Tíminn - 09.02.1967, Side 9

Tíminn - 09.02.1967, Side 9
FIMMTUDAGUR 9. febrúar 1967 TIMINN á leíksvíðí í Reykjavík í 40 ár sitt ráð, að hann kemst að ein- hverjum niðurstöðum í sam- bandi við skapgerðina og per- sónuna. Á æfingunum er yfir- leitt ekki tími til þess. Þar er maður að reyna að koma því fram, sem býr á bak við. — En ihvernig í ósköpunum getið þið, á einum tíu mínútum gkipt algjörlega um ham og komið frarn í allt öðru gervi? — Eg segi nú kannski ekki á tju mínútum, en á kortéri, tutt ugu mínútum er það hægt, eins og t.d. núna í Lindarbæ. Þetta er æfingin. Það er búið að æfa þetta þannig, að um leið og þetta hlutverk er búið, þá tek ur hitt við. Menn skipta bara um, að sinu leyti eins og þeg- ar skipt er um starf. — Það er nú samt sem áður mikil kúnst að fara svona úr einu „starfi“ í annað og koma út sem alveg nýr maður? — Ja, þetta er orðið fyrirhafn arlaust. Það er ekkert verið að hugsa um skiptin sem slík. Þau eiga að koma af sjálfu sér. Nú, menn skipta um starf. Maður, sem vinnur á skrifstofu allan daginn, vinnur kannski allt annað starf í eftirvinnu. Manns. heilinn er nú einu sinni svona innréttaður, að hann getur lagt eitt til hliðar og tekið annað fram. — Nú hef ég séð sýninguna í Lindarbæ, og mér finnst málið ekki eins einfalt og það að skipta um vinnu. Hvernig getur leikarinn látið mig trúa því, að hann sé allt í einu orðinn svona { seinni hlutanum, þegar ég trúði alveg eins á það, hver hann var í fyrri hlutanum — þá allt annar maður. Þetta finnst mér nú meira en að skipta um galla. — Eg held, að ekki sé hægt að skýra þetta út af fyrir sig, nema fyrir þeim, sem til þekkja. En ef maðurinn getur ekki gert þetta svona sæmilega, ja, þá vantar hann eitthvað sem íeikara. Leikarahæfiieikinn felst kannski einmitt í því að geta breytt um og haft ham- skipti. Að vísu er leikarinn allt af hann sjálfur, og maður verð ur ekki maðurinn, sem verið er að leika, en maður feliur einhvern veginn inn í þann hugsanagang og það andrúms- loft, sem þarna er, án þess að hafa fyrir því, þ.e.a.s., þegar bú ið er að æfa það. En þetta gæti ekki gerzt á fyrstu æfingunum. Nú, þetta er Ijka alltaf dálítið einstaklingsspursmál. — En er þetta þá eins og þú sért að ala upp mann við hlið- iná á þér? — Nei, það er það ekki. En ég get nefnt dæmi til fróðleiks ef það kynni að skýra eitthvað. Nú æfi ég t.d. tvö leikrit sam- tímis, sem eru gjörólík, þótt undir niðri kunni að vera eitt hvað sameiginlegt með þeim. Það fyrsta, sem ég geri, þegar ég byrja að æfa þau, er að reyna að finna grunntóninn í hverja persónu fyrir sig og halda þeim alveg aðskildum. Aðstæður eru gjörólíkar og hugsanagangur allur annar, en það hlýtur að vera einhver grunntónn í báðum. sem ég síð an reyni að vinna úr smátt og söiátt. Þegar ég er á annað borð búinn að ná honum, bá er hægt að fara að lita, breikka og dýpka persónuna, að sjálf sögðu í samræmi við textann og það, sem í honum býr. Mað- ur gerir þetta ekki sjálfstætt. Það verður að halda sig við það, sem skáldið hefur hugsað sér og felst beinlinis í textan- um. Vel getur komið fyrir, að ýmislegt komi fram, sem skáld inu hefur ekki dottið í hug, að væri í persónunni, en sem leik a