Tíminn - 22.01.1967, Blaðsíða 8
8
íltfekt Sjálfstæðis-
flokksins 1958
Stjórnarblöðin gera sér enn
tíðrætt um það, hvernig efna-
hagsástandið hafi verið, þegar
vinstri stjórnin fór frá völdum
haustið 1958. Seinast hefur Jó-
hann Hafstein varaformaður
Sjálfstæðisflokksins birt um
þetta mikinn langhund í Mbl.
Svo vel vill til, að fyrir liggur
samtíðarheimild um efnahags-
ástandið, þegar vinstri stjórnin
lét af völdum, — samtíðarheim-
ild, sem ekki er hægt að telja
vilhalla vinstri stjórninni. Þeg-
ar vinstri stjórnin sagði af sér,
var það fyrsta verk forseta ís-
lands að fela Ólafi Thors stjórn-
armyndun. Ólafur fól þá hag-
íræðingum Sjálfstæðisflokksins
að gera eins konar úttekt á efna
hagsástandinu. Þeir skiluðu ýt-
arlegu áliti, sem birtur var út-
dráttur úr í yfirlýsingu frá Sjálf
stæðisflokknum, sem var birt í
Mbl. 19. desember 1958.
Það er ekki ófróðlegt að rifja
það upp nú, hver þessi niður-
staða hagfræðinga SjálfstæSis-
flokksins var.
Sex prósent
í áðurnefndri yfirlýsingu
Sjálfstæðisflokksins, sem birtist
í Mbl. 19. desember 1962, segir
svo:
„Flokkurinn hefur lagt
áherzlu á að finna þau úrræði,
er þrautaminnst væru fyrir al-
menning, en væru þó um leið
líklegust til þess að stöðva vöxt
verðbólgunnar. Er það mat
flokksins, að eftir greindar ráð-
stafanir ^samrýmist bezt þessu
tvíþætta iharkmiði:
Launþegar afsali sér 6% af
grunnkaupi sínu og verð land-
búnaðarvara breytist vegna hlið
stæðrar lækkunar á kaupi bónd
ans og öðrum vinnútilkostnaði
við landbúnaðarframleiðsluna.
Þó verði grunnlaun engrar
stéttar lægri en þau voru, þeg-
ar efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar tóku gildi á sl.
sumri. Yrði sú leið farin að
lækka vísitöluuppbótina, sem
þessu nemur, myndi sú ráðstöf-
un ekki hafa áhrif á verð land-
búnaðarvara fyrr en næsta haust
en lækkun grunnkaups leiðir
þegar i stað af sér lækkun land-
búnaðarvara. Er því lækkun
grunnkaupsins mun líklegri til
árangurs en skerðing vísitölu-
UDpbóta. Við þetta myndi
vísitala lækka 6—7 stig. Gera
mætti þó ráð fyrir óbreyttum
unpbótum til sjávarútvegsins og
sú hækkun á vöruverði vegna
kauphækkana í október, sem
enn er ekki fram komin, myndi
falla niður eða varla nema meiru
en 1 stigi. Til þess að halda vísi-
tölunni í 185 stigum, yrði að
auka niðurgreiðslur á vöruverði,
er næmi 10—12 stigum. Séu nið
urgreiðslur ekki auknar umfram
þetta, ætti ekki að þurfa að
hækka beina skatta og almenna
tolla.“
Niðurstaða liagfræðinga Sjálf
stæðisflokksins er í fáum orð-
um þessi: Ef kaupið er lækkað
um 6%, er hægt að tryggja út-
gerðinni nægar uppbætur og
hæfilegar niðurgreiðslur, án
þess að hækka nokkuð álögur
dkisins. Jafnframt er hægt að
TÍMBNN
Sfldarflotinn í höfn í Reykjavík.
Menn oo málofni
halda verðlaginu óbreyttu eða í
185 vísitölustigum, miðað við
þáverandi visitölu.
Saga sex prósent-
anna
Það er ekki ófróðlegt að rifja
upp sögu þeirra sex prósenta,
sem hér er rætt um, og raun-
verulega urðu vinstri stjórninni
að falli.
Vorið 1958 voru gerðar víð-
tækar efnahagsráðstafanir, sem
höfðu nokkrar álögur í för með
sér. Til þess að mæta þessum
álögum, fengu launþegar strax
5% kauphækkun og áttu svo að
fá síðar hækkun samkv. vísitölu.
Hagfræðingar töldu, að þetta
væri vel framkvæmanlegt.
Sjálfstæðisflokkurinn þóttist
hins vegar sjá hér leik á borði.
