Tíminn - 31.01.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.01.1967, Blaðsíða 9
MUÐJUDAGUR 31. janúar 1967 TÍMINN Leikfélagið Gríma: Lífsneisti eftir Birgi Engilberts Ég er afi minn Sviðsmynd úr „Eg cr afi minn“. TaliS frá vinstri Mamma (Jóhanna NorðfjörS, Lillililli (Kjartan Ragnarsson) Sálfræðingur (Arnar Jónsson), Pabbi (Jón Júlíusson), Systa (Björg Davíðsdóttir, Brói, (Sigurður Karlsson) eftir Magnús Jónsson Það er nú ljóst orðið, að Leik- félagið Grima er á góðnm vegi með að helga sér vaxtarbroddinn i íslenzku leiklistarlífi, vantar raunar ekki nema herzlumuninn, og verði fram haldið með sömu djörfung og samstarfi leikara af tveimur eða þremur kynslóðum, er þess ekki langt að bíða. Æskileg er nánari samvinna milli sviðsins i Lindarbæ og Grímu. S.l. laugardag frumsýndi Gríma tvö ný leikrit eftir kornunga, ís- lenzka höfunda. Fyrri leikurinn var einþáttung ur, er nefndist Lífsneisti, var eftir Birgi Engillberts, ungan höfund, sem býr þegar yfir meira jafnvægi en títt er um fólk á hans aldri og leitar staðfastlega styrktar í stíl og formi, eða beitir sér að inn- viðum skáldskapar ef svo mætti segja, manninum í einsemd. Að vísu hefur hann ekki enn afl eða lífsreynslu til þess að reisa og skreyta mikið hof, án þess að nýta áhrifabrag ytra borðs, en vinnu- brögð hans eru mjög heiðarleg og markvís. ,Hann hefur fundið sér skáldlegan en afar viðkvæman efnivið, snjalla hugnlynd en tekst ekki að skila unnu listaverki í þessari tilraun, á ekki í reynslu sinni nógu fjölbreytileg til- brigði mannlífsins til þess að skýra myndina og gefa henni dýpt og víddir, og hann hefur heldur ekki enn þá málsnilid á valdi sínu, er geti lyft henni nægilega. Þess vegna verður leikurinn ein- kennilega fábreyttur og langdreg inn og á ekki stigbreytingu. Áhorf andinn hefur það á tilfinningu, að hann þurfi ekki að láta segja sér og sýna hið sama svona oft og lengi. En annars er kveikjan frumieg og skáldleg. Æskuleikfang gamall- ar konu, kanínubrúða, fær líf í ömurlegri, blaktandi elli hennar, og leikurinn er samtal þeirra eða draumur. Ömurleiki sviðsins er nærri þvj hrikalegur, kallaður fram af nærgöngulli samvizkusemi og skilningi. Nína Sveinsdóttir leiðir gömlu konuna ljóslifandi fram, en neyðist því miður til þess að láta hana staðna í gerv- inu. En það er nærfærin mynd, sem við blasir. Hlutverk kanín- unnar er í sama þrönga stakkn- um, en Bríet Héðinsdóttir gerir einnig úr þvf mjög eftirminnilega mynd en fær ekki heldur færi á að brjótast úr einhæfninni. Seinna leikritið, Ég er afi minn, eftir Magnús Jónsson, er veTk af annarri gerð og miklu stórskorn- ara og gengur síður en svo hjá ytri sviptingu og sterkum útvið- um, og í samræmi við það er þar allt í táknum, sumum æpandi og harkalegum til þess gerðum að reyna að reka áhorfandann út úr skel sinni, koma við kviku hans og knýja hann til mats og afstöðu. Tema leiksins er fávitaháttur stríðsins, sem þekkingin þjónar alveg, og óbrotið líf hrekklauss og venjulegs fólks sem leiksopp- ur þeirrar sameinuðu kyngi, með styrjöldina í Vietnam í bakgrunn sem sönnunargagn. Auðséð er, að þama er að verki kunnáttusamur maður um áhrifavalda sjónleiks- ins og nýtingu tákna. Hann er einnig hugkvæmur, sterkur í tjáningu og oft orðsnjall, en hann skortir jafnvægi, sjálfsögun og hlýðni við lögmál verks síns. Stuðull leiksins er fávitinn, •kross hversdagslegs fólks á alþýðu Úr „Lifsneista“, leikendurnir Nína Sveinsdóttir sem gamla konan og Briet Bjarnhéðinsdóttir sem kanínan. HESTAR OG MENN Atthagatengsl Sá snjalli og skeleggi fund armaður Björn Halldórsson kom fram með þá tillögu á síð- asba ársþingi, að hesbar þeir sem skrásettir eru á kappreið- um eða öðrum hestamannamót um, skuli vera kenndir við fæð ingarstað sinn eða átthaga, svo ekki verði um villt hvaðan þeir eru upprunnir. í þessu sambandi er rétt að taka fram að gefnu tiefni. að ekki er ætlazt til að kenna hross við fæðingarstað sini) i of bókstaflegri merkingu, t. d. folöld sem fædd eru á afrétti ber auðvitað að kenna við þann bæ, sem móðirin er frá, en ekki við blettinn em þau fæðast á. — Sama gildir í cðr- um hliðstæðum tilvikun, að kenna ber folaldið við „heim- ilisfang" hryssunnar. Eins og kunnugt er hefur venjan verið sú, að geta í sýn- ingarskrám innan hverra sýsiu marka hestarnir séu fæddir og hver sé