Tíminn - 30.03.1967, Blaðsíða 14
14
TIIVINN
SKÁklN
Svart-Reykjavík:
Jónas Þorvaldsson
Hallur Símonarson
Hvítt.-Akureyri:
Gunnlaugur Guðmundsson,
Margeir Steingrimsson
20. e2—e3
RÁÐSTEFNA
Framhald ai bls. 16
siveitarfélög, en á hinum þrem ráð
stefnunum var fjallað um sikipu-
lag og byggingar, fjármál sveitar-
félaga og á þeirri þriðju um vertk-
legar framkvæmdir. Á síðast-
netfndu ráðstefnunni kiom til tals
að efna til ráðstefnu um fram-
kivæmdaáætlanir sveitarfélaga. Var
ileitað tiil EnáhagsstoifHiunarinnar
og hafa Jónas Haralz og aðrir
starfsemnn stofnunarinnar verið
stoð og stytta sambandsins um
að koma þessari ráðstefnu á lagg-
irnar. Rjáðstefna þessi er aðallega
ætluð stærri sveitarfélögum, og
eru þátttakendur á milli 40—50
talsins, aðaUega bæjarstj'órar g
sveitarstjórar víðsvegar að af land
inu.
Reykjaviikurborg hefur látið
gera framkvæmdaáætlun fyrir ár-
ið 1966—70 og Kópavogskaupstað-
ur hefur látið gera framkvæmda-
áætlun fyrir árin 1966—77. Aðrir
'kaupstaðir sem hafa gerð slíkra
áætlana í undirbúningi eru Akra-
nes, ísafjörður, Sauðárkrókur og
Akureyri.
Páll Líndal varaflormaður Sam-
bands ísl. sveitarfólaga setti ráð-
stefnuna í Tjarnarbúð í morgun,
en síðan flutti Jónas H. Haralz
erindi, Markmið ríkis og sveitar-
fólaga og gildi framkvæmdaáætl-
ana til samræmingar á þeim.
j Stjórn samtakanna bauð síðan til
' hádegisverðar að Hótel Borg en
j eftir hádegið fluttu erindi eir
| Sigfintjur Sigurðsson hagfræðing-
ur, Jón Sigurðsson hagsýslustjóri
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartans þakkir til allra er minntust mín á sjötugsaf-
mælinu með gjöfum og heimsóknum.
Glöð og heil í góðri von
gæfan megi ykkur finna.
Þeirri Stefán Stefánsson
stefnir ósk til vina sinna.
Stefán Stefánsson,
Vík í Mýrdal.--^- —
Bálför eiginmanns míns, föSur, tengdaföSur og afa,
Óskars Einarssonar, læknis
fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 31. marz kl. 10,30. Athöfn-
inni verSur útvarpaS. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaS.
Jóhanna Magnúsdóttir,
Þóra Óskarsdóttir,
Ari Óiafsson,
Magnús Arason,
MaSurinn mlnn,
Sverrir Gíslason
bóndi í Hvammi, NorSurárdal,
lézt 24. þ. m. Útför hans verSur gerS frá Hvammskirkju, laugardag-
inn 1. apríl og hefst athöfnin kl. 2 e. h. BílferS á vegum NorSur-
leiSa frá UmferSamiSstöSinnl kl. 9.30 f h
Sigurlaug GuSmundsdóttir.
Litli drengurinn okkar,
Hallur Erlingsson
andaSist í Landspítalanum aSfaranótt 28 marz s I.
Ásta Tryggvadóttir, Erlingur Hallsson.
JarSarf ör
Kolbeins Guðmundssonar
frá ÚifTTótsvatni,
fer fram frá Dómkirkjunnt, föstudaginn 31. marz og hefst kl. 15.
Arinbjörn Kolbeinsson,
GuSmundur Kolbeinsson,
Jóhannes Kolbeinsson,
Katrín Kolbeinsdóttir,
Vilborg Kolbeinsdóttir,
Þorlákur Kolbeinsson.
