Tíminn - 30.03.1967, Blaðsíða 2
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 30. marz 1967
Börðu skipsf élaga sina
- og neituðu að draga
OÓ-Reykjavík, miðvikudag.
Tveir skipverjar á vélbátnum
Þráin frá Neskaupstað neituðu í
gærmorgun að hlýða fyrirmælum
skipstjóra um að draga net bátsins
úr sjó og börðu nokkra skipsfélaga
sína til óbóta. Var ekki annað fyr-
ir skipstJórann að gera en halda
til hafnar, en báturinn er gerður
út frá Vestmannaeyjum í vetur.
Voru ofstopamennirnir kærðir
fyrir bæjarfógeta sem setti þá taf
arlaust í fangelsi. Annar uppreisn
srseggurinn, stýrimaður á bátnum,
Blómabúð í
smáíbúðahverfi
Blómabúðin „Erika-blóm“ hefur
opnað nýja verzlun að Búðargerði
9, í smáíbúðahverfi. Er það eina
verzlunilr þeirrar tegundar í hverf
inu.
Verzlunin „ErikaJblóm“ hefur
starfað í verzlunarhúsinu að Mið-
bæ Háaleitisbraut 59—60 síðan 18.
des. 1965, og hefur ' erzlunin far-
. ið vaxandi dag frá degi ef svo
má segja. Hefur verzlunin verið
í aigu og umsjá hjónanna Höllu
Stefánsdóttur og Baldvins Guð-
jónssonar frá upphafi.
Þau hjón telja, að verzlunin að
Háaleitisbraut hafi sannað ótvi-
rætt þörfina fyrir þessa þjónustu
í stórum íbúðarhverfum og í þeirri
vissu að þessi þjónusta muni ekki
síður vel þegin í smáibúðalhverfi
en í Háaleitishverfi hafa þau nú
fært út kviarnar og opnuðu hina
nýju verzlun að Búðargerði 9 um
páskana- Mun þar verða á boð-
stólum allt það bezta sem blóma-
búð getur upp á boðið auk ýmissa
skrautmuna og gjafavöru. Þá er
fyrirtækið Dekor j samvinnu við
búðina og býður fram þjónustu
um skipulagningu og breytingar á
skrúðigörðum.
hinn háseti. Rannsókn stendur enn
yfir í málinu. Búin var að vera
landlega síðan fyrir páska og öll
net bátsins í sjó. Þegar komið var
á miðin tóku stýrimaður og háset-
inn upp á að lemja skipsfélaga
sína. Sérstaklega var matsveinn-
inn illa úti í marsmíðinni. Síðan
tilkynnti stýrimaður skipstjóra að
þeir mundu ekki draga netin. Var
því ekki annað að gera en fara í
land.
Héldu mennirnir því fram að öLl
skipshöfnin væri afspyrnu léleg
nema þeir sjálfir og ekki vinnandi
með þeim. Þá þótti þeim kokkur-
inn vera heldur slæmur og
ætti ekki annað skilið en að
vera barinn svolítið. Eru áverkar
á nokkrum skipverja og hafa þeir
lagt fram skaðabótakröfur. Réttað
var í málinu í gækveldi en því er
hvergi nærri lokið enn og á stýri-
maðurinn á hættu að missa rétt-
indi sín.
Til að Þráinn kæmist aftur í
róður fóru tveir lögregluþjónar í
Vestmannaeyjum í skipsrúmin og
var annar þeirra stýrimaður. Bát-
urinn kom inn í dag með 15 tonn.
Komið 'hefur fyrir áður að ein-
staka skipverjar á bátum hafa
j neitað að vinna úti á sjó, en yfir-
j maður hefur aldrei verið í vitorði
með slíkum vandræðagripum fyrr
Stöðvuðu vinnu á
föstudaginn langa
OÓ-Reykjavik, miðvikudag. |var stöðvuð umskipun á flugvéla-
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði \ benzíni úr sama skipi í Litlafell,
stöðvaði á föstudaginn langa lönd- i átti að fara með benzínið til
un á olíu úr stóru olíuskipi, sem: Keflavíkur. Varð Litlafellið að
var þar í höfninni og jafnframts liggja á ytri höfninni í Hafnar-
Olíuskipið Torrey Canyon „neitar að sökkva":
Eldflaugum og napal - sprengjum
rigndi yfir olíuskipiö í gærdag
NTB-Penzance, miðvikudag,
Skipið, sem neitar að sökkva,
nefndu brezk blöð olíuskipið Torr-
ey Canyon í dag, og ekki að ó-
fyrirsynju. í gær var gerð hörð
„sprengjuárás" á það á strandstað,
en við háfjöru í dag birtist skrokk-
ur þess aftur á skerinu. Eldar
höfðu slokknað er flæddi í gær
og því var fyrirskipuð ný „loft-
árás“ I dag, enn öflugri. Hún bar
þann árangur, að skipsflakið tætt-
ist í sundur og mikill eldur gaus
upp.
