Tíminn - 08.03.1967, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 8. marz 1967
TIMINN
'ýna enirmyndir afiátúns■
kirkjum
v
0 »
/VtS *
;4í d
G E-Reykjavík, mánudag.
Um þessar mundir stendur yfir
á Mokkakaffi allsérkennileg
myndlistarsýning. Er þar um að
ræða eftirmyndir af látúnsplötum
úr enskum kirkjum eftir Banda-
ríkjamanninn Donald Jesse, sem
40ára
afmæii
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Félag framleiðslumanna og
Félag matreiðslumanna hélt
hátíðarfunit í gær í tilefni
40 ára afmælis þeirra, og
var myndin hér að neðan
henni eru núlifandi stofnend
tekin við það tækifæri. Á
ur félaganna, þeir Bjarni
Jóhannesson, Davíð Þorláks
son, Sæmundur Þórðarson
og Kaj Ólafsson.
Á morgun halda félögin
fagnað vegna afmælisins á
Hótel Sögu og hefst hann
með móttöku kl. 17,30.
Á hátíðarfundinum gáfu
félögin samtalá 20 þúsund
krónur til áhaldakaupa fyr
ir matsveina og veitinga
þjónaskólann, og félögunum
bárust ýmsar gjafir og
hér var á ferðinni fyrir skömmu.
Myndirnar eru níu talsins og
allar til sölu.
Brezki leikstjórinn Kevin Palm
er sýndi fréttamönnum myndir
þessar í dag, en Jesse, sem er
kennari í London er góðvinur
hans. Hann hefur um nokkur ára
bil stundað þessa grein mynd
Umræðufundur um
framleiðslu og
markaðsmál bænda
JH-Skógum, mánudag.
Ræktunarsamband Eyfellinga
og Mýrdælinga gekkst fyrir um-
ræðufundi að Skógum sunnudag-
inn 5. marz. Árni Jónsson bú
stjóri að Skógum fundarstj. en
framsöguerindi flutti Gunnar
Guðbjartsson formaður Stéttar
sambands bænda. Flutti hann
ítarlegt erindi um framleiðslu- og
markað'smálin og kom víða við.
Að loknu erindi hans voru trjáis
ar umræður og tóku margir til
mál-s. í fundarlok talaði Gunnar
Guðbjartsson aftur og svaraði
fjölmörgum fyrirspurnum, sem
f-rarn höfðu komið. Fundinn
sóttu fjölmargir bændur og voru
allir á einu máli u-m, að hann
hefði verið hinn fróðlegasti og
til ánægju fyrir alla aðila.
li-star í hjáverkum, o0 hafa verk
hans verið sýnd víða í Bandaríkj
unum og Kanada. Myndirnar eru
gerðar eftir látúnsplötum, sem
fyrr á öldum voru látnar á graf
hvelfingar og á kirkjugólf til
minningar um látna aðals- og
efnamenn. Þessi list mun háfa
rutt sér til rúms um 1200, og
fyrstu látúnsmyndirnar þykja
bera mikið svipmót af þeim iátnu,
en er fram í sótti dró úr því.'
Plöturnar eru aðallega gerðar ái
tímabilinu 1200-1600 og gefa
Framnald á bls. 14.
Fundir SUF og FUF í
Borgarnesi ogAkranesi
Samband ungra Framsóknar-
manna gengst fyrir almennum
fundum um helgina í samvinnu
við Félag ungra Framsóknarmanna
í Mýrasýslu og FUF á Akranesi.
j Fyrri fundurinn verður haldinn
I laugardaginn 11. marz á Hótel
1 Borgarnesi og hefst hann kl. 2 e-h.
Síðari fundurinn verður haldinn í
Framsóknarhúsinu á Akranesi og
hefst hann kl. 4 s.d. — Á fund-
unum verður rætt um ný viðhorf
í íslenzkum stjórnmálum og munu
menn úr stjórn SUF flytja fram-
söguerindi ásamt heimamönnum.
Síðan verða almennar umræður
og einnig verður svarað spurning-
um.
HJÁ Þ0RVALDI
Mjög mikil aðsókn var að máiverkasýningu Þorvaldar Skúlasonar
í Bogasalnum um helgina, en sýningin var opnuð s. I. iaugardag.
Á sýningunni eru 21 mynd og eru þegar sjö seldar. Er þetta fyrsta
einkasýning sem Þorvaldur heldur undanfarin fimm ár. Myndin er
af listamanninum þar sem hann virðir fyrir sér verk sín í Boga-
salnum. (Tímamynd — OÓ)
Landsnefndarfund-
ur hernáms-
andstæðinga
EJ-Reykjavík, mánudag.
Landsnefndarfundur Samtaka
hernámsandstæðinga var hald
inn í Lindarbæ um helgina. Á
fundinum voru rædd stefnumál
samtakanna og verkefni næstu
mánuði. Samþykktar voru tvær
ályktanir: önnur um verkefni sam
takanna og hin um stefnumál.