Systir okkar,
Kristín Gísladóttir,
Freyjugötu 34,
andaSist í Landakofsspítalanum, þriSjudaginn 28. marz 1967. JarSar-
förln auglýst síSar.
Systkini hinnar látnu.
ríkisins og Guðmundur Ágústsson
hagfræðingur.
Á morgun flytja erindi þeir Pét-
ur Eiríksson hagfræðingur, og
Bjarni Einarsson deildarstjóri í
Eifnahagsstofnuninni. Á föstudag-
inn, síðasta dag ráðstefnunnar
flytur svo Torfi Ásgeirsson sikrif-
stofustjóri erindi, hádegisverður
verður í boði borgarstjóraans í
Reykjavik og að lokum verður al-
mennur fundir um viðfangsefni
ráðstefnunnar.
HAFÍS
Framhald af bls. 16
og hrafl til vesturs, en þéttist er
austar dregur. Til suðurs og suð
vesturs sáust aðeins stórir jakar.
ísinn rekur til suðurs.
í Skoruvík á Langanesi eru
dreifðir smájakar um alla víkina,
og töluvert íshröngl í fjörum. Enn
fremur tilkynnti Raufarihöfn kl.
11, að talsverður rekís virtist vera
út af Raufarhöfn, og Melrakka-
sléttu austanverðri. Rak hann aust
ur og inn á Þistilfjörð. Virtist ís-
inn landfastur við Ásmundarstaða
eyju, og nokkurt íshrafl var á fjör
um.
VEIÐIBANN
Framhald al bls. 16
væri orðið alvarlegt og að gera
yrði ýmsar ráðstafanir honum til
verndar, og er þetta veiðibann lið
ur í þeirir viðleitni. Á tímabilinu
er hrygningartími vorgotssildarinn
ar. Er hún horuð á þessu tímabili
og gefur minnstar og lélegastar
afurðir. Áraskipti hafa verið að
aflabrögðum síldarskipa sem veitt
hafa suðurlandssild og hefur afl-
inn farið minnkandi ár frá ári.
f fyrra var lagt bann við veiði
smásíldar fyrir Suður- og Vestur
landi og er það enn í gildi og nær
yfir allt árið.
Ekkert vildi Jakob segja um
hvort í ráði væri að leggja tíma-
bundið bann við síldveiðum á öðr
um miðum.
OLÍUSKIP
Framhald af bls. 2
að berast að ströndum landsins og
eyðileggja baðstaði, eins og hún
hefur þegar gert á Bretlandi. Eru
baðstrendur á Nonmandí og á
Bretagne í jnestri hættu, ef vind-
'átt breytist.
FÁ 2600 kr.
Framhals af bls. 1.
Með þessari samningagjörð hef
ur mikili áfangi náðst, en það
hefur vitaskuld verið mjög baga-
legt fyrir Sjónvarpið, hversu lang
an tímia þetta hefur tekið. í upp-
hafi bar mjög mikið á milli samn
ingsaðila, og báðir hafa þeir geng
ið langt frá sínum upphaflegu kröf
um í þessum samningum, sem vænt
anlega verða fullfrágengnir innan
skamms.
BRUNI
Framhald af bls. 2
ur hægt að kanna tjónið, nó
fara gegnum þau skjöl sem enn
kunna að vera óskemmd, fyrr
en hann nær sér aftur og verð-
ur heill heilsu.
Eins og að likum lætur
brunnu öll húsgögn í skrifstof-
unum og innbú sveitarstjórans.
EIN STOFNUN
Framhald af bls. 16
lega kunnugt málavöxtum og þeim
reglum, sem gilda um númerin.
Þýðir þetta ekki að ekiki sé nógu
gott það skipulag á þessum mál-
um, sem nú er fyrir hendi. Hins
vegar er spurning hvort það er
ekki of ílókið til að vera nógu
fljótvirkt í höndum ókunnugra.
