Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 11
 AND- . STÆÐUR VIÐ BRÚAR- HLÖÐ Á Brúarhlöðum rennur Hvítá í þrengslum og hefur skorið sig eftir krókaleiðum í gegnum móberg. Flestir þekkja þennan stað og hafa ekið yfir brúna sem þar er. Brúarhlöð hafa verið vinsælt viðfangsefni ljósmyndara; eink- um og sér í lagi drangurinn sem hefur staðið af sér hamfarir árinnar og skagar örmjór upp úr ánni. Víst er hann til- komumikill, en það er fleira til að gaum- gæfa á þessum stað. Mér varð starsýnt á smátjörn inni á milli þursabergskletta. Hún nær næstum út að gljúfurbarm- inum og myndar áhrifamikla andstæðu við beljandi jökulvatnið. Næst henni hafði myndast dálítið sef sem speglast á lognkyrrum degi í tjörninni ásamt himn- inum. Þetta er staður þar sem gott er að setjast niður og íhuga við þungan nið árinnar og hina kyrru veröld þessarar smátjarnar. HAUSTDAGUR Á STÓRA-BOTNI VIÐIRSKRABRUNN Vá Hvalfjarðarbotni skerst dalur langt inn í landið g rísa Botnssúlur fyrir enda hans. Vegur sem fær er enjulegum fólksbílum liggur frá Botnsskála inn eft- ■ dalnum; framhjá Litla-Botni og næstum alla leið að Itóra-Botni. Á jörðinni hefur ekki verið búið alllengi, n bæjarhús standa uppi, svo og einn braggi við eimreiðina. Þarna er mikið vetrarríki og snjó- yngsli, en sumarfegurðin að sama skapi mikilfeng- 3g með Botnssúlur í aðalhlutverki. Núna er Stóri-Botn skógræktarjörð í einkaeign, mdið hefur verið friðað síðan 1982 og stendur á kilti að öllum ökutækjum sé óheimil för um landið n leyfis og tjaldstæði eru bönnuð. Útivistarfólk er hins vegar boðið velkomið, en beðið um að gæta sín á giljum og klettum. Gönguleið frá Stóra-Botni, yfir Leggjarbrjót að Svartagili í Þingvallasveit hefur lengi verið vinsæl. Hún er samt varla fyrir aðra en þá sem teljast vel göngufærir. Leiðin yfir Leggjarbrjót er forn þjóðleið og útsýnið er rómað. Að austanverðu sést yfir Þing- vallasvæðið, en yfir Hvalfjörð til vesturs, svo og Glymsgljúfur. Þar er fossinn Glymur, 200 m hár og talinn hæstur fossa á íslandi. Yfir þessa gönguleið gnæfa Botnssúlur, 1995 m yfir sjó og Hvalfell, 852 m. Ekki þarf þó að leggja á sig fjallgöngur til þess að njóta náttúrunnar á Stóra-Botni. Vestan við Hellissand er hraun fram í sjó og þar er merkilegur, forn brunnur sem af ein- hverjum ástæðum er kenndur við íra og nefndur Irskrabrunnur. Raunar eru einnig forn fiskbyrgi í hrauninu, ekki allfjarri, sem sumir telja að megi rekja til írskrar búsetu fyr- ir landnám og voru þau kynnt í Lesbók á síð- asta ári. írskrabrunnur var nánast týndur, því áfok og gróður höfðu í sameiningu nánast lok- að brunninum. En hann hefur nú verið opn- aður að nýju og sjást meðal annars hlaðin þrep, því brunnurinn er djúpur. Ekki er gott að átta sig á staðnum fyrir ókunnuga, en þó er þar eitt sem hafa má til marks og sést á myndinni: Hvalbein, sum smá en eitt gríðarstórt og sést langt að. Þetta var raunar sögulegur hvalur; sá síðasti sem veiddur var og unninn í Hvalstöð- inni í Hvalfirði áður en þær veiðar stöðvuðust. I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.