Tíminn - 31.01.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.01.1967, Blaðsíða 3
I ÞRIÐJUDAGUR 31. janúar 1967 TÍMINN Nýskipun prestakalla hefur ver- ur verið á dagskrá m.a. í blöðum og útvarpi. Virðist þar margt orka tvímælis, srvo ekki sé meira sagt.. í fyrstu héldu einhverjir. að hér væri einhver sparnaðarstefna á ferð. Það var fljótlega bórið til 'baka, enda hafa víst fáir búizt við að sá andi svifi yfir vötnun æðstu stjórnar kirkjumála á íslandi nú til dags. Lítið hefur heyrzt frá safn aðafólki í dreifðum byggðum um þetta mál, þó hafa sumir söfnuð.: mótmælt harðlega þessu brölti Ó- líklegt er, að þeir verði ginnkeypt ir fyrir því að leggja niður gömul og virðuleg prestaköll, eins og hjá: leigur undir höfuðból. þar sem klerkurinn á að tróna í hæfilegri fjarlægð frá söfnuðuuum. Þera virðist vera stefna kirkjufeðranna nú. Jafnframt því, að víða ber á því í æ ríkara mæli, að messan er gerð að iburðarmikilli skrautsýn- ingu. Eg held, að einfalt form eigi betur við fslendinga. Furðuleg er tillagan um hina tvo nýju biskupa, á Hólum og Skál- holti. Þó má Hólabiskup búa utan Hóla, ef æðri ráð fallast á það; 'kysi e.t.v. freimur að sitja á Sauð- árkróki eða Akureyri? En Skal- holtsbiskup skal vera i Skálholti. Gæti þó ekki verið. að hami kynni betur við sig í þéttbýlinu á Sel- fossi — eða þá Reykjavík? Því ekki það? Til þess að fullkomna þennan glans skal biskupi heimilt að ráða tvo prestvígða menn, annan að Skálholti, hinn að Hólum. .,þó ekki fyrr en starfsaðstaða og sérstiik verkefni eru þar fyrir hendi“ Þó það. Það ætti þá a.m.k. að vera sæmilega séð um sálarheill Bisk- upstungnamanna. með biskup Skálholti, S'kálhonsprest og söknar prest í Skálholti. Hvert á að vera verkefni hinna nýjj biskupa og staðarpresta? Um það hefur Jítil fræðsla fengizt. Stofnun- kristnisjóðs gæti verið allhæpin ráðstöfun, þar sem mik ið fé skal dregið undan fjárveitinga valdinu í hendur eins konar æðsta ráðs kirkjumála. Auk þess er at- hyglisvert, hve ma:gur grein<.r prestakallafrv. hefjast á orðunum: „Biskupi er heimilt . ‘ Þar ber allt að sama brunni. Er þá ekki lík legt, að fleiri stofnanir vil.ii verða ríki í ríkinu? Sunnlendingur. LANDAKIRKJA Landakirkja í Vestmannaeyjum er ein af elztu, stílJireinustu óg fegurstu kirkjum landsins, og það sem kallað er velhaldin kirkja í góðri umhirðu og vel búin og á kirkjan margt góðra kirkjugripa. í prestskapartíð séra Halldórs heitins Kolbeins sóknarprests í Eyjum fóru fram ýmsar gagngerð ar umbætur á kirkjunni. Engilbert Gíslasoin málariameistari og hinir snjöllu synir hans máluðu kirkj- una af sinni alkunnu snilli og smekkvísi með þeim glæsibrag og mildri samstillimgu lita að vafa- samt er að hliðstæða finnist hér- lendis um snilldarhandbragð það sem þarna sýnir óbrotgjarnan ár- angur listamannanna sem fram- kvæmdu þetta verk. Það viar keypt pípuorgel í kirkj- una, hið bezta hljóðfæri og Ólafur Björinsson húsgagnasmíðameistari smíðaði nýja bekki í kirkjuskipið af sinni alkunnu snilli og hand- lagni og loks var byggður nýr tum við kirkjuma -og stóð Ólafur Kristjánsson fyrrv. bæjarstj. fyr- ir þeirri framkvæmd og teiknaði turininn og lofar það verk meist- arann og hefur þar svo vel til tek- izt, að engum sem ekki þekkir til gæti dottið í hug að turninn væri síðari tíma framkvæmd. Til viðbótar þeim almennu notum sem bygging kirkjuturnsins skap- ar kirkjunni og þeim fegurðar- auka og reisn sem turninn skap- ar kirkjunni, þá er rými uppi í turninum sem skapar aðstöðu til aukinnar starfsemi á vegum kirkj- unnar. Vestmannaeyingar og fyr- irtæki í Eyjum þar á meðal sam- tök útgerðarmanna hafa verið ósparir á að leggja kirkju sinni lið til fegrunar og aukiijfia fnam- kvæmda og er það vel farið og mun svo framhalda um allt sem samræmist smekk safnaðarfólksins i Vestmannaeyjum. Tvennt hefur farið úrhendis af framkvæmdum við kirkjuna sem ekki verður þagað yfir og krefst úrbóta. Hið listræna hellulagða kirkjugólf sem upphaflega var í