Tíminn - 22.01.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.01.1967, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 22. janúar 1967 5 Útgefandl: FRAMSÓKNARlFLOKKURINN Framkvsemdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- iýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrIfstofur 1 Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrætl 1. Af. greiðslusimi 12323. Auglýsingasfmi 19523. Aðrar skrifstofur, síml 18300 Askriftargjald kr. 105.00 ð mán. innanlands. _ 1 lausasölu kr. 7.00 eint — Prentsnúðjan EDDA h. f. Stórmerk tiUaga Helga Bergs ViSræður þeirra Helga Bergs og Jóhanns Hafsteins um iðnaðarmál, sem fóru fram í sjónvarpinu í fyrra- kvöld, voru á margan hátt athyglisverð r Ómögulegt mun annað en að það hafi komið mörgum íðnrekanda til að brosa, þegar Jóhann Hafstein vildi halda því fram, að lánakjör iðnaðarins væri betri nú en í tíð vinstri stjórnar innar og færði það til sönnunar, að útlán Iðnlánasjóðs hefði orðið 2000% meiri seinustu fjögur árin en í tíð vinstri stjórnarinnar. Iðnrekendur vita það manna bezt, að lánsfjárskorturinn hefur aldrei kreppt meira að þeim en nú. Aukning á lánum Iðnlánasjóðs bætir ekki nema lítið upp, þann mikla raunverulega lánasamdrátt, er iðnaðurinn hefur orðið fyrir á öðrum sviðum. Aukning iðnlánasjóðslána stafar líka fyrst og fremst af því, að iðnaðurinn sjálfur hefur skattlagt sig í þágu sjóðsins. Af því, sem kom fram í umræðunum, var langsamlega athyglisverðust sú tillaga Helga Bergs, að hlúti af gjald- eyriseigninni yrði notaður til að auka vélvæðingu iðn- aðarins og þannig yrði-tryggð bætt gjaldeyrisstaða í fram- tíðinni. Annars er vissulega hætta á, að gjaldeyris- sjóðurinn fari í vafasaman innflutning, eins og nú horfir. Um þetta fórust Helga Bergs orð eitthvað á þessa leið: — Það er komið í ljós, að gjaldeyriseignin er að rýrna, viðskiptahallinn var á síðastliðnu ári á annað þúsund millj. kr. Efnahagsstofnunin áætlar, að hann verði ekki minni á þessu ári. Þetta verður ekki nema að nokkru Ieyti jafnað með duldum greiðslum og lántökum, þótt nokkrar séu. Með þessum hætti dugir gjaldeyriseignin lítið. Áður en samkeppnisstaða atvinnuveganna versnar meira og áður en hallar meira á ógæfuhlið með gjald- eyriseignina, á að nota hluta af henhi til þess að afla atvinnuvegunum og þá sérstaklega iðnaðinum bætts véla- kosts og aukins tækniútbúnaðar og auka>-þannig afköst og framleiðni þessara greina. Með því eina móti, er hægt að stuðla að góðri gjaldeyrisafkomu í framtíðinni. að framleiðsluhættirnir séu sem beztir og fullkomnastir. — Hér er vissulega hreyft stórmerkri tillögn Gialdevris- eignin verður að litlu gagni. ef hún eyðist fyrst og fremst í það að flytja inn tertubotna og annan álíka varn- ing. Hinsvegar getur hún orðið bióðinni t.il mikils ávinn- ings, ef hún væri þegar notuð til að auka samkeppnis- hæfni atvinnuveganna. Þannig myndi hún tryggja gjald- eyrisstöðuna bezt í framtíðinni. British Council Menningartengsl íslands og Stóra-Bretlands standa á gömlum merg. Þau eru mikils metin af báðum aðilum og mun hvorugur óska að þau rofni né úr þeim dragi. Brezka ríkisstjórnin hefur viðurkennt þetta með þeirri starfsemi, er British Council hefur rekið hér á landi. Sú starfsemi hefur í aðalatriðum verið tvíþætt, annars vegar hefur íslenz'kum námsmönnum og vísindamönnum verið veittir