Alþýðublaðið - 17.04.1984, Page 19

Alþýðublaðið - 17.04.1984, Page 19
Þriðjudagur 17. apríl 1984 19 Rœtt við Svein bakara um gœðabrauðin sem mörg veitingahús borgarinnar notfœra sér og m ódelskreytingar í stórveislur sælt, þúsundir gesta og all- ir sem vildu fengu eitthvað. Annars lærði ég bakaraiðn á Akureyri og útskrifaðist frá Krist- jánsbakaríi á Akureyri árið 1962. Ég vann svo þar uns ég fluttist til Reykjavíkur árið 1966. Þar tók ég við bakaríinu á Hótel Loftleiðum, sem þá var nýstofnað og vann þar í sex ár, en tók þá við bakaríinu í veit- ingahúsinu Glæsibæ og var með það þangað til árið 1978. Sveinn Krístdórsson bakarameist- ari, öðru nafni Sveinn Bakari. Ég skrapp einnig til Danmerkur og vann þar um tíma og var einnig eitt ár yfirmatreiðslumaður á Hótel Valhöll á Þingvöllum. 11. nóvember 1980 hóf ég svo rekstur Sæluhússins að Banka- stræti 11 og rak það í tvö ár, eða þangað til ég flutti hingað á Grens- ásveginn, þar sem ég rek fyrirtækið mitt undir því nafni, sem flestir þekkja mig, Sveinn bakari. Mér likar afar vel hérna, mikið er að gera og fólkið gott og svo sann- arlega ástæða til þess að brosa. Það er í rauninni bara þúsund manna afmælisveisla sem getur máð það af andlitinu. Hjá mér vinna 16 manns og hreint út sagt, þá hef ég ekki við að anna eftirspurninni. Hérna hef ég sérhæft mig í gæða brauðum og kökum, einnig fyrir veitingastaði. Ég get með nokkru stolti talið upp sum veitingahúsin sem skipta við mig. Staði eins og Veitingahöllina, Múlakaffi, Pott- inn og pönnuna, Lækjarbrekku, Hótel Borg, Glæsibæ, Mensu, Gestgjafann í Vestmannaeyjum, Botnskálann, Bláa Lónið og Ask við Suðurlandsbraut auk þess sem ég annast sérverkefni fyrir Hótel Esju og Hótel Loftleiðir. Með slíkan viðskiptalista auk allra annarra viðskiptavinina, þá verður það náttúrlega að segjast eins og er að maður sér varla fram úr verkefnunum. Þó langar mig að leggja áherslu á það að við reynum alltaf að láta allt þannig frá okkur fara, að það sé sem best úr garði gert. Störf mín fyrir aðila á borð við Hótel Loftleiðir, Glæsibæ og Hótel Valhöll hafa óneitanlega valdið því að ég hef fengið mörg spennandi verkefni að spreyta mig á um dag- ana. Stundum komu þau líka óvænt og voru erfið. Þannig hef ég oft lent i því að skreyta stórveislur þessara staða. Sérstaklega er mér hugleikið að minnast stórra módelverka úr sykri af heilum byggingunt, flugvélum svo ég tali nú ekki um hnattlíkanið mitt fræga, sem ég bjó til fyrir ný- ársfagnað Hótel Loftieiða hérna i eina tíð. í svona skreytingar- og sköpun- arvinnu liggur oft ótrúlegt érfiði, en sköpunargleðin er mér ásköpuð og auðvitað hríslast um mig stolt og gleði þegar ég sé módelverkið mitt sem hápunkt fagurlega skreyttrar stórveislu. Að lokum vil ég bara segja það, að vinsældir mínar hérna á Grens- ásveginum eru ekki mér einum að þakka. Ég er svo lánsamur að hafa frábært starfsfólk og það er nokk- uð sem maður í mínum rekstri, hvers afurð, ef svo mætti að orð- um komast bráðnar uppí viðskipta- vininum, fær seint fullþakkað", sagði Sveinn bakari að lokum. G.T.K. Eitt af hinum glœsilegu módelum sem Sveinn bakari hefur gert um dagana. Þarna er það Hótel Valhöll HP — 150 Einkatölvan með snertiskjánum frá Hewlett Packard Leitið upplýsinga hjá söluaðilum: Elding Trading Company h.f. Hafnarhvol v/Tryggvagötu Símar 16303 og 15820 Tölvuvinnsla og kerfishönnun hf., Furugeröi 5, Reykjavík Sími: 85420 HEWLETT PACKARD

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.