Alþýðublaðið - 17.04.1984, Side 21

Alþýðublaðið - 17.04.1984, Side 21
21 Þriðjudagur 17. apríl 1984 Tðnaðarbankinn Framhald af bls. 12 til 1964 urðu á vissan hátt tímamót í íslenskum bankamálum. Þá fjölg- aði afgreiðslustöðum bankanna úr 21 í 49. Þessi þróun átti sér stað með stofnun tveggja nýrra hlutafélags- banka, Verslunarbanka og Sam- vinnubanka. Ætlaði Samvinnu- bankinn sér stóran hlut og opnaði átta útibú eða umboðsskrifstofur á þessum árum og yfirtók að auki þrjár innlánsdeildir. Þetta leiddi til aðgerða af opin- berri hálfu, og komu þær fram í á- kvæði í lögum nr. 10 frá 13. maí 1964 um breytingu á lögum um Seðlabanka Islands. Samkvæmt þessu ákvæði þarf leyfi ráðherra til að setja á stofn útibú eða umboðs- skrifstofu frá innlánsstofnun. Þetta ákvæði hefur ekki orðið til þess að koma í veg fyrir stofnun nýrra úti- búa, heldur aðeins orðið til þess að gera ný útibú að gæðurn, sem koma til pólitískrar úthlutunar. Önnur atriði í þriðja lagi er það gjaldeyrisrétt- indin. Þau hafa alla þessa öld að- eins verið veitt tveimur bönkum, þangað til að Búnaðarbankinn hlaut einnig þessi réttindi ótak- mörkuð. Er þetta sérstakt fagnað- arefni og var það í sjálfu sér skref í átt til jöfnunar á samkeppnisstöðu bankanna. Aðrir bankar og spari- sjóðir fengu leyfi til viðskipta með ferðamannagjaldeyri og til að á- vaxta gjaldeyrisinnistæðu. Algjört frelsi í þeim efnum er vonandi á næsta leiti og þar með bætt þjón- usta. I fimmta lagi vil ég nefna að rik- isábyrgð hefur verið á innlánum ríkisbankanna, svo sem óhjá- kvæmilegt er vegna rekstrarforms- ins. Sú staðreynd, að aðrar innláns- stofnanir njóta ekki slíkrar ábyrgð- ar hlýtur að leiða til mismunandi samkeppnisaðstöðu. Verður að telja, að ríkisábyrgðin hafi haft raunverulegt gildi. Þennan mismun mætti jafna með því, að ríkisbankarnir greiddu hæfilegt gjald fyrir þessa ábyrgð. Mætti jafnvel hugsa sér að aðrar innlánsstofnanir gætu orðið aðilar að slíkri ríkisábyrgð, gegn sama gjaldi. Hitt væri þó sýnu nær að breyta þessari stofnun í hlutafélög, þar með væri björninn unninn. í sjötta og síðasta lagi vil ég nefna það, að með bréfi Fjármálaráðu- neytisins, dags. 6. nóv. 1968, voru öllum ríkisfyrirtækjum og ríkis- stofnunum gefin fyrirmæli um aö beina viðskiptum sínum eingöngu til ríkisbanka. Fyrirmælin voru í- trekuð 11. maíárið 1977. Ætlaverð- ur, að þetta hafi mikla þýðingu fyrir samkeppnisárangur ríkisbank- anna, því ekki fer hlutdeild ríkisins í þjóðarframleiðslunni minnkandi. Er í sjálfu sér áhugavert að velta því fyrir sér, hvort rétt sé og hagkvæmt, að ríkið gefi út fyrirmæli af þessu tagi á fleiri sviðum, hefji ef til vill, „sjálfsþurftabúskap" aö fornri þjóðlegri fyrirmynd? Opnara markaðskerfi Það er kunnara en svo, að frá þurfi að segja, að íslendingar hafa á undanförnum árum orðið æ háð- ari notkun erlends lánsfjár. Er það m.a. vegna þess, að íhlutun stjórn- valda í lánamarkaðinn, í því skyni að tryggja forréttindaaðilum nei- kvæða raunvexti, hefur að sjálf- sögðu leitt til minni sparifjármynd- unar en ella hefði orðið. Er ljóst, að heildarskuldir íslendinga erlendis eru nú orðnar svo miklar, að ekki verður gengið öllu lengra, án veru- legrar áhættu fyrir efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það er því augljóst, að óhjákvæmilegt er að innlendur sparnaður verði efldur á ný. Korna þá einkum tvær leiðir til greina. Annars vegar að efla svo- nefndan kerfisbundinn eða þving- aðan sparnað, en sú leið mun mörg- um stjórnmáiamanninum