Alþýðublaðið - 15.11.1984, Page 12

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Page 12
12 Fimmtudagur 15. nóvember 1984 Þeir bjóða sig fram flokksins á fiokksl Kjartan Jóhannsson: Alþýðuflokkurinn hefur lykilhlutverki að gegna — Hvers vegna býöur þú þig fram til formanns Alþýðuflokks- ins? Margir þeir sem rætt hafa við mig, hafa talið, að það væri farsæh ast fyrir flokkinn. Nú væri megin- verkefnið að snúa sér að ýmsum að- kallandi verkum, svo sem varðandi innra flokksstarf og stefnuboðun frekar en að skipta um formann. Ákveðin endurnýjun þarf að sjálf- sögðu að eiga sér stað í stjórn flokksins, en of ör umskipti hafa líka sína ókosti. Það er á þessum forsendum sem ég gef kost á mér. Ég held að enginn gefi kost á sér í þetta starf nema hann telji að það sé flokknum til gagns og það liggur að baki hjá mér. — Hverja telur þú framtíð Al- þýðuflokksins í íslenskri pólitík? — Eg tel að Alþýðuflokkurinn hafi mjög veigamiklu hlutverki að gegna, ekki síst núna þegar öflin lengst til hægri hafa náð saman við stjórn Iandsins og standa að því að ráðast gegn þeirri velferð og því efnahagslega öryggi, sem Alþýðu- flokkurinn öllum öðrum flokkum fremur hefur staðið fyrir að byggja upp. Þessi árás á þá sem minnst mega sín og á velferðina í þjóðfélag- inu er af sama toga og reyndar nán- ast alveg eins og hægri öflin víðs vegar í Evrópu boða og fram- kvæma. Nú sést það í reynd hérna. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að bæta velferðarþjóðfélagið svo að fjármagn nýtist sem best, en ekki að rífa það niður. í öðru lagi höfum við gengið í gegnum eins konar kyrrstöðutíma- bil í stað efnahagslegra framfara undir stjórn allra hinna flokkanna. Það sem þarf er ný atvinnustefna með framtíðarsýn. Hornsteina hennar að því er varðar landbúnað- armál og sjávarútvegsmál höfum við lagt í stefnuboðun okkar. Jafn- framt þarf að auka fjölbreytni og rækta nýjungar í atvinnustarfsemi. Sú nýja atvinnustefna, sem við beit- um okkur fyrir er undirstaða fram- fara og bættra lífskjara. Alþýðuflokkurinn hefur lykil- hlutverk í að laða fólk til samstarfs um þessi stefnumið. Hann er og hefur verið eini boðberi lýðræðis- legrar jafnaðarstefnu hér á landi og enginn annar flokkur getur komið í hans stað. Flokkurinn hefur ítrekað sýnt að hann eflist af hverri raun. Ég veit að við höfum gengið í gegnum erfitt tímabil, en nú er það að baki og timi sóknar á að vera framundan. Með samheldni og samstilltu átaki á að auka veg flokksins, styrkja innvið- ina, opna og auka flokksstarfið og ná til víðari hóps. — Hvar telur þú að flokkurinn eigi að marka sér bás í hinu póli- tíska litrófi hér á landi? — Flokkurinn á fyrst og fremst að standa á eigin fótum á grundvelli jafnaðarstefnunnar. Hann er mál- svari launafólks og mannúðar og hann er á vinstri væng íslenskra stjórnmála eins og vinstri er venju- Iega skilgreint. Ég tel að hann sé róttækastur allra íslenskra flokka í innanlandsmálum, vegna þess að hann hefur lagt fram tillögur um margvíslegar kerfisbreytingar, sem eru nauðsynlegar til þess að það verði framfarir í íslensku þjóðfélagi og það sé unnt að bæta lífskjör launafólks. Það á að vera hlutverk okkar að ná fram þessum umbóta- hugmyndum jafnframt því að auka jöfnuð í þjóðfélaginu og beita okk- ur af alefli gegn hvers konar mis- rétti. í utanríkismálum hefur flokkur- inn fylgt þeirri stefnu að það varn- arfyrirkomulag sem við höfum með