vnum finnst að eigi að vera samkvæmt því, sem er að ger- ast, og samkvæmt því, sem persónan er látin segja, eða um hana er sagt, enda lærir maður oft, alveg eins mikið um per- sónu, sem maður er að leika á því, hvað um hana er sagt í verkinu eða hvernig við hana er talað, eins og því, sem hún segir sjálf. En allt verður þetta til fyrst og fremst fyrir bein áhrif af skáldverkinu, og fyrir samvinnu og samstarf og leið beiningar leikstjóra. Hann verð ur að hafa vakandi auga með því, að maður fari ekki út fyrir. En bezta aðferðin er, ef leikar inn sjálfur getur fundið allar grunnlínur í verkinu. — En segðu mér, hvað finnst þér um þennan kall hans Matt híasar, þennan sem kemur úr kistunni? Hafðir þú einhvern sérstakan í huga, þegar þú lagð ir grunninn að honum? — Nei, ég hafði ekkert sér- stakt í huga. Og það var eigin- lega um það talað frá byrjun, eða höfundurinn lét þess getið, að hann hefði ekki neina séi> staka menn í huga, og óskaði ekki eftir því að verið væri að reyna að draga fram einhverja sérstaka persónu. Þetta er, — ég veit varla hvað á að kalla það — hálfgerð fantasía. Að vísu er nokkur háðskur tónn í persónunni. — Mundum við ekki geta á- litið að stjórnmálamaður gæti lent í svona máli, ef hann ætti þess kost að rísa úr kistunni? — Ja, mér finnst að í þessu uppgjöri, sem hann stendur í við sjálfan sig og aðra, sé hann loksins að reyna að vera hrein- skilinn og heiðarlegur. En hins vegar tekst honum ekki allt af að vera það, vegna þess að það er svo mikið eftir af hans fyrra manni í honum, að hann nýtur þess að vera foringinn áfram þótt upprisinn sé, eða hvað sem maður getur nú kall- að það. En einmitt vegna þess að höfundurinn hefur ekki haft neinn sérstakan í huga, þá er maðurinn blandaður þannig, að hann flöktir úr einu í annað- — Það verður almenn stjóm- málapersóna úr honum? — Já. Hún verður almenn, og því verður ekki vart við neina sérstaka stjórnmálastefnu. En höfundurinn ætlast sjálfsagt til að fólk sjái þama flokksvaldið, •og hvemig það verður meiri fjötur á forustumönnunum held ur en flokksmönnunum. — Hefurðu ekki gaman af að leika þetta hlutverk? — Jú. Hins vegar skal ég játa það, að það er fyrst og fremst leikið á tækni, af því það er í raun og veru svo lítið að gerast í manninum. Það er aðeins eitt, sem mér virðist vera að gerast í honum þama, og það er í sambandi við son- inn, en þar kemur fram von hans um ag verða einhverntíma heiðarlegur — verða frjáls, og segja sína meiningu hreint út- Og þess vegna segir hann í lok- in eitthvað á þessa leið: Ein- hvern tíma förum vig tveir f langt ferðalag. Þama er hann að tala við sinn beíri mann. — Nú ert þú búinn að þruma þarna í gervi stjómmálamanns- ins, og svo verða þessi miklu hamskipti- Þú kemur með þenn an dæilega kall. Hvernig heyj arðu þér svona manngerð? Hvernig verðurðu svona mikill sprúttsali? — Eg skal nú ekki segja. Fyrst þegar ég las hlutverkið, áttaði ég mig ekki alveg á hvað höfundurinn var að fara. Eg játa það. Þetta er samið þannig að það er ansi mikið stiklað. Það er farið fram og aftur; í fortíð og jafnvel í fram tíðina. Það sækja að honum hugsanir um löngu liðinn tíma. Og svo er hann bundinn við þessa