Tíminn - 30.03.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.03.1967, Blaðsíða 9
F'TMMTUDAGUR 30. marz 1967. _________TIMINN ______________________ 9 Utgetandi FRAMSOKNARFLOKKURINIM Framkvæmdastiórl Krlstjan Benediktsson Kitstiórar pðrartnn Þórartnsson (áb> Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Rulltrúi ritstjórnar Tómas Kartsson Ang- lýslngast.1. Steingrtmur Gislason Ritstl.skrtfstofur Kddu- húsinu stmar 18300—18305 Skrtfstofur Bankastræt) i Al- greiðslusiml L2323 Auglýsingasim) 19523 Aðrar skrifstofur. sim) 18300 Askriftargjald kr 105.00 a man innanlands — t lausasölu kr 7.00 elnt. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Heimurínn er meira í blöðum Sjálfstæðisflokksins er að nýju hafinn áróður fyrir aðild íslands að efnahagsbandalögum í Vestur- Evrópu. Forystugrein Vísis í fyrradag og forustugreinar Mbl.í gær eru helgaðar þessum áróðri. Þeir, sem ekki vilja fallast á aðildarstefnu forvígismanna Sjálfstæðisflokksins eru kallaðir einangrunarsianar og öðrum slíkum nöfnum. Einkum gefa þó Vísir og Morgunblaðið Framsóknar- mönnum þetta nafn. Sá skoðanamunur, sem er hér milli Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna, snýst am það, hvort ísland eigi að bindast í takmörkuð efnahágssamtök þjóða í Vestur- Evrópu og opna landið meira eða minna erlendri fjár- festingu, eða hvort íslendingar eigi að stefna að því að leita sér markaða sem allra ýíðast og halda sem mést sjálfstæði sínu á sviði efnahagsmála. I dag er þannig háttað, að ísland hefur hlutfallslega miklu meiri viðskipti við Norður-Ameríku og Austur- Evrópu en nokkurt annað land í Vestur-Evrópu. íslendingar geta ekki aðeins gert sér vonir um að auka útflutning sinn til þessara heimshluta, heldur einnig i framtíðinni til hinna svonefndu þróunarlanda. Þess vegna mega íslendingar ekki einblína á Vestur-Evrópu og álíta það allra meina bót að innlimast í efnahagsbandalög þar. Einu sinni' mátti heita, að Danmörk væri allur heimur- inn í augum íslendinga. Sumir íslendingar virðast nú standa í þeirri trú, að Vestur-Evrópa sé allur heimur- inn. Það er hættuleg einangrunarstefna. Fyrir 4—5 árum, þegar þessi mál voru mjög á dag- skrá, var því kappsamlega haldið fram í Mbl. og Vísi, að aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu væri trygging fyrir góðri efnahagslegri afkomu og hraðfara uppbyggingu. Því til sönnunar var bent á efnahagsástand þátttökuland- anna, eins og það var þá. Nú blasir hins vegar við tals- vert önnur mynd þar. í Vestur-Þýzkalandi vex atvinnu- leysi. Bretar og Finnar glíma við mikla efnahagserfið- leika, þrátt fyrir aðildina að EFTA. Það er því háskaleg villukenning, þegar blöð Sjálf- stæðisflokksins eru að boða, að aðild að þessum banda- lögum myndi eitthvað leysa þau efnahagslegu vandamál, sem íslendingar glíma nú við Sama gildir um erlenda fjárlestingu. Hún er heldur ekki lausnin. í því landi, þar sem mesta „efnahagsundrið“ hefur gerzt eftir síðari heimsstyrjöldina, er fylgt þeirri reglu að leyfa ekki erlenda f járfestingu. Þetta land er Japan. Það, sem fyrst og fremst gerir gæfumun þjóðanna, er dugnaður þeirra og heppni þeirra eða óheppni með stjórnendur. Það getur aldrei farið nema ílla, þar sem dauð hönd lánsfjárhafta, vaxtaokurs og sífelldra skatta- hækkana er lögð á framtak einstaklinga og félaga. Þá bjargar ekki einu sinni góðæri og því síður aðild að efna- hagsbandalögum. Fyrir íslendinga skiptir það höfuðmáli, að þeir verndi sem bezt efnahagslegt sjálfstæði sitt, noti fjármagn sitt og vinnuafl skipulega og hlynni sem Dezt að dugnaði og framtaki félaga og einstaklinga Þeir eiga að