aðild að NATO og veru varnar- liðs hér sé farsælasta leið íslendinga og sú stefna flokksins á að mínum dómi að standa óhögguð. Alþýðuflokkurinn á að láta mannréttindamál sérstaklega til sín taka, og beita sér fyrir því að íslend- ingar leggist hvarvetna á þá sveif- ina. Á sama hátt eigum við að hvetja stórveldin til þess að stíga skref til gagnkvæmrar afvopnunar undir eftirliti án jafnvægisröskun- ar. Þetta eru meginþættirnir í utan- ríkismálastefnu Alþýðuflokksins og eins og hún á að vera að mínum dómi. — Hefur hlutverk flokksins breyst í tímanna rás? — Vitaskuld breytast áherslur og verkefni með breyttum tímum. En grundvallaratriðið, jafnaðar- stefnan stendur óbreytt og á þeim grunni eigum við að byggja. Við erum að berjast fyrir því að allir njóti frelsis,að misrétti sé eytt og að samstaða milli fólks og þjóða sé ræktuð. En þjóðfélagið er ævilega að breytast og við höfum frekar öll- um öðrum flokkum bent á nauðsyn þess að breyta ýmsu í atvinnustefnu miðað við breyttar aðstæður. Ég minni þar bæði á Iandbúnað- armál og sjávarútvegsmál, sem nú eru komin í ógöngur. Ef okkar stefna hefði ráðið stæðum við betur núna. Jafnframt hljótum við að Ieggja mikla áherslu á að sérhver einstaklingur njóti efnahagslegs frelsis vegna þess, að án efnahags- Iegs frelsis er enginn frjáls. Og það er þetta, sem of mörgum á hægri kantinum hefur yfirsést. Á seinasta flokksþingi ræddi ég líka um nauðsyn þess að menn hefðu framtíðarsýn í atvinnumál- um og í þjóðfélagsmálum. Ég hef áður minnst á landbúnaðinn og sjá- varútveginn, en við skulum jafn- framt gera okkur ljóst, að við stöndum frammi fyrir örtölvubylt- ingu og byltingu í fjölmiðlun og Is- lendingar verða að undirbúa sig undir þá byltingu, þannig að tækn- in nýtist manninum, en maðurinn verði ekki þræll tækninnar. Ég vil líka benda á að í atvinnumálum, hafa íslendingar ekki sinnt sölu- þættinum, markaðsöflun og markaðsmálum nægilega vel. Þar er mikilvægt verkefni að vinna, sem ég tel að sé í raun undirstaða þess að atvinnuvegir og þá sérstaklega iðnaður þrífist og dafni. — Hver er þín afstaða til hugs- anlegra samstarfsaðila flokksins (annarra flokka) hvað varðar ríkis- stjórnarsamstarf og á fleiri svið- um? — Sannleikurinn í þessu máli er sá, að Alþýðuflokkurinn er kröfu- harður flokkur. Hann gerir kröfu til þess þegar hann fer í ríkisstjórn, að ríkisstjórnin nái árangri og hann nái fram stefnumiðum sínum. Til þess fara menn í ríkisstjórn að breyta því sem menn telja að þurfi að breyta og við höfum gert mjög ákveðnar kröfur um kerfisbreyting- ar í þjóðfélaginu. Það gildir í fjár- festingarmálum, það gildir í at- vinnumálum, en jafnframt gerum við kröfu til þess að sú ríkisstjórn sem við sitjum í, taki á misréttinu í þjóðfélaginu og vinni að því að jafna kjörin, standi vörð um hag þeirra sem verst eru settir og vinni ötullega að því að bæta kjör launa- fólks í landinu. Vegna þess að við gerum strangar kröfur, þá förum við ekki í ríkisstjórn nema við séum sannfærð um að við getum náð þar árangri á þeim sviðum sem við leggjum áherslu á. Það þarf jafn- mikinn kjark til þess að vera utan og innan ríkisstjórnar, þannig að sá mælikvarði verður ekki lagður á kjark eða þor, hvort menn séu í ríkisstjórn eða utan ríkisstjórnar. Höfuðatriðið er það að menn séu samkvæmir sjálfum sér og fylgi eft- ir þeimjpatkmiðum, sem menn vilja stefna að?