Tíminn - 30.03.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.03.1967, Blaðsíða 3
1 FIMMTUDAGUR 30. marz 1967. TÍMINN MINNING KRISTJÁN HALLDÓRSSON ÚRSMÍÐAMEISTARI F. 20. nóv. 1888. - D. 14. marz’1967. í gær tovöddu Ljósvetningar hinztu krveðju einn af ágætustu sonum byggðar sinnar. Kristj'án Halldórsson úrsmíðameistari var til hvíldar borinn í ættargrafreit á æskulheimili sinu, Stórutjörnum í Ljósavatnss'karði. Hann andaðist í fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri aðfaranótt 14. marz síðastlið- inn. Kristj'án var fæddur á Stóru- tjörnum 20. nóvem'ber 1888." For- eldrar hans, Halldór Bjarnason og Kristjana Kristjánsdóttir, voru af góðum og rótföstum bændaættum þingeyskum. Kristján ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systk- inahópi. Hann vann að búi for- eldra sinna jafnskjótt og aldur og orka leyfðu. Snemma kom í ljós, að drengurinn var mjög óvenjulega hagur. Átti hann heldur ekki langt að sækja þá gáfu, því faðir hans var þjóðhagasmiður. Seytján ára gamall réðst Krist- ján til úrsmíðanáms hjá Sigmundi 'Sigurðssyni, úrsmíðameistara á Alkureyri. Minntist Kristján jafn- an meistara sírns með hlýhug og virðingu. Sigmundur mun fyrir sitt leyti hafa talið sig ósvikinn iaf verkum og frammistöðu læri- sveinsins. Kristján lauk úrsmíða- náminu á skemmri tíma en til'skil- ið var og vann um skeið sem sveinn á veríkstæði Sigmundar. Brátt opnaði Kristján eigin úr- smíðavinnustofu á Akureyri og rak 'hana við góðan orðstír til árs- ins 1949 að hann fluttist a'ifarinn heim að Stórutj'örnum. Jafnframt úrsmíðavinnustofunni rak Kristján verzlun með úr og kLukkur. Kristjián reisti húsið nr. 83 við (Hafnarstræti. f því rak hann lengi verkstæði sitt og átti þar heimili, unz hann hvarf burt frá Akureyri. Árið 1930 kvæntist Kristján glæsilegri og listhagri ágætis konu, 'Friðbjörgu Vigfúsdóttur frá Gull- l'berastöðum í Lundarreykjadal. [Bjuggu þau sér hlýtt og fagurt heimili á Akureyri. Samvistir iþeirra hjóna urðu stuttar, því að eftir tveggja ára hjönaband and- aðist Friðbjörg. Kristján unni mjög konu sinni og varð missir hennar honum því mjög þungbær. Mun það sár, er hann þá hlaut, aldrei hafa gróið. Til minningar um konu sína gaf Kristján Akureyrarbæ síðar Ikluk'ku þá hina miklu, sem komið var fyrir í turni Matthíasarkirkju. Munu slög hennar hljóma þaðan yfir Akureyrarbæ um langa ..un- 'tíð. Eftir lát Friðbjargar veittu syst ur Kristjáns, einkum Kristbjörg, heimili hans forstöðu. Reyndist hún bróður sínum ómetanlegur styrkur á erfiðustu raunastundun- um. Kristján rækti iðn sína af alúð og átti stundum langan’vinnudag við úrsmíðarnar. En fullnægingu hæfleikum sínum og kröftum 'fann hann þó ekki í því starfi. Hæfileiíkar hans kröfðust fjöiþætt- ari viðfangsefna. Kristján hafði yndi af tónlist, lé.i á orgel og starfaði um skeið í lúðrasveit og kantötukór Akureyrar. Þegar Kristjáni gáfust tómstundir frá iðn sinni lagði hann stund á mynd llist, dráttlist og málaralist, en einkum þó tréskurð. í þeirri grein myndlistar liggja eftir hann marg ir prýðisfagrir og athyglisverðir 'hlutir. Á síðari starfsárum sínum smíð- aði Kristján nokkur stundaklukku- verk, hvert smáatriði sigurverks- ins, og bjó þeim listfagra kassa. 