Tíminn - 22.01.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.01.1967, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 22. janúar 1967 TÍMINN Við lifum í kristnu þjóðfé- lagi, hljótum flestöll skírn t'ermingu og kristindóras- fræðslu í skólum. Hjónavígslur fara flestar fram við altari guðs og þeir eru fáir, sem ekki kjósa að láta prest tala yfir jarðneskum leifum að loknu ævistríði. Sumir nota þessa kirkjulegu þjónustu af einlægri trú en aðrjr, og lík- lega er þeirra hópur stærri sem lítur á trúarfegar athafni sem nokkurs konar erfðarvenjur er beri að framfyl-gja. Oft hefur verið drepið á það í ræðum og riti á undangengnum árum að kristindómur og kirkja eigi ekki eins sterk ítök í almenn- ingi og verið hafi á fyrri árum, og einkanlega sé það unga kynslóðin sem láti boðskap og kenningiar kirkjunnar eins og vind um eyrun þjóta. Þetta er óhrekjanleg staðreynd en hvar er orsakanna að leita, Ekki er hægt að segja, að unga fólkið nú á lögum sé verra er áður gerðist. Ef til vill er það sök kirkjunmr sjálfrar að unga fólkið hefur fjarlægzt hana. Við höfum leitað til fimm ung- menna og spurt þau ýmissa spurninga um afstöðu þeirra til kirkju og trúmála leitað álits þeirra á starfsemi kirkjunnar, og hvort gena mætti úrbætur til að laða unga fólkið frekar að kristilegu starfi. wmmmm ■ mml Davíð Jóhannesson s Ræður prestanna eru oft á einhverju skýja- máli Davíð Jóhannesson er 16 ára gamall guhsmíðanemi, dæmi- gerður fulltrúi hinmar svoköll- uðu bítilæsku, en hann hefur til skamms tíma leikið í hinni svokölluðu unglingahljómsveit Tempó. Við ræddum nokkuð um afstöðu unga fólksins til kirkjunnar og afstöðu kirkj- unnar til unga fólksins. — Ég held að inni við bein- ið séu flestir unglngar nokk-, uð trúhneigðir, þótt ekki séu þeir sérlega kirkjuræknir og sjálfur er ég mjög sjáldséður gestur í kirkjum. Unga fólkið nú á tímum hefu. um svo margt að hugsa og úr svo mörgu að velja, að það er ekki nema eðlilegt, að það sé ekki eins kirkjurækið og á dögum afa og langafa þegar kirkju starf var svo að segja eina fé- lagsstarfsemin, sem um var að ræða. Það er hins vegar ekki aiis kostar gott, hvað kjrkjan virð- ist eiga lítil ítök í unga fólk- inu nú á dögum. Elestir láta að vísu fermia sig, en fæstir hugsa lokkuð um, hvað þetta þýðir heldur láta gera þetta af því að það er hefð og þvi Hver er afstaða ungs fóíks til kirkjunnar ? fylgja gjafir og véizlur. Iik- lega gera foreldrarnir ekki nægilega mikið iaf því að skýra fyrir börnum sínum gildi ferm- inga og annarra trúarlegra at- hafna. En ég held að kirkjan gæti gengið meira til móts við unga fólkið en hún gerir. Ræð- ur prestanna eru oft og tíðum á einhverju skýjiamáli, sem ekki er nokkur leið að botna upp né niður í. Margir prestar nota aðstöðu sina til að hella yfir unga fólkið óbótaskömm- um, svo að það er ekki nema von, að það verði fráhverft kirkjunni. Þó á þetta ekki við um alla presta nokkrir hafa einmitt sýnt æskunni mikla vin semd og skilning og reynt að laða hana að kirkjunni með ýmsum aðferðum, fjölbreyttu og skemmtilegu æskulýðsstarfi dansleikjum og fleiru. Ef hiald- kennisetningum er ekki tala til fólksins. Mætti hún til að mynda taka upp aukna æsku- lýðsstarfsemi og mannúðar- starfsemi hvers konar. Messum ætti skilyrðislaust að fækkia. Boðskapur kristninnar er í eðli sínu einfaldur og • sama máli gegndi um starfsaðferðir Krists. Gæti margur guðsmað- urinn ýmislegt af honum lært og væri betur ef eir.hver þeirra tæki sig til og kynnti sér ræki- lega og niður í kjölinn raun- veruleg miarkmið, hugsjónir og starfsháttu og hugarþel Jesú heitins Krists frá Nazaret. Hvort skyldi Hallgrími Pét- urssyni betur hafa huignað 74 metra há steinspíra og tómt steinhvolf ellegar sjúkrahús og hæli fyrir vangefna, svo að dæmi séu nefnd. f7 ið verður áfram á þeirri | braut, næst væntanlega góður ÍL* m ' ' "s árangur og ég er þeirrar skoð- ^. , 1 unar, að kirkjuna eigi að byggjia upp á gömlum merg en með endurnýjuðum aðferð- | um sem hæfa unga fólkinu, | eins og það er í dag. Margur guðsmaðurinn Jf mætti kynna sér 5' .. 