Tíminn - 29.12.1966, Page 16

Tíminn - 29.12.1966, Page 16
I ❖ sp 297. tbl. Fimmtudagur 29. desember 1966 — 50. árg. Tvö lejkrit Matthíasar Jó- hannessen í Þjððleikhúsinu MATTHIAS Þjóðleikhúsið frumsýnir 8. jan- úar n.k. tvo einþáttunga eftir Matthías Jóhannessen, ritstjóra og skáld. Eiinþáttungarnir heita Eins og þér sáið — og Jón gainli, og verða þeir sýndir á litla sviðinu í Lindarbæ. Leikstjóri er Benedikt Árnason en Lárus Ingólfsson ger- ir leikmyndir og búningateikning-j ar. Leikendur eru aðeins þrír, en þeir eru: Valur Gíslason, Lárus Pálsson og Gísli Alfreðsson, en auk þess heyrast raddir nokkurra þekktra leikara á segulbandi. Val- ur Gíslason leikur aðalhlutverkln í báðum leikritunum. Þetta eru fyrstu leikritin, sem sýnd eru á leiksviði eflir Mattíhías, en áður hefur komið út eftir 'hann eitt leikrit, Sólmyrkvi, 1962. Þess gerist vart þörf að kynna Mattihías Jðhannessen fyrir blaða- lesenduim, svo vel er hann öllum landsmönnum kunnur sem blaða- maður, ritstjóri og skáld og þótt hann sé enn ungur að árum þá hefur honum unnizt tími til að senda frá sér 5 ljóðabækur, auk nokkurra bóka í óbundnu máli. Síðasta ljóðabók hans, „Fagur er dalur“, kom einmitt út á þessu ári. Mörg af Ijóðum hans hafa verið þýdd og á næstunni kemur Framhald a bls. 15. Mæðginin hafa tv-vegis staðið þjófa að verki SJ-Reykjavik, miðvikudag. Lánið hefur ekki leikið við þá menn, sem hafa gert tilraun ir til þjófnaðar í skartgripa- verzlunuim við Skólavörðustíg- inn. Tvívegis hafa verið vitni að innbrotum í skartgripaverzl un Kornelíusar og eru það mæðgin sem hafa veitt lögregl unni aðstoð við að handsama þá menn sem þarna hafa verið að verki. Tíminn hafði í dag tal af Ástu Skæringsdóttur, sem býr á efstu hæð hússins, Skóla vörðustígur 3A, en úr glugg um íbúðar hennar blasir við ^kartgripaverálun Kornelíusar og nærliggjandi hús handan götumnar. Ásta var vakandi um nóttina, þegar Bretamir gerðu innbrot hjá Korneliusi, og sagð ist hún hafa verið ný komin heim á fimmta tímanum um nóttina, eftir að hafa fylgt heim gestum, sem höfðu dvalizt hjá henni og syni hennar, Rafni Gestssyni, sem býr hjá móður sinni. Hún kvaðst hafa heyrt brotJhljóð, og er hún leit út um gluggann, sá hún mann bograndi við gluggann. Hún hljóp niður að útidyrunum, en þá heyrði maðurinn til hennar og hljóp upp að Bergstaða- stræti og hvarf þar fyrir hom ið. Maðurinn var klæddur í steingráa úlpu, með hettu yfir höfðinu, og sá hún ekki fram an í hann. Ásta lét að þessu búnu vekja son sinn og hringdi hann til lögreglunnar, en eins og lesendum er kunnugt tókst lögreglunni að rekja spor þjófsins og aðstoðarmanna hans allt suður að Laufásvegi, þar sem þeir voru búsettir. Fyrir u. m. þ. b. ári stóð sonur Ástu, Rafn Gestsson, mann að verki, sem hafði brot ið rúðu hjá Kornelíusi, og sýndi Rafn þann dugnað að handsama sjálfur mannimn. Ásta sagðist hafa verið að þvo þvott seint um kvöldið og er hún kom upp í íbúðina var Framhald á blis. 15. MISLINGAFARALD UR í REYKJAVlK Flogiimei Sanaöl frá Akureyrí til Rvikur Bíll tepptur á Blönduósi með 400 kassa af lageröli, sem átti | að dreifa á aðfangadag SJ-Reykjavík,miðvikudag. Sá orðrómur er á kreiki að stöðvuð hafi verið sala á Lager ölinu frá Sana á Akureyri vegna þess að styrkleiki þess hafi verið meiri en lög leyfa. Tíminn