Alþýðublaðið - 17.04.1984, Page 2

Alþýðublaðið - 17.04.1984, Page 2
2 alþyóu- inn'im Þriöjudagur 17. apríl 1984 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Stjórnmálaritstjóri og ábm. Guðmundur Árni Stefánsson. Blaðamaður: Friðrik Þór Guðmundsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík, sími 81866. Setning og umbrot: Alprent hf. Ármúla 38. Prentun: Blaðaprent, Síðumúla 12. Áskriftarsíminn er 81866 dreifbýli RITSTJRÓNARGREIN Þéttbýli - Flestir þekkja hugtakiö byggöastefna, og leggja þann skilning í þetta títtnotaða orð, aö meö þv( sé verið aö fjalla um nauðsyn þess aö styrkja og styðja byggö um land allt og koma í veg fyrir misrétti milli landshluta, milli þéttbýl- is og dreifbýlis. Vafalaust eru langflestir sammála um þessi höfuðmarkmiö aö baki byggðastefnunnar. Þaö hlýtur að vera öllum til hagsbóta að jöfn og eðlileg dreifing byggöar veröi i landinu. Skipu- lagslaus þróun byggðar í landinu hefur leitt og hlýtur aö leiöa til röskunar, sem er andstæö þjóðarhag og þjóöarvilja og leiöir örðugleika yfir fjölda einstaklinga. Raunveruleg byggða- stefna er því ekki síður til hagsbóta fyrir þá er búa í þéttbýli, fyrir þá er búa á suðvesturhorni iandsins, en þá er hafa sitt heimili úti á lands- byggðinni. Hins vegarású stefna, sem kennd hefurverið viö byggöastefnu og Framsóknarflokkurinn hefur fengiö tækifæri tii aö útfæra, ekkert skylt við byggöastefnu. Framsóknarflokkurinn með stuöningi stórs hluta Alþýðubandalags- ins og Sjálfstæðisflokksins hefur útfært það sem kailað hefur verið byggðastefna á alrang- an hátt. Það að láta Framkvæmdastofnun lána eða styrkja skipulagslítið hina og þessa aðila úti á landsbyggðinni til misjafnlega viturlegra fjárfestinga er engin byggðastefna. Það að umbuna flokksgæðingum út um land á einn eða annan hátt er engin byggðastefna. Það að útvega rándýra togara á hina og þessa staði landsins án ígrundunar og með fyrirfram vit- neskju um gífurlegan taþrekstur er bjarnar- greiði í garð íbúa viðkomandi staðar. Framsóknarflokkurinn hefur lifaó í þeirri trú að fyrirgreiösiustarfsemi margs konar gagnvart flokksbræðrum víða um land sé til styrktarbyggð í landinu. Það er mikill misskiln- ingur. Brottflutningur fólks úr dreifbýli og á Stór-Reykjavikursvæðið er merki þess að fram- sóknarstefnan í þessum málum, sem og svo mörgum öðrum, er röng. Ug hinu má ekki gleyma að byggðastefna er einnig fyrir fólk á höfuðborgarsvæðinu. Það er t.a.m. ekki síður mikilvægt fyrir Reykjavík sem og aðra staði sem leggja áherslu á útgerð og fiskvinnslu, að sá atvinnuvegur í Reykjavík njóti stuðnings opinberra aðila. Til skamms tíma var það þannig að byggðasjóður neitaði að koma til móts við þarfir sjávarútvegsins á suðvesturhorninu með lánafyrirgreiðslur. Að mati Framkvæmdastofnunar var þessi hluti iandsinsekki þeirramál. Þetta hefurað nokkru breyst, en ennþá eimir þó af þeim þankagangi að það sé ekki hlutverk Framkvæmdastofnun- ar eða byggðasjóös að styrkja atvinnulíf á höf- uðborgarsvæðinu né á Suðurnesjum. Þessu verður að breyta. Aðstæður þeirra sem búa á landsbyggðinni eru um margt þrengri og erfiðari en gerist á höfuðborgarsvæðinu. Samgöngur eru erfiðar og félagsleg þjónusta oft rýr í roðinu. Þarna eru verkefni sem þarf að taka á eftir því sem að- stæður og fjármunir frekast leyfa. A hinn bóginn verður ekki undan skilið það misrétti sem íbúar suðvesturhornsins mega búavið varðandi misvægi atkvæða. Þaðerekki hægt að réttlæta það að atkvæði í Reykjavík vegi fjórum sinnum minna en atkvæði greitt á Vestfjörðum. Formenn stjórnmáiaflokkanna hafa lagt fram frumvarp til stjórnlaga, þar sem þetta misvægi minnkar verulega. Það er skref í rétta átt. Aftur á móti hlýtur markmiðið að vera það að eitt atkvæði þýði eitt