Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Page 3
LESBÖK MOI!(,l \ltl \l)SI\S ~ MENNING l lSI Ht 49. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Hvar er Lögberg? Samkvæmt skoðunum Matthiasar Þórð- arsonar þjóðminjavarðar hefur verið talið að Lögberg sé þar sem flaggstöngin stend- ur á brún Almannagjár. Þórarinn Þór- arinsson arkitekt er á annarri skoðun; telur að þingstaðurinn hafi verið á flöt niðri í gjánni og í brekku upp að hærri gjárveggn- um, þar sem sæti lögsögumannsins hafi verið efst. Bergþór Jóhannsson er mosafræðingur og heiðursdoktor frá Há- skóla íslands. Þann heiður hlaut hann fyrir rannsóknir sínar á íslenskum mosum og segir hann að 600 mosategundir vaxi á Is- landi. Þetta er fyrri hluti viðtals við Berg- þór eftir Hafdísi Erlu Bogadóttur. ListmarkaSir eru margir og stórir til í heiminum og þar gegnir markaðssetning myndlistarinnar æ stærra hlutverki. Bragi Asgeirsson hefur heimsótt nokkra listmarkaði á ferðum sín- um ytra. Lærdómsmaðurinn Gunnar Pálsson er líklega flestum ókunnur, enda 18. aldar maður. Hann var á sinni tíð einn mesti lærdómsmaður landsins, sat Hjarðarholt í Dölum, var skólameistari, skáld, prófastur og fræðimaður. Greinin er eftir annan lítt kunnan fræðimann, Gunnar Sveinsson skjalavörð, sem lézt á þessu ári. FORSÍÐUMYNDIN er í tilefni af umfjöllun um mosa. Hér, ó kletti við Straumsvik, má sjá hrúð- urfléttur og fleiri fléttur, einnig 4-5 mosategundir. Ljósmynd: Gísli Sigurðs- son. KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK SINFONÍA Hann er undarlegi maðurinn að austan, segirfólk, og augum til hans skotrar: Maðurinn að austan: Hann yrkir, segh'fólk. Augu þeirra myrkvast, sem aldrei líta sól. Og armur þeirra visnar, sem aldrei hafa gróðursett grein ílandsins mold. Ogfæturþeirra lýjast, sem fara grýttan stig um fjöll, og einskis leita. Oft brennir sól ájökli, þó í byggðum hafi vermt. Hann er undarlegi maðurinn að austan, segirfólk, og árin framhjá líða. Svo hefnist þeim, sem yrkja oghugsa, segir fólk. En veit þá nokkur storminn, sem villiskóginn braut? Hver vakti honum yfir? Undarlegur maður, hann yrkir, segirfólk. Maðurinn sem gleymdist, þegar gleðinni var deilt, sem gjöf til alls, er lifir. Kristján (Einarssonj frá Djúpalæk, 1916-1994, var Norður-Þingeyingur að uppruna en átti lengst af heima á Akureyri. Fyrsta Ijóðabók hans, Frá nyrstu ströndum, kom út 1943, en alls urðu Ijóðabækur hans fjórar. Auk þess orti hann vinsæla söngtexta. RABB TRÚIN OG SKYNSEMIN „Þú verður að vera einn af menntamönn- unum til þess að trúa slíku - enginn venju- legur maður gæti verið svo vitlaus." George Orwell. UTTUGASTA öldin hefur með réttu verið nefnd öld öfganna. Oldin var tímabil ótrúlegra þjóðfélagslegra tilrauna þar sem dregið var fram það besta og versta í mannlegu eðli. Aldrei hafa jafnróttækar breytingar orðið á mannlegu samfélagi á svo skömmum tíma. George Orwell taldi að stríð væri helsti hvati breytinga í heiminum og Léon Trotsky komst einhvern tíma svo að orði að stríð væri járnbrautarlest félagslegra breytinga i veröldinni. Stríð flýtir fyrir þróun, þurrk- ar út mismunun milli þjóðfélagsstétta og dregur raunveruleikann sjálfan upp á yf- irborðið, en umfram allt gerir það ein- staklingnum Ijóst að hann er ekki að öllu leyti einstaklingur, heldur hluti heildar. Sjálfsagt telja margir að þessi söguskoðun sé rómantík í anda Nietzsche og sett fram í þeim tilgangi að réttlæta styrjaldir. En í raun og veru er hér aðeins á ferðinni frum- leg og hugrökk hugsun manna sem upp- lifðu þau þjóðfélagslegu tækifæri sem voru afleiðingar styrjalda. Styrjaldir 20. ald- arinnar umbyltu þjóðfélögum á þann hátt að ekkert var samt á eftir. Hin hugmyndafræðilegu umbrot náðu hátindi á fjórða tug aldarinnar í nasism- anum í Þýskalandi og stalínismanum í Sov- étríkjunum. „Já þá voru heldur en ekki sumarlönd í heiminum þúsundáraríki í öll- um áttum eins og hvur vildi hafa, sjö sólir á lofti.