Alþýðublaðið - 17.04.1984, Síða 17

Alþýðublaðið - 17.04.1984, Síða 17
Þriðjudagur 17. apríl 1984 17 bíl náði Volvo ákveðnu forskoti þar sem fæstir samkeppnisaðilarnir voru þá koninir með vörubíla með turbo-vélum. Það var svo í beinu framhaldi af framleiðslu turbo-vélanna sem far- ið var að hugleiða frekari útfærslu á þeim og nota loftkælingu í stað vatns. Eins og áður segir voru skref- in sem stigin voru í fyrstu öll fremur smá, en þau miðuðu að ákveðnu marki og þegar á árinu 1964 hafði tæknimönnum Volvo-verksmiðj- anna tekist að leysa nokkur grund- vallaratriðið sem „lntercooler" tæknin byggðist síðan á. Mönnunt varð fljótlega Ijóst að með þessari aðferð var unnt að framleiða vélar sem voru mun kraftmeiri en þær vélar sem þá tíðkuðust í vörubílum. Takmarkið var að frantleiða vél sem hefði 400 hestafla orku og er Ijóst að framsýni hönnuðanna og tækni- nranna hefur verið mikil. Árið 1970 settu Volvo-verks- miðjurnar á markaðinn vörubíl sem bar tegundarheitið Volvo F89. í þeim bíl var 12 lítra vél með 330 hestafla orku. Bílar þessir náðu mjög miklum vinsældum og uðru á skömmum tíma einna mest seldu vörubílarnir í heimi. Við smíði vél- anna var beitt tækni sem grundvöll- uð var á „lntercooler“ tækninni, en hún var þó töluvert frábrugðin því sem síðar varð, einkum að því leyti að um vatnskælingu var að ræða. En í beinu framhaldi af smíði vél- anna í F89-bílnum hófust tilraun- irnar með það „Intercoller" kerfi sem nú hefur rutt sér til rúms, þar sem eingöngu er notað loft. Árang- urinn hcfur ekki látið á sér standa og má geta þess til gainans að nú vinna vélfræðingar verksmiðjunn- ar að þvi að smíða 12 lítra „Inter- cooler“ vél með 450 hestafla orku. Jafnhliða stöðugum endurbót- um á vélum Volvo-vörubílanna hafa einnig verið gerðar margháttaðar breytingar á öðum tæknilegum atriðum bílanna svo sem Volvo F 10 og Volvo N 12 sem settir voru á markaðinn i fyrra bera hvað best með sér. Allt hefur miðað að því að svara þeim kröfum sem nú eru gerð- ar til vörubíla sem notaðir eru til langferða og þungaflutninga, en meginatriðin eru að slíkir bílar séu þægilegir í akstri, kraftmiklir, spar- neytnir og að bílstjórnarnir geti nánast átt sitt annað heimili í bílun- um. Sem fyrr greinir var Volvo F 10 „lntercooler" valinn vörubíll ársins 1984. Að því vali stóðu blaðamenn frá mörgum Evrópulöndum og byggðu þeir, auk eigin reynslu, á áliti fjölmargra vörubílstjóra sem segja að þessi nýi bíll hafi í raun gjörbreytt vinnuaðstöðu þeirra og afkomu. Málin rœdd. Haraldur Hjartarson, almenninjgstengsla — (PR-) maður Volvo á Islandi og Ásgeir Cunnars- son, forstjóri Veltis h.f. Ljósm.:G.T.K. Samvinnuferðir — Landsýn Framhald af bls. 20 þrátt fyrir gífurlega gagnrýni, nú eru allir snúnir til betri vegar í þeim efnum. Við byrjuðum með ný form á greiðslukjörum, SLrferðaveltu, þar sem fólki er boðinn sparnaður uppí ferð og eftirstöðvum dreift. Við buðum fyrstir aðildarafslátt núna eru allir komnir með einhverskonai afsláttarform. Við stóðum einnig við það, að Islendingar eru