Tíminn - 22.01.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.01.1967, Blaðsíða 14
TÍMINN SUNNUDAGUR 22. janúar 1967 ENSKA — ÞÝZKA — FRANSKA — SPÆNSKA — ÍTALSKA — RÚSSNESKA — NORSKA — SÆNSKA Innfæddir fungumálakenarar. Linguaphone-kerfið kemur til samstaYfs við áskapaða máltilfinningu yðar og veitir yður að stuttum tíma liðnum undraverða leikni í að tala. Aðferðin er hin sama og sú, er gerði yður fært að læra móðurmál yðar fyrirhafnarlítið. Fyrst hlustið þér, síðan talið þér. En samtímis því, sem linguaphone- aðferðin gerir yður auðvelt að læra að tala erient mál, leggur hún mjðg traustar undirstöður. Á tal plötunum koma fram hinir beztu kennarar, sem völ er á hverju einstöku landi, og þeir veita yður leiðsögn af ótakmarkaðri þolinmæði, unz' þér eruð fullkomlega öriiggur um yðar eigin framburð og skilning á málinu. Fyrst er þag hljóðið, því næst mynd in, og síðan hið skrifaða orð. Þetta er hin eðlilega aðferð, sem þér not- uðuð sjálfur — með góðum árangri, — þeg- ar þér sem bam lærðuð að tala móðurmál- ið, og þess vegna liggur það í augum uppl, að þessi aðferð er líka sú bezta, þegar læra skal erlent tungumál. Málið er nefnilega fyrst og fremst safn hljóða, sem þér aðeins getið tileinkað yður með stöðugri endur- teknlngu, og i þessu liggur ehimitt leyndar- dómurinn við hinn góða árangur, sem hægt er að ná með noíkun Iinguaphonsins- íhugið þessa kosti: Linguaphone er fljótvirkt: Stundarfjórðungur eða hálftími á hverjum degi í/nokkra mánuði mun vera nægileg æfing til að læra að tala erient mál rétt. Linguaphone þreytist aldrei: Þér getið feng- ið sömu setninguna enduriekna aftur og aftur, unz þér hafið náð íullkomnum framburði. Linguaphone er þægilegt: Þér getið valið þann tíma, sem yður hentar bezt, fyrir kennslutíma. Linguaphone á ekki sinn líka: Þér fáið að hlusta á hina beztu málakennara heims í móðurmáli viðkomandi lands. Linguaphone er auðvelt: Þér tileinkið yður málið með því að hlusta og lendið ekki í neinum vandræðum með málfræði. Þér getið hagað kennslunni eftir yðar eigin geðþótta heima hjá yður sjálfum, þegar þér eruð sem bezt fyrirkallaður. Fæst á 34 tungumálum. ‘ ‘V" LINGUAPHONE-umboðið Hljóðfærahús Reykjavíkur hf. Hafnarstræti 1. — Sími 13656. Við viljum hér með" tilkynna viðskiptavinum vorum, að skrifstofur fé- lagsins eru fluttar í ný húsakynni að: LAUGAVEGI 103 m Meðal nýjunga, í tryggingum viljum vér benda bifreiðaeigendum á hinar hagkvæmu bifreiðatryggingar vorar: Ábyrgðar- og hvers konar kasko- tryggingar. Vér viljum um leið minna á, að þeir sem ætla að flytja ábyrgðartrygg- ingar bifreiða sinna til vor, þurfa að tilkynna oss það fyrir lok þessa mánaðar. Brunabótafélag ísSands Laugavegi 103. — Sími: 24425 HITAVEITAN Framhald af bls. 16 fram kvartanir fá gjarnan ónot, og er svarað af lítilli kurteisi að þeirra sögn. Þeim er sagt, að Skóiavörðuholtið fái heitara vatn inn á hitaveitukerfið en aðrir, og ekki fyrir neitt aukagjald. — Mér finnst liggja beinast við, að bjóða þeim að koma og mæla hitann í pípunum, þegar ekkert er í þetm vatnið, sagði einn Þórsgötubúinn við okkur í dag. — Það væri ekki mikið þótt þeir strikuðu alveg út reikningana núna, sem lítíls hátt- ar uppbót fyrir það tjón og leið- indi, sem við höfum orðið fyrir af þessum sökum. —í gær var 3 stiga hiti úti, en í dag volgnuðu ofnarnir rétt aðeins, og eru nú orðnir alveg kaldir ritur. Þess má geta, að fólki í þeim hverfum, sem verst verða úti af völdum hitaveitunnar, hefur kom- ið til hugar að taka sig saman um að borga ekki reikningana, til þess að sýna ^>eim sem þessum málum stjórna það svart á hvítu, að það vill ekki við slíka þjón- ustu una lengur. í STRÍÐ Framhals af bls. 1. leyfði pólitíska starfsemi meðal stúdentanna við há- skólann, og sakaði fyrrver- andi ríkisstjóra, Edmund Brown, um stjórnleysi í því máli. Dr. Kerr, sem varð rektor 1958, fullyrðri, að pólitískar ástæður liggi til grundvallar brottrekstri hans. Sagði hann, að atkvæði hefðu fall ið 14-8, og hefði Reagan ver ið einn hinna 14. Sagði Kerr, að stjórn háskólans væri skyldug til að taka ekki of mikið tíllit til pólitískra breytínga í Kaliforníu, og þótt ríkið hafi fengið nýjan ríkisstjóra, þá þýddi það ekki að háskólinn ætti að fá nýjan rektor. Slíkt hefði aldrei áður komið fyrir við háskóla í Bandarikjunum, sagði Kerr. Reagan sagði í yfirlýsingu, að hann teldi ákvörðun stjórnarinnar viturlega. Margir fremstu háskóla- kennararnir í Berkeley eru furðu lóstnir yfir brott- rekstri Dr. Kerrs. EFTIRLIT Framhals af bls. 1. og þótt þeir geri ekkert af sér sem brýtur í bága vlð lögin, er ekki hægt að segja að þeir séu neinir aufúsugestír hér a.m.k. á meðan þeir hafa ekkert fyrir stafni, en setja hálfgerðan leiðindasvip á borgina, þar sem þeir eru á ferli, margir hverjir síðhærðir og illa til fara. Ekki hefur fram að þessu komið tíl þess að neinu af þessu fólki hafi verið vísað úr landh en þess má geta í þessu sambandi að Bretarn lr sem komu við sögu vegna inn brotsins hjá Kornelíusi á Skóla vörðustíg um jótín eru í farbanni, og ekki víst nema þeim verði vís að úr landi, er dómur hefur fallið í máli þeirra. BONNIE Framhals af bls. 1. Eiginmaður hennar er hér enn, og hefur hún margsinnis boðizt tíl að senda honum peninga svo hann komist úr landinu en ekki bólar á neinum ennþá, hvorki dollurum eðá ísl. peningum. Hvaða viðskiptí hún hefur viljað eiga við Landsbank ann liggur ekki á ljósu á þessu stigi málsins en ekki er ólíklegt að hún hafi ætlað að „slá“ hann, en nóg er við penineana þar að gera, annað en að lána þá erlendum ævintýrakonum. Hvað er Bezti málakennarinn Lærið tungumál á ótrúlega stuttum tíma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.