Hann var sá að knýja fram kaup
hækkun umfram þau 5%, sem
launþegar voru búnir að fá og
umfram þá dýrtíðaruppbót, sem
; í vændum van Foringjar hans
ákváðu því að gerast kauphækk-
unarmenn og verkfallsleiðtog-
ar. Til liðs við sig fengu þeir
hægri krata og Moskvukommún
ista. í sameiningu tókst þessum
aðilum að knýjá fram rösklega
6—9% kauphækkun sumarið
og haustið 1958. Það var þessi
kauphækkun, sem sérfræðingar
Sjálfstæðisflokksins töldu nauð-
synlegt að taka aftur að mestu
leyti.
Vitnisburður Einars
Foringjar Sjálfstæðisflokksins
vilja nú helzt ekki við það kann-
ast, að þeir hafi staðið að um
ræddri kauphækkunarbaráttu
1958. Einar Olgeirsson hefur
hins vegar lýst þessum þætti
þeirra rækilega í þingræðu 15.
desember 1960. Honum sagðist
svo frá:
„Ég átti einu sinni dálítið sam
an við Sjálfstæðisflokkinn að
sælda þetta sumar (þ.e. sumarið |
1958). Það er í raun og veru
mjög skemmtilegt upprifjunar, j
fvrst hæstv. forsætisráðherra
'ólafur Thors) kemur nú með
t ’-irspurn. Sjálfstæðisflokkurinn,
studdi almennar launakröfur,
sem almenningur var með þá,
og virtist ekki sjá nein vand-
kvæði á, að ríkisstjórnin og þjóð
arbúið gæti vel borgað launa-
kröfurnar og mér þótti mjög
vænt um, að Sjálfstæðisflokkur-
inn væri þessarar sömu skoð-
unar, og ég vona, að það þafi
ekki verið nein hræsni hjá Sjálf
stæðisflokknum. Ég vona, að
hann hafi ekki verið að stuðla
neitt að því að setja þjóðarbú-
ið á höfuðið, og ég vona, að þeir
menn úr Alþýðuflokknum, sem
stóðu þá með því, að launahækk
anir væru mjög nauðsynlegar,
hafi verið þeirrar skoðunar, að
þjóðarbúið bæri þetta vel.“
Þeir Ólafur Thors og Bjarni
Benediktsson hlustuðu báðir á
Iþennan vitnisburð Einars og
gerðu enga athugasemd við
hann. Fyrir Bjarna Benedikts-
son hefði líka lítið þýtt að mót-
mæla, því að hann var ritstjóri
Mbl. sumarið 1958 og hvatti þá
nær daglega til kauphækkana í
skrifum sínum.
Ágreiningurinn í
vinstri stiórninni
Það var þessi kauphækkun,
sem knúin var fram af Sjálf-
staéðisflokknum, hægri krötum
og Moskvukommúnistum 1958,
er olli ágreiningi í vinstri stjórn-
inni haustið 1958. Fyrirsjáanlegt
var, að hún myndi leiða til nýrr-
ar verðhækkunaröldu, ef ekkert
væri að gert. Framsóknarmenn
vildu því gera ráðstafanir til
stöðvunar á þeim grundvelli, að
tryggður væri svipaður kaup-
máttúr láuna og var í október
1958. Þetta máttu kommúnistar
ekki heyra nefnt, og Alþýðu-
flokkurinn þorði þá ekki ann-
að en að fylgjast með. Vegna
þessa ágreinings klofnaði vinstri
stjórnin og íhaldið komst til
valda.
Það er vissulega orðið dýrt
fyrir launastéttirnar, að komm-
únistar skyldu taka höndum
saman vlð Sjálfstæðisflokkinn
sumarið 1958 og knýja fram
óraunhæfar kauphækkanir, er
urðu vinstri stjórninni að falli.
Óheilindi Sjálfstæðisflokksins sá
ust hins vegar vel á því, að
hann stóð þá að kauphækkun-
um, sem hann tók svo aftur
með löggjöf nokkrum mánuðum
síðar. Hjá honum helgar tilgang
urinn meðalið.
skilnaður
Þegar undan er skilinn sá
vandi, er leiddi af umræddri
kauphækkun sumarið 1958, var
ástand efnahagsmálanna í bezta
lagi, er vinstri stjórnin lét af
völdum í desember 1958.
Afkoma út á við hafði farið
batnandi á árinu. Gjaldeyris-
staða bankanna var hagstæð um
228 millj. kr. og heildarskaldir
þjóðarinnar við útlönd meira en
helmingi lægri en þær eru nú,
miðað við núv. gengi.
Afkoma ríkissjóðs var mjög
hagstæð og nam greiðsluafgang-
ur hans á árinu mörgum tugum
millj. kr.
Afkoma landbúnaðar og sjáv-
arútvegs hafði farið batnandi og
framkvæmdir farið vaxandi
bæði til sjós og sveita. Ræktun-
arframkvæmdir voru miklar,
uppbygging fiskiðjuvera einnig
og undirbúin mörg skipakaup.