39 '' starfsaðferðir Krists - X Steinunn Sigurðardóttir er ^5 lllss*..,. t t nemandi í 4. bekk Menntaskól- ans við Lækjargötu. Hún fann kirkjunni ýmislegt til foráttu eins og sjá má á því sem eftir 1 fer. 1 Sé það markmið og tilgang 1 ur íslenzkrar kirkjustarfsemi, 1 að þroska beztu eiginleika 1 manna efla mannkosti þá, sem öðrum meea bezt eaenast oe að auki viðhalda og boða þessa hluti og trú á einn guð og verðleika hans, hafi allir starfs hættir og allur vilji kirkjunnar verið miðaður við þetta, þá leyfi ég mér iað efast um að nokkur árangur hafi náðst eða sé að vænta og þá er verr far- ið en heima setið. eða hvað? Vilji kirkjan ná meiri ítökum í fólki, ætti hún að beina starfsemi sinni út á aðrar braut ir, en að viðhalda úreltum Steinunn Sigurðardóttir Aldarandinn hefur mikið að segja Bergþóra Reynisdóttir er nemandi í 1. bekk Menntakól- ans við Hamrahlíð. Hún hefur tekið virban þátt í starfsemi KFUK og Kristilegs skólasam bands. — Það er ekki hægt að segja að ungt fólk yfirleitt sé kiricju rækið eða trúhneigt. Meirihlut- inn álítur kristna trú hrein- ustu fjarstæðu, trúir ekki því isem stendur í biblíunni og sækir aldrei kirkju nema ef til vill á stórhátíðum af því að það er hefð. Þetta er ef laust sök sumra kennara, því að þeir segja oft við nemend- ur sína að helmingurinn af því sem standi i biblíunni sé vitleysa og þá er kannski eðli legt að knakkarnir missi álit á kristindómi. En kirkjan á líklega talsverða sök á því sjálf, hvernig komið er því að hún hefur lítið sem ekkert gert til þess að vinna fylgi unga fólksins. Að vísu hafa ýmsir prestar bryddað upp á nýun? um í safnaðarstarfsemi gagn gert fyrir unglingana og feng ið þá þannig til kirkjunnar um tíma en yfirleitt varir þessi áhugi fremur skamman tíma, eitt eða tvö ár. Allt öðru máli gegnir um starfsemi KFUK og KFUM. Þessi félög taka að sér lltla krakka fá þeim ýmis verk efni og láta þau starfa að mannúðarmálum. Sé þessi að ferð viðhöfð næst miklu meiri árangur en ella, og unga fólk ið fær lifandi áhuga á boð skap Krists sem hefur tvímæla laust mikið að segja fyrir tingia sem gamla. Mér finnst fólk sem tekur þátt í kristilegri starfsemi vera miklu lífsglað ara en annað, það finnur til gang með lífinu og hamingju sem svo miargir era að leita að en finna ekki. Þótt flestir ungiingar nú á dögum séu frábitnir kristin dómi, er hópur þeirra sem að hyllast hann stærri en al mennt er talið. En aldarand inn hefur alltaf mikið að segjia nú þykir ekki fínt að trúa á guð, og þess vegna er algengt að krakkar þori ekki að láta uppi að þeir séu trúaðir af ótta við að vera álitnir öðru vísi en aðrir. Ríkið hafi ekki afskipti af trúarbrögðum Að síðustu raeðum við Vem harð Linnet 22 ára gamlan Kennaraskólanemia sem mjög aðhyllist marxistískar skoðan ir. — Ég segi nú ekki beinlin is, að ég vilji láta setja tíma sprengjur inn í allar kirkjur en ég er mótfallinn því að rík ið styðji trúiarbrögð á nokkurn hátt. Trúhneigt fólk á að stunda sín trúarbrögð í friði án afskipta og hjálpar ríkis valdsins og það getur gert það hvar sem er. Kristinfræði kennsla í skólum e. mínum dómi fáránleg, og í stað henn ar ætti að baka uPP kennslu í trúarbrögðum almennt Mú hameðstrú oig Búddhatrú jafnt sem kristinni trú. Kirkjan er annars alltof utlll ...ifavaldur hér til að hún geti misnotað aðstöðu sína, þótt hún vildi með einni undantekningu þó. Það er glæpsamlegt athæfi að ferma óharðnaða unglinga sem ekkeri vita hvað þeir eru að gera og fermingaraldurinn mætti skilyrðislaust hækka um Vernharður Linnet nokkur ár. Ég er mótfallinn kirkjunni og vil þess vegna engin afskipti, af henni hafa, en það mætti benda kirkjunn ar mönnum á það að helgisiðia formið er drepleiðihlegt og mærðarfullt og það vantar alla lífsgleði í guðsþjónusturnar, þessa ölvunargleði sem er við messur hjá bandarískum negr um og við guðsþjónustur hjá hernum. Ég veit ekkk hvort kirkjan ætti ,að beina starfsemi sinni út á aðrar brautir svo sem að mannúðarstarfsemi. Framhald á bls. 12 Kirkjan er ekki strangur yfirboSari Þá leitum við til Ilalldórs Gunnarssonar en hann er kom- inn að lokaprófum í guðfræði við Háskóla íslands. — Þú spyrð, hvað mér finn- ist um afstöðu unga fólksins til kirkju og trúmála. Við skul um fyrst skýrgreina hugtakið trú. Ég myndi viljia segja að það væri fullvissa einstaklings- ins um það sem hann vonar, en getur hvorki þreifað á né sannað eftir stærðfræðilegum formúlum. Guðshugmynd okk- ar er guðsmynd Krists en trú- in á hann hlýtur að vera mjög einstaiclingsbundiii, og sérhver Framhald á bls. 12. Halldór Gunnarsson /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.