Tíminn - 31.01.1967, Blaðsíða 7
/
ÞRIÐJUDAGUR 31. janúar 1967
TÉEVIINN
7
SUÐMUNDUR MAJASON
Hinn 15. janúar flutti útvarpið
þá sorgarfregn að banaslys hefði
orðið í Önundarfirði, þegar Guð-
mundur Majason, bóndi að
Veðrará, hefði verið í mjólkur-
flutningaferð að Flateyri og orðið
undir dráttarvél, þegar hén fór út
af veginum.
Slíkar fregnir eru alltaf sorgar
fregnir, en mestar þeim sem næst
ir standa, sem og öðrum, sem
kynni höfðu af svo mætum manni.
Árið 1952 fluttist Guðmundur
ásamt móður sinni, Guðrúnu, og
bróður, Ingólfi, nú arkitekt í
Reykjaví'k, úr Grunnavíkur-
hreppi að Veðrará í Önundarfirði.
Keypti þá jörð, og hóf þar bú-
skap. Hið fyrsta var að fullgera
ibúðarhúsið, sem ekki hafði veúð
lokið við, samfara ræktun jarðar-
innar. Hann hafði fyrir nokkru
lokið við að þurrka allt ræktan-
legt land jarðarinnar, og fullrækta
meira en helming þess. Byggt var
hús á jörðinni úr vönduðu efni,
með nýtízku sniði. Einnig notað
tilsvarandi vinnuvélar.
Heyrt hafði ég það eftir mætum
manni, þeirrar sveitar, er hann
hafði áður dvalið í: „Þar misstum
við eift okkar bezta fólk“. Og
vissulega munu sveitungar hans
segja nú. „Þar misstum við einn
okkar bezta mann“.
Guðmundur var í fýllsta máta
drengur góður. Fremur hlédræg
ur, athugull og traustur. Hafði
ákveðnar skoðanir, og vék ekki
frá því sem hann vissi satt og
rétt. Góður nágranni, hjálpfús og
greiðugur. Hann óx alltaf við nán
ari kynni. Hann var í hreppsnefnd
sveitar sinnar, og vann þar vel
þau störf, sem og önnur er hon
um voru f.alin.
Hann var 53 ára gamall, bjó
með móður sinni 83 ára, einnig
var á heimili þeirra fuUorðin
bóndi, Veðrará
kona 70 ára sem Margrét héitir.
Heimilið var ekki fjöimennt, en
þangað komu á vorin sömu
drengirnir ár eftir ár, líkt og
farfuglarnir, en fóru á haustin
þeg.ar skólarnir byrjuðu, eða önn
ur störf kölluðu- Þeir fundu, að
þar var gott að vera.
Mikið ástriki var með Guð
mundi og móður hans, en heiisa
hennar var þannig síðari árin, að
hún varð oft að dvelja á sjúkra
húsi um tim.a. En hann lét ekkert
ógert, sem hann taldi henni til
ánægju, eða betur mætti fara.
Þar er því sár 'sonarmissirinn, hjá
svo aldraðri móður, en pó einn
bjartur geisli. Minningar um góð
an dreng. — En það er oft eins og
þeir séu sterkastir í sorginni, sem
veibbyggðir eru. Þannig hefur hún
verið sem hetja, með sína sterku
trú.
Við sveitungiár Guðmundar og
aðrir, stöndum hljóðir, með harm
í huga, við þennan hörmulega sorg
aratburð, en þakklátir hugljúfra
minninga.
Orðstír deyr aldrei, hveim sér
góðan getur.
Stefán Pálsson.
F. 16.-9.-1913. D. 14-1.-1967.
Fótmál dauðans fljótt er stigið.
fram að mýrkfum grafar veit;
Mitt er hold til moldar hnigið
máske fyrr en af ég veit.
Svo kvað Valdimar Briem.
Þessar ljóðlínur komu mér í
hug, er ég frétti lát vinar míns
og frænda, Guðmundar Majasson-
ar frá Leiru. Síðast bóndi að .Ytri-
Veðrará í Önundarfirði. Mig setti
hljóðan, ég varð steini lostinn.
Dauðinn er það mikla lögmál,
sem enginn kemst undan. Hann
veitir þung högg þegar sviplegur
er sjónarsviptir, eins og hér átti
sér stað.
.Guðmundur Jóhann Majasson,
en svo hét hann fullu nafni var
fæddur að Leiru í Grunnavikur-
hreppi 16. september 1913-
Hann ólst upp við þröngan kost
eins og fleiri sem bornir voru í
þennan heim á þeim norðurhjara
á fyrstu tugum þessarar aldar. For
eldrar hans voru hjónin, Guðrún
Guðmundsdóttir og Majas Jónsson
er þá bjuggu að Leiru í sambúð
við foreldra Guðrúnar móður hans.
