Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Side 4
HAUGFE UR HEIÐNUM SIÐ SEGIR MERKILEGA SÖGU EFTIR KRISTJÁN ELDJÁRN Kristján Eldjárn tók doktorspróf 1956 með ritgerð sinni KUML OG HAUGFÉ ÚR HEIÐNUM SIÐ Á ÍS- LANDI. Það hefur síðan verið grundvallarrit í þessum fræðum, en Mál og menning hefur nú endurútgefið bókina og aukiðýmsu við. Til dæmis eru ný kortyfir fundarstaði og nýjar Ijósmyndir af öllu haugfé. Hér er gripið niður í kaflann Yfirlitog lokaorð. OLLUM fomleif- um fylgir sá kostur að þær em áþreifanleg- ar og ótvíræðar að vissu marki. Rituð heimild getur verið tilbú- in eða ýkt, en sverð er sverð og spjót er spjót, hvorki meira né minna. Um sverð og spjót fomaldar er ekki til betri heim- ild en gripimir sjálfir sem varðveist hafa til þessa dags og fundist við ömggar að- stæður. Islenskar fomleifar úr heiðnum sið, sem grein hefur verið gerð fyrir hér að framan, bregða skærara ljósi yfir tiltek- in atriði í menningu fommanna en hin besta rituð heimild gæti gert. Þær sýna vopnaburð fornmanna, alvæpni þeirra, sverð, spjót axir, örvar og skildi, hvemig allt þetta leit út og var smíðað. Á sama hátt sýna þær skartgripi karla og kvenna, skrautnælur margs konar, prjóna, bauga, festar og fleira sem fólk bar á sér til skrauts og þarfa. Þær sýna list hins daglega umhverfis, í skartgrip- um og að nokkra leyti í hýbýlum, smekk og fegurðarskyn. Þær sýna verðmálm- inn, silfrið, hversu það var saman sett og með farið, vegið með smámetum á skála- vogum. Þær sýna að nokkm dægrastytt- ingu manna, taflíþróttina. Þær sýna dag- legan verkfærakost, þann sem ekki var smíðaður úr viðnámslitlu efni, jarð- vinnslutæki, uppskeraáhöld, smíðatól, tóvinnutæki, eldfæri og eldunartæki, veiðarfæri, jafnvel báta að nokkra leyti. Þær sýna samgöngutækið, hestinn al- tygjaðan, ójámaðan á sumar, en brydd- an á vetur, sömuleiðis jámaðan fót mannsins á ís eða hjami. Loks veita þær glögga vitneskju um hina hinstu för, hversu búið var um lík dauðra og gengið frá kumlum þeirra. Öll þessi atriði hafa verið rædd eftir föngum hér að framan. Þegar þau koma saman verður af býsna fjölbreytileg og skýr menningarmynd úr h'fi hinna fyrstu kyn- slóða á Islandi. Það er því ómaksins vert að leggja rækt við fomleifamar eins og hvem ann- an efnivið í íslenska menningarsögu. En skylt er að hafa jafnan í huga hve þröngum takmörk- um þær era háðar sem heimildir. Þótt sæmilega fjölbreytt sé verður mynd fomleifanna af dag- legu menningaramhverfi gloppótt sökum þess að margir þættir þess vora gerðir af þeim efn- um sem tímans tönn vinnur á. Mörg verkfæri og annað sem gert var af trjáviði einum, svo og klæðnaður manna, hefur að heita má horfið um- merkjalaust, og verður það skarð seint fyllt. Og manninn sjálfan að öðra en ytra menningar- gervi megna fomleifamar ekki að sýna nema í mjög daufri birtu. Það er rétt að með fomminj- unum fylgja oft líkamlegar leifar fyrri manna, meira og minna heillegar beinagrindur. Þetta eru merkilegar heimildir um útlit og sköpulag fommanna, og munu þær reynast drjúg upp- spretta þekkingar um ættemislegan upprana landnámsmanna. En bæði fomleifar og mannfræðilegar leifar hafa lítið til mála að leggja um andlega menn- ingu þeirra manna sem þetta hafa eftir sig látið. Raunar er enginn smíðisgripur svo með öllu vesall að ekki sé einhver mannleg hugsun forsenda hans. En sú hugsun sem dylst að baki hversdagslegs nauð- synjagrips er hluti af verkmenningu smiðsins, en ekki andlegri menningu. Fomminjamar birta listasmekk og veita nokkra sýn til trúarsiða, einkum í sambandi við útför og legstað, en að öðra leyti er hugsunarlíf og andleg menning utan seilingar fomleifafræð- innar. Af þessu stafar það að menning- armynd fornleifafræðinga af fjarlæg- um forsöguskeiðum hættir til að vera mjög einhæf. Fræðigreininni verður þó ekki gefið þetta að sök meðan hún ætlar sér af í samræmi við þau tak- mörk sem efniviðurinn setur henni. Fomleifafræði víkingaaldar er ekki forsöguleg fomleifafræði í strangasta skilningi. Menningarmynd vora af Is- lendingum 10. aldar þarf ekki að draga af fomleifum einvörðungu. Af sögum og kvæðum og lögbókum þekkjum vér andlega menningu þessa tíma eins vel og verkmenningu hans og list af fom- leifum. Þegar öll kurl koma til grafar er nú tiltækm- ekki