'Þá smíðaði hann einnig og skreytti tréskurði kassa utan um erlend 'kiukikuverk. Allt eru þetta kjör- gripir og þykja hin mesta hús- prýði, hvort heldur er á einka- [heimilum eða opinberum Höðum. í þessum listaverkum og öðrum lifir Kristján látinn. Kristján varð að sjálfsögði. góð- ur borgari Akureyrarbæjar með- an hann dvaldi par. Þó átti bernsku heimili hans jafnan ríkust ítök í sálu hans. Þar dvaldi hann hverja stund, sem hann mátti vegna at- vinnu sinnar á Akureyri. Hann fylgdist með búskapnum heima á Stórutjörnum og var með í ráðum um ýmsar stærri framkvæmdir þar heima fyrir, svo sem íbúðar- húsbyggingu, hitaveitu o. fl. Eftir að hann fl.dti heim árið 1949 vann 'hann með bræðrum sínum að list- rænum frágangi íbúðarhússins að innan. Ásamt systkinum sínum, sem öll eru listfeng, skapaði hann heimilinu þann svip, að sagt hef- ur verið að það líktist öllu frem- ur listasafni en venjulegu sveita- heimili. Kristján var skapfastur maður 'og trölltryg'gur vinum og frænd- um og ætíð reiðubúinn að rétta hjálparhönd, ef þess gerðist þörf. Trúmaður var hann, þó efcki væri hann margmáll um þau efni. Ég minnist þess að eitt sinn lét hann 'þau orð falla, að hann teldi að Halligrímur Pétursson hefði með trúarljóðum sínum gefið í-slenzku þjóðinni dýrmætari gjöf en nokk- u-rt annað skáld. Vanheilsa Kristjáns hin s'íðari ár varð honum þungbær, ein'kum eftir að hann þraut svo sjón, að hann gat e'kki neytt sinna högu ’handa. Hjá systkinum sínum og |öðru heimaifólki á Stórutjörnum naut hann allrar þeirrar hjúkrun- ar, sem unnt var að veita, en varð þó alloft að dvelja á sjúkrahúsum I þessi þrautaár. Á Stórutjörnum hagar svo til, að sólar nýtur ekki alllangan tíma að vetri, þó hlíðin hinum megin í Ljósavatns-skarði sé böðuð sól. Eiftir að heilsu Kristjáns var brugð ið hin síðari ár og honum þorrin 'starfsgeta, fann-st mér löng-um, sem sæti hann í sk-ammdegishúmi og biði þes-s að sólskin nýs og langs vinnudags færðist yfir hann á ný, líkt og þegar útmánaðasól- in rís yfir fjalls-brúnina á Stóru- tj'örnum og s-trýkur geislafingrum sínum bæ og umhverfi. Við, sem eftir stöndum, þegar lí-kami Krist- jáns er lagður til hvíldar í mjúfcri mo'ld bernskustöðva hans, höfum ástæðu til að trúa, að nú skíni anda hans sól eftir. skuggavist vanhei-lsu og þjáninga. Ég kveð frænda minn með djúpri þökik fyrir órofa tryggð og vinát-tu. Systkinum hans og öðru heimiilisf'álki á Stórutjörnum votta ég innilega samúð við burtför 'hans. Þ. F. f HLJÓMLEIKASAL Jóhannesar-passía Fyrir páskahátíð kristinnar kirkju, samdi Johan Sebastian Bach, tvö stórverk. Hina stór- kostlegu en hjartaskerandi Mattheusar-passíu og þá mildu en unaðslegu Jóhannesar- passíu. Það er vart hugsanlegt að boðskapur, kirkjunnar um miskunn Guðs, hafi verið túlk aður fegurri, en gegn um þá tóna, sem Bach leggur þarna til. H-moll messan svokallaða á sér enga hliðstæðu í kirkjulegri tónlist, hún er risinn, sem upp úr gnæfir. Af blöðum hennar má rekja, píslarsöguna umvafða þeim tónum, sem færa mannleg tengsl í svo náið samband við hina tvö þúsund ára gömlu frá- sögn af þeim atburðum, að hver lína dregur atburðina fram að nýju og færir hlustanda inn í atburðarrásina, lætur hann snrynja harmleikinn og heimsins þröngsýni. Svipuðu máli gegnir um Jóhannesarpassíuna, er hér verður gerð að umtalsefni. — Hún er ólík H-moll messunni í innri gerð þótt byggt sé á sama efni. — Frá hinum fyrsta tii síðasta tóns spannar hún þol- gæði mildi og fegurð, þótt hins vegar túlki hún kvöl og harm píslarsögunnar. — Textinn byggir að mestu á 18.