FlugvéLar frá brezka sjöhernum
skutu eldflaugum og vörpuðu eld-
sprengjum og napalm-sprengjum
á flakið, sem brátt hvarf í reykj-
armökk. í kvöld var þó ekki enn
vitað fyrir vóst, hvort þessi atlaga
hefði borið fuLlan árangur, en svo
var fyrir mæLt, að sprengjuikasti
slkyldi haldið áfram allt til myrk
urs í kvöld.
Blöð um alian heim gera þetta
strand að umtalsefni í dag og vdta
því fyrir sér, hvað gera megi tiL
þess að koma í veg fyrir, að olía
breiðist út um sjó, ef siíkur at-
burður endurtæki sig.
í Frakklandi óttast
menn, að
olían frá Torrey Canyon kunni
Framnalri á bls 14
firði yfir alla páskana en fór með
benzínið til Keflavíkur í gær.
Vinnustöðvunin var gerð að ósk
prófastsins í Hafnarfirði en sam-
Ikvæmt lögum er ólheimilt að vinna
'á föstudaginn langa. Flugvélabenz
ín er mjög eldfimt og er því ekki
dælt á Land eða umskipað nema
í lygnum sjó. Á laugiardag var \æð-
ur orðið mjög slæmt og var eíkki
Ihægt að halda umskipun benzíns-
ins áfram og heldur ekfci að dæla
iþví á land í Keflavik. Varð LitLa
fellið að bíða yfir hátáðina utan
við Hafnarfjörð áður en hægt var
að haida umskipuninni áfram og
sigla með farminn til Keflavíkur.
Stóra olíusikipið varð einnig að
bíða í mokfcra daga. Biðtími slíkra
skipa nemur um kr. 4000.00 á
fciukbustund.
Frumsýna
Loftsteininn
á morgun
OÓ-Reykjavík, miðvikudag.
Leikritið Loftsteinninn eft
ir Durrenmatt verður frum-
sýnt í Þjóðleikhúsinu á
föstudagskvöld. Valur Gísla
son fer með aðalhlutverkið
og verður frumsýningin jafn
framt hátíðarsýning honum
til heiðurs en Valur á 40
ára leikafmœli. Þýðingu
leikritsins gerði Jónas
Kristjánsson. Leikstjóri er
Gíöli ALfreðsson. Loftsteinn
inn er fyrsta leikrit Diirren
matts sem Þjóðleikhúsið tek
ur til sýninga.
Myndin var tekin á æfingu
leikritsins í morgun og er
af Val Gíslasyni og Krist-
björgu Kjeld. (Tímam.: GE)
Sveitarstjórinn á Vopnafirði bjargaðist nauðulega úr brennandi húsi sínu:
Flest skjöl hreppsins
eldinum að bráð!
urðu
OÓ-Reykjavík, miðvikudag.
Gamla læknishúsið á Vopna-
firði Lzann til aaldra kola s.l.
nótt. í því voru til húsa skrif-
stofur hreppsins og íbúð sveit-
arstjórans, Guðjóns Inga Sig-
urðssonar. Slapp hann nauðu-
lega og fáldæddur út úr brt.
andi húsinu ásamt hundi sem
hann á. fbúar "oru ekki fleiri
húsinu. Mikið af skjölum
hreppsins brann r -«60 þús.
kr. í peningum og ávísunum.
Enn er ekki fullkannað hve mik
ið uf skjölum ónýttust i eldin-
um eða hve mikil fjárupphæð.
Eldsupptök eru ókunn.
Eldsins varð vart kl: 4 í nótt.
Hundur Guðjóns Inga varð
hans fyrst var og vöknuðu íbú-
ar í næsta húsi við hundgána.
Þeir komu að í sömu mund og
Guðjón Ingi komst á' síðustu
stundu út um glugga
.ir
hafði hann sett hundinn út um
sama glugga. Var þá mikill
eldur í húsinu og svefnherbergi
sveitarstjórans fullt af reyk, og
var honum orðið erfitt um and-
ardrátt.
Brunaliðið kom fljótlega að
húsinu en þá var það orðið J-
elda og brann að grunni, nema
uoikkrir steinveggir stóðu uppi.
Húsið var tvær hæðir og kjall-
ari, að mestu byggt úr timbri
en viðbyggingin var úr steini.
f skrifstofu sveitarstjórans
var eldtraustur skápur og eitt-
hvað af skjölum í honum en
ekki er vitað hve mikið, né held
ur hitt, ..ve mikið af pappír-
um brann. Þótt Guðmundur
Ingi hafi ekki slasazt í eldsvoð-
anum var honum orðið mjög
þungt vegna reyksins og -fur
legið fyrir í dag en ekki verð-
Framhald á 14 síðu.