Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 19
: W * “ IM p ÍiSIÉSI Max Söderholm; Frá Stokkhólmssýningunni 1930. Vera Nilsson; Gata í Malaga (1920-22) Sigrid Hjertén; Bláar svalir (1915) ÚTÓPÍA OG VERULEIKI í MODERNA museet í Stokkhólmi stendur nú yfir sýn- ingin Utópía og veruleiki, sagg módernismans í Sví- þjóð frá aldamótum fram til loka s|ötta áratugarins. INGA BIRNA EINARSDÓTTIR skoðaði sýninguna. / Yfirlitsmynd frá sýningunni ASÝNINGUNNI er leitast við að skýra hugtakið módernismi út frá mynd- list, arkitektúr, ljósmynd- un og hönnun og öllum listgreinunum er gert jafn hátt undir höfði. Þetta er velheppnuð framsetning og gefur sýningargestum skýra mynd af listsköpun þessa tímabils. Enn- fremur er sýningin lögð upp í tímaröð. Fyrir vikið er hún eins og kennslustund í listasögu á fyrri helmingi 20. aldarinnar. Tímabilið sem spannar yfir fyrstu 50 ár aldarinnar er tími gífurlegra breytinga, ekki einungis í sænsku samfélagi heldur í gjör- vallri Evrópu. Tækniframfarir, iðnvæðing og borgarmyndun einkenndu tímabilið. Það svífur mikill hugsjónaandi yfír sýningunni enda fékk módernisminn að þróast nær óá- reittur í Svíþjóð á þessum árum. Það er ekki að sjá að tvær heimsstyrjaldir hafí tafið þró- unina að neinu ráði eins og gerðist annars staðar í Evrópu. A fyrstu áratugum aldarinnar eru lista- mennirnir Isaac Grunewald, Sigrid Hjertén, Gösta Adrian Nilsson og Vera Nilsson áber- andi og boðberar módernismans í myndlist. Þau tvö fyrstnefndu voru hjón og stúderuðu hjá Henri Matisse í París samtímis Jóni Stefánssyni. Eftir seinni heimsstyrjöldina kom upp nýr hópur listamanna, konkretist- arnir sem máluðu óhlutbundið. Olle Bart- ling, Lennart Rodhe og Lage Lindell til- heyrðu þessum hópi. Hugmyndir þeirra gengu út á að skapa myndlist sem allir gátu skilið og var ætlað að prýða hin nýju og funktionellu hýbýli. Þeir hjá safninu hafa dustað rykið af fjölmaörgum munum úr geymslunni. Það má sjá nytjahluti frá fjórða og fímmta áratugn- um s.s borðbúnað frá Gustavsberg og raf- magnstæki frá Elektrolux. Frumgerðin af fyrsta Saabbílnum sem Sixten Sason hann- aði 1942-3 stendur gljáfægð úti á miðju gólfi. Þarna eru líka stólar hannaðir af Bruno Mathsson upp úr 1940 sem eru fyrir löngu orðnir tákn klassískrar hönnunar. Mathsson sótti hugmyndir sínar til Mies van der Rohe og Marcel Breuer frá öðrum áratug ald- arinnar. í stað þess að notast við grind úr stáli beygði hann eik með góðum árangri. Starf ljósmyndara breyttist mikið á um- ræddu tímabili. Um aldamótin voru ljós- myndarar taldir vera iðnarmenn sem tóku portrettmyndir. Fimmtíu árum síðar hafði staða ljósmyndaranna breyst til muna. Nú voru þeir álitnir listamenn sem notuðu myndavél líkt og listmálarar striga og ol- íuliti. Sænskir ljósmyndarar sóttu innblástur til Richard Avedon og Anselm Adams í Bandaríkjunum og Henri Cartier-Bresson og Robert Doisneau i Frakklandi. Það eru ýmsar lykilmyndir úr sænskri ljósmynda- sögu á sýningunni, m.a. eftir Tore Johnsson, Sten Ballander og Agnes Hansson. Það er ekki oft sem tækifæri gefst að skoða ljós- myndir frá þessum tíma og að mati undirrit- aðrar eru það einmitt ljósmyndirnar sem er áhugaverðastar á sýningunni. Á Stokkhólmssýningunni, sem opnuð var á vordögum 1930, sló funktionalisminn í gegn í Svíþjóð. Sýningin var einskonar heimilissýning þar sem færi gafst að skoða íbúðarhúsnæði, nytjahluti, hús- gögn og heimilistæki. Einn af frumkvöðlum mód- ernismans í sænskum arkitektúr, Gunnar Asplund, stóð fyrir sýningar- haldinu. Á sýning- arsvæðinu úti á Djur- gárden var reist lítið hverfi með íbúðarhúsnæði fullbúnu húsmun- um sem auðvitað voru í anda funktional- ismans. Sýningargestir heilluðust mjög af einfald- leikanum og notagildinu í þessum björtu og vel skipulögðu hýbýlum. Baðhergi var meira að segja standardútbúnaður. Það skyldi engan undra því á þessum tíma hafði einungis brot af íbúum Stokkhólms baðherbergi á heim- ilum sínum. Hugmyndir jafnaðarmanna um „folk- hemmet“, þar sem samfélaginu var líkt við réttlátt heimili, áttu vel við kenningar funkt- ionalismans í arkitektúr. Það var einmitt á þessum tíma sem velferðarkerfi Svía var stofnað. Þegar Per Albin Hanson varð for- sætisráðherra 1932 hófst mikil uppbygging og hafíst var handa við að leysa bráðan hússnæðisskort sem ríkti í Stokkhólmi sem og í stærri borgum landsins. Það kom í hlut stjórnvalda að hrinda í framkvæmd róttæk- um hugmyndum um húsnæðismál. Vállingby sem er eitt af úthverfum Stokkhólms reis á ógnarhraða á fimmta áratugnum og var fyr- irmynd annarra sem síðar voru byggð. Sýningin teygir sig fram til loka sjötta áratugarins. Á sjö- unda og áttunda áratugnum má segja að veru- leikinn taki við af hug- Sven Palmqvist; Skál - Fúga (um 1950). Sven Jarlas; Undir Skurubrúnni (1933). sjónamennsku. Viðvarandi húsnæðisskortur verður til þess að ríkisstjórnin ákvedur 1965 ad byggja eina milljón nýrra íbúða á næstu tíu árum. Hugsjónirnar víkja fyrir hag- kvæmni og minnisvarðarnir um útþynntan funktionalisma blasa hvarvetna við. Það er sorgleg staðreynd að eftir 1960 hefjast borgaryfirvöld í Stokkhólmi handa við að rífa stóran hluta af miðborginni. Það gamla átti að hverfa og í staðinn átti að rís<^. nýr miðbær með háhýsum og hraðbrauturm A 20 ára tímabili var útliti miðborgarinnai' gjörbreytt og 700 eldri byggingar jafnaðar við jörðu. Það eru engir sem geta státað af viðlíkum árangri í niðurrifi húsa í öðrum borgum Evrópu. Sýningin stendur fram til 14. janúar nk. Leiðrétting í jólablaði Lesbókar, 23. des., birtist ljóð eftir John Keats. Þar féll niður nafn þýð- andans. Hann er Sölvi Björn Sigurðarson og eru hann og lesendur beðnir velvirð- ingar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000 1 * ¥

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.