fylgikonu sína uppi á loftinu, sem hefur sín áhrif. — Þetta er meira mynd en niðurstaða? — Já. í eðli sínu er þetta mynd, sem fær líf við það að inn í hana koma, fyrst bítillinn og svo aukapersónan, bakarinn, sem er tengdur Jóni gamla á þann veg, að ákæra Jóns á þriðju konu sína fellur eigin- lega niður. Biturleikinn og ásökunin í garð hennar missir eiginlega marks, því hann er með sama marki brenndur gagn vart öðrum. En hvernig þetta verður tiL ja, það er nú það. Eg hef lesið þó nokkuð margar bækur, sjálfsævisögur leikara, þar sem þeir lýsa þvi hvemig hinar og þes.'/ir persón ur hafa orðið til. Eg hé? nú aldrei fengið neinn botn í það satt að segja- % held að það sé varia hægt að skýra það á viðhlítandi hátt. Maður fær einhverja ákveðna hugmynd um persónuna í byrjun og síðan verður að reyna ag skapa lif- andi mynd úr því. Annað mál er það, að líf Jóns gamla er ekkert einsdæmi hér á landi, né hefur verið. Það er þvi að nokkru leyti auðveldara en ýmislegt annað að finna eittihvað sem manni finnst ósjálfrátt að maður þekki, þótt ekki sé um beinar fyrirmyndir að ræða. —Fellur þér ekki vel við samtölin í þessum þáttum? — Jú, þau eru ansi sann- ferðug. Þau eru yfirleitt ágæt. Það er ómc/þilegt að segja ann- að. Eg vil nú hvorki segja of mikið eða of lítið, en þau eru sterk. Og það sem mér finnst eiginlega það bezta við Jón er, að það er eitthvað í honum, eitthvað sem býr á bak við — það er líf á bak við hann. Ann- ars væri ekki hægt að koma fram með það. Þessi persóna miklar fortíðina fyrir sér, hefur verið heilmikill kall á sínum tíma, en ekki kannski á sama mælikvarða og hann sjálfur seg ir frá, lendir svo í ógöngum og erfiðleikum og sekkur kannski eins djúpt og hægt er að sökkva í bilj, en rífur sig upp að eigin áliti. Á meðan hann lætiur engan vaða yfir sig, finnst honum að hann sé sjálf stæður og geti borið höfuðið hátt Þaðan eru runnin þessi einkennilegu umskipti í honum. Hann rýkur upp, eins og hann sé hálftrylltur á köflum. — Og svo lendir hann í skemmtilegu karpi út af sinni sögu við mann sem kemur inn og á líka sögu. — Já, en þetta er nú ekki beint hugsað sem sögumeting- ur. Það var þannig í upphafinu. Jón hafði eiginlega megnig af þessu. En eins og þetta er núna, þá er þetta mest orðin stríðni í Jóni. — Nú ertu að æfa hlutverk í Loftsteinýium eftir Diirren- matt, og þá ertu komin á sama tíma inn í þrjú gervi. Og er það ekkert vandamál? — Ekki að öðru leyti en því, að það er alltaf vandasamt — er alltaf vandamál að fást við hvert einasta hlutverk. Vand- inn er ekki beint að hinar per- sónurnar trufli. Þetta er jú ákaflega algengt að menn leiki þrjár og fjórar og jafnvel fimm persónur um sama leyti. \ — Stríða þessar persónur nokkurn tíma á þig, þegar þú ert búinn að móta þær og far- inn heim af sýningu? — Þær stríða kannski ekki á mig, en ég losna ekki við þær. Sum hlutverk eru þannig að maður losnar varla við þau eft ir að maður er byrjaður á þeim, þ.e-a.s-, þegar maður er ekki upptekin við eitthvað annað. — Hefurðu orðið fyrir þvi að þurfa að venja af þér ávana, Framhald á bls. 15. Valur Gíslason sem faðirinn í leikriti Strindbergs.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.