Landakirkju var kaffært með því að grjótmulningsgólf (terraso) var steypt yfir hellurnar til mikils vansa fyrir þá sem að þeirri fram- kvæmd stóðu, en hugsanlegt er að úr þeim mistökum se hægt að bæta og re.ynist það fært, þá er sú úrbót og björgun fornra minja eitt af mest aðkallandi umbótum á kirkjunni Annað er það að fyr- ir nokkrum árum voru keyptir til kirkjunnar og lagfærðir aflagðir bíóstólar með málmuppistöðum. Það fer ^aman að þessi stóla- ræksni skiapa misræmi í stílhrein- leika kirkjunnar og búnaðar henn ar og nú eftir að hið mikla kirkju- orgel hefur verið stækkað og unr byggt svo orgelið bæfir vel snilli hin-- mikja listamnhns sem nú ann ast orgelleik í Landakirkju, pa er italið að málmurinn í stólunum itrufli orgellhljóminn og þurfi af þeim ástæðum að fjariægjast, en þó það hefði ekki orðið, þá er engu að síður sjálfsagt og nauð- synlegt að fjarlægja stóla þessa og smíða nýja kirkjustóla í sam- ræmi við sæti þau sem eru í kirkju skipinu. Og er ekki að efa að svo verður gert. , En nú hefur hugmynd skotið upp kolli sem veldur Vestmanna- eyingum ugg og kvíða. UmtaJ hef- ur komizt á loft um, að prestar og sóknamefnd hyggi^t breyta fyr irkomulagi Landakirkju með þeim hætti, að stækka aitari kirkjunnar og rífa þinn svipmikla og fagra predikunarstól sem nú er sam- byggður altarinu og setja í þess stað einhvers konar predikunar- pontu í staðinn til hliðar út við vegg. Þessi hugmynd á ekki hljóm grunn í hugum ajmennings í Eyj- um og prestar og sóknarnefnd hafa hvorki vald né umboð til slíkra aðgerða, sem jafngilda helgi spjöllum, og er þess vegna um þetta getið hér til þess að söfn- uðinum berist fréttir af þessum ráðagerðum og skapist þannig að- staða til þess að hindra það sem kalla mætti kirkjuspjöll og eyði- leggingu fornnar menningar og kirkjulegra verðmæta. En úr því farið er að tala um Landakirkju i á annað borð, þá má minnast á jfleira. Það er margt í starfi kirkj- unnar sem gæti horft til bóta. í kirkjuturninum er aðstaða til kirkjulegra fræðiiðkana og tæri vel á því að kirkjan eignaðist kirkjulegt bókasafn. Halldór heit- inn Kolbeins átti nokkuð stórt safn kirkjulegra fræðirita og kiann vel að vera að það safn væri fá- anlegt til kaups, en þó svo væri ekki, þá eru í gildi lög um stuðn- ing við kirkjubókasöfn sem gætu hjálpað þessari hugmynd til veru- leika og fjárráð kirkjunnar eru það rúm að kirkjan gæti árlega varið einhverri upphæð til bóka- kaupa og þá myndi málinu fl'ótt þoka áleiðis en að slíku bókasafni væri kirkjunni vegsauki og hag- nýt not og Eyjunum sem heild menningarauki. Þá er það kirkjulóðin, henni er ekki nógu mikill sómi og umhirða sýnd, nýtur það aðallega við um- hirðu og umönnunar þeirra hjón- anna frú Sigríðar Friðriksdóttur og manns hennar Halldórs Halldórs- sonar skipstjóra, en þetta er miklu meira verk heldur en tvær mann- eskjur, störfum hlaðnar, geta fram kvæmt í tómstundum. Vegna þess hve jarðvegur kirkjulóðarinnar er grunnur og grýttur, þá þarf su.ám sam:.n, ,frá ári ti] árs að bæta mold ofan á lóðina til þess að gera grasvörðinn þykkri þar til eðlilegri þykkt er náð og það skap ast auknir mösuleikar ti' skraut- blómaræktar og gróðursetningar trjágróðurs, en þetta er ekki sízt verkefni Kvenfélags Landakirkju sem hefur viðunandi fjárráð til þessara framkvæmda. Þá hefur komið fnam tillaga um það, að mál aðar verði myndir af núverandi og fyrrverandi prestum við Landa kirkju, eftir því sem við verður komið og myndir þessar hengdar upp í skrifstofu kirkjunnar í kirkjutuminum. Af þeim séra Oddgeiri Guð- mundssyni og Halldóri Kolbeins eru til myndjr sem væntanlega væru fáanlegar og sépa Sigurjón Árnason ásamt núvérandi prcst- um væri hægt að fá málaðar mynd ir af, og af nokkrum eldri látn- um prestum eru til prentaðar myndir sem mála mætti eftir, en þetta verkefni væri þeim mun erfiðara iað leysa sem lengra Jiði og þess vegna aðkallandi að til framkvæmda komi strax. Landa- kirkja hefur nú tveimur prestum á að skipa ásamt