spurð ist fyrir urn þetta hjá Hvannfell h. f. í Kópavogi, en það fyrirtæki sér um dreifingu ölsins hér sunn anlands. Það var Bjarni Grímsson sem varð fyrir svörum: j — Þetta er, úr lausu lofti gripið, j sagði Bjarni, styrkleikinn er ná-j kvæmlega 2.25%. Aftur á mótij höfum við hvergi nærri getað full i nægt eftirspurninni, en okkurí þykir þáð eðliilega ' mjög miður. j Afköst verksmiðjunnar eiga að j vera næg, þegar tími hefur gef i izt til að safna á lager, en nú! var byrjað að selja ölið á mesta | sölutíma ársins, og þar að auki1 var óeðliiega mikil sala vegna nýjabrumsins. Upphaflega var ailltaf gert ráð fyrir allmiklum lager hér, en þá kom fram bilun 1 í elektróník, sem stillir saman Framhald á bls. 14. FB-Reykjavík, miðvikudag. Mislingafaraldur geysar nú hér í Reykjavík og virðist heldur vera að aukast, að því er Björn Ön- undarson, aðstoðarborgarlæknir tjáði blaðinu í dag. Heilsuverndar- stöðin liefur auglýst bólusetningu gegn mislingum, og er hún aðal- lega ætluð veikluðum börnum og fólki, sem komið er yfir 15 ár aldur. Fyrstu mislingatilfellin, sem borgarlæknisenvbættinu bárUst fregnir af, voru skráð vikuna 13. til 19. nóvem'ber, en síðan hefur tilfellunum stöðugt verið að fjölga og vikuna 11. til 18. desember, voru tilfellin orðin um þrjátíu. Mislingar stinga venjulega upp kolinum á þriggja til fimm ára fresti, en á þessum árstima, þeg- ar rnikið er um jólatrésböll og samgang manna ' á milli vegna jólahátíðarinnar er nokkur hætta á að faraldurinn geti breiðst meira út en ella. . Við höfðum samband við Mar- gréti Jóhannesdóttur heilsuvernd- anhjúkrunarkonu, og sagði hún að í dag hefði verið auglýst, að fólk gæti fengið ónæmisaðgerð vegna mislinganna, en ónæmisað- gerðin er sérstaklega ætluð veikl- uðum börnum og fullorðnu fólki, sem ekki hefur fengið misling- ana. Tuttugu og einn hefur þeg- ar komið á heilsuverndarstöðina, til þess að láta bólusetja sig, en pantað hefur verið efni fyrir 500 manns, og þurfi á meira efni að halda verður það pantað. Þeir sem vilja, geta hringt á heilsu- verndarstöðina, og pantað þar ó- næmisaðgerðina, og kostar hún 200 krónur. Bretarnir ódæfír í hegningarhúsinu KJ-Reykjavík, miðvikudag. Eftir því sem Tíminn hefur fregnað, eru Bretarnir sex sem handteknir voru vegna innbrots ins hjá Kornelíusi á Skólavörðu stíg, heldur ódælir í hegningar húsinu við Skólavörðustíg, og munu fangaverðir hafa orðið að beita þá hörðu í dag vegna háv aða og óláta. Gúmmí- og tré- kyl'fur vom dregnar fram og þeim beitt við þá' sean ódælastir voru. Við yfinheyrslur hjá rannsókn I arlögreglunni í dag kom ekkert I nýtt fram, en talið er sannað hver á tóbaksbirgðirnar sem fund ust í herberginu á Laufásvegin- um. GERIO SKIL Dregið hefur verið í Happdrætti Framsóknarflokksins, en ekki verð ur hægt að birta vinningsnúmer in fyrr en fu'llnaðarskil hafa bor- izt, og er þess vænzt, að menn geri skil, sem allra fyrst. A3 vanda verða margar ára- mótabrennur í Reykjavík á gamlárskvöld, víða um bæinn, og ef að líkum lætur má búast við að þær verðj margar hverj ar stórar og myndarlegar. Að- albrennan verður eins og í fyrra á Miklatúni, og er myndin sem hér fylgir með af bálkest inum þar, þegar unnið var að því að bæta í hann. (Tímam.: G.E.).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.