styrkir til náms og starfa í Bretlandi. hins vegar hefur svo verið hér brezkur sendikennari, er m. a. hefur kennt ensku vjg háskólann. Nú hefur brezka ríkisstjórn in af fjárhagsástæðum ákveðið að hætta þessari starfsemi hér. íslendingar harma þessa ákvörðun og vona, að hún sé aðeins tímabundin. En um leið þakka þeir það, sem gert hefur verið. TÍMINN IWalter Lippmann ritar um alþjóSamál: Bandaríkin mega ekki fylgja heimsveldisstefnu í Vietnam Ferill Johnsons sem forseta spáir hinsvegar ekki góðu. ÞEG-AR forsetinn ávarpaði þingið í vikunni sem leið, kom hann fram sem sorgbitinn og samúðarfullur maður, sem hefði tekið sér stöðu í Viet nam og væri staðráðinn í að þrauka áfram við það sem hann hefði verið að gera hvað sem það kostaði. En þessi fram koma er blekkjandi þar sem hún dregur fjöður yfir þá stað- reynd, að forsetinn á einmitt fyrir höndum að taka nýjar, mikilvægar ákvarðanir. Nýju ákvarðarnirnar, sem taka þarf, byggjast’á líkunum fyrir því, að hersveitir okkar jj hafa komið í veg fyrir að ríkis- i stjórnin í Saigon bíði ósigur E fyrir óvinum sínum að norðan S og sunnan. Hinir bjartsýnu | meðal okkar halda fram, að B vegna þessarar frammistöðu okkar manna gagnvart óvin unum, muni draga úr uppreisn Viet Cong og Suður-Vietnöm- um takast að koma á friði í iandinu „með fastaher Suður Vietnam, héraðshersveitum a mannasveitum lögreglu Suður Vietniam og baráttusveitum iög reglunnar" eins og Lodge sendiherra hefir komist að orði. Westmoreland hershöfðingi eða Lodge sendiherra láta ekki í Ijós það álit, að Suður-Viet- nömum takizt að koma friði á í Vietnam í skjótri svipan. Þeir hafa í huga langt tíma- bil skæruhernaðar og skemmci arverka, eða allt að tíu árum. Aðrir athugulir og fróðir menn, sem gera vilja meira úr mætti uppreisnaraflannia og vanmætti ríkisstjórnarinnar í Saigon, hafa trú á, að Banda- ríkjaher verði að annast frið- un landsins, ef híín eigi að komast í framkvæmd á annað borð. HAFI þessir menn á réttu að standa hlýtur forsetinn að verða að taka mjög mikilvægar og afdrifaríkar ákvtarðanjr. Þá getur hann ekki látið sér nægja að bíta á jaxlinn og þumbast við það, sem hann hefir verið að gera, eins og hann gaf í skyn í ávárpi sínú til þingsins. Hann verður þá að kveða á um hvort sigra eigi og hemema allt Suður-Vietniam, ekki að- eins að veita iðnám gegn inn- rásarmönnunum úr norðri heldur og að. bæla niður bylt inguna í suðri og stjórna ...id- inu síðan, unz unnt verður að efla þar nýja þjóðfélagsskipan. Ef við tækjum að okkur þetta hlutverk væri það sama og að gerast áleitið herveldi á meginlandi Asíu. hversu ó- geðfelld sem þessi orð kUnna að þykja. Þvi rniður er ferill ■Johnsons forseta slíkur síðan hann var kjörinn til fo/seta, Iað lítil ástæða er tii að gera sér vonir um, að hann hafni þessu hlutverki. Eisenhower, Og Kennedy höfðu stofnað til íhlutunar til aðstoðar innlend- um öflum, en Johnson breytti þessari íhlutun í bandariska styrjöld árið 1965. Verði hann samur við sig mun hann enn i JOHNSON auka á verkahring og markmið bandaríska hersins á árinu, 1967. Forsetinn heldur efalaust fram, hryggur í bragði, að und- an þessu verki ekki komizt. Honum sé nauðugur einn kost- ur að gera þétta, eigi hann að efma skuldbindingar sínar og heit og réttlæta fórn fali- inna Bandaríkjamanna. Hant mun stefna að því að sigra, hernema, hreinsa og endur- reisiá