stefna að því að vinna sér markaði sem víðast og örfa allt starf, sem beinist í þá átt. Hitt mun ekki verða þeim til gæfu og gengis að afsala efnahagsiegu sjalfstæði sínu, ein- beita viðskiptum sínum að takmörkuðum heimshluta og trúa meira á forsjá annarra en sjálfra sín. en Vestur-Evrópa Tvær greinar eftir Walter Lippmann: Friður næst ekki í S-Vietnam undir forystu Kys marskálks UM miðjan þennan mánuð, frá miðvikudegi til föstudags, var gjörbreytt hinum opinbera svdp Guam-ráðstefnunmar. Þeg- ar fyrst var tilkymnt um ráð- stefnuna var gert ráð fyrir, að Bandaríkjamenn einir taékju þátt í henni, og allur svipur hins fyrirhugaða fundar benti til, að þarna væri aðeins um að ræða ráðstefnu bandarískra herstjórnarmanna. Æðsti yfir- maðurinn átti þarna að hitta hershöfðingja sína, aðmírála og sendifulltrúa og ráðgast við þá um næstu skrefin á brautinni til sigurs. Engir hershöfðingjar Suður-Vietnama áttu þarna að vera, né fulltrúar hinna svo- nefndu bandamanna okkar í Asíu. Áður en forsetinn lagði af stað til Guam gerðist allt í einu eitthvað, sem olli því, að ahjákvæmilegt reyndist að gjör breyta ytra svipmóti hinnar fyr irhuguðu ráðstefnu. Sennilega hafa þeir Ky hershöfðingi og Thieu, æðsti maður ríkisins, lýst fyrir forsetanum óánægju únni yfir ac vera hafðir útund an. Sennilega hefir forsetinn einnig gert sér grein fyrir, að hann væri búinn að flytja svo margar srtíðseggjunarræður, að nú yrði eitthvað að gera til vega upp á móti þedm og varð- veita orðstír hans sem friðar- unnanda. Opinberu yfirbragði Guam- ráðstefnunnar var því gjör- breytt. Blaðamönnum var ráð ið til að segja almenningi, að ráðstefman ætti að fjalla um sáttaumledtanir og frið- ÞESSI nýi friðarblær orkar ekk’ sannfærandi á þá, sem muna atburðarásina á liðnum tíma. Hann er satt að segja ugg vænlegur þegar þess er minnzt, hvílika tálbeituaðferð Johnson hefir viðhaft gagnvart banda- rískum almenningi. Síðan 1965 er þessi aðferð orðin að venju og friðarboðun hefir ávallt ver 'ð undanfari aukinnar styrjald- ar. Við hinu sama ber okkur nú að búast. Heita má, að nærvera þeirra Kys og Thieus, — sem kunna að hafa boðið sér sjálfir til mótsins og ekki talizt fært að varna þeim aðgöngu, — geri það fullvíst, að ekkert ^erði aðhafzt til þess að kyrra uppreisnaranda bændanna og engar alvarlegar tilraunir eigi að gera til að koma á friði með stjórnmálasamningum. Forset- inn þykist sýnilega neyddur til að fagna þeim Ky og Thieu og sú staðreynd veldur því, að hernaðarkosturinn hlýtur að firra alla aðra kosti, sem ann- ars, kynni að hafa orðið um að velja Uppreisnaröldurnar meðai bændanna er ekki unnt að kyrra undir forustu Kys, þar ■em hann og hershöfðingjar hans eru á bandi landeigend- anna og snúast öndverðir gegn þeim uimbótum á yfirráðarétti landsins. Að öðrum kosti er ekkert við þá að geira annað en að brjóta þá á bak aftur með Af þessum astæðum hrekkur stjórnvizka og snilli Ellsworths Bunkers og ákefð og einlægni Komers skammt til að friða Suður-Vietnam. Með því að fagna Ky marskálki hefir for- setinn ennfremur gert að engu þann möguleika, að hófsörn rík isstjórn í Saigon ræði sáttagerð við Vietcong. Við getum að heita má gengið út frá því sem gefnu, að ekki verði unnt að koma auga á möguleika til stjórnmálalausnar stríðsins nema því aðeins að forsetinn vilji og geti losað sig við Ky eða knúið hann til að lúta vilja sínum. HVAÐA möguleikar eru þá á að leiða stríðið til lykta með hemaðaraðgerðum einum? Bjartsýnustu stríðshaukarnir vona og trúa, að viðvarandi og æ magnaðra sprengjuvarp, sí- auikin skothríð og hvers konar árasir valdi andstæðingnum að