eigandinn. Þetta segir mjög lítið og gefur litla vitn- eskju um uppruna hestsins eða ætterni, en nánari upplýsingar þar um eru að mörgu leyti æskilegar, en þó þvi -ðeins, að rétt sé skýrt frá, svo byggja megi á þeim upplýsingum sem gefnar eru. — Nú er það t.d. orðið nokkuð 'algengt að menn kaupi folöld víðs vegar að og ali þau síðan upp. Auðvitað ber að kenna slík hross við fæðingarstað þeirra en ekki uppeldisstöðvar, — nema hvort tveggja sé gert. Með tniiti að þessu bar Björn sína tillögu fram og eft- ir að þingnefnd hafði fjallað um hana var hún samþykkt í eftirfarandi mynd: „17. ársþing L.'H. samþykkir að beina því til forráðamanna hestaþinga, að kenna þátttöku- hross við fæðingarstað þeirra.) Einnig skal greina ættir atlra hrossa svo sem framast er kost ur. Tilgreina skal ennfremur, hvaða einstaklingar í framætt- um hafa verið tamdir og hvernig þeir hafia reynzt." Eins og tillagan er orðið get- ur orðið nokkuð þungt f vöf- um, að telja fram allt, sem til- greint er og enginn ávinning- ur að sliku „framtali" nema rétt sé. En auðvitað er æski- legast að sem gleggstar upp- lýsingiar liggi fyrir um þau hross sem koma fram á hesta- mannamótum en alveg sérstak- lega ætti að vanda til þeirrar vitneskju sem gefin er þegar um fjórðungsmót eða landsmót er að ræða. Og að þvf ber að stefna. G.Þ. Tímamyndir GE. heimili, og framrás leiksins er hæfilega undirbúin með heimils- mynd, þar sem drættir pcrsón- anna eru skýrðir. Síðan birtist hald leysi mannlegra viðbragða gegn vandanum, en æðri vísindi köma til skjala og beita öfugum klón- um, kynda undir og magna. Fá- vitinn verður raunar því kunnug- legri, sem hann nálgast áhorfand- ann meira. Hergagnaleikföngin og dekrið við sturlað skefjaleysið eru forleikurinn, og síðan geysist sat- íran hjá í hröðum táknmyndum, unz fávitinn stendur sem þjóð- hetja í rússneskum hershöfðinSja- skrúða með bandarísk þjóðtákn að 'baki og vígvélarnar í þrúgandi nærsýn. Vafalaust hefði flestum þótt hæfa að láta leikinn enda þarna. En höfundi er meira í mun. Hann freistar þess að varpa kjarna málsins beinlínis framan í áhorf- endur, inn í hugskot þeirra, svo að þeir standi eftir með hann, eða gangi úr með hann sem. hlut í hendi. Til þess sprengir hann hreinlega leikform sitt, reynir að varpa sjónleiknum fyrir róða, læt- ur 'leikandann kasta' grímu og hverfa og ganga í hóp leikhús- gesta andspænis verkinu. Áhrif þessa á mig voru kynlega gagn- virk, eftirsjá vegna góðs hlutar, sem brotinn var, og styrkt veru- leikaskynjun toguðust á, en þó er ég smeykur um, að tilraunin hafi verið og djörf og ekki tektót, góðu leikverki hafi verið spillt mjög og inntak þess fallið niður milli brot-1 anna og leikhúsgesta í síðustu ör- þrifunum. Engu að síður var þetta djarfleg tilraun, sem síðar gæti tekizt betur. Erlingur Gisiason er leiksjóti í fyrri leiknum en Brynja Bene- diktsdóttir i hinum síðari, ungir stjórnendur en vanda þessum fyjli Iega vaxnir. Leikmyndir Sigurjóns Jóhannessonar eru athyglisvert frumverk og bera vitni um hæfi- leikamann, sem mikils má af vænta. Systkinin í Ég er afi mirn leika Sigurður Karlsson og Björg Davíðsdóttir, en þessi hlutverk eru einhvern veginn svo eðlileg, að þau þarf varla að leika. Manni finnst, að þessi ungmenni hafi kannski aðeins skroppið inn ;. f Tjarnargötunni á sviðið í Tjarnar bæ. Hjónin í meðförum Jóns Júl- íussonar og Jóhönnu Noröfjórð eru ekki eins heimaleg. Líklega eru gervin ekki nógu góð og leik- endur of ungir og hlutverkin ekki nógu lífssönn frá hendi höfundar. Hið sama má segja um barnavernd arkonuna í höndum Oktavíu Stef- ánsdóttur. Hún er ekki nógu stíl- færð týpa hvorki af hendi höfund- ar né leikanda. Þessi þrjú hiut- verk valda því, að það er sem hallist á í leiknum. \Beztan og þróttmestan taik sýndi Arnar Jónsson í hlutverki sálfræðingsins, og Kjartan Ragnarsson undir grímu fávitans lék með tilþrifum, án þess að of- leika, og tókst vel að þræða þar nokkuð vandratað meðalhóf. AK. Mynd þessi átti að fylgia áramótayfirlitinu, sem birtist i siðasta hestamannaþætti, 12. jan. — Þetta er hesturinn, sem dæmdur var bezti reiðhesturinn, sem sýndur var á Hólamótinu, Blær frá Lang- holtskotl i Hrunamannahreppi. Eigandi er Hermann Sigurðsson og situr hann hestinn. Ljósmynd.: Kárl Jónasson \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.