~~^ — í sannleika sagt eru til öfl inn- an margra stjórnmálaflokka, sem geta tekið undir margar af þessúm kröfum okkar Alþýðuflokksins. Spurningin er bara, hafa þau yfir- höndina í sínum flokkum og ég nefni engan einn flokk öðrum fremur til samstarfs við Alþýðu- flokkinn. Við munum meta þá út frá þeim markmiðum sem sett verða og þeim árangri, sem hægt er að ná, en ekki eftir því hvað flokk- urinn heitir. Hins vegar þyrftu allir þeir sem eru í reynd jafnaðarmenn að ná höndum saman. — Hver verða höfuðmálin á flokksþingi Alþýðuflokksins um nœstu helgi? — I fyrsta lagi verður það hin pólitíska staða sem upp er komin vegna reynslunnar af núverandi ríkisstjórn, sem gerir það jöfnum höndum að sliga grundvallarat- vinnuvegina og launafólkið í land- inu, en leyfir ofsagróða millilið- anna og líður misrétti í mörgum til- vikum í skjóli skattsvika. Eitt höfuðmálið verður krafan um að sú atvinnustefna ríki að atvinnuveg- irnir borgi og geti borgað lífvænleg laun. Þetta þýðir uppstokkun í hefðbundnum atvinnugreinum. Þetta þýðir nýjar áherslur að því er varðar nýjar atvinnugreinar og þetta varðar það að undirbúa okkur undir þá tölvubyltingu sem fram- undan er. Við hljótum að gefa því gaum hvers vegna eru greidd svo lág laun á íslandi sem raun ber vitni, kryfja það til mergjar. Mín skoðun er sú að ríkur þáttur í því sé sú ranga fjárfestingarstefna sem hefur ríkt hér á undanförnum árum og þess vegna verði að breyta fjárfestingar- stefnunni. Annað höfuðmál verður misrétt- ið sem nú er ríkjandi í þjóðfélaginu og þar á meðal nauðsyn þess að stokka upp skattakerfið og taka upp strangara skatteftirlit, taka upp virkara skattkerfi og virkara skatt- eftirlit. í þriðja lagi hljótum við að líta sérstaklega til þess hvers konar þjóðfélag það er sem við viljum hafa hér á íslandi. Við viljum að allir búi við öryggi gegn ótta um af- komu sína og sinna. Þetta er grund- vallarþátturinn í hugtakinu um vel- ferð, þ.e. að búa öllum jafna að- stöðu til þroska og koma eins fram við alla. Þær hugmyndir sem núver- andi ríkisstjórn hefur verið með uppi og ýmsir aðrir um það að sum- ir ættu að greiða fyrir læknisþjón- ustu og aðrir ekki er andstætt hug- tökunum um velferð, því að í þess- um tillögum felst það að menn eigi að sanna fátækt sína til þess að njóta réttinda sem eru í raun og sannleika mannréttindi að dómi okkar jafnaðarmanna. Við höfum gengið í gegnum ákveðið þrautatímabil á sl. vetri í starfi innan flokksins. Við lentum m.a. í miklum fjárhagsvanda eins og kunnugt er. Nú hefur tekist að leysa úr því. Nú höfum við þess vegna tækifæri og betri möguleika til starfa. Nauðsyn þess að efla innra starf flokksins er augljós en jafnframt og ekki síst þarf að ná til víðara hóps fólks og að þessu verk- efni þarf flokkurinn nú fyrst og fremst að snúa sér. Þetta gildir bæði um hefðbunaið starf en ekki síður um nýjar leiðir til þess að koma á framfæri stefnumiðum Alþýðu- flokksins og til þess að koma af stað almennari umræðu um stefnumið- un meðal áhugasams fólks. — Mun það að þínu mati breyta miklu um áherslur og stefnumið Framh. á bls. 10 Flokksþing Alþýðuflokksit helgi. Þar munu 250 kjörnir fu og marka stefnuna til nœstu á forysta flokksins. Ljóst er að kosningar munu íflokknum. Þœr kosningar eru flokksmenn eru í kjöri, en þeg< lýst yfir framboði sínu: Anna Alþýðuflokksins, Kjartan Jói Baldvin Hannibalsson þingmc Alþýðublaðið lagði nokkra Jón Baldvin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.