lokum það miklu tjóni, að hann hverfi af vígvellinum Þetta er vissulega frambærileg kenning. Hitt mætti furðulegt heita, ef Bandaríki Norður-Am- eríku — tvímælalaust öflugasta herveldi, sem nokkurn tíma hef ir verið uppi, — gætu ekki unn ið bug á vilja lítillar, vanþró- aðrar þjóðar. Þrátt fyrir þetta er alls ó- víst að takast megi að brjóta andstæðinga okkar í Vietnam á bak aftur með hinni óhemju miklu hernaðargetu okkar. eða sð beygja þá svo, að þeir taki niður tjöld sín og laumist á burt . Sá galli fylgir gjöf Njarðar, að hinir stríðandi bændur trúa statt og stöðugt, að þeir séu að berjast fyrir lífi sínu gegn peim samlöndum sínum, sem ræktarlandið eiga, og njóta að- stoðar erlendra innrásarmanna. Þegar menn trúa því, að ósigur leiði ekki til annars en dauð-a, halda þeir ótrauðir áfram að berj-ast án þess að óttast dauð ann. Þannig líta málin út frá mín um bæjardyrum séð, og ég tel enga ástæðu til að ætla, að forsetinn hafi haldið opinni leiðinpi til heiðarlegrar og virðulegrar útgöngu úr enda- lausu öngþveiti ófniðarins- Johnson hefur hert skilyrðin fyrir afléttingu loftárásanna BRÉFASKIPTI forsetans og Ho Chi Minh greina ekki úr ,-uglingnum í huga almennings eða skýra mótsagnirnar um það, > sem gerðist í vopnahléinu í fyrri hluta febrúar í vetur. Bréf in staðfesta það eitt, sem allir vissu fyrir. Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að létta loft- árásunum á Norður-Vietnam ef forsetinn „fær fullvissu þess, að sendingar mannafla og gagna til Suður-Vietnam stöðv ist bæði á landi og sjó“. Hitt var þó ekki vitað áður, að for setinn bauðst einnig til að „stöðva frekari aukningu her- ■ sveita Bandaríkjamanna í Suð- ur-Vietnam.“ En vitaskuld stakk hann ekki upp á því, að hætta að flytja til þeirra vistir og hergögn sjóleiðis. Ho Chi Minh neitaði i svari sínu að kaupa stöðvun loftárás anna þvi verði að hætta að senda aðstoð til Suður-Vietnam, en þar til telst auðvitað send- tng nauðþurfta til hersveitanpa, sem þegar eru í landinu. Þessu birtu bréf skýra ekki það atriði, sem veldur ágrein- ingi milli forsetans, Kosygins forsætisráðherra og U Thant framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. En ágreiningurinn er um það, hvort forsetinn hafi í ár hafnað samningaviðræðum um tilboð, samhljóða því, sem hann fór sjálfur fram á 1965 og snemma á árinu 1966. MÉR virðist liggja ljóst fyr ir, að forsetinn hafi áður boðið að létta loftárásunuim gegn skilyrðislausu vopnahléi. 31. janúar 1966 lauk 37 daga loft arásarhléi og þá sagði Rusk utanríkisráðherra, að loftárás trnar hefðu ekki verið hafnar að nýju „ef Hanoimenn hefðu svarað með því að sýna raun- veruiega viðleitni til að stuðla að friði.“ Hann talaði ekki um, að að svara með hernaðarlegri skulbindingu. í Las Vegas hálf um mánuði síðar talaði Rusk ljósara: „Sumar rikisstjórnir héldu fram, að Hanoimenn yrðu til viðtals ef við hættum loftárásum á Nor-ður-Vietnam. Við reyndum þetta tvisvar, skamma hríð um vorið (1965) og i 37 daga núna fyrir skömmu. En það br-eytti engu, — Hanoimenn vildu ekki setj ast að samningaborði." Hægt hefði verið að halda fram, — og sumir herstjórnar- menn okkar héldu fram — að slíkar samningaumleitanir með an á loftárásahléi stæði hefðu leitt til „banvæns ráns“ eins jg komizt var að orði í „Time“. Hanoimenn hefðu kvatt saman óvígan her gegn okkur. En hitt er fullvíst, eins og einnig er tekið fram í „Time“, að for setinn hefir hert á skilmálum sínum og er ekki framai fáan- legur tii að eanea að þeirn skil yrðum, sem hann sjálfur setti 1966. „Ekki er lengra síðan en Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.