Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.2000, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Golli Tvennar dyr eru á leikskólanum, annars vegar í fullorðinsstœrð, hins vegar í barnastæró | , | í | '■U Húsgögn eru misstór, allt eftir aldri barnanna. ÆVINTÝRIÐ í BLÁSÖLUM Fremst á myndinni er spéspegilllnn sem giedur og kætir. sem teiknaði skólann og segir hann verk- óskaplega stórt. Þegar þeir svo sjá það á efnið hafa verið einstaklega skemmtilegt. Leikskólinn í Selósi hefur verið hannaður með það , i íyriraugum að | þjóna þörfum barnsins sem t >est. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við arkitekt hússins, Manfreð Vilhjólmsson, um viðmiðin sem hann hafði þegar hann hannaði skólann. IÚTJAÐRI borgarinnar, í Selási, var fyrir stuttu tekinn í notkun fjögurra deilda leikskóli, Blásalir, sem um margt er frábrugðinn öðrum leikskól- um. Við hönnun hans var leitast við að skapa hús sem gleðja skyldi barns- augað og umhverfí sem hentar barns- huganum. Gulir pýramídar rísa upp úr þak- inu til þess að bamið geti þekkt sinn skóla þegar það sér hann, grasfláar ganga sums sthðar upp á veggi, þannig að húsið virðist ekki mjög hátt og þegar inn er komið opn- ast lítill ævintýraheimur sem er í senn myndlistarvinnustofa, leikhús, samverustað- Morgunbbðið/Kristinn. Manfreð Vilhjálmsson ur, hvfldarstaður, skóli og margt fleira, með gluggum sem tveggja ára börn geta horft út um og öðrum sem henta fímm ára börnum, með salernum í tveimur stærðum, annars vegar svo agnarsmáum að þau eru skyldari koppum og hins vegar nokkru stærri sal- ernum fyrir þau börn sem eru að vaxa upp úr skólanum. Það er allt fullt af smáatriðum sem kæta og gleðja barnshugann í hverjum þeim sem kemur inn í skólann - en það sem líklega er langskemmtilegast af öllu eru sullukerin, þar sem hægt er að sulla með vatn að vild án þess að allt fari á annan endann. Það er arkitektinn Manfreð Vilhjálmsson „Að svona verkefni koma margir, meðal annars samstarfsfélagar mínir á teiknistof- unni. Engu að síður fékk ég tækifæri til þess að verða barn í annað sinn,“ segir hann en viðurkennir um leið að hafa sótt dálítið í afabörnin sín þegar hann var að velta því fyrir sér hvernig börn vilja hafa umhverfí sitt. „Þegar maður nálgast svona verkefni reynir maður að setja sig í fótspor barnsins og hugarheim. Heimur barnsins er annar en okkar. Þar er allt hærra en hjá okkur, eða hver kannast ekki við það að muna eftir húsi úr bernskuumhverfi sínu sem var alveg fullorðinsárum verða þeir undrandi yfir því hvað það er lítið. Ég nota mjög sterka liti,“ segir Manfreð. „Þetta er svokallaður fjögurra deilda skóli og stofurnar hafa hver sinn litinn; gulan, rauðan, bláan og grænan, ekki bara að inn- an, heldur geta börnin þekkt sína heima- stofu að utan vegna þess á hverri þeirra er opnanlegur hleri til loftræstingar í sama lit og deildin þeirra.“ Spéspegill og himnaspegill Ævintýrið hefst um leið og komið er inn. Tvennar dyr eru á skólanum, aðrar í fullorð- 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. DESEMBER 2000 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.