Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2000, Blaðsíða 20
„Ég hef alitaf hrifist af verkum Kristínar Gunnlaugs." ÞAU eru litrík verkin sem prýða veggi Gerðubergs nú um stund- ir; litrík, fjörleg, sterk og valin af smekkvísi, enda mynda þau saman heild í sýningarröðinni „Þetta vil ég sjá“ og það er söng- konan Sigrún Hjálmtýsdóttir sem hefur valið. Sýningin verð- ur opnuð í dag, laugardaginn 28. október, klukkan 16 og Diddú hefur valið verk eftir þrettán listamenn sem eru í miklu uppáhaldi hjá henni. En hvers vegna þrettán? „Þrettán er heilög tala í mínum kokkabókum," segir Diddú. „Ég er til dæmis alltaf með þrettán lög á diskunum mínum. Annars verð ég að viður- kenna að listamennirnir urðu óvart þrettán. Þegar Ellen í Gerðubergi hringdi í mig og ■** bauð mér að vera með í þessari sýningaröð, var ég mjög fljót að hripa niður þá listamenn sem ég vildi sjá. Reyndar hefði ég viljað hafa fleiri en ég hef bara ákveðið rými til að hengja á. Það reyndist að vísu stærra en ég gerði mér grein fyrir, þannig að það fer afskaplega vel um þau lista- verk sem ég valdi.“ Vildi lóta verkin syngjast á Hvað réð valinu? „Ég vildi láta þá harmónera hver við annan - syngjast á, ef svo má segja - bæði í formi og ^ litum. Þetta er eins og langt, gott lag.“ Þegar gengið er inn í Gerðuberg er gríðarlega fallegt glerverk sem fangar mann vinstra megin við dyrnar, mjög óvenjulegt verk. Hvaðan kemur það? „Þetta verk er eftir Dalbúa (Mosfellsdal), nágranna minn. Hann er tiltölulega óþekktur hér á Islandi sem glerlistamaður vegna þess að hann býr lungann úr árinu í Frakklandi og kemur bara heim á sumrin til að rækta tré. Hann heitir Jón Jóhannsson og það sem ein- kennir hann er viss frumkraftur. Ég er með tvö verk frá honum á sýningunni, annað er frá því snemma á ferli hans, eða 1988; hitt er ný- legt verk.“ Hvers vegna valdirðu verk eftir hann? „Mér fannst hann standa mér nærri - auk þess sem ég valdi listamenn sem ég þekki persónulega. Mér finnst líka gaman að sýna listamenn sem eru á bullandi siglingu - ekki ^■"endilega í sínu heimalandi - og fáir vita af. Mér fannst líka gaman að geta hrist saman reynd- ari listamenn og þá sem eru að byrja að hasla sér völl. Það er gríðarleg gróska í myndlistinni og fólki hættir til að týnast í allri flórunni. Það sem höfðar til mín hjá þessum lista- mönnum er frumleikinn, sterk litanotkun og fí- gúratívi þátturinn hjá þeim - auk hugmynda- flugsins og húmorsins.“ Afstrakt, góður smekkur og óþekktur listamaður Þú ert með þijú verk eftir Hafstein Aust- mann. Hvers vegna velurðu hann umfram aðra eldri listamenn? „Hafsteinn er sá sem leiddi mig inn í heim myndlistarinnar þegar ég var unglingur. Dóra, dóttir hans, er besta vinkona mín og mér '-*finnst liggja beinast við að hafa hann með - sem pabbann. Hann er í miklu uppáhaldi hjá mér í afstraktmálverkinu. Hann er mikill snill- ingur í litum og formi.“ I anddyrinu hanga þrjú stór verk eftir Guð- rúnu Kristjánsdóttur og þegar Diddú er spurð hvers vegna hún hafi valið hana, svarar hún: „Guðrún hefur svo einstaklega góðan smekk. Allar hennar myndir verða svo smekklegar, skýrar og sterkar. Hún er ófeimin að prófa hlutina. Það er líka svo frábært hvað þessi netta, ljúfa kona málar stórar myndir. Hingað til hafa það aðeins verið karlar sem þora út í þá sálma. En það er sem betur fer að breytast.