Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 9
iH mn rŒEl ia»æ National Assembly byggingin í Dacca í Bangladesh, byggð 1962-74. Arkitekt: Louis I. Kahn, ffliíóíi'Í Ronchamp-kirkjan í Ronchamp í Frakklandi, byggð 1955. Arkitekt: Le Corbusier. Kirkja Ijóssins í Osaka í Japan, 1989. Arkitekt: Tadao Ando, einn hinna snjöllu japönsku arkitekta. íbúðarhús, Smith House í Connecticut í Bandaríkjunum, byggt 1967. Arkitekt: Richard Meier. 1 I ipt-Í m ] || ÍRi/á jMJLl Skýjaklúfarnir Petronias Twin Towers í Kuala Lumpur í Malasíu, byggðir 1998. Arkitekt: Cesar Pelli. Tölvumynd af ímynduðum byggingarstað fyrir frægt framúrstefnulistaverk eftir Vladimir Tatlin. Kansai-fiugvöllurinn í Osaka í Japan, byggður 1994. Arkitekt: Renzo Piano. „vél til að búa í“ og innihéldu verksummerki hans um 5 punkta arkitektúr. Louis Kahn, sem dó tiltölulega óþekktur á almenningssalerni í Bandaríkjunum, er einn af þekktustu arkitektum aldarinnar og mörg verk eftir hann voru sýnd. Um National Ass- embly-bygginguna í Dacca í Bangladesh segir hann t.d. að „súlurnar sem heild rammi inn rými ljóssins". Einnig voru til sýnis eftir hann: Salk Institute í La Jolla í Kaliforníu og aðrar stórbyggingar í Bandaríkjunum og á Indlandi. Argentínumaðurinn Cesar Pelli, sem hlaut gullverðlaun Arkitektafélagsins (AIA) árið 1996, sýndi nokkur verk. Stórt líkan var af byggingu hans Twin Towers í Kuala Lumpur, sem var hönnuð sem hæsta bygging í heimi. Hún er 452 m há og 88 hæðir. Aðrir skýjakljúfar, sem sýndir voru í glæsi- legum mannhæðarháum líkönum voru Empire State og Chrysler-byggingarnar í New York, Sears-turninn í Chicago og Shanghai World Financial Center í Kína eftir Kohn Pedersen Fox. Sá skýjakljúfur er í byggingu og mun taka við hlutverki Twin Towers sem hæsti skýjakljúfur í heimi, 460 m hár þegar lokið verður við hann árið 2001. Eftir bandaríska arkitektinn Richard Meier var líkan af húsi hans Smith House og eftir Renzo Piano var sýndur Kansai-flugvöllurinn í Osaka í Japan. Þessi flugvöllur er á mann- gerðri eyju sem er 1,7 km löng, rétt undan landi, og annar 100.000 farþegum á dag. Um mannvirkið segir Renzo Piano að það sé „barn stærðfræðinnar og tækninnar". Nokkur glæsileg og tignarleg verk voru eftir japönsku arkitektana I.M. Pei, Arata Isozaki og Tadao Ando sem hannaði m.a. Kirkju ljóss- ins (Church of the Light) ásamt fleiri tignar- legum byggingum úr hrárri steinsteypu. Einnig voru sýndar hátækni-byggingarnar Pompidou í París eftir Richard Rogers og Renzo Piano og Lloyds í London eftir Richard Rogers, sem báðar bera strúktúrinn utan á sér. Ahrifum og notkun arkitektúrs í borgum eins og Las Vegas og skemmtigörðum Walts Disneys voru einnig gerð góð skil. Einnig óbyggðum mannvirkjum Vladimirs Tatlins sem hannaði Monument to Third Int- ernational og Michaels Webbs sem hannaði Drive in House, og sýndar voru tölvumyndir af því hvernig bílalyftur færðu bílana upp margar hæðir og ekið var inn í húsið á 10. hæð. Mörg önnur glæsileg verk voru til sýnis eftir ýmsa þekkta arkitekta 20. aldarinnar. Má þar nefna verk eftir Alvar Aalto, Philip Johnson, Steven Holl, Luis Barragan, Peter Cook, Coop Himmelblau, Charles og Eames Ray, Walter Gropius, Zaha Hadid, Rem Koolhaas, John Lautner, Richard Neutra, Oscar Niemeyer, Antonio Sant’Elia, Robert Venturi og Kali- forníuarkitektana Eric Moss og fyrirtækið Morphosis. Öll þessi glæsilegu verk nutu sín vel í þessu nútímalistasafni og var sýningin í heild mjög vel heppnuð og gerði góð skil hugvitssemi arki- tekta á síðustu 100 árum. Höfundurinn er arkitekt og starfar í tos Angeles. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.