atkvæði hvar sem kjós- andi er staðsettur á landinu. Alþýðuflokkurinn varpaði því fram fyrir mörgum árum hvort ekki væri skynsamlegt að gera landið allt að einu kjördæmi. Með því væri misvægi atkvæða ýtt til hliðar auk þess sem slegið yrði á ríg sem ó- neitanlegaerstundum til staðarmilli dreifbýlis og þéttbýlis og ákveðnir stjórnmálamenn reyna að ala á. Allt að einu þá er mikilvægt að allir lands- menn geti verið samstiga í þessum málum öll- um. Við íslendingar erum ekki það margir, að við getum dreift kröftum okkar. Fólk í þéttbýli og dreifbýli verður að vinnasaman að framfara- málum þjóðarinnar allrar og takast sameigin- lega á hendur að ryðja burtu hindrunum mis- réttis á öllum sviðum. _ qáS Sjálfstæðismenn eru Steingríms og verða Miklar umræður hat'a orðið um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum, en frumvarp til staðfestingar bráða- birgðalögum um þetta efni var Iagt fram á Alþingi nýlega. Ríkisstjórn- in gerir ráð fyrir því, að með þeim ráðum, sem hún leggur til, megi draga úr rekstrarvanda í sjávarút- vegi, einkum í útgerð fiskiskipa. Frumvarpið hefur verið til með- ferðar í sjávarútvegsnefnd efri deildar, og hefur minnihluti nefnd- arinnar aðallega gagnrýnt tvo efnis- þætti frumvarpsins; í fyrsta lagi þar sem fjallað er um kostnaðarhlut út- gerðarinnar og í öðru lagi þar sem fjallað er um gengismun. í minnihluta nefndarinnar eru Karl Steinar Guðnason, Kolbrún Jónsdóttir og Skúli Alexandersson. Nefndarálit þeirra er mjög bein- skeytt og gefur skýra mynd af þeim vanda, sem við blasir, innan ríkis- stjórnar og utan. Það fer hér á eftir: 1. Kostnaðarhlutur útgerðar Undirrituðgera sér fyllilega Ijóst að vaadt útgerðar er verulegur og hefur svo verið um langt skeið. Stjórnvöld hafa ekki haft burði til að búa svo að þessari undirstöðuat- vinnugreí-n þjóðarinnar að viðun- andi rekstrargrundvöllur hafi verið fyrir hendi. Skyndiákvarðanir og ístöðuleysi hal'a verið í fyrirrúmi. Heildaryfirsýn hefur skort. Það er þess vegna sem sjómenn og útgerð- armenn standa varnarlausir þegar sérstök áföll eiga sér stað. Sú ákvörðun að taka upp sérstak- an kostnaðarhlut útgerðar hefur í för með sér að olíusjóður og olíu- gjald er fejít niðut. Að vissu leyti er það einföldun á kostnaðarliðum sem telja má af því góða. Það er hins vegar staðreynd að kostnaðarhlutur útgerðar er langt- um hærri en nokkur rök eru fyrir. Má í þessu sambandi geta þess að verðlag á olíu og olíuvörum hefur farið lækkandi og ekki verður séð að breyting verði þar á. Frumvarpið kveður á um hærri kostnaðarhlut en olíugjöldin höfðu í för með sér. Augljóst er að þessi ráðstöfun hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu sjómanna. Sjómenn hafa á undanförnum árum mjög lent undir skurðarhnífi stjórnvalda. M.a. þess vegna hafa kjör þeirra versnað meira en nokkurra annarra stétta í landinu. Þessar síendur- teknu aðfarir að kjarasamningum sjómanna hafa mjög skert þau hlutaskipti sem gilda eiga milli á- hafnar og útgerðar svo að ef fram fer sem horfir hverfur brátt hinn upphaflegi tilgangur hlutaskipta. Sjómannasamtökin hafa af þessu tilefni skorað á hin einstöku sjó- mannafélög að taka nú þegar til rækilegrar endursk^ðunar launa- kerfi sjómanna. Ályktanir Sjó- mannasambands íslands og Far- manna- og fiskimannasambands Islands eru prentaðar sem fylgi- skjöl með þessu áliti. 