íbúðabyggingar voru miklar,
eins og sést á því, að á árin
1958 nam tala fullgerðra íbúða
i Reykjavík 865, en síðan 1960
hefur þessi tala verið 630 til
jafnaðar á ári. Það var því vel
komið á veg að útrýma húsnæð-
isskortinum, því að árið áður
(1957) hafði tala fullgerðra íbúða
verið 935. Síðan hefur verið
dregið úr möguleikum einstakl-
inga til að eignast eigið hús-
næði og húsnæðisskorturinn
magnast að n’’’u.
Lánstraust pjóðarinnar út á
við var gott, eins og sést á því,
að á árinu 1959 voru tekin er-
lend lán, er námu 600—700
millj. kr., miðað við núverandi
gengi.
Nttaskiolin 1958
Það mundi vissulega vera
öðruvísi umhorfs í íslenzkum
SUNNUDAGUR 22. janúar 1967
efnahagsmálum, ef dýrtíðar
stöðvunarstefna Framsóknar-
flokksins hefði sigrað haustið
1958 og fylgt hefði verið áfram
að öðru leyti umbótastefnu
vinstri stjórnarinnar. Þá hefði
gróði góðu áranna ekki farið í
verðbólguhítina að mestu leyti,
eins og raunin hefur orðið. Þá
hefði verið hægt að auka kaup-
mátt tímakaups verkafólks jaf'í-.
og þétt í samræmi við vaxandi
þjóðartekjur í stað þess að hver
kauphækkun að undanförnu hef
ur lent jafnóðum í verðhólgu-
hítina og kaupmáttur tím. aups
ins er því jafnvel minni nú en
hann var fyrir 9 árum, þrátt
fyrir alla aukningu þjóðartekn-
anna, á þessum tíma. Þá hefd:
einstaklingamir haft möguleikt
til að halda áfram hinni hröðu
fjölgun nýrra íbúða, er átti sér
stað á áranum 1957 og 1958,
og húsnæðisvandamálið væri þá
leyst í stað þess að hafa versnað
um allan helming. Þá hefðu at-
vinnurekendur í landbúnaði,
sjávarútvegi og iðnaði getað
byggt upp atvinnufyrirtæki sin
og verið undir það búnir
mæta erfiðleikunum, þegar
yrði á góðærinu. Þá hefði þjóö-
arbúið getað staðið traustum fót-
um og þjóðin horft björtum aug
um til framtiðarinnar.
í stað þessa blasir nú allt ann
að framundan. f stað þessa, er
þjóðin nú stödd á „vegamótum
velmegunar og vandræða“ svo
að notuð séu orð sjálfs forsæt-
isráðherrans. Svo dýrt hefur það
reynzt þjóðinni, að viðnáms- og
umbótastefna Framsóknarflokks
ins beið ósigur haustið 1958.
Hverjirbera
ábyrgðina?
Hverjir bera ábyrgðina á því,
að svona hörmulega hefur til
tekizt? Ábyrgðina bera fyrst og
fremst þeir, sem hafa farið með
völdin síðan 1958. Þeir hafa aldr
ei haft manndóm til að segja,
eins og Framsóknarmenn sögðu
haustið 1958: Annað nvort
stjórnum við, eins og við telj-
um rétt, eða við látum stjórn-
ina af höndum. í staðinn fyrir
að gera þetta, hafa þeir aidrei
þorað að fylgja fram ákveðinni
stefnu af ótta við að hrökklasl
úr stjórnarstólunum. Þeir hafa
heldur látið undan og lippast
niður en að gera það, sem þ ir
þó álitu að væri nauðsynlegt.
Til að hugga vonda samvizku.
hafa þeir öðru hvoru sagt: Við
þorum að stjórna, gefumst ekki
upp eins og hinir! Vegna þessa
vesaldóms og valdagirni stendur
þjóðin á „vegamótum velmegun-
ar og vandræða“ eftir mesta og
lengsta góðæri í sögu hennar.
Svd fullkomin er uppgjöf þess
ara manna, að þeir eru farnir
að líkja trú á landið og fram-
tak þjóðarinnar við hjátrú á
stokka og steina. Það, sem þeir
sjá orðið helzt til bjargar, er
að hlejrpa erlendu einkafjár-
magni inn í landið og koma at-
vinnurekstrinum sem mest i
hendur útlendinga.
Hér verður engin stefnubreyt
ing til bóta fyrr en völdin kom-
ast í hendur manna, sem trúa
á þjóðina og landið og þora að
standa og falla með stefnu sinni.
Það ætti saga undanfarinna ára
vissulega að hafa kennt þjóð-
inni