allt Suður-Vietnam. ÞETTA er að mínu viti hið ægilegasta,. sem ■ að höndum gæti borið. Þá verður ekki að- eins að taka til meðferðar hina umdeildu spurningu hvort gera eigi loftárásir á Hanoi og Haiphong, til þess sctö' sigra í srtíðum með því að greiða Norður-Vietnam rothögg, held ur annáð'' og • mkiiu méira Leggi forsetinn út á heims veldisbraufina, eins og fast er lagt að honum að gera, eykst styrjöldin enn að umfangi, og enginn getur séð fyrir endann á beirri útfærslu- Ennfremur verður að hafa í huga að til þess að bera ai geran sigur, úr býtum, leggja allt Suður-Vietnam undir sig og friða það til fulls þarf á að halda milljónum banda- rískra hermanna um ófyrirsjá- anlegan tíma, ig er varlega á ætlað. Hvaða afleiðingar, sem þetta kynni'að bafa fyrir banda rísku þjóðina heima fyrir, þá hlyti það að leiða til aukinnar einangrunar hennar út< á við, þar sem hún yrði talin ógna heimsfriðinum. Þetta hlyti einnig að valda óeirðum í þeim löndum, sem að Kína liggja, en Bandaríkja- memn hafa tögl og hagldir í, bæði hernaðarlega og efna- hagslega. Við hljótum alveg ó- hjákvæmilega að mæta mjög aukinni andstöðu hvarvetna ef við útnefnum okkur sjálfa sem alvalda í Asíu og hefjum sókn að því marki. ER ekki um að ræða neina aðra kosti sem samrýmast hagsmunum okkar og heiðri? Jú, auðvitað. Horfurnar á þeirri hryllilegu framvindu, sem ég lýsti hér að ofan, eiga rætur að rekja til eðlis styrjaldarinnar og þeirrar staðreyndar, að upp- reisnin í Vietnam heldur á- fram, þó að hinar skipulegu hersveitir okkar séu og verði sigursælar. Astandið er nú með þeim hætti, að ekkert tekst að draga úr athöfnum skærulið- anna ,enda þótt að þrátefli sé hjá hinúm fjölmennu, skipu- legu herjum. f stað heimsveldisstefnunn- ar eigum við kost á því að halda öllu í horfinu og vera reiðubúnir að semja. Þá efld- um við og styrktum aðstöðu okkar á þéim stöðum, sem við höfum nú á valdi okkar, og hvettum síðan Vietnama til að komiazt að niðurstöðu um eða gera út um örlög sín, í stað þess að sigra og hernema !and- ið allt. Þetta er auðvitað megm- kjarni Gavin-Ridgway-stefn unnar, sem svo hefir verið nefnd. Ár er liðið síðan að Gavin hershöfðingi var kvadd- ur til og lýsti sjónarmiðum sínum. Mér virðist alveg efa-’ laust að tíminn og reynslan hafi sannað, að þetta sé hin eina, færa leið. ■ /' í FYRSTA lagi mun al- mennt viðurkennt uú orðið, að bandaríski herinn verði ekki með neihu móti hrakmn úr stöðvum sínum. í Öðru lagi hefir reynslan leitt. í, ljós, að skuldbindingin um að friða landið væri tröll- aukin. Vel gæti svo farið, að | gérsamlega ómögulegt reynd- ist að standa við þáð heit. í þriðja lagi er þess að gæta, að flestir norðlenzku hershöfð ingjanna, sem fastast fylkja sér um Ky marskálk, störfuðu í franska hernum þegar hann háði styrjöld sína gegn lands- mönnum í Vietnam. Þeir geta því aldrej orðið leiðtogar þjóð armnar. Þessir ævintýramenn að norðan geta aldrei aflað sér trausts almennings í suðri. Eina vonin er við það bund- in að halda hernaðarbækistöðv um okkar og láta innanlands- málin í Vietnam ganga sinn gang, — Þetta er hvorki sama og skyndiflótti né bið eftir hæg fara ósigri. Stefnan felur hvorki í sér svik né smán. Og mér þætti fróðlegt að sjá ein- hvem sýna fram á, að hún þjóni ekki sönnum hagsmun- um Bandaríkjanna. 1 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.