Tíminn - 31.01.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.01.1967, Blaðsíða 5
I ÞRIÐJUDAGUR 31. janúar 1967 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÖKNARIFLOKKURINN Framkvsemdastjórt: Krlstján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriOi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug. lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.staifstofur l Kddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: BankastrseO 7. Af. greiSslusími 12323. Auglýsingasimi 19323. Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr. 105.00 á mán. Innanlands. _ f lausasölu kr. 7.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h. f. V egamálin Það kom glögglega í ljós í viðræðum þeirra Halldórs E. Sigurðssonar og Ingólfs Jónssonar, sem nýlega fóru fram í útvarpinu, að mikil þörf er fyrir stóraukin fram- lög til vegamála. Vegakerfið er raunverulega að brotna niður vegna hinnar stórauknu umferðar. Ekkert nema stóraukið átak í vegamálum getur afstýrt því öngþveiti, sem hér er annars framundan. Það er í samræmi við þetta. sem Framsókriarmenn hafa á undanförnum þingum flutt frumvarp um sér- staka breytingu á vegalögunum og flytja það enn á þessu þingi. Rökstuðningur fyrir þessu frumvarpi er í höfuð- atriðum þessi: Verkefnin í vegamálum hrannast upp. Tala bifreiða landsmanna hefur tvöfaldazt á, s.l. 10 árum, en álagið á vegakerfið evkst enn meir, því að bílarnir þyngjast og umferðarhraðinn eykst með ári hverju. Undanfarin 30—40 ár hafa verið unnin stórvirki í vegamálum landsins. Viðleitnin hefur miðazt við það að tengja sem flest byggðarlög landsins akvegakerfinu, þannig að bílfært yrði. Þessu verki hefur miðað vel áfram, þó að enn sé mikið ógert. Þannig eru óbyggðir langir kaflar af hringvegi um landið. ýmist alveg eftir að gera þá bílfæra eða þeir eru aðeins ruddir. Nauð- synlegt. er að ljúka þessu verki sem allra fyrst. Nú stöndum við frammi fyrir alveg nýju verkefni í vegamálum. Þar sem umferðin er orðin mest og hröð- ust og farartækin þyngst, verður vegagerðin að miðast við að' gera vegi. sem eru hagkvæmir fyrir umferð- ina og fara vel með farartækin. Það eru ekki litlir þjóð- félagslegir hagsmunir í húfi að takmarka slit og eyði- leggingu á farartækjunum, þegar á það er litið, að bifreiðar að verðmæti 5000—6000 milljónir króna eru að staðaldri á ferðinni um vegakerfi landsins. Með samþykkt vegalaganna viðurkenndi Alþingi til- vist. þessa verkefnis. Þar er ákveðið, að þeir vegir, sem gera má ráð fvrir að innan 10 ára fari um- vfir 1000 hílar á dag skuM teljast hraðbrautir og gerast með varanlegu slitlasi Á hinn bóginn hefur Alþingi ekki séð fvrir fé til þessara framkvæmda af samtímatekjum utan 10 milli. kr. sem ekki nægia fvrir vöxtum af því fé. sem hogar er knmið í slíkar framkvæmdir Víða erlendis þykir sjálfsagt að ríkistekjur af farar- tækjum og rekstrarvörum þeirra renni til uppþyggingar vegakerfisins. Þar til fyrir um það þil áratug var það einni? svo hér á landi. að umferðartekjurnar og útgjöld- in til vegamála vógu sait Fn siðan hefur æ meira af þessu fé runnið til annarra þarfa ríkissjóðs. Félag íslenzkra þifreiðaeigenda hefur látið reikna út, að á árunum 1960—1964 hafi tekjurnar af umferðinni numið 2046 milljónum króna, þar runnu til viðhalds og byggingar vega 750 millj. kr., eða 37%, en til annarra þarfa ríkissjóðs 1295| millj. kr., eða 63^. Frv þetta gerri ráð fyrir því að nokkuð af því, sem áður hefur runnið til annarra þarfa af þessum tekjum ríkissjóðs. renni nú i vegasjóð Er uhi að ræða leyfis- gialdið. sem