Reykjavi'k er orðin of fjölmenn
til að hægt sé að reikna með að
aJIir séu reiðubúnir til að setja
sig inn £ tímasetningar og læra
inn á kerfi, þótt einfalt sé. Spurn-
ingin er því hvort ekki sé kom-
inn tími til að góðir menn skipu-
leggi neyðarvakt með einu síma-
númeri og þjálfuðu liði, sem svari
í símann oig sendi út lækna eftir
þörfum allan sólarhringinn, allan
ársins hring, á matartímum og á
morgnana milli 8 og 9 og á jól-
um og páskum, sem sagt án uppi-
halds, og það verði aðeins ein
stofnun sem sjái um þetta, þann-
ig að aðeins einum aðiia, fyrir ut-
an slökkvilið og lögreglu sé til að
dreifa, þegar neyð ber að dyrum,
og gert verði eins einifalt og verða
má til að koma hjálparbeiðni á
framfæri.
C. I. A.
Framhald af bls. 1
við ákvörðun hans. Að því
er seinni liðinn varðaði sagð
ist forsetinn hafa skipað
Dean Rusk, utanríkisráð-
herra, formann nefndar til
athugunar á styrktarstarf-
seimi ríkisins.
Eins og kunnugt er, varð
mikill úlfaþytur, er því var
Ijóstrað upp, að CIA styrkti
á eigin spýtur fjölda mörg
alþjóðasamtök, einkum sam-
tök menntamanna, víða um
heim. Var þegar í stað fyrir
skipuð rannsókn á þessum
áburði og er yfirlýsing John
sons í dag raunverulega stað
festing á sannleiksgildi orð
rómsins. Mörg alþjóðasam-
tök boðuðu til funda til þess
að ræða þessi mál og var
ekki farið dult með, að fjár
hag sumra þeirra var stefnt
í voða, ef fjárstuðningur frá
Bandaríkjunum brygðist.
TEKJUR
Framhald af bls. I.
und. Meðaltekjur teljast 248 þús-
und á framteljanda.
í þessari skýrslu kemur sem
sagt fram, að bændur eru tekju
lægri en allar aðrar stéttir, að
undanskildum lífeyrisþegum og
litlum hópi ófaglærðra manna.
Raunverulegar brúttótekjur bænda
munu þó enn minni, því í greinar-
gerð segir að „Brúttótekjur bænda
eru . . . oftaldar í öllum töflun-
um.“
í töflunni um heildartekjur
framteljenda til tekjuskatts 1965
kemur í ljós, að brúttótekjur á
framteljanda miðað við allt landið
reyndust vera 149.636 krónur ár-
ið 1965, og er hækkun meðalbrúttó
tekna frá árinu á undan talin
19.5%. í Reykjavík reyndust brúttó
tekjur á framteljanda 151.977 kr.,
í kaupstöðum landsins 160.420
krónur en í sveitum landsins að-
eins 138.064 krónur.
í kaupstöðunum voru brúttótekj
ur á framteljanda hæstar í Kefla
vík, eða 182.062 krónur, en af sveit
unum var Gullbringusýsla hæst
með 173.975 krónur.Prósentuhækk
unin frá fyrra ári reyndist mest í
Neskaupstað eða 32.6%.
Brúttótekjur í heild reyndust
samkvæmt framtölunum vera á
öllu landinu rúmlega 13 milljarð-
ar.
f töflunni um meðalbrúttótekjur
framteljenda árið 1965 eftir kyni
og starfsstétt koma fram meðal-
tekjur á framteljanda eftir stétt-
um.