væntan- lega þykja nærtæk. Hins vegar er svo um að ræða möguleikann á að efla frjálsan sparnað í bönkum og sparisjóðum landsins. Fjármagnsmarkaður í mótun Á síðustu árunt hafa bankarnir fengið nýja keppinauta. Umboðs- skrifstofur hafa verið stofnaðar af kunnáttumönnum til að annast milligöngu í viðskiptum með verð- bréf hvers konar. Opinská kynning þessara verðbréfamarkaða á mis- munandi ávöxtunarkröfum og þar með sölugengi og afföllum á ein- stökum tegundum eða flokkum verðbréfa hefur eytt fordómum um okur á þessu sviði. í staðinn hafa komið nýir raunhæfir valkostir fyr- ir sparifjáreigendur til viðbótar þeim sem bankar undir ríkisforsjá hafa boðið. Á sama tíma og ríkisvaldið hefur með lögum, reglugerðum og tilskip- unum sett ótal steina í götu bank- anna á sviði samkeppninnar hefur það sjálft löngum séð sér leik á borði og boðið sparifjáreigendum ávöxtun sem jafnvel er meiri en þeir útlánsvextir sem það leyfir bönkum að taka. Nýlegt útboð ríkisvíxla er af þessu tagi og vekur athygli að í auglýsingum sínunt undanþyggur ríkið sig sjálft okurlögunum svo- nefndu, sem það hefur látið hneppa einstaka þegna sína í fangelsi fyrii að brjóta. í byrjun þessa árs var bönkunum veitt heimild til að ákveða og aug- lýsa hærri vexti en Seðlabankinn auglýsir af innlánum sem bundin eru til 6 mánaða eða lengri tíma. Samsvarandi heimildir hafa ekki enn fengist á útlánahlið, en eru auðvitað óhjákvæmilegar. •'•ic Hvers vegna breytingar nú? Frelsun peningamarkaðarins var illu heilli skilin eftir í Viðreisnarað- gerðunum svonefndu 1960, til ó- bætanlegs tjóns en ómetanlegs lær- dóms fyrir íslendinga. Öllum er kunnugt um hvernig erlendar skuldir landsins hafa vaxið að til- tölu síðustu árin m.v. þjóðarfram- leiðslu og er óþarft að rekja þá sögu hér. Ég tel að þessi þróun sé bein af- leiðing þess ófrelsis sem viðgengist hefur á íslenska fjármagnsmarkað- inum. Frelsun vaxtaákvarðananna úr klóm ríkisvaldsins er raunar eina leiðin til að efla innlendan sparnað til frambúðar og draga þar rneð úr þörf fyrir erlent lánsfé. Við hljótum að horfast i augu við þá staðreynd, að ef raunvöxtum verður áfram haldið lægri en gerist í nálægum löndum hlýtur það einfaldlega að leiða til lægri ávöxtunarkröfu til fjárfestinga hérlendis og þar með lakari lífskjara en nágrannar okkar njóta. í þessu sambandi vil ég sérstak- lega nefna að þau forréttindalán sem afurðalán Seðlabankans og viðbótarlán viðskiptabankanna ó- neitanlega eru, vegna lægri vaxta og sjálfvirkni í lánveitingum, munu sem betur fer hverfa með frjálsum vöxtum“, sagði Ragnar Önundar- son að lokum. G.T.K. Taktu íþínar hendur haestu innlánsvexti sem bjóöast fyrír sparifé þitt hjá Verzlunarbankanui Allt að 22,1% ársávöxtun. Sparisjóðsskírteini Verzlunarbankans sem bundin eru í 6 mánuði bera 6% vaxtaálag umfram almenna sparisjóðsvexti sem nú eru 15%. Með því að endumýja skírteinin eftir 6 mánuði fæst 22,1% ársávöxtun. Skattfrjáls. Sparisjóðsskírteini Verzlunarbankans em skattfrjáls sem og annað sparifé. Þú ræður upphæðinni. Þú ræður auðvitað þínum eigin spamaði og velur því upphæðina sjálf(ur) þó að lágmarki kr. 1.000. Taktu hæstu innlánsvexti sem í boði eru fyrir sparifé þitt. **%£?*>„ VíRZlUNARBflNKINN Bankastræti 5 Grensásvegi 13 Umferðarmiðstöðinni Vatnsnesvegi 14, Keflavík Húsi verslunarinnar, Amarbakka 2 Laugavcgi 172 v/Hringbraut Þverholti 6, Mosfellssveit nýja miðbamum AUK hf. Auglýsingastofa Kristinar 43.64

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.