áætlað er 170 millj kr. í fjárlögum þessa árs Þegar sveitarfélögin hefðu fengið það. sem þeim her samkvæmt 32 gr. vegalaga. vrðu þá eftir 145—150 miilj. kr., sem gert er ráð fyrir að rynnu eingöngu til nvhyggingar þjóðvega.. Ef þetta frv. yrði að lögum. mundi það því skapa möguleika til stóraukinna framkvæmda í vegamálum. Jón Skaftason, alþingismaður: Er ábyrgöartilfinningin að sliga þá, blessaða? Margir veiviljaðir menn hljóta að komast við vegna þe'rrar meðferSar, sem landsfeðurnir í ráðherrastólunum hljóta af hálfu stjómarandstæðinga á þingl. Þarna streytast þeir tímun um saman við að stjórna mál- efnum landsmanna af einstakri ábyrgðartilfinningu, en árans stjómarandstaðan reynir sí- fellt að spilla fyrir með ein- stöku ábyrgðarleysi og yfir- boðum- Það er ekki von aS vel fari, þegar þannig er stað- ið að málunum og allt cr þetta stjórnarandstæðingum að kenna. Þeir eru óábyrgir. Eitthvað á þessa ieið er sá boðskapur, sem ríkisstjórnin og stuðningslið hennar hefir bá súnað út flest þau árin, sem „Viðreisnar“ stjórnin hefir set ið við völd eða talsvert á átt- unda árið. Þessi er afsökun flestra þeirra mistaka og er hvergi gott ef rétt er. Ábyrgð- arleysi er vont hjá stjórnarand stöðu, hver sem hún er í það og það skiptið. En hálfu verra er það þó, cf ríkisstjórn og sá meirihluti, er hana styður be't- ir því, vegna þess, að þeirra er valdið og aðstaðan til þess að koma miklu í framkvæmd með löggjöf og yfirráðum í meiri- háttar stofnunum í stjórn- kerfi okkar- í dag lifa íslendingar við ein kennilegt ástand. Mikil yfir- borðsvelmegun ríkir og hefur ríkt hjá stórum hluta þjóðarinn ar, en sá grundvöllur, er þetta byggist á virðist vera að gliðna. Er hér átt við ástand undir- stöðuatvinnuvega landsmanna, sem í mörgum greinum stendur á brauðfótum eftir margra ára samfellda uppgripatíð til Iands og sjávar og hagstæð viðskipta kjör erlendis allt fram á síð- ustu mánuði s- 1. árs. Um þetta þarf ekki að deila, þótt svo sé gert. Óyggjandi yf- irlýsingar, stjórnarliða og stjórn arandstæðinga, sem vel þekkja til þess, sem þeir eru að segja, sanna þetta ótvírætt- Má minna á í því sambandi álit nefnd- ar þingmanna allra flokka, er Iýsti yfir, að grundvöllur fyrir útgerð smærri báta en 120 smá lestir, sé ekki til í dag svo og samþykktir L.f.Ú- um sama efni- Alit nefndar, er rannsakaði rekstur togaranna. Yfirlýsingar samtaka hraðfrystihúseigenda, margra forvígismanna iðnaðar- ins t. d. Axel Kristjanssonar í útvarpinu fyrir skemmstu, og framámanna í landbúnaði, Það mun samdóma álit all- flestra, sem um þessi mál hugsa, að orsakir þessa óheilla- ástands undirstöðuatvinnuveg- anna sé fyrst og fremst að finna í þeirri óðaverðbólgu, sem hér hefir verið mest allt viðreisnartímabilið. Hvers kyns tilkostnaðarhækkanir hafa lilaðizt upp í framleiðslugrein- unum, margar þannig tilkomnar að rík'svaldið sjálft hefur geng ið á undaji í óhóflegum skatta álögum, sem vel má merkja á því, að fjáriög yfirstandandi árs eru 400—500% hærri en þau voru 1958 og virðist þó varla duga til að mæta útgjöldum rík issjóðs! En hefir ríkisstjórnin ekki sýnt einbeitni og festu í að hamla gegn vexti verðbólgu á vdldatíma sínum, kann einliver a« spyrja- Hefir hún ekki sýnt ábyrðartilfinningu sína í verki í þéim vanda? Það er fróðlegt að rifja upp nokkur atriði í þessum efnum- Efnaliagsaðgerðir ríkisstjórn arinnar í ársbyrjun 1960 voru að allra dómi mjög róttækar og gætti áhrifa þeirra víða. Þær höfðu tvímælalaust kjaraskerð- ingu í för með sér fyrir marga launþega og meiri heldur en út- reikningar