Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Qupperneq 5
■ ■ T THOMAS HOOD HARMUOÐ ARNHEIÐUR SIGURÐARDÓHIR ÞYDDIOG ENDURSAGÐI Systur mínar! Lyftið henni hljóðlega og berið burtu héðan. Hún var fegursta ljóðið, viðkvæmasta blómið. Allt er horfið, systur, bræður og frændur, faðir og móðir. Flúin erástin, allir vinir týndir. Myrkvaðist jörðin, harðlæstur hver himinn. Horfínn þinn náðarfaðmur, útskúfuð, ein. - Æddi í rauðu myrkri inn um dauðans dyr: Förum burtu, burtu héðan ogkomum aldrei aftur. Systurmínar! Lyftið henni hljóðlega, berið hana biíðlega héðan, viðkvæmasta blómið. I hörðum heimi varð hún grimmdinni að bráð. Vonin hvarf frá henni og vitið líka. Hún sem var viðkvæmasta blómið. - Ogsíðan þögnin. Leggið saman hendur hennar, sendið henni hljóða bæn hjarta, sem þjáist enn. Höfundurinn er enskt skáld. Ljóðið er um unga stúlku sem drekkti sér. ÞÓRÐUR MAR ÞORSTEINSSON í GEGNUM SÁLAR- SPEGLANA Þreytuleg augu okkar koma upp um okkur. Okkur landverssyni ungaoghvíta. Brimöldur fortíðar berja ekki lengur á okkur Hnúarokkar hvítna ekki lengur af hörkutaki Éljagangur er aðeins ágluggum. Samt erum við þreyttir ogaugu okkar koma upp um okkur. Kinga í Borróstíl. Frá Granagiljum. Þríblaðanæla með keltnesk-norrænu skrautverki; úr kumli á Hafurbjarnarstöðum. Silfursjóður frá Gaulverjabæ í Róa. „Þórshamar" með vargshaus. Frá Fossi í Hrunamannahreppi. um sig gæti borið sjálfstætt vitni um. Þótt ekki væru sögulegar heimildir, gætu fornleifamar veitt örugga fræðslu um að land þetta byggðist Norðurlandamönnum um 900 og hér bjó heiðin þjóð á 10. öld. Þegar nánar er eftir innt gerist ógreiðara um svör, og verður þó einhvers í að leita. Elstu heimildir um uppruna íslendinga telja þá af Norðmönnum komna. Samkvæmt Land- námabókum kom meginþorri landnámsmanna írá Noregi, úr öllum fylkjum á vesturströnd landsins frá Ögðum til Hálogalands, en þó lang- flestir úr fylkjunum vestanfjalls, einkum Hörðalandi, Sogni og Firðafylki, eða úr Gula- þingslögum. Ófáir landnámsmenn eru einnig taldir frá Hálogalandi. Fáir eru hins vegar nefndir úr héruðunum austanfjalls. Úr vík- inganýlendum Norðmanna vestanhafs komu og margir landnámsmenn til Islands, og voru þeir ættaðir af hinum sömu slóðum í Noregi og þeir landnámsmenn sem komu beint þaðan. Fáeinir landnámsmenn eru kallaðir sænskir, en nokkrir að einhverju leyti af sænskum ættum. Einn er kallaður hinn danski. Með fáum undantekning- um er landnámið á íslandi þannig mjög ein- skorðað við Vestur- og Norður-Noreg í sögu- legum heimildum. Menn hafa reynt að telja landnámsmennina eftir Landnámabókum og sýna með hlutfalls- tölum hvemig landnámsmenn skiptust eftir upprunalöndum. Bogi Th. Melsteð telur fimm sjöttu hluta landnámsmanna hafa komið hingað beint austan um haf frá Noregi en um einn sjötta hluta vestan um haf. Guðmundur Hann- esson fór þannig að að hann reyndi að ætla á tölu allra þeirra frumbyggja sem vart verður í Landnámu. Af því fólki sem hann taldi saman á þennan hátt reiknaðist honum 846 hafa komið frá Noregi, 30 frá Svíþjóð og 126 vestan um haf. Aðrir hafa fundið enn önnur hlutföll en þessir fræðimenn, og skiptir því sýnilega miklu máli hvaða talningaraðferð er beitt við heimildimar. Jafnvel þó að notaðar séu tölur Guðmundar Hannessonar, er það fólk sem vottar fyrir í Landnámu ekki nema 5% allra þeirra sem tald- ir em hafa flust til landsins á landnámsöld. Það liggur því í augum uppi hve varhugavert er að fara með hlutfallstölur um uppmna landnáms- manna eftir Landnámabókum. Vér verðum að láta oss nægja að segja með almennum orðum að samkvæmt söguheimildum hafi meiri hluti íslenskra landnámsmanna komið frá Vestur- Noregi, margir frá Norður-Noregi, margir einnig vestan um haf. Með hinum