Tíminn - 08.03.1967, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 8. marz 1967
Utgetandi PRAMSOKNARFLOKKURINN
Pramkvæmdastiórl: KrlstiáD Benediktsson. Ritstjórar; Þórarlnn
Þórarinsson <áb> Andrés Krlstiánsson. Jón Helgason og IndriM
G Þorsteinsson Fulltrúi rttstiórnrfr' Tómas Karlsson Ang-
lýsingast.i. Steingrlmui tííslason Ritstj.skrlfstofur ' Eddu-
búslnu slmar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 1 Al.
greiðsluslmi 1232.3 Auglýsingasíml 19523 Aðrar skrlfstofur,
siml 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán Innanlands — I
lausasölu kr 7.00 elnt. — Prentsmiðjan EDDA n. t.
Sjávarútvegurinn og
„viðreisnin“
Við 1. umræðu 1 efri deild um frumvarp ríkistjórnar
innar um „ráðstafanir vegna sjávarútvegsins', flutti Helgi
Bergs gagnmerka ræðu. Hann dró saman í stuttu máli
þær höfuðstaðreyndir, sem nú blöstu við í málum
sjávarútvegsins, en þær væru þessar.
1. Bátarnir, sem stunda þorskíiskveiðar, eiga við sí-
vaxandi erfiðleika að stríða og fer fækkandi ár frá ári.
Allar varanlegar úrbætur eru dregnar á langinn og nær
ekkert hefur verið framkvæmt af tillögum vélbátaútgerð-
arnefndar.
2. Ekkert er gert til þess að eila útgerð á djúpmiðum
og fjarlægum miðum með endurnýjun togaraflotans og
stefnir nú beint að því að útlendingar verði einir um
togaramiðin
3. Ríkisstjórnin leggur nú enn einu sinni franrfrum-
varp um bráðabirgðaráðstafanir til að halda útgerðinni
gangandi næstu mánuði, en er algjörlega stefnulaus í
framtíðarmálum sjávarútvegsins.
4. Ríkisstjórnin sem kallað hefur allar tillögur um
skipulega uppbyggingu ófrelsi og nöft og hefur horft upp
á það að fé opinberra sjóða og bankakerfisins væri varið
til að byggja upp ný frystihús, þar sem mest og bezt frysti
hús eru ónotuð fyrir, vill nú gera áætlun um lokun og
niðurrif frystihúsa.
Þetta er ástandið, sem við blasir í sjávarútvegsmálun-
um eftir samfellt margra ára góðæri. Slíkar eru afleiðing-
ar „viðreisnar11 ríkisstjórnarinnar. Þetta er ástandið sem
stjórnarflokkarnir bjóða upp a að framlengja, ef þeir
bera sigur úr býtum í næstu kcsningum.
Framtíðarstefnan
Helgi Bergs sagði í áðurneíndri ræðu sinni, að í sjáv-
arútvegsmálum þyrfti ný vinriubrögð o.g markvissa
stefnu. Höfuðatriðin, sem stefna bæri að, væru þessi:
1. Gera verður ákveðnar ráðstafanir til eflingar báta-
útgerðar á þorskveiðar, jafnframt skipulegum aðgerð-
um til nýtingar miðanna og verndar stofnunum.
2. Halda verður áfram sókn á diúpmið og fjarlæg mið
og í því skyni verður að vinda bráðan bug að undir-
búningi að tndurnýjun togaraflotans. .
3. Auka verður hagræðingu i fiskiðnaðinum m. a. með
tilliti til þess að bæta móttöku og geymsluskilyrði hrá-
efnisins til að jafna vinnu milli daga. Til þess að ná þessu
marki þarf að tryggja þessari atvinnugrein næg og hag-
kvæm lán.
4. Hætta verður óeðlilegum á’cgum á þessar atvinnu-
greinar. lækka vextina, lækka útflutningsgjöldin, raf-
magnsverðið hafnargjöld o. fi., veita skattaívilnanir,
hætta að skattleggja tapið og auka afurðalánin til þess
að gera fyrirtækjum kleift að shmda starfsemi sína með
eðlilegum hætti.
Það verður að kryfja vandamál sjávarútvegsins til
mergjar, sagði Helgi Bergs, marka stefnu framtíðarinnar
og hefja markvissar aðgerðir. SífeJidir árlegi> „viðreisnar-
aukar“ leysa engan vanda, þótt þeir kunni að geta kom
ið 1' veg fyrir algera stöðvun í bili.
TÍMINN
ERLENT YFIRLIT
Pompidou hefur tryggt sér sæti
sem erfðaprins hjá Gaullistum
ÚRiSLITIN í fyrri umferð
frönsku þingkosninganna, sem
fóru fram síðastl. sunnudag,
urðu bæði sigur og ósigur fyrir
stófnanir þær, sem annast skoð
anakannanir í Frakklandi. Fylgi
Gaullista reynist nokburn veg
in eins og þær höfðu spáð eða
um tæp 38%. Hins vegar reynd
ist fylgi kommúnista nokkru
minna eða 22% í stað 24%.
Fylgi bandalags vinstri flokk-
anna (jafnaðarmenn og radi-
kalir) reyndist 19% í stað 22%
og fylgi miðflokkabandalagsins
reyndisf tæp 13% í stað 15%.
Hægri menn, ýmsir smáflokkar
og óháðir frambjóðendur reynd
ist fá meira fylgi en spáð hafði
verið.