2. Gengismunur í áratugi hafa stjórnvöld samfara gengisbreytingum gert gengismun upptækan. Þessum fjármunum hefur síðan verið ráðstafað eftir sérstökum reglum hverju sinni. Þessi fjármunatilfærsla er mjög umdeilanleg og telur minni hluti sjávarútvegsnefndar að þessi að- Karl Steinar Guðnason og fleiri Úr nefndaráliti um ráðstafanir í sjávarútvegs- málum ferð sé úrelt og ósanngjörn. I raun hefur þessi aðferð oft á tíðum það í för með sér að þeir, sem reka sín fyrirtæki af myndarskap, missa fjármuni en hinum, sem oft vegna óstjórnar og reiðileysis sýna lélega útkomu, eru veittir styrkir, þ.e. þeir fá fjármuni sem teknir eru frá hin- um raunverulegu eigendum. Þá er hér yfirleitt um stórfellda fjár- munatilfærslu milli landshluta að ræða. Þessar millifærslur þýða það einnig að sjómenn fá ekkert. Fjár- munir eru því teknir frá þeim sem þessa fjármuni hafa skapað. Upptaka gengismunar hefur aldrei verið beitt í öðrum greinum en sjávarútvegi. Aldrei hefur komið til greina að gera slíkt í iðnaði. Ef sömu reglu væri beitt á þeim vett- vangi mætti hugsa sér að taka geng- ismun af Álverinu til að bæta upp rekstrartap Járnblendiverksmiðj- nú húskarlar að hlýða! unnar á Grundartanga. Einnig hefði mátt nota þær rúmlega 5 milljónir dollara sem varnarliðið hagnaðist á gengisbreytingu is- lensku krónunnar og kemur fram í minni launakostnaði. Þetta þykja ef til vill fráleitir hlutir, en í raun er hér um sömu aðgerð að ræða og þegar gengisnrun í sjávarútvegi er ráðstafað. Minni hluti sjávarútvegsnefndar telur og fráleitt að beita þessari reglu gagnvart þeim greinum fisk- vinnslu sem sannanlega eru reknar með stórfelldu tapi. Svo er þó gert í þessu frumvarpi. Skreiðarverkun hefur átt erfitt uppdráttar að und- anförnu. Er það vegna verðfalls, sölutregðu og seinkunar á greiðsl- um. Ljóst er að við slíkar aðstæður er fásinna að auka á taprekstur með upptöku gengismunar. Á síðasta þingi komu þessi mál mjög til umræðu. Lá þá fyrir hlið- stætt frumvarp. Þá flutti Matthías Bjarnason breytingartillögu um að taka ekki gengismun af skreið. Til- laga Matthíasar Bjarnasonar var svohljóðandi: „Útfluttar skreiðarafurðir skulu greiddar á því kaupgengi sem í gildi er þegar útflutningsskjöl eru af- greidd í banka við gjaldeyrisskil". Matthías Bjarnason núverandi heilbrigðisráðherra sagði m.a. í rök- stuðningi sínum: „Ég þarf í raun og veru ekki að bæta við þetta því að ég skýrði frá því hér í dag að ég teldi að sá gengis- hagnaður, sem reiknað væri með vegna skreiðarafurða, væri ekki fyrir hendi og ekkert útlit fyrir það að hann verði til í náinni framtíð. Ef skreið selst, sem slæmar horfur eru á, þurfa skreiðarframleiðendur fullkomlega á því að halda að af- reikna á gildandi kaupgengi bank- anna á hverjum tima. Þess vegna er þessi tillaga flutt“ Fyrr í umræðunum sagði Matt- hías Á. Mathiesen núverandi við- skiptaráðherra m.a.: „Væri nú ekki skynsamlegra að falla frá því að greiða í gengismuna- sjóð þessa upphæð af skreiðar- birgðum sem í landinu eru frá 1982 og að þeir aðilar, sem eiga skreið- ina, fái það fjármagn og ríkis- stjórnin aðstoði þá og láni þeim út á skreiðarbirgðirnar á meðan þær fara ekki úr landi?“. Ekki vildi Albert Guðmundsson núverandi fjármálaráðherra láta sitt eftir liggja. Hann sagði: „Hann (fyrrv. sjávarútvegsráð- herra Steingrímur Hermannsson) talaði um að það væru fleiri krónur sem fengjust væntanlega einhvern tímann þegar skreiðin seldist. Fleiri krónur mikið rétt, en það eru verð- lausar krónur. Halda menn virki- lega, heldur hæstvirtur sjávarút- vegsráðherra að fyrir þær krónur fáist sama magn af skreið til að selja aftur seinna? Þetta gengur á verðmæti eigenda sjávarútflutn- ingsafurða að sjálfsögðu. Það þýðir ekkert að tala hér eins og verið sé að tala við nýútskrifaða viðskipta- fræðinga..;1 Og áfram: „Þá er búið að draga frá gengismun og það er búinn að hlaðast á vöruna auka- kostnaður í geymslu, það er búinn að hlaðast á hana fjármögnunar- kostnaður, þannig að jafnvel þótt dollarinn hafi hækkað um 100% á árinu, þá dugar það bara ekki til að Tramhald á 8. síðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.