Föður sinn missti Guðmundur þeg
ar hann var sex ára að aldri
og voru systkinin þá orðin fjögur,
það elzta átta ára en það yngsta
sjö vikna gamalt. Gefur að skilja
hvernig éfnahagurinn hefur verið,
ekkjan uppistandandi með fjögur
börn og fyrirvinna heimilisins
brostin. Þá voru ekki greiddar
dánarbætur til ekkna og ekki
tryggingameðlög með börnum inn
an sextán ára aldurs. Nei, þá var
aðeins eitt ráð til bjargar, ráð-
deild, reglusemi og hagsýni og það
ráð mun hafa dugað og öll börn-
in orðið þeirrar erfðar aðnjótandi.
Það kom fljótlega í Ijós á upp-
vaxtarárum Guðmundar hvaða
kostum hann var búinn bæði að
innra og ytra atgerfi eins og hann
átti kyn til. Ég minnist þess hér
að móðurfaðir hans og nafni Guð-
mundur Tómasson kunni reikn-
ingsbók Eiríks Briem utanað
spjaldanna á milli sem hann lærði
án tilsagnar við týruljós á löngum
vetrarkvöldum. Ilver mundi vilja
leika það nú, en slíkur var fróð-
leiksþorstinn og metnaðurinn tii
mannlegra dáða. Þennan eigin-
leika erfði dóttursonur hans og
nafni í ríkum mæli.
Árið 1926 flytzt Guðrún móð-
ir Guðmundar frá Leiru að Höfða
strönd í sömu sveit og bjó þar
með börnum sínum sem nú voru
farin að létta undir við heimilis-
störfin til ársins 1941, en þá flytzt
hún aftur frá Höfðaströnd að Sæ-
túni í Grunnavík.
Nú var útþráin sem hverjum
ungum manni er í blóð borin far-
in að þurfa útrás. Viðhorf æsku-
mannsins til framtíðarinnar að
breytast, og nú, verða þáttaskil [
æfi hans. Árið 1938 sezt Guðmund-
ur í Búnaðarskólann að Hólum í
I-Ijaltadal og situr hann þar á
skólabekk í eitt og hálft ár. Lýk-
ur þaðan prófi með ágætiseinkunn
og hlaut viðurkenningu þaðan ’fvr-
ir námsafrek.
Nú skyldi haldið heim í átthag-
ana aftur og tekið þar til
óspilltra málanna sem frá var
horfið. En nú hafði skólagangan
opnað honum sýn inn í annan og
stærri heim. Vélvæðingin var í upp
siglingu og önnur tækni til þarf-
legra hluta á næsta leiti. Allt
þetta hafði hann fullan hug á að
tileinka sér, svo sem frekast efni
og astæður leyfðu.
Árið 1952 kaupir hann jörðina
] Ytri-Veðrará í Önundarfirði og
flytzt þangað með móður sinni og
jbjó þar til yfir lauk hinn 14. jan.
| s.l.
Guðmundur var að eðlisfari
j hægur og stilltur í allri framkomu
' og umgengni hans öll til fyrir-
myndar og ekki vissi ég til þess
að hann gengi að neinu verki svo
að skylduræknin sæti þar ekki í
fyrirrúmi. Ilann var einn þeirra
manna sem aldrei vildi geyma
verk til morguns ,sem ætti að
vinnast í dag.
Og þegar ég kveð þig nu, frændi,
minn að leiðarlokum og þakka all-
ar samvinnustundirnar sem við átt
um saman frá liðlnni tíð, þá er
■mér efst í huga mannkostir þín-
ir og dyggð. Slíkir menn eru ætíð
nierkir/samtíðarmenn, sem verður
igott að minnast.
Og nú þegar þú ert horfinn
bak við móðuna miklu, þar sem
mannlegur andi rís hæst, þá bið
ég þér blessunar og hafðu þökk
fyrir allt og allt.
B.E.
Fyrir Sprengidaginn:
AFBRAGtðS
iV.ijfiV ir» hi^nv| '
GULAR
HÁLFBAUNIR
BIRGOASTÖÐ
TOYOIA 1967
TOYOTA LANDCRUISER — Traustasti og kraft-
mesti Jeppinn á markaðinum. Með stálhúsi og
rúmgóðum sætum fyrir 6.
VERÐ AÐEINS KR. 192 þúsund.
Innif. í verði m.a.:
Tvöfaldar hurðir — Klæddur toppur — Aflmikil
miðstöð — Riðstraumsrafall (Alternator) —
Toyota ryðvörn — Vökvatengsli — Stýrishögg-
deyfar — Stór verkfærataska — Dráttarkrókur —
Sólskermar — Vindlakveikjari — Inniljós — Rúðu-
sprauta-
TOYOTA UMBOÐIÐ
Japanska
bifreíðasalan hf.
ÁRMÚLA 7 — SÍMI 34470.
TRYGGID YDUR T0Y0TA