“ (Halldór Laxness). Þessi ótrúlega tilraun með manninn og mannlegt eðli, sem var nær því að vera trúarbrögð en vís- indaleg hugsun, er mörgum nútímamann- inum lítt skiljanleg enda hafa flestir ismar aldarinnar fengið sína greftrun og eftir stendur aðeins sú staðreynd að snilldarleg hugsun getur eftir á að hyggja í raun verið hámark heimskunnar. Halldór Laxness komst svo að orði að þegar trúin væri ann- ars vegar héldi skynseminn kjafti. „Hitt er annað mál að þó skynsemin sé kannski það besta sem við eigum, þá er trúin stundum nær lífinu en hún. Ef til vill komst Orwell beint að kjarnanum þegar hann sagði að öllum sem á annað borð hugsi væri það ljóst að tungumálið væri í raun og veru gagnslaust til þess að miðla því sem geng- ur á í heila mannsins. Þessi sýndarveruleiki kom skýrast fram í kommúnismanum, sem var fyrst og fremst hugmyndafræði menntamanna. Eftir fyrri heimsstyrjöldina fengu margir menntamenn nýja von og innblástur í hug- myndum um stjórnmálakerfi, sem virtust fær um áð leysa hin ólýsanlegu vandamál sem lýðræðisríki Vestur-Evrópu stóðu varnarlaus gegn, atvinnuleysi, offram- leiðslu og kreppu. í Þýskalandi og Sov- étríkjunum virtist takast að vinna bug á þessum vandamálum, atvinnulausir fengu vinnu og stórkostlegar framkvæmdir voru settar í gang. Það þurfti heimsstyrjöld til þess að gera upp við nasismann og fylgj- endur hans áttu litla möguleika á end- urreisn eftir þann hildarleik. Stalínistar komust aftur á móti víða í háar stöður í samfélaginu, í stjórnmálum, menningarlífi og menntakerfi. Stalínisminn var í raun og veru sami terrorisminn og hitlerisminn, andmenningarlegur og barbarískur. Margir menntamenn, sem hrifust af stal- ínismanum, virðast hafa laðast að einræð- istilburðunum, áherslu á aga, hlíðni og erfðaprinsastjórnkerfi. Þegar flett var of- an af grimmdarverkum Stalíns, sem lét líf- láta milljónir manna auk þeirra milljóna sem létust vegna afleiðinga hinnar þjóð- félagslegu umbyltingar sem hann stóð fyr- ir, var málið oftast afgreitt þannig að við- komandi hafi ekki vitað hið sanna og ekki verið í aðstöðu til að afla upplýsinga. Það er eftirtektarvert að það voru gáfu- mannahóparnir í vestrænum samfélögum sem hrifust upp úr skónum af Stalín og stalínisma. Gáfumenn eru venjulega álitnir það fólk sem er fært um að sjá i gegnum yfírborðið með gagnrýnni hugsun og láta sér ekki nægja opinberan áróður. Hvernig á að skýra það að menntastéttin tók þátt í blindingsleik Stalíns? Oft er talað um að hinir vestrænu fylgismenn hans hafi ekk- ert vitað. Þvert á móti vissu margir hvað var að gerast en kusu að verja átrúnaðinn og kepptust við að réttlæta voðaverk Stal- íns. í Skáldatíma segir Halldór Laxness; „Stærsta axarskaft okkar vinstrisósíalista fólst í trúgirni. Það er í flestum tilfellum meiri glæpur að vera auðtrúa en að vera lygari. Við höfðum hrifist af byltingunni og bundum vonir okkar við sósíalisma. Sann- ur tómas trúir hinsvegar ekki að lausn- arinn hafi risið upp þó hann þreifi á nagla- förunum og síðusárinu. Við trúðum ekki af því að aðrir lygju að það væri gott, heldur af því að við lugum að okkur sjálfir. Afneit- un staðreynda fylgir oft dýrmætustu von- um manna og hugsjónum.“ Kommúnisminn lifði nasismann í nærri hálfa öld og hrundi að lokum innan frá. Þeir sem lofuðu kommúnismann og hjálp- uðu til við að viðhalda þessu blóði drifna minnismerki um mannlega snilligáfu, hafa fæstir þurft að bera ábyrgð á verkum sín- um. Þvert á móti hafa margir þeirra reynst nýtir þjónar og talsmenn annarrar 19. aldar hugmyndafræði, þ.e. kapítalism- ans, sem byggist í meginatriðum á því að viðurkenna og virkja helstu veikleika mannlegs eðlis svo sem græðgi og eig- inhagsmunahyggju. Við fyrstu sýn mætti ætla að hér rísi mannleg skynsemi til hæstu hæða en raunveruleikinn sýnir okk- ur að þessi hugmyndafræðilega virkjun mannlegs eðlis byggist ekki síður á trú en hinar útdauðu útópíur mannsandans. Verðgildi hlutabréfa byggist meira á von- um og væntingum en kaldrifjaðri skyn- semi. Trúin ein viðheldur markaðskerfinu og sprenglærða fræðinga greinir á um or- sakir og afleiðingar. Ef til vill er dóm- greind gáfumanna nútímans ekki á hærra plani en þeirra sem áður útlistuðu af fræðilegri nákvæmni hagkerfi sósíal- ismanns. Kannski er sú mannlega fötlun sem Orwell lýsti, að maðurinn sé ófær um að koma því til skila sem hann raunveru- lega hugsar, enn í fullu gildi. Þjóðskipulag heldur velli á meðan við trúum á það en ekki lengur. Sagan hefur sýnt okkur að maðurinn getur ánetjast ótrúlegustu hug- myndafræði þegar múgsefjunin yfirstígur einstaklingshyggjuna. Trúin og skynsemin halda áfram að togast á í mannlegu eðli. Þess vegna er þúsundáraríkið alltaf tálsýn, sumarlöndin utan seilingar og maðurinn stöðugt meira utan gátta í eigin sköp- unarverki. ÁRNI ARNARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. DESEMBER 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.