með meina laun- aða starfslið heldur en var í tíð fyrirrennara þeirra, svo það er ekki óeðlilegt að söfnuðurinn ætl ist til aukins kirkjustarfs og auk- innar og miargbreytilegri kirkju- legrar þjónustu. H.B. SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Lóð á Seltjarnarnesi Til sölu lóð undir raðhús á Seltjarnarnesi norðan- verðu (Mýrarhúsaland.) Lóðin er tilbúin til bygg- ingaframkvæmda. Allar teikningar fylgja. Afar skemmtileg og hagkvæm teikning, fallegt útsýni. Gatnagerðargjald inifalið í verðinu, sem er 250 þúsund krónur. Tilboð um greiðsluskilmála send- ist blaðinu, merkt „Seltjarnarnes1. DRENGIR Í SVEIT Óskum eftir að koma tveim drengjum 9 og 13 ára á gott sveitaheimili í sumar. Vinsamlegast skrifið á afgreiðslu Tímans og merk- ið bréfið „Sveitalíf'. BYGGINGARFÉLAG VERKAMANNA, REYKJAVÍK. Til sölu þriggja herbergja íbúð í IV. byggingarflokki. Þeir, félagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar, sendi umsóknir sínar i skrifstofu félagsins, Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi 8. febrúar n.k. Stjórnin. 3 Á VÍÐAVApNOU /Lífsbarátta" ríkis- stjórnarinnar Leiðari Morgunblaðsins s. 1. sunnudag heitir Stjórnmál og lífsbarátta. Er þar minnt á, að kosningar séu á vori komanda og síðan gefið fyllilcga í skyn, að fólk geti aðeins bjargað nú- verandi lífskjörum sínum með því að kjósa stjórnarflokkana. Sést á þessu, að þótt stjórnin reyni að setja dæmið svona upp, þá gerir hún sér ljóst, að það er lífsbarátta hennar sjálfr ar, sem nú er hafin og á vafa- lífið eftir að harðna. Þjóðin öll veit það, að lifs- kjörin undanfarin ár hafa ein vörðungu byggzt á alveg óvenjulegum góðærum, mikl- um aflafeng og háu afurða- verði erlendis. Þetta er svo augljóst, að skýrar tölur segja að með meðalfeng þjóðarinnar eða minnu, hefðu atvinnuveg- ir hreinlega stöðvazt og ríkis- sjóður greiðsluþrota, miðað við sömu siglingu og verið hefur. Samt koma stjórnarmálgögnin nú fram og segja þjóðinni, að lífskjör hennar næstu ár séu undir því komin, að stjórnar- flokkarnir haldi velli. Stjórn- in eignar sér nefnilega eins og fyrri daginn góðærið, afla- fenginn og háa afurðaverðið og vill að fólk trúi því, að hún geti tryggt þetta áfram. f þessum áróðri, svo óhrjáleg- ur sem hann er, er lífsbarátta ríkisstjórnarinnar nú fólgin. riGóðærið" í kosning- unum 1963 Morgunblaðið telur, að stjórnarflokkarnir hafi notið „góðæris“ í kosningunum 1962, er þeir héldu velli með 55,6% atkvæða samanlagt og t-Zui- það mikinn sigur, að þeir bættu við sig hálfu próser.ti. En núna í upphafi þessarar ,,lífsbaráttu“ er stjórninni hollv að muna, að barómetið hefu: fallið ærið mikið siðan, og úr slit bæjarstjórnarkosninganna voru Sjálfstæðisflokknum djúr lægð, þegar hann tapaði sem svaraði tíunda hverjum fylgis manni sínum í kaupstöðum landsins. Og þess sjást engin merki, að barómet íhaldsins sé farið að stíga aftur' gott ef það heldur ekki áfram að falla og lægðin að dýpka. Stjórnin vcit, að ,,Ufsbaráttan“ verður Tiörð á komandi vori. „Lítil reisn" Alþýðublaðið ræðir húsbygg- ingamál ríkisins eða stjórnar- ráðsins í forystugrein og lætur m.a. svo um mælt: „Sannleikurinn er sá, að byggingamál íslenzka ríkisins eru ráðamönnum þess til há- borin.nar skammar. Það virðist óhugsandi að koma upp við- unandi þinghúsi, stjórnarráði, ráðhúsi í höfuðborginni eða öðru þvi, sem ætti að hýsa hinn sameiginlega félagsskap íslendinga með nokkurri reisn. En á sama tíma getur ríkið reist tollstöðvar, lögreglustöðv ar og sitthvað annað, ríkis- stofnanir reisa þúsund manna bíó og bæjarstofnanir voldug- ar sýningarhallir, að ekki sé minnzt á öll stórhýsi einka- braskaranna. Þegar fjárfesting þykir hættulega mikil er kreppt að ríkinu — en bæir og einkaframtak látið óskert. íslendingar bera nú á dög- um Iitla virðingu fyrir heim- ilisföður, sem ekki kemur upp húsnæði fyrir fjölskyldu sína. Hvenær verður byggt yfir vesa Iings lýðveldið okkar?“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.