sýndu. Launþeg- 'samtökin hreyfðu sig ekki allt árið 1960 og langt fram á ár- ið 1961, en á því ári kom til verk falla víða og var samið norður á Akureyri um sumarið 1961. Voru það mjög hóflegir samn- ingar pg í þeim ýmis nýmæli er sýndu vilja samningsáðilja ril þess að koma í veg fyrir, að samningsgerg þessi yrði til þess Hrinda af stað nýrri verðbólguskriðu. Ríkisstjórnin svaraði þessari samningsgerð með géngisféll- ingu í ágúst 1961 af hréinum hefndarhug og án efpahacslegra raka. Hverskyns verðhækkanir ÞRIÐJUDAGSGREININ fylgdu í kjölfarið og skriðan fór af __ stað. f kosningunum 1963 þótti stjórnarflokkunum mikið liggja við og brýna nauðsyn bera til, að þeir kæmu sterkir út úr þehn. Á því ári var fyrir frum- kvæði ríkisstjórnarinnar tekið stóri lán í Bretlandi á milli 200—300 milljónir króna og því útdeilt til þeirra staða, er stjómin taldi hentugast. Mörg um fannst þr,ð skritin latína hjá ráðherrunum, að á sama tíma og þeir kvörtuðu um of mikla þenzlu í efnahagslífinu og þótt ust berjast gegn henni með lána bindingu í Seðlabankanum og háum vöxtum, þá skyldu þeir dæla út mörgum hundruðum milljóna í nýjum lánum af full komnu handahófi og í pólitísk um tilgangi fyrst og fremst. En kosningar eru kosningar og það verður að greiða þær því verði, sem þær kosta. Skítt með öll „prinsip", ef valdaað- staðan er í hættu. Þannig var þá hugsað á stjórnarheimilinu. Frelsið er uppáhaldsslagorð núverandi stjórnarflokka. Allt skal frjálst í þjóðfélaginu, hvað sem það kostar. í samræmi viS þetta vex inn flutningurinn risaskrefum. Um 300—400 innflutningsfyrirtæki með fjölm. starfsliði og mild- um kostnaði keppast við að flytja inn allt frá dýrustu gerð- um lúxusbíla á ónýta vegi nið ur í danska tertubotna og álagn ingarfrelsið er nær ótakmarkað. Þetta er allt mjög flott og gott, en einhverjir verða þó að borga þetta- Og það skyldi nú ekki vera rétt, að það væru undir- stöðu atvinnuvegirnir, sem bæm hitann af innflutningsæðinu? Er frelsið og stjórnleysið að ríða þéim á slig. \Þannig spyrja þeir sjálfa sig, er gerzt þekkja til og hrista höfuðin yfir þeirri stjórnspeki, sem felst í þvi að seigdrepa sjálfa mjólkurkúna, þótt í nafni frelsisins sé. Eru það ábyrgðarfullir menn, er þannig stjórnar mál- efnum okkar?' Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli: 10 og 33 - HVORT ER MEIRA? ji í fróðlegum viðræðum Einars Ágústssonar og Gylfa Gíslasonar viðskiptamálaráðherra í útvarpinu 9. janúar hélt ráðherrann því fram að það væri hin mesta blekking að vöxtur verðbólgu hér -á! iandi| hefði aldrei verið meiri en nú hin síðustu ár. Tókst mér eftir að hann segði að árin 1950—1959 hefði vöxturinn verið um 10% á ári en ekki nema um 8% ái'lega í tíð viðreisnarstjórnarinnar. Ekki mun ég rengjia þessar til- ur, en skyggnast vil ég bak við þær. Gerum ráð fyrir að þróun- in hafi verið svona og látum jafn- ast milli ára, 10% fyrra tímabil ið. 6% hið síðara. Þessi þróun er þá sú, að 100 krónur i ársbyrjun 1950 höfðu sama kaupmátt og 110 krónur í árslok eða 259 krónur og 36 aur- ar i ársbyrjun 1960. í ársbyrjun 1966 hefði þá þurft 412 krónur og 63 aura móti 100 krónum í ársbyrj un 1950, og 8% af þvi eru 33 krón ur, en það er vöxtur verðbólgunn- ar á síðasta ári. Þetta er eðli verðbólguskriðunn ar, að hún herðir á sér með hverju árjnu. Þetta dæmi viðskiptamálaráð- herrans sýnir að þessi 8% verð- bólguvöxtur núna veldur því að sá rekstur. sem kostaði hundrað krónur 1950 kostar 33 krónum meira í ár en í fyrra. , Ráðherrann segir, að 33 krón- Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.