—19. kapitula Jóhannesar-guðspjalls I auk atriða úr Mattheusar-guð- spjalli. Einsöngstextana felldi Baoh sjálfur að efninu en þeir eru teknir úr trúarljóði eftir Barthold Heinrich Brockes. Allt myndar þetta listræna, en þó raunihæfa og áihrifamikla heild, þar sem Bach ætlar hverj um einstökum flytjanda og hverju hljóðfæri sitt útvalda hlutverk að flytja. Snilld hans og sköpunargáfa, er ómælanleg jafnt í því smáa sem stóra, eins og t. d. í frásögninni af Pétri er hann gengur út og grætur beizklega, þar lætur hann hljóð færin, undirstrika, atriðið, þó án allra eftirlíkinga, og hver er sá hlustandi að slíkt ekki gangi til hjartans. Polyfónkórinn undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, sem bæði vel og ötullega hefir kynnt pölyfón-tónlist síðustu tíu ár- in, flutti um þessa páska Jóhannesar-passíu. J. S. Bach. Þetta mun vera þriðja stóra verkefni kórsins á tiltölulega skömmum tíma og má af því ráða að hvergi er af sér dreg ið við æfingar og þjálfun. — í passíunum er kórinn sá stóri tengiliður sem brúar og teng- ir saman aríur söngpersóna orð guðspjaliamaúns, og öll þau hughrif sem þar gerast. Kóral- melódíur (sálmar) verksins eru í síbreytilegri raddfærslu Bachs perlur sem stöðugt endurnýjast og má segja að í túlkun kórsins yrðu margir þessara sálma sem skínandi perlur. Kórarnir, sem Bach fléttar inn í, til áherzlu dramatískum augnablikum voru margir góðir í meðferð kórsins, en áttu ekki allstaðar þann örlagaríka þunga sem boðskapur þeirra flytur. Af einsöngvurum var Sigurð- ur Björnsson, sá sem hita og þunga þessa verks bar, en orð um guðspjallamannsins, var honum trúað fyrir. Sigurður er starfandi erlendis og verður því að fara að dæmi farfugl- anna og fljúga yfir höfin sjö, þegar hans er þörf hér heima, Strengjasveitin „Die Wiener Solisten“ hélt tónleika á veg- um Tónlistarfélagsins í s. 1. viku. Sveitin er skipuð ungu fól-ki eingöngu og er fátítt að sjá engin roskin andlit og grá hærða kalla í hópnum eins og svo algengt og eðlilegt er. Tólf strengjaleikarar og þar af sfcipa dömurnar sinn sess eiga það öll sameiginlegt að miða leik sinn við'ýtrustu samhæfni og hnitmiðaða túlkun í anda og gerð þess er höfundur segir til um. — Þótt leitað sé með logandi ljósi að einhverri rödd sem minnstu lilhneigingu hefði til að draga sér meira, en vera ber fyrirfinnst hún ekki. — Riccotti og Vivaldi skipuðu fyrr: hluta efnisskrár með con- og er hann nú kominn í frosti og íannfergi hingað norður á njara. Recitativ og aríur flutti hann af frábærri alúð, og virð ingu fyrir vandmeðförnu efni, og með þeim yfirburðum, sem þeim veitist er þekkja, kunna og valda. Rödd hans hefir vax ið að gæðum, og textaframburð- ur er „fágætur", enda var hann sannkallaður „profet" þessa verks. Hinar tvær alto-aríur passí- unnar komu í hlut ensku söng konunnar Katleen Joyce.. Hún hefir til að bera, breiða og vold uga contra-altrödd, sem hún beitti af öryggi og myndugleik. Framhald á bls. 12 serto grosso í h-moll eftir Vi- valdi þar sem fjórir fiðluleik arar sýndu óvenju fágaðan leik. Seinni hluti tónleikanna sam anstóð svo af tveim Diverti- mentos eftir Mozart og náði leikur sveitarinnar hámarki í því í B-dur K. 159. Sú ráðstöf un ,að hafa ekki sömu