Alþýðublaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 17. apríl 1984 15 Mikli- garður fœr óska- byr . «8$ Ljósm.: G.T.K. Fullt var út úr dyrum í Miklagarði og gífurleg ös við kassana. S&S . 'v-. Sj 3 si j áZ&S ■ ~*mÉt vdj ***** - J. . I.. - <■** U U •: i ím r wjitoö -W".***- Uúj md Seljum mikið fyrir lítið í Miklagarði í Holtagörðum var ös út úr dyrum, þegar okkur bar að garði síðdegis á föstudegi. Framkvæmda- stjórinn, Jón Sigurðsson,gaf sér þó smá tíma til að tala við okkur, áður en hann var rokinn út í verslun að bjarga einhverjum málum. „Hér hefur verið mjög góður gangur á hlutunum,“ sagði Jon, „alveg frá því að við byrjuðum. Jólaverslunin var auðvitað gífurlega mikil og svo komu smá rólegheit fyrstu dagana í janúar. Þetta var þó miklu minna, en við áttum von á, og urðum reyndar alveg furðu losnir að sjá fólk mæta hér í verslunina eins og ekkert hefði ískorist í snjóunum miklu í janúar. Núna er aukningin á þessu ári gífurlega mikil. Þannig er yfir hundrað prósent aukning á veltu í marsmánuði frá janúarmánuði. Síðustu sex vikurnar höfum við slegið hvert sölumetið á fætur öðru. Margir dagar núna eru jafnvel betri en í desember og það er nokkuð sem við áttum alls ekki von á. Upprunalega settum við hér upp 14 greiðslukassa og héldum svo sannarlega að þeir myndu algjör- lega duga, enda af hraðvirkustu gerð sem finnast í landinu. Við höf- um nú fjölgað þessum kössum um 30% og þó anna þeir varla verslun- inni. Ekkert sannar betur en þetta að fólkið kann að meta þá stefnu okkar að selja mikið fyrir lítið. Það er lika greinilegt að tilkoma Miklagarðs hefur almennt talað' haft gífurleg áhrif á alla verslun út Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Miklagarðs, stœrstu verslunar Islend- inga. Ljósm.: G.T.K. um allt land. Samkeppnin er orðin miklu harðari og markvissari til stórra hagsbóta fyrir alla neytend- ur. Áberandi er hvað öll verð eru borin saman við þau verð sem hér eru á hlutunum, hvort sem það er nú einstakir kaupmenn við verð- ákvörðun í eigin búð eða hreinlega opinberir aðilar í umræðum í fjöl- miðlurn. Velgengni okkar má einnig marka af því hversu ntjög Mikli- garður hefur verið hafður á orði í íslenskri fjölmiðlun undanfarið og þá sérstaklega vegna velgengni sinnar. ÖIl þessi umræða bendir okkur ótvírætt á það að við erum á réttri braut. Samkeppnisaðilarnir ræða auðvitað hitt og þetta um okkur en fólkið sjálft, neytendur í landinu, finna að hér er verslun sem hefur hag þess algjörlega að leiðar- ljósi og þrýstir niður vöruverði, þrátt fyrir gæði. Fólkið sjálft kann svo sannarlega að meta þessa, stefnu okkar það sýnir verslunin hér og þá erum við áhægðirþ sagði Jón Sigurðsson í Miklagarði að lok- um. G.T.K.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.