“ Hver er Anna Jóelsdóttir? ” „Hún er óþekkt stærð hér á landi og hún er mágkona mín. Anna söðlaði algerlega um þeg- ar hún var komin af allra léttasta skeiði og dreif sig í myndlistina. Ég vissi alltaf að þetta Morgunblaðið/KrisHnn stendur Ráðhildur Ingadóttir og virðist vera að búa til verk á staðnum. Hvaða verk er þetta? „Ráðhildur er með innsetningu. Það sem mér finnst svo heillandi við hana, er að hún er alltaf að fjalla um það sem við ekki sjáum. Hún annaðhvort stækkar eða smækkar þessar frumeindir sem eru í kringum okkur. Geimur- inn hefur alltaf heillað mig. Ég hef alltaf verið forvitin um það sem er að gerast þar úti. Ráð- hildur færir þennan geim nær okkur og ætlar á sýningunni að bjóða okkur inn í kuðung.“ Þú hefur ákveðið að splæsa rými undir hin gríðarstóru verk Sigurðar Örlygssonar. „Já. Sigurður er mjög drátthagur maður, bæði á form og liti. Það sem mér finnst mjög örvandi við hans verk, er þessi dramatík sem er í þeim. Hann er mikill músíkaðdáandi, sér- staklega óperuaðdáandi, og verkin hans eru eins og dramatískustu óperur - nema þær eru blandaðar raunveruleikanum.“ Tólfti listamaðurinn á sýningunni er Soffía Sæmundsdóttir - og það verður að segjast eins og er að verkin hennar draga mann til sín. „Soffía er sú yngsta í hópnum. Ég hef fylgst mjög mikið með henni vegna þess að hún er systir Signýjar Sæmundsdóttur,, söngkonu. Soffía hefur fundið mjög persónulegan stíl og fjallar alltaf um ferðalanga sem hún setur inn í mjög sérstakt umhverfi - einhvers konar álf- heima sem ég held að alla langi til að prófa ein- hvern tímann. Ef fígúrunum hennar líkar ekki í álfheimunum, þá fljúga þær bara í burtu. Þær hafa vængi.“ Húmor í leir Þrettándi listamaðurinn er keramiker - og hér má segja að húmorinn sé í lagi. „Þetta er hún Þóra Sigurþórsdóttir. Hún er úr dalnum mínum líka. Þóra er leirlistakona og hefur gert marga mjög skemmtilega hluti. Hún er skapandi forsprakki í mörgum hlutum. Hún ætlar á þessari sýningu að sýna okkur krúsir og skálar með sínum „ekta“ húmor.“ Þú ert bara með ný verk eftir hana, ekki sýnishorn af upphafi ferilsins. „Nei, það er búið að herma svo mikið eftir byrjunarverkunum hennar að mér fannst skemmtilegra að vera bara með splunkuný verk - sem hafa ekki sést áður.“ Áttu mikið af listaverkum sjálf? „Ég bý í þannig húsi að ég valdi að hafa glugga, frekar en veggi, vegna þess að um- hverfi mitt er eitt allsherjar listaverk. En ég á nokkur listaverk sem mér þykir mjög vænt um.“ En það eru ekki bara kynni Diddúar af Haf- steini Austmann sem tengja hana myndlist- inni. í sýningarskrá er viðtal við hana sem Að- alsteinn Ingólfsson skrifar og þar segir hún: „Ég sæki mér innblástur til söngs með því að fara á söfn eða sýpingar, fremur en að hlusta á tónlist annarra. Ég tók upp á þessu þegar ég var í Lundúnum að læra söng og hélt þeim sið þegar til Ítalíu kom. Og það sem meira er, ég skynja tónlist mjög mikið í litum - sé bókstaf- lega litaflæði þegar ég er að hlusta á tónlist eða syngja hana sjálf. Það hljómar kannski undarlega, en þegar ég er að syngja vókalísur, tónlist án orða, til að mynda vókalísu Rakman- ínoffs, þá finnst mér eins og ég sé að mála með röddinni.