í þeirri síðarnefndu segir, að
brýnasta stefnumál samtakanna
sé að band-aríski herinn hverfi
úr landin-u. Leggur fundurinn
á'herzlu á fjögur atriði. 1. að
stöðvaðar verði hernaðarfram
kvæmdir í Hvalfirði og öll hern
aðarmapnvirki í landinu afnumin.!
2. að ísland hafi nána samvinnu
við önnur Norðurlönd á sviði
utanríkismála, og að æskilegt
sé að þessar þjóðir móti sam
eiginlega hlutleysisstefnu þegar
NATO-samningurinn verður upp-
segjanlegur 1969. 3. að þjóðar
atkvæðagreiðsla fari fram uœ
„lhernámsmálin“, og 4. að banda
rfeka sjónvarpinu á Kefl'aivíkui
flugvelli verði þegar lokað.
SKÁKIN
Svart-Reykjavík:
Jónas Þorvaldsson
Hallur
Hvítt-Akurcyri:
Gunnlaugur Guðmundsson,
Margeir Steingrimsson.
12. a2—a4 f7—f5
Umræðufundur um „Fjármáláspill-
ingu, félagslega unplausn og rétt-
visia
Stúdentafélag Háskóla ís-
lands efnir til almenns umræðu
fundar að Hótel Borg mánu-
fundar að Hótel Borg mánud g
inn 13. marz n. k. og hefst hann um er heimill aðgangur
klukkan 20,30. Fundarefni: frjálsar umræður verða
FjármálaspiIIing, félagsleg upp-
lausn og réttvísi á íslandi. Fram
sögumenn eru Einar Agústsson
bankastjóri, Sigurjón Björnsson
sálfræðingur og Haraldur
Henrysson dómarafulltrúi. Öll
og
að
loknum framsöguræðum.
MIKIL AÐS0KN
0“Duinn og Gránát
á tónl. á morgun
Þorsteinn Ö. Stephensen og Gísli Halldórsson í hlutverkum sínum.
DÚFNAVEISLAN f 50. SINN
Dúfnaveislan, nýjasta leikrit
H-alldórs Laxness, hefur hlotið
feikna vinisældir. 'Leikfélag Reykj-a
ví'kur frumsýndi það í aprílmán
uði í fyrra og er það því nú búið
að ganga samfleytt í tæpt ár.
Leikurinn hefur vakið mikla eft
irtekt erlendis og verið skrifað
cm þessa sýningu Leikfélagsins í
biöð á Norðurlöndum. Dúfnaveisl
an var annað þeirra íslenzku bók
menntaverka síðastliðins árs, sem
Mæ!t; var með við úthlutun bók
m?nntaverðlauna N-orðurlandaráðs
en Þorsteinn Ö. Stephensen fékk
Silfurlampann fyrir túlkun sína
á pressaranum í sýningu Leik
félagsins. í undirbúningi er nú
sýning á Dúfnaveislunni í Árós
um í Danmörku. Leikstjóri Dúfna
vöislunnar í Iðnó er Helgi Skúla
son, leikmyndir eru éftir Stein
þór Sigurðsson og tónlist eftir
Leif Þórarinss-on. Búast má við
að sýningum fari nú að fækka,
en á sunnudag var 49. sýningin og
uppselt á hana, en 50. sýning leiks
ins verður á fimmtudagckvöld.
Á næstu tónl-eikum Sinfóníu-
hlj ómsveitarinnar fimmtudaginn
9. marz stígur aftur á stjórnpall
inn Proinnsías 0‘Duinn, sem sáð
j astliðin tvö ár hefur verið búsett
ur í Bandaríkjunum og starfað
j þar nær eingöngu, en er nú fast
ráðinn aðalhljómsveitarstjóri Rík
ishljómsveitarinnar í Quito í
I Eeuador.
Einleikari með hljómsveitinni
verður Endre Gránát.
' Gagnrýnendur e-rlendra dag
blaða hafa líkt Gránát við töfra
mann, leiktækninni séu lítil t-ak
mörk sett og tilfinningahitinn tak
markalaus. Gránát leikur fiðlu
konsertinn eftir Brahms, sem
ásamt fiðlukonsert B-eethovens
þykir deila konungsveldinu í
heimi fiðlukonserta.
Önnur verk sem flutt verða á
þessum tónleikum eru fyrsta sin
fónía Sjostakovitsj og forleikur
inn að „Galdra Lofti“ eftir Jón
Leifs. Forleikurinn var saminn á
árunum 1927—28 en hann hefur
aldrei verið _ fluttur hérlendis
fyrr en nú. Áður hafði Jón sam
ið tónlist við leikritið og e-r efni
viður úr þeirri tónlist notaður
sem uppistaða í forleiknum.