eir þjóð í þessu landi með því að bjóða sama fargjald frá hvaða stað al landinu, sem fólk býr. Þarna ganga samkcppnisaðilarnir enn í okkar kjölfar og bjóða afslætti af ferðum til Reykjavíkur tengdri erlendri ferð allt uppí 50%“, sagði Helgi Jó- hannsson hjá Samvinnuferðum — Landsýn að lokum. G.T.K. Bónus Framh. af bls. 12 tryggða, sem verið hafa án úttekt- ar frá 15. apríl til 30. júní. Þeir sem stofna nýjan 6 mán- aða reikning í Iðnaðarbankanum fyrir mitt ár eða eiga hann nú þeg- ar fá þannig strax í júlí 1.5% IB bónus. Ekkert umstang Eigendur bundinna 6 mánaða reikninga i Iðnaðarbankanum þurfa ekki að koma í bankann til að millifæra eða endurnýja reikn- inga sína. Þeir fá vaxtabónus sjálfkrafa tvisvar á ári ef reikning- arnir eru án úttektar. Innstæðan er laus í tvo mánuði á ári án þess að vextir lækki og reikningseigandi getur auk'ið við innstæðuna þegar honum hentar. Ekkert umstang við sölu verð- bréfa, engin bið eftir kaupanda, engin sölulaun, engin afföll. Millifærslur milli verðtryggðra og óverðtryggðra reikninga valda ekki bónusmissi og eru heimilar hvenær sem er án lengingar bindi- tíma. *Almenn sparisjóðsbók 15,0% *Venjulegur 6 mánaða verð- tryggður (sé miðað við 15% verð- bólgu) 16,6% *6 mánaða verðtryggður reikn- ingur með IB bónus og vaxta- reikningi á miðju ári (rniðað við 15% verðbólgu) 18,3% *6 mánaða óverðtryggður reikn- ingur hjá Iðnaðarbankanum án 1B bónus (venjulegur 12 mánaða reikningur í öðrum bönkum) 19,9% *6 mánaða óverðtryggður reikn- ingur með fullum IB bónus21,6% Intercooler Framh. af bls. 11 eða turbo fyrir vörubíla. Einnig á því sviðið þurfti að yfirstíga marga erfiðleika í byrjun og hönnunin kallaði á þrotlaust starf og þolin- mæði. Það var ekki fyrr en á árinu 1954 að Volvo setti Titan Turbo vörubílinn á markaðinn að mark- miðinu var náð. Með þessum vöru- Vandlátustu sóldýrkendur velja Riminisólina sumar eftir sumar; aðgrunna strönd, afþreyingaraðstöðu af bestu gerð, frábæra veitingastaði og eldfjörugt næturlíf. Héreigaallirfjölskyldumeðlimir ánægjulega daga, ekki síst þeir yngstu, því íslenski barnafarar- stjórinnsértilþessaðsmáfólkið nýtur hverrar stundar ekki síður en hinir fullorðnu. Skoðunarferðir til ógleymanlegra staða, s.s. Rómar, Feneyja og Flórens eru síðan góð ábót á líflegt strandlífið og gera Riminiferðina að stórskemmtilegri blöndu, þarsem ríflegum skammti af fróðleiksmolum er stráð yfir ómælt magn af sólskini. Dæmi um verð- *"“*»»», ,984 3Íiuf42Mm 20.200 ---S—_í ^arnaafsl 80-800 ----10.000 •*«*......_ 7JJ“ prðlækkm m Verð frá kr. 16.200 miðað við sex manns í 3ja herb. íbúð í 11 daga. Barnaafsláttur allt að kr. 5.700 Aðildarfélagsafsláttur kr. 1.600 fyrir hvern fullorðinn og kr. 800 fyrir börn. Verð fyrir hvern farþega í 6 manna fjölskyldu (miðað við hæsta barnaafslátt) kr. 11.332 11 og 21 dags ferðir Beint leiguflug til Rimini. ÞULIFIRLENGI ÁGÓÐU SUMARLEYFI Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRl: SKIPAGÖTU 18 - SfMAR 21400 & 23727

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.