“ Sýningin á verkunum sem Diddú hefur valið stendur til 19. nóvember. listar en hjá Diddú eru þau bein og hindrunarlaus. í dag verður opnuð sýning á verkum sem hún hefur valið í sýn- ingaröðinni „Þetta vil ég sjá" og hér segir hún SÚ- SÖNNU SVAVARSDÓTTUR frá myndlistarmönnunum þrettán sem hún hefur valið og hvers vegna hún valdi þá. blundaði í henni vegna þess að hún býr yfir mikilli næmni. Hún flutti til Chicago með sín- um manni og er þar í myndlistamámi. Mér finnst mjög gaman að skoða muninn á verkun- um tveimur sem ég valdi eftir hana. Þau eru máluð með árs millibili og það er svo greinilegt að hún er í hraðri þróun. Hún var hér heima um tíma, með vinnuaðstöðu í Hafnarborg, og þá gerbreyttist eitthvað í hennar stíl sem mér finnst spennandi að sjá.“ Erótískar sprengjur sem eru svo fínlegar Svo er það Helgi Þorgils... „Já, sem er staddur á Ítalíu núna, þar sem fólk er algerlega heillað af myndunum hans. Ég hef alltaf haft mjög gaman af myndum Helga. Hann er mjög frakkur og ég man þegar ég sá myndirnar hans fyrst, þessar erótísku sprengjur sem þó eru svo fínlegar - og alla þessa vængi og fjaðramagn - að mér fannst svo óvenjulegt að sjá karlmann mála svona. Síðan eru þessar figúrur og þetta litaval svo persónulegt. Sumt er einhvers konar miðalda- skírskotun en útfært á nútímalegan hátt.“ Þú hefur valið nokkuð mörg verk eftir Krist- ínu Gunnlaugs. „Ég hef alltaf hrifist af verkum hennar. Hún er á mjög miklu sérsviði með íkonana sína. Það er þessi natni, yfirseta og ögun sem einkennir hverja mynd. Kristín málar samkvæmt svo mikilli og sterkri hefð en á sinn persónulega hátt. Hún fer svo fallega út fyrir hefðina og málar líka á kúlur, alveg frábær verk sem hún leggur blaðgull yfir og málar síðan ákveðnar fígúrur á þau. íkonamyndir Kristínar eru líka dálítið óvenjulegar. Hún er með dýrlingamyndir sem eru ekki í gulllitum, heldur notar hún mikla liti og sterka - og mér finnst verkin hennar mjög flott.“ Vantslitamyndirnar á sýningunni eru frá Kristínu Þorkelsdóttur. „Já og allar frá Lakagígum. Kristín er drottning vatnslitanna hér á landi. Hún hefur fengist við hönnun og auglýs- ingagerð stóran hluta ævinnar og það er alveg frábært að hún skuli hafa tekið upp penslana aftur. Hún fangar augnablikið svo fallega." Fínustu drættir og grjótið úr nóttúrunni Á ganginum á efri hæðinni, þar sem myndir Kristínar og Kristínar hanga, eru líka nokkur gullfalleg verk eftir Línu Rut sem Diddú segir að sé enn einn listamaðurinn sem hefur farið óhefðbundnar leiðir að málverkinu. „Hún er mjög fær í fínustu dráttum, enda vön að mála andlit. Myndir hennar hafa yfir sér einhvern helgan blæ - en eru þó ævintýramyndir. Lína Rut hefur látið bólstra strigann sem hún málar á. Það er óhefðbundin aðferð og viss skírskot- un - að ég held - til móðurhlutverksins sem hún hefur mjög sérstæða reynslu af. Verk hennar eru mjög persónuleg og það kann ég mjög vel að meta í myndlistinni." Svo er hér grjót frá Páli Guðmundssyni. „Já, þetta er hann Palli tröllastrákur frá Húsafelli,“ segir Diddú og ljómar. „Hann er náttúrubarn og alveg sér á báti. Hann les svo fallega úr náttúrunni og heimfærir það yfir í sín verk. Hann er mjög einstakur í sinni list- sköpun og svo sterkur. Janfvel hans smæstu verk eru stórbrotin.“ í einu horninu á pallinum þegar komið er upp á 2. hæð í Gerðuberginu „Ég hef alltaf haft mjög gaman að myndum Helga Þor- gils. Hann er mjög frakkur og ég man þegar ég sá myndlrn- ar hans fyrst, þessar erótísku sprengjur sem þó eru svo fín- legar - og alla þessa vængi ogfjaðra- magn - að mér fannst svo óvenju- legt að sjá karlmann mála svona.“ Það eru ekki alltaf augljós tengsl á milli myndlistar og tón- EINS OG LANGT GOTTLAG 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.