Skoðanakannanirnar spáðu
því, að Gaullistar myndu fá
255—278 þingsæti, ef þeir
héldu 38% af atkvæðamagninu
Þir.gsætin eru alls 487 og þarf
því að fá 244 þingsæti til að fá
meirihluta. Gaullistár fengu í
fyrri umferðinni kjörna 68
þingmenn eða talsvert fleiri en
búizt hafði verið við að likur
benda til, að þeir geti fengið
210 þingsæti í síðari uhiferð-
inni. Þeir hefðu þá 278 þing-
sæti, en höfðu 284 fyrir kosn-
ingarnar. Hefðu þeir þá rétt
haldið stöðu sinni.
Það er kjördænjaskipunin,
sem ræður mestu um það, að
Gaullistar hafa þannig horfur á
að fá traustan meirihluta, þótt
þeir hafi innan við 2/5 af kjós
endafylginu. í Frakklandi er
kosið í einmenningskjördæm-
um, og fylgi flokkanna skiptist
þannig, að vinstri flokkarnir
hafa víða yflrgnæfandi fylgi í
oorgunum, en minna utan
þeirra Atkvæðamagn þeirra
nýtist því illa.
í síðari umferðinni er yfir-
leitt búist við því, að fylgis-
menn Miðflokkabandalagsins
kjósi Gaullista og tryggi þann
ig sigur þeirra í mörgum kjör-
dæmum. Endurkosning fer
fram í öllum kjördæmum, þar
sem enginn frambjóðandanna
hefur hlotið hreinan meiri-
hluta, og mega þeir frambjóð-
endur bjóða sig fram aftur, sem
hafa fengið meira en 10% af
greiddum atkvæðum í fyrri
umferðinni.
EINS og spárnar standa nú
eftir fyrri umferðina, er staða
vinstri flokkanna heldur lakari
en búizt hafði verið við. Komm
únistar hafa vel haldið sínu og
heldur bætt við sig, miðað við
fyrri kosningar. Bandalag
vinstri flokkanna hefur hins
vegar tæplega haldið í horfinu.
Fyrir kosningarnar höfðu
kommúnistar og bandalag
vinstri flokkanna samið um
gagnkvæman stuðning í síðari
umferðinni, þannig, að aðeins
yrði í kjöri sá frambjóðandi
þessara aðila, sem hefði fengið
flest atkvæði í fyrri umferð-
inni. Talið er að það verði vfða
erfiðleikum bundið fyrir banda
lag vinstri flokkanna að fram-
fylgja þessu, þar sem margir
fylgismenn þess séu ófúsir til
að kjósa kommúnist.a. Sigur-
möguleikarnir yrðu meiri í
mörgum kjördæmum, ef fram
bjóðandi kommúnista drægi sig
í hlé, þótt hann hefði fengið
fleiri atkvæði en frambióðandi
bandalagsins í fyrri umferðinni.
Ef kommúnistar fengjust til að
fallast á þetta, gæti það orðið til
að fella Gaullista í mörgum kjör
dæmum, þar sem þeir þykja sig
uxvænlegir. Því er jafnvel hald-
ið fram, að ef vinstri flokkamir
notuðu þannig sigurmöguleika
sína til fullnustu, gæti þing-
meirihluti Gaullista verið í
hættu.
Fyrir kosningamar var því
spáð — og var það byggt á
skoðanakönnunum — að vinstri
flokkamir myndu geta fengið
42 þingsætum fleira en ella, ef
kommúnistar slökuðu þannig
til. Hins vegar þótti þá ólíklegt,
að'þeir myndu gera þetta, og
ýtti það undir spádóminn um
sigur Gaullista í seinni ferðinni.
EITT af þeim kjördæmum,
þar sem vafi er um afstöðu
kommúnista, erkjördæmi Mend
es-Frances. Hann fékk færri
atkvæði en frambjóðandi komm
únista síðast og hafði lýst því
yfir fyrirfram, að hann myndi
undir þeim kringumstæðum
styðja kommúnista í seinni um
ferðinni. Til þess kom þó ekki
þar sem Gaullistinn fékk þá
hreinan meirihluta í fyrri um
ferðinni. Nú fór hins vegar svo,
að Gaullistinn fékk ekki hrein
an meirihluta í fyrri umferð
inni. en Mendes-France fékk
miklu meira fylgi en frambjóð
andi kommúnista. Hann hafði
nú sem áður lýst yfir því, að
hann myndi draga sig í hlé, ef j
frambjóðandi kommúnista fengi |
fleiri atkvæði en hann og end- |
urkosning færi fram. Af hálfu |
frambjóðanda kommúnista var |
hins vegar engin slík yfirlýsing
gefin og margir óttast að að-
staða kommúnista verði Mendes
France að falli í síðari umferð
inni. Vinstri flokkamir myndu
þá missa þann foringjann, sem
væri vænlegastur til áhrifamik
illar forustu í þinginu.
Meðal þeirra, sem sigruðu
glæsilega í fyrstu umferðinni,
var Pompidou forsætisráðherra.
Vegur hans þykir hafa mjög
vaxið við kosningabaráttuna.
Hann tók þátt í mörgum kapp-
ræðufundum og þótti standa
sig miklu betur en búizt hafði
verið við. Þykir nú ekki lengur
vafi á því, að hann verði forseta
efni Gaullista, þegar de Gaulle
dregur sig í hlé eða fellur Jrá.
Meðal þeirra, sem náðu
kosningu strax í fyrri umferð-
inai. voru Mitterand, foringi
bandalags vinstri flokkanna,
Wattíec Rochet, foringi komm-
únista og Debré efnahagsmála
ráðherra. Hann náði kosningu
í k.iördæmi. sem er í einni
smánýlendu Frakka. Giscord
d’Estaing náði einnig endur-
kosningu, en æuve de Murville
mun heyja tvísýna baráttu
við frambjóðenda hægri manna
í seinni umferðinni.
Þ.Þ.