Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 4
ÆVINTYRIÐ UM VINNU- MANNINN ÚR SELVOGI AF BRAUTRYÐJANDANUM BJARNA SIVERTSEN Hús Bjarna Sívertsen í Hafnarfirði. Hann tók vió Hafnarfjarðarversluninni 1794. EFTIR BJÖRN PÉTURSSON Þegar líða tók ó i 18. öld- ina var óstand versl- unarmála í Hafnarfirði vægast sagt bágborið. Verslun dönsku kau P- mannanna vare ikk ;i upp á marga fiskc a og segja má að Hafnarfjörður hafi veric! ) á h eljar •þröm i. Óhætter að segja að vinnumaðurinn úr Selvogi hafi verið réttur maður á réttum stað þegar hann varð sér úti um vers J- unarleyfi og gerði samn- ing við stórkaup manninn Wolf í Kaupmannahöfn. ARIÐ 1763 fæddist drengur á bænum Nesi í Selvogi. Hlaut hann nafnið Bjarni og var sonur hjónanna Sigurðar Péturssonar frá Vorsabæ í Flóa og Járn- gerðar Hjartardóttur frá Velli. Við fæðingu barna velta menn því oft fyrir sér hvað á daga þeirra muni drífa. A þessum tíma var bama- dauði mikill og algengur og þvi var ólíklegt að drengurinn litli kæmist til manns en þó fór svo. Hann var sonur fátækra bænda og því má segja að ævi hans hafi í raun verið ákveðin fyrirfram. A 18. öld og reyndar á þeirri 19. líka var stéttaskipting mikil á ís- landi og almennt var viðurkennt að hver stétt ætti ekki að gera annað en það sem henni bæri. Bjarni var, eins og áður segir, af bændastétt og eðli málsins samkvæmt átti hann að verða bóndi líka. Hann hlaut ekki neina menntun í æsku frekar en algengt var með bændasyni á þessum tíma. Menn hugs- uðu lítið út í skólagöngu og í raun var menntun önnur en sú sem snéri að rekstri heimilisins óþörf bændum. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði líf Bjarna Sigurðssonar átt að verða keimlíkt æviskeiði íslensks alþýðufólks á hans tíð, hann hefði átt að taka við búi foreldra sinna, búa í torfkofa, kvænast konu úr sömu stétt, eignast fjölda barna sem fæst kæmust á legg, deyja í týru af grútarlampa úr hor, eða elli um fímmtugt og enda að lokum í týndri gröf við einhverja litla sveitakirkju. Þessi varð nú ekki raunin og varð æviskeið Bjarna eins ólíkt þessari döpru lýsingu og mögulegt var en þó má segja að upphafið og endirinn séu eins. I ljóðinu Hótel jörð eftir Tómas Guð- mundsson er dvöl okkar mannanna á jörð- inni lýst á skemmtilegan hátt. Þar kemur fram hve misjafnt það er sem mennimir leita að, og sækjast eftir í lífinu. Hjá sumum lend- ir allt í stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægilegt sæti á meðan aðrir láta sér lynda það að lifa úti í horni óáreittir og spakir. Þegar æviskeið Bjarna er skoðað kemur í ljós að hann sætti sig ekki við það sem að höndum bar, heldur vildi meira og fór því í leit að betra sæti. í grein þessari er ætlunin að rekja sögu Bjarna frá því að vera þessi fátæki bónda- sonur í Selvogi til þess að vera auðugur út- gerðar- og verslunarmaður í Hafnarfirði. En til þess að þráðurinn haldist heill og sagan haldi samhengi er rétt að staldra við og skoða þjóðfélagið á Islandi á miðri 18. öld. Við hvernig aðstæður lifði þjóðin er Bjarni var að vaxa úr grasi og hvaða áhrif má reikna með að utanaðkomandi aðstæður hafi haft á stéttaklifur hans? Segja má að 18. öldin hafi reynst íslend- ingum erfið en í upphafi hennar var Island, hvað heilbrigði og matvælaframleiðslu varð- ar, á svipuðu reiki og aðrar Evrópuþjóðir. Landbúnaðarframleiðsla var það lítil að ekki þurfti nema tvö til þrjú slæm ár í röð til að hungursneyð skylli á þjóðinni og sökum ein- angrunar sinnar voru farsóttir skæðari hér en annars staðar. Sóttir sem víða í Evrópu voru barnaveiki komu fram á íslandi sem drepsóttir sökum einangrunar landsins og á þetta sérstaklega við stórubólu en hún skall á þjóðinni af miklu afli í byrjun aldarinnar, í kjölfar erfiðs harðindakafla. Óhætt er að segja að stórabóla hafi verið einn allra mesti örlagavaldur í sögu íslensku þjóðarinnar á 18. öld. Af hennar völdum fækkaði þjóðinni úr um 55.000 manns niður í um 34.000 manns á 10 til 15 árum, og lagðist hún harðast á fólk yngra en 40 ára. Eins og gefur að skilja, fjölgaði þjóðinni mjög hægt næstu árin þar sem stærst skörð voru höggvin í þá kynslóð sem var á bameignaraldri. Auk stórubólu geisaði hungursneyð um miðja öldina og undir lok hennar voru það móðuharðindin sem létu til sín taka. Á íslandi var landbúnaðarsamfélag á 18. öld