lítill forði þekk- ingar á andlegum og líkamlegum hög- um þjóðarinnar, þegar hún hóf veg- ferð sína í landinu. Það er fyrsta skylda fomleifafræð- innar að draga öll gögn sem hún ræður yfir að sem heillegastri mynd af ytri menningarbrag þess tímabils sem hún fæst við hverju sinni. En hún getur ekki látið þar við sitja, heldur hlýtur hún að spyrja hvers vegna hvaðeina sé eins og það er, hveijar forsendur þess á fyrri skeiðum og hver afdrif þess. Hún reynir að rekja þróunarferil menningarinnar og kemst þá óhjá- kvæmilega inn á svið sagnfræðinnar, enda keppir hún að sama aðalmarki. Hún reynir að leggja nokkuð til mála um rás viðburða, skapa sögu. En sú saga sem sögð er eftir heimildum forn- minja einum er ófullkomin og öðruvísi ásýndar en sú er styðst við ritaðar heimildir. Því verður þó að taka þegar fengist er við hin löngu forsögulegu skeið mannkyns sem enginn ritaður stafur bregður birtu yfir. Þá verður að reyna að nota fomminjar til að rekja hina stærstu sögulegu drætti ásamt menning- arsögulegri þróun. Nú er tímabil það í ævi íslensku þjóðarinnar, sem fengist er við í þessari bók, ekki forsögu- legt skeið. Um það era ritaðar heimildir hvenær landið fannst, hvenær þjóðin tók kristni, hvaðan landnámsmenn komu og hverjir vora helstu viðburðir hér á 10. öld. í samanburði við þessar heimildir era fomleifar tímabilsins engin und- irstaða undir sögu þjóðarinnar. En þær fylla þessar heimildir á sinn hátt, og era mikilsverð- ur mælikvarði á gildi þeirra, geta eflt eða veikt traustið á áreiðanleik þeirra. Kunnugt er af sögulegum heimildum að írsk- ir munkar fóra til Islands ekki síðar en í lok 8. aldar, og slæðingur af þeim var hér á landi á seinni hluta 9. aldar. Norrænir menn settust að í landinu um 870, en landnám þeirra hófst þó fyrst að marki um 890, og byggðu þeir síðan landið allt á næstu áratugum. Landsmenn tóku kristni árið 1000. Ef mælikvarði fomleifafræð- innar er lagður á þessar niðurstöður kemur Spjót frá Kotmúla. ÞjóSminjasafn íslands. Myndirnar eru allar fengnar úr bókinni. Útskurður á Möðrufellsfjölum. w&Jm Tvö heil steinasörvl, hið efra úr kumli á Kornsá, hið neðra frá Mjóadal. Sérstakar eru glertala úr 2. kumli á Sílastöðum, klébergstala, og tvær raftölur úr kumlum í Karlsnesi og á Dalvík. þetta í ljós: Rómverskir peningar frá um 300 e.Kr., fundnir á Austfjörðum, vekja gran um að Island hafi fundist, líklega frá Englandi, löngu áður en fornir sagnaritaraj- vissu. Byggð varð þó engin. írskra einsetumanna sér ekki stað í fomminjum, en það hnekkir engan veginn sögulegum heimildum um þá. Norðurlanda- menn nema allt landið um 900. Aðeins í einu kumli hafa fundist gripir sem taldir mundu vera frá fyrri hluta 9. aldar eða um 850, ef þeir hefðu fundist á Norðurlöndum. Það era Berdalsnæl- umar frá Skógum í Flókadal, í Ásubergsstíl. Þessi eina undantekning styrkir aðeins þá meg- inreglu að íslenskir fomgripir sögualdar era 10. aldar gripir, sumir þó ef til vill frá lokum 9. ald- ar (Borróstfll). Annars hafa þær fomgripagerð- ir sem auðkenna 9. öld á Norðurlöndum aldrei fundist hér. Nefna má til dæmis jafnarma næl- ur, ýmsar gerðir kúptra nælna, spjót eins og Rygh 517 og Rygh 518, margar gerðir sverða. Það er 10. aldar byggð sem blasir við í íslensk- um forngripum, heiðin, norræn 10. aldar byggð og menning, sú sem löngum er kennd við vík- inga eða víkingaöld. Fomminjarnar staðfesta söguna: landið hefur byggst norrænum mönn- um nálægt aldamótunum 900. I aðeins einu fommannskumli hefur fundist hlutur af þeirri tegund sem yfirleitt er talin frá 11. öld á Norðurlöndum. Það er kúpta nælan Rygh 656 úr kumlinu í Syðri-Hofdölum í Skaga- firði. Þó er ekki loku fyrir skotið að sú gerð hafi eitthvað verið farin að láta á sér brydda seint á 10. öld, og má því kuml þetta vera frá því fyrir 1000. En þótt svo væri ekki og þarna væri ein undantekning, sýna kumlin sem heild að heiðnir grafsiðir hafa ekki haldist hér fram á 11. öld að neinu ráði. Haugféð er frá 10. öld. Þannig kem- ur vitnisburður fornleifanna einnig ákjósanlega heim við hið sögulega ártal um lok heiðins siðar. Af þessum samanburði sést að fornleifafræði og sagnfræði fylla hvor aðra í smáatriðum, en ber algjörlega saman um aðalatriði sem hvor 4 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.