efnisskrá fyrir báða tónleikana var mis- ráðin, því þrátt fyrir ágæti þeirrar fyrri, var hún einhæf mjög og hygg ég að sú síðari hefði verið betur þegin af flest um.' Koma þessara ágætu lista manna ringað var ánægjulegur og lærdómsríkur viðburður sem átti erindi iafnt við þá er hlýddu og ekki síður þá er „mucicera” sjálfir. Unnur Arnórssdóttir. „Die Wiener SoIistens< 3 Á VÍÐAVANGI Mbl. — Austri Það er ekki oft, sem Morgun- blaðið endurprentar Austra Þjóðviljans í heilu lagi athuga- semdalaust og gerir hans orð að sínum. Þetta skeði þó í gær í Staksteinum Morgunbla'’sins. Það er ekki oft, sem skoðanir Austra eiga upp á pallborðið hjá þeim Morgunblaðsmönnum og því mega það teljast nokkur tíðindi, þegar þeir gera orð hans að sínum á jafn veglegan og afdráttarlausan hátt og þeir gerðu í gær. Þegar betur er að gáð og menn átta sig á, hvert umræðuefni Auslra var að þessu sinni, þarf þó engum að koma á óvart, hve hrifið Morg- unblaðið er af þessum vini sín- um. Umræðuefnið var nefni- lega liinn sameiginlegi ótti Al- þýðubandalagsins og Sjálfstæð- isflokksins: Framsóknarflokkur- inn og stefna hans. Og það er reyndar eins og Austri hafi skrifað þessa grein sína eftir pöntun frá þeim á Morgunblaðinu, því uppistaða í andróðri hans gegn Framsókn arflokknum er sú, að stefna Framsóknarflokksins sé hneyksl anlega skyld stefnu Alþýðu- bandalagsins eins og hún hefur komið fram opinberlega í stjórn arandstöðu flokksins. Reyndar segir Austri kallinn, að Alþýðu- bandaiagið sé með frumritið að stefnunni en Framsóknarflokk- urinn með kópíuna, því fyrr hafi Þjóðviljinn — og þá ekki náttúrlega um Ieið Austri sjálf- ur — mótað stefnu til einhvers máls en Tíminn hafi tekið orð- rétt upp eftir Þjóðviljanum og birt sem sína stefnu! Þeir eru hræddir Svona greinar koma sér vel fyrir Moggann. Þeir eru nefni- lega að reyna að telja fólki trú um, að stefna Framsóknarflokks ins sé önnur en hún er og þá auðvitað helzt vilja halda að fólki, að hún jaðraði við komm- únisma og helzta röksemdin í áróðrinum gegn Framsóknar- flokknum hefur verið sú, að hrópa höft og skömmtun. Sjálf- stæðismenn hafa þó fundið og eiga eftir að finna enn betur, að eftir því sem fólk hefur kynnt sér betur og eftir að flokksþing og miðstjómarfundir Framsóknarflokksins hafa út- fært þessa stefnu gleggra og markvissara, því meiru fylgi hefur hún átt að fagna. Svo sterkan hljómgrunn hefur þessi stefna fengið með þjóðinni, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins leggja í það að gera sig að at- hlægi eftir að hafa stutt við- reisnarstefnuna á áttunda ár, að Ieggja nú fram frumvörp .g tillögur þegar kjörtímabili þeirra er nær lokið um veiga- miklar breytingar á „viðreisnar- stefnunni" í þá átt, sem Fram- sóknarflokkurinn hefur lagt til í atvinnumálum. ÞeSsa stefnu ætla þeir þó annarri stjórn en viðreisnarstjórninni að fram- kvæma, því hennar skeið er á enda runnið. Þannig vilja allir Lilju kveðið hafa. Framsóknarmenn msga því vel við una, og það er óþarfi að minna á það í þessu sambandi, að atvinnumálaálykt- anir þeirrar samkomu, sem neit aði að gera Alþýðubandalagið að stjórnmálaflokki, voru eins konar útdrættir úr álykturum aðalfundar miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, sem haldinn var nokkru áður. Uppistaðan i Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.