. Von Spee var öðrum höfundum afdráttar- lausari í þeirri sannfæringu og réttarvitund að pyntingar til játningar væru hinn vesti glæpur, af djöfullegum toga. Ákæra Spees á dómara í galdramálum og starfsmenn þeirra, pyntingameistarana, vakti mikla hneykslan og heift meðal dómara og valds- manna á Þýskalandi, en höfundurinn naut verndar Jesúítareglunnar eftir að það vitn- aðist hver höfundurinn var. Fyrstu útgáfur bókarinnar eru sagðar „eftir óþekktan kaþ- ólskan guðfræðing“. Von Spee var þekkt ljóðskáld á sinni tíð „Trutz-Nachtigal“ safn dýrðarljóða til Guðs. Ástandið í Þýskalandi um það leyti sem „Cautio Criminalis“ kom út, gat varla verið verra. Þrjátíu ára styrjöldin geisaði og með innrás Gustavs Adolfs 1630 keyrði um þver- bak, sigurför hans um Þýskaland markaði landið brennum, ránum og blóði. Hann féll 1632, en styrjöldin geisaði áfram. Styrjöldin magnaði óttann við djöfulinn og erindreka hans, nornina, og brennufárið náði hámarki einmitt um þetta leyti. En „Cautio Criminalis“ átti eftir að móta . nýtt viðhorf innan réttarkerfisins sem náði hæst með upplýsingunni og riti Cesares Beccaria - 1735-1794 - ítalskur lögfræðing- ur, sem skrifaði „Tratto dei Delitti e della Pene“ 1764 - rit gegn pyntingum og grófum refsingum. Rit von Spees var undanfari rits Beccaria, sem hafði mótandi áhrif á þjóð- höfðingja og réttarvitund alls almennings þegar frá leið. Upplýstir einvaldar á síðari hluta 18. aldar bönnuðu pyntingar í ríkjum sínum, Friðrik mikli, Jósep II og Katrín II. Útgáfa beggja þessara rita er vönduð og fylgja bókfræðiskrár og tilvísanir, með for- málum og eftirmálum. „Hexen u. Hexen- prozesse" er 524 bls. og „Cautio Criminalis“a 308 blaðsíður. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. OKTÓBER 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.