en þó með fiskveiðar sem hliðarbúgrein. Landbúnaður og sjávarútvegur voru ná- tengdir á þessum tíma því bændur fóru ann- aðhvort sjálfir eða sendu vinnumenn sína í ver til að afla fiskjar en fiskur var önnur mikilvægasta fæðutegundin á eftir mjólk- urmat sem var um 60% fæðunnar. Hér er rétt að benda á áhrif stórubólu á sjósókn. Ef bornir eru saman atvinnuhættir þjóðarinnar fyrir og eftir farsóttina kemur í ljós að á meðan fólksfjöldinn var hvað mestur spruttu víða upp hjáleigur við sjó og fiskisókn jókst stórlega. Vegna fólksfjöldans gaf landið ekki lengur nægilega mikið af sér og því leitaði fólk lífsbjargar við sjóinn. í stórubólu fækk- aði þjóðinni um 35% og gerbreyttust at- vinnuhættir hennar við það. Segja má að sjó- sókn hafi nánast hrunið og landbúnaðurinn styrkst en hann breyttist þó líka. Fyrir sótt- ina voru nautgripir uppistaðan í bústofni bænda en sökum manneklu eftir sóttina fækkaði kúm mikið og aukin áhersla var lögð á sauðfjárrækt þar sem hún var ekki eins mannfrek og nautgriparæktin. í kjölfarið urðu sauðfjárafurðir ein mikilvægasta út- flutningsvara landsmanna og hélst það fram yfir aldamótin 1800. íslensk heimili voru ekki fjölmenn á 18. öldinni en að meðaltali voru rúmlega sex manns á hverju heimili og voru það hjón, böm þeirra og vinnufólk. Segja má að eign- arhald jarða hafi skipst þannig að 50% voru í einkaeigu, 30% í eigu kirkjunnar og 20% jarða voru í eigu konungs. Þrátt fyrir að helmingur jarða hafi verið í einkaeigu voru þær í eigu mjög fárra einstaklinga og líklega má segja að um 5% bænda hafi verið sjálfs- eignarbændur. Það var fámenn stétt landeig- enda sem átti sér óslitna sögu valda allt aft- ur til landnáms. Auðnum var haldið innan þessara stétta meðal annars með mægðum og einnig höfðu þessir menn efni á að mennta syni sína þannig að þeir áttu greiða leið að embættum, bæði veraldlegum og and- legum. Þeir urðu sýslumenn, biskupar, lög- menn og umboðsmenn konungseigna. Á síð- ari hluta 18. aldar var við völd á Islandi fámenn stétt embættismanna og jarðeigenda sem réðu öllu því sem þeir vildu ráða og höfðu þeir jarðeignahagsmuni sína að leið- arljósi. Hinn almenni bóndi átti engan mál- svara í íslenska stjórnkerfinu. Eðli málsins samkvæmt gátu ekki öll börn ríkra jarðeig- enda haldið hárri stöðu forfeðranna og því einkenndi mikill ýhreyfanleiki niður á við stéttskiptingu 18.' aldar. Er líða tók á öldina dró úr ríki þessara ætta, þar sem jarðeignir dreifðust of mikið til að þær gætu haldist við. Gott dæmi um stéttskiptinguna kemur fram í lýsingu þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá því um miðja öldina á íbúum Suðurlands. Þeir lýsa íbúunum á eft- irfarandi hátt: Fólkið, sem alizt hefir upp í verstöðvunum, er yfirleitt ófríðara og verr vaxið en sveita- fólkið. Þó eru þar undanteknir þeir, sem bet- ur eru ættaðir en almúginn og notið hafa góðs uppeldis. Hvernig sem á því stendur virðist það vera niðurstaða þeirra Eggerts og Bjarna að tengsl séu á milli útlits og vaxtarlags fólks annars vegar og ætta og uppeldis hins vegar. Eins og áður segir var jarðeignum mjög misskipt á þessum tíma. 95% bænda bjuggu á leigujörðum þar sem þeir borguðu land- skuld og kúgildaleigur til landeigenda. Land- skuldin var bein greiðsla fyiúr jarðaleigu en kúgildisleigur voru greiddar af leigukúm, þ.e. þegar landeigandi leigir leiguliðum sín- um auk lands hluta af bústofni sínum til að nýta sem hagkvæmast allt búfé sitt. Þegar á 18. öldina leið komst sú regla á að leigulið- arnir áttu bæði að halda við húseignum þeim er þeir leigðu og endurnýja leigukúgildi fyrir þau sem féllu. Þegar málum var orðið þannig háttað var ljóst að litlar framfarir yrðu í hús- næðismálum landsmanna og einnig að leigukúgildið var í raun orðið hluti af land- skuldinni. Kúgildisleigan var því orðin upp- bót fyrir lækkandi landskuld en hún hafði farið lækkandi vegna fólksfæðarinnar í kjöl- far stórubólu. Bændur á íslandi, hvort held- ur sjálfseignarbændur eða leiguliðar, voru sjálfs sín herrar og á búum sínum stjórnuðu þeir eins og sjálfstæðir atvinnurekendur. Eftir þessa litlu yfirferð yfir almennar að- stæður Islendinga á 18. öld er rétt að snúa sér aftur að Bjarna Sigurðssyni, unga drengnum sem fæddist á Nesi í Selvogi hinn 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.