síðastnefndu hafi komið margt af fólki af keltneskum upp- mna, irskir menn og kynblendingar írskra og norrænna manna. Em allmiklar líkur til að þetta fólk hafi verið mun fleira en beinlínis kem- ur fram í Landnámu, og benda mannfræðirann- sóknir sterklega til þess. Auk þessa norska og keltneska fólks hafi svo komið eitthvað af fólki frá Svíþjóð og jafnvel Danmörku. í fyrri köflum þessarar bókar hefur verið frá því skýrt að íslensk kuml séu sem heild líkust norskum kumlum af fátæklegri gerð og mundu ekki þykja framandleg ef þau hefðu fundist í Noregi. Eins em flest kuml norrænna manna í Vesturhafslöndum, eindregnast á Skotlandi, Hjaltlandi og í Orkneyjum. Þótt farið sé um öll Norðurlönd finnast ekki þau kuml sem líkari séu kumlunum í þessum nýbyggðum öllum en hin norsku. En sitthvað er það í norskum graf- siðum sem ekki eða sjaldan fmnst á íslandi eða byggðunum fyrir vestan haf. Þar finnast ekki stórhaugar, bátgrafir em sjaldgæfar, sömuleið- is líkkistur, og líkbrennsla er fátíð. Eftirtektar- verðast er að Iíkbrennsla hefur alls ekki tíðkast á Islandi og krefst það skýringar, úr því að hið jákvæða í íslenskum grafsiðum bendir til Nor- egs, en líkbrennsla hélst þar í landi öðmm þræði allt til loka heiðins siðar. Það er vonlaust að reyna að skýra bmna- kumlaleysið á Islandi með því að Islendingar hafi verið komnir af einhverri norrænni þjóð sem ekki brenndi lík á víkingaöld. Slík þjóð var ekki til. Barði Guðmundsson hefur þó bent á Dani í þessu sambandi. Hyggur hann þá hafa náð fótfestu víða á vesturströnd Noregs á 9. öld, og hafi aðkomin dönsk yfirstétt verið fremst í flokki andstæðinga Haralds hárfagra og hrokk- ið undan vestur um haf og til íslands þegar ekki varð rönd við reist yfirdrottnun hans. Þessir dönsku eða danskættuðu menn hafi síðan á marga lund mótað íslenska menningarhætti frá upphafi. Meðal annars stafi það frá þeim að greftmn varð einráð í útfararsiðum, því að Dan- ir hafi verið greftrunarmenn á víkingaöld, en ekki stundað bálfarir. Það er rétt að bálfarir tíðkuðust ekki í stórum hlutum Danmerkur á vikingaöld, en þó vom þær engan veginn óþekktar í landinu og vom t.d. einráðar á Jótlandi norðan Limafjarðar, þeim hluta landsins sem liggur næst Noregi og frá fornu fari hefur staðið í nánustum menning- artengslum við hann. Bmnakuml hafa einnig fundist á Sjálandi og Lálandi. En setjum svo að fmmbyggjar Islands hefðu átt rætur að rekja til þeirra landshluta Danmerkur þar sem greftmn var einráð. Torskýrt væri það þá að ís- lensk kuml skuli vera líkari norskum beinak- umlum en dönskum. Ekki getur skýringin held- ur átt við fæð brunakumla í Vesturhafslöndum. Kumlin þar em flest frá 9. öld eða frá því áður en Haraldur varð einvaldskonungur í Noregi. En sama skýringin mun að líkindum eiga við fæð bmnakumla í þessum löndum og algjöra vöntun þeirra á Islandi. En af hverju stafar þá bmnakumlaleysið, úr því að íslensk kuml minna mest á hin norsku? Almgren vildi skýra það með því að landnáms- mennimir hafi hlotið að vera aðallega ættaðir úr Norður-Noregi, en þar séu beinakuml al- gengust að tiltölu. Eftir Landnámabókum komu margir landnámsmenn frá Norður-Nor- egi, og rétt er það að fá bmnakuml em þekkt þar, og hefur greftrunarsiður verið yfirgnæf- andi. Oþekkt em þó branakuml ekki norður þar. En mikilsvert er að gefa því gaum í heild að líkbrennsla hefur verið miklu ríkari austanfjalls í Noregi en í Vestur-Noregi, að ekki sé talað um Norður-Noreg. Af þessu má renna gmn í að lík- brennslusiðurinn hafi verið tiltölulega lausastur í sessi í þeim landshlutum Noregs sem land- námsmenn em taldir hafa komið frá. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. DESEMBER 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.