Samkvæmt svokallaðri forgangs
flobkun kemur í ljós, hvað körl
um viðkemur, að tekjuhæstir
samkvæmt þessum útreikningi eru
læknar og tannlæknar með 430
þúsund í meðaltekjur samkvæmt
framtali. Næstif koma yfirmenn á
fiskihátum með 372 þúsund, þá
yfirmenn á togurum með 277
þúsund kennarar og skólastjórar
með 255 þúsund, en aðrar stéttir
eni með undir 250 þúsund í meðal
tekjur
FIMMTUDAGUR 30. marz 1967
Neðstir í þessari töflu eru þeir,
sem stunda svokallaða „unglinga-
vinnn‘ hjá sveitarfélögum — sum
arvinnú — með 49 þúsund í með
altekjur, lífeyrisþegar og eigna-
fólk með 79 þúsund — og svo auð
vitað ..Tekjulausir framteljendur",
sem ieyndust vera 1052 (karlar),
en þeir eru taldir vera með 1000
kr. í árstekjur að meðaltali.
Tekjuhæsta stétt kvenna sam-
kvæmt þessari töflu eru læknar og
tannlæknar með 239 þúsund í með
altekjur, en næst koma kennarar
og skólastjórar með 145 þúsund
krónur. onur, sem teljast „lífeyris
þeg r og eignafólk“ hefur aðeins
42 þúsund í meðaltekjur sam-
kvæmt. töflu þessari.
Þá er einnig í þessari töflu
flokkað eftir atvinnuvegi og vinnu
stétt í honum. Kemur þar ýmis-
legt athyglisvert í Ijós.
í búrekstri ýmis konar eru sér
fræðmgar tekjuhæstir (karlar)
með 236 þúsund, en næstir koma
vinnuveitendur, forstjórar og for-
stöðumenn með 210 þúsund. Ó-
faglært verkafólk er með 81 þús-
und og skrifstofu-, verzlunar- og
búðarfólk í þessari atvinnugrein
með 58 þúsund.
í fiskvinnsiu eru vinnuveitend
ur, íorstjórar og forstöðumenn
tekjuhæstir með 302 þúsund, en
ófaglært verkafólk lægst með 151
þúsund. í iðnaði, að fiskvinnslu
undanskilinni, eru sérfræðingar
tekjubæstir með 286 þúsund, en
forstjórar o. þ. h. koma næstir
með 271 þúsund. Ófaglært verka
fólk hefur 154 þúsund.
í byggingarvinnu ýmiss konar
eru vinnuveitendur o.þ.h. tekju-
hæsti- með 329 þúsund, en ófag-
lært verkafólk hefur 136 þúsund.
Aðrar stéttir eru allar með yfir
200 þúsund í þessari grein. Sama
er að segja um flutningastarfsemi
(ekki bllstjórar), en þar hafa for-
stjórar o.þ.h. 310 þúsund. Þeir
eru einnig með rúm 300 þúsund í
þjónuítustarfsemi, og hjá Vamar
liðinu og verktökum þess hafa for
stjórar o.þ.h. 458 þúsund í meðal
tekjur og sérfræðingar rúmlega
400 þúsund. — Hafa hér verið
teknar nokkrar tölur á víð og
dreif, en athygli skal vakin á, að
einungis er um karla að ræða í
þessum tölum, nema annað sé tek
ið fram.
Beið í 3 sólarhringa
eftirsjúkraflutningi
KJ-Reykjavík, þriðjudag.
Sveinbjöm Jóhannesson, bóndi
að Heiðarbæ í Þingvallasveit varð
fyrir því óláni á föstudaginn
langa að detta illa á skíðum, og
þótti rétt að hann færi á sjúkra-
hús strax. Allir vegir vom teppt-
ir austur i Þingtallasveit úr
Rey.kjavik, og var því brugðið á
það ráð að fá þyrluna Eir til að
flytjá hann tii Reykjavíkur. Hún
komst ekki austur á laugardag-
inn vegna veðurs, og það var ekki
fyrr en í gær að hún komst að
Heiðarbæ. Gekk ferðin fram og
til baka vel, og Sveinbjörn komst
undir læknishendur undir kvöldið.
Hana rejmdist rófubeinstorotinn,
en haldið var að hann hefði hlotið
alvarlegri og meiri meiðsl.
ÖKUKENNSLA
ÖÆFNISVOTTORÐ TÆKN»
NÁM